Tíminn - 21.11.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 21.11.1982, Qupperneq 9
Rottæk og djörf stefnu- mörkun í ef nahagsmálum Tímamynd Róbert. Á vegamótum ■ Það er ekki ólíkleg spá,.að átjánda flokksþing Framsóknarflokksins eigi eftir að verða talið merkasti atburður í íslenzkum stjórnmálum á árinu 1982. Flokksþingið kemur saman á eins konar vegamótum í stjórnmálum. Tveir þingmenn úr Sjálfstæðis- flokknum, sem veittu ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen stuðning, Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal, hlupust úr vistinni þegar á móti tók að blása. Slfkur er oft háttur þeirra, sem ekki eru mikil andleg karlmenni. Sökum brotthlaups þeirra Alberts og Eggerts hefur stjórnin ekki meiri- hluta í neðri deild, þótt hún hafi meirihluta í sameinuðu þingi. Stjórnin getur því ekki komið málum fram, nema með beinni eða óbeinni aðstoð stjórnarandstæðinga. Þeir eru hins vegar ófúsir til samvinnu. Það stafar ekki eingöngu af því, að þeir vilji fella stjórnina, a.m.k. ekki hvað Alþýðuflokkinn varðar. Þar kem- ur ekki síður kjarkleysi til greina og ótti við að taka á sig ábyrgð fyrir kosningar. Um Sjálfstæðisflokkinn gildir nokkuð öðru máli, því að þar láta forustu'mennirnir stjórnast af óvildinni í garð Gunnars Thoroddsen. Af þessum ástæðum riðar stjómin nú til falls. Kosningar em því skammt framundan. Jafnframt því, að þannig hefur skapazt festuleysti í stjómmálum, hafa miklir efnahagslegir erfiðleikar komið til sögu. Þar kemur ti! í fyrsta lagi hin alþjóðlega kreppa, sem hefur þrengt markaði fyrir ýmsar útflutningsvörur íslendinga, en valdið verðfalli á öðmm. I öðm lagi hefur fiskafli bmgðizt miðað við það, sem gert var ráð fyrir. Viðskiptahalli hefur því orðið mikill. Fyrirsjáanlegt er að þjóðartekjur munu dragast saman mjög verulega. Þess vegna þyngist hlutfallslega byrðin vegna erlendra skulda. Nokkurt viðnám var hafið til að mæta þessum vanda með bráðabirgða- lögum, sem sett voru á þessu hausti, en samt er brýn þörf miklu róttækari aðgerða, ef ekki á að koma til stórfellds atvinnuleysis og aukinnar erlendrar skuldasöfnunar, sem getur stefnt efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar í hreinan voða. Róttæk stefnumörkun Átjánda flokksþing Framsóknar- manna kom saman á þessum uggvæn- legu tímamótum. Um margt minnti þetta þing á flokksþingið, sem var haldið 1934. Þá stóð þjóðin á örlagaríkum vega- mótum. Heimskreppan ógnaði af- komu hennar og sjálfstæði. Flokksþingið 1934 markaði djarfa og róttæka stefnu. Þjóðin brást vel við og flokkurinn styrktist, þrátt fyrir klofning, sem hefði getað orðið honum alvarlegt áfall. Á grundvelli þessa kosningasigurs Framsóknarflokksins var mynduð hin eina sanna viðreisnarstjórn sem hér hefur starfað undir erfiðum efnahags- legum kringumstæðum. Starf hennar tryggði efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og lagði grund- völl að nýjum atvinnugreinum, sem tryggðu þjóðinni batnandi afkomu í framtíðinni. Má þar ekki sízt minna á tilkomu hraðfrystihúsanna. Þjóðin þarfnast nú róttæks viðnáms- og viðreisnarstarfs eins og á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Grund- völlur þess var lagður á nýloknu flokksþingi Framsóknarflokksins. Á þinginu var mörkuð djörf og róttæk efnahagsstefna. Meginefni Frá 18. flolduþingi Framsóknarflokksins. hennar er að beita lögbindingu um skeið til að tryggja hjöðnun verðbólg- unnar, án atvinnuleysis. Á því kjör- tímabili, sem nú er að ljúka, hefur verið reynt að koma fram hjöðnun verðbólgunnar á grundvelli frjálsra samninga. Viðurkenna ber, að sú leið hefur að verulegu leyti misheppnazt og er ekki vænleg ti! nægilegs árangurs. Þess vegna verður að grípa til lögbindingar, en vitanlega þó í sem mestu samráði við stéttasamtökin. Það sýndi gleggst vilja flokksþings- ins til þess að hafa nána samvinnu við launþegasamtökin, að samtökum launamanna, sem starfa innan Fram- sóknarflokksins, var tryggð veruleg þátttaka í miðstjóm flokksins. Lögbundnar aðgerðir Efnahagsstefnan, sem flokksþingið samþykkti, er mörkuð í stjórnmála- yfirlýsingu flokksins. Þar segir orðrétt: „Reynslan af efnahagsaðgerðunum 1981 sýnir að niðurtalning verðbólg- unnar er möguleg. Tímafrekt samn- ingsþóf við hvert niðurtalningarskref hefur gefizt illa, og er því nauðsynlegt að áfangarnir séu fyrirfram ákveðnir og lögbundnir. Framsóknarflokkurinn leggur því áherzlu á að gerð verði áætlun um samræmdar efnahagsað- gerðir til ákveðins tíma, t.d. tveggja ára, sem leiði til hjöðnunar verðbólg- unnar en stuðli jafnframt að vexti þjóðartekna á ný. Átjánda flokksþing Framsóknar- manna telur það brýnustu verkefni næstu mánaða að bæta skilyrði at- vinnuveganna, eyða viðskiptahalla, stöðva skuldasöfnun erlendis og draga úr verðbólgu en án þess að komi til atvinnuleysis. í því skyni leggur flokks- þingið áherzlu á eftirfarandi ráðstafan- ir, en framkvæmd þeirra ber að tryggja með nauðsynlegri löggjöf: Áherzla verði lögð á aukna og bætta framleiðslu til öflunar og sparnaðar gjaldeyris, og eflingar þjóðarhags. Gjöldum skal létt af atvinnuvegum til samræmis við það sem gerist í við- skiptalöndum okkar, og aðbúnaður þeirra bættur á annan hátt. Dregið verði úr víxlverkun verðlags og launa með breytingu á vísitölukerf- inu. Dregið verði úr eyðslu og ótíma- bærri fjárfestingu og störf fjáríestinga- sjóða verði samræmd slíkri stefnu. Erlendar lántökur skal takmarka við hluta af stofnkostnaði arðbærra fram- kvæmda. Meðan halli er á viðskiptajöfnuði verði leitað allra leiða, sem færar eru með hliðsjón af samningum við önnur ríki, til þess að draga úr innflutningi. Spornað verði við afborgunarkaup- um og eyðslulánum. Dregið verði úr opinberum útgjöld- um. Gerðar verði ráðstafanir til hjöðnunar verðbólgu í áföngum. Há- mark verði sett á hækkanir á vísitölu- bótum, almennu verðlagi, búvöruverði og fiskverði og ávöxtunarkjör ákveðin í samræmi við það. Grunnkaupshækk- unum verði frestað. Samfara þessu ber að leggja kapp á að varðveita kaupmátt almennings í samræmi við þjóðartekjur og jafna lífskjörin. Gæta skal þess, að sá samdráttur, sem nauðsynlegur kann að reynast í bili, bitni sízt á þeim, sem lægst eru launaðir." ísland án atvinnuleysis Með efnahagsstefnu þeirri, sem flokksþingið markaði, er lagður grund- völlur að því að tryggja hallalausan rekstur atvinnuveganna og afstýra atvinnuleysi. En meira þarf til. Til viðbótar þurfa að koma margháttaðar ráðstafanir til eflingar einstökum at- vinnuvegum og atvinnugreinum. Flokksþingið sámþykkti ítarlegar ályktanir um þessi mál. í inngangi þeirra segir á þessa leið: „Undirstaða sóknar íslenzku þjóð- arinnar til efnahagslegra framfara og vaxandi almennrar velferðar er stöðugt efnahagslíf og þróttmikið atvinnulíf. Aðaleinkenni efnahagsmála í um- heiminum í dag er alvarlegasta kreppa í efnahags- og atvinnumálum, sem þjóðir heims hafa upplifað síðan í kreppunni miklu fyrir rúmum 5o árum. Af hennar sökum ganga nú milljónir manna atvinnulausar í ná- grannaríkjum okkar. Samhliða hinni djúpstæðu alþjóð- legu efnahagskreppu hafa íslendingar orðið að þola stórfelldan samdrátt í sjávarafla einkum vegna hruns loðnu- stofnsins og minnkandi þorskafla. Þessi aflabrestur veldur fyrirsjáan- lega umtalsverðum samdrætti þjóðar- tekna á þessu ári og því næsta. Við þessar aðstæður í efnahagsmál- um þjóðarinnar á atvinnulífið undir högg að sækja, enda eru nú þegar blikur á lofti, sem breytzt geta í atvinnuleysi og innanlandskreppu, verði ekki hart við brugðizt og af fullri ákveðni. Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á algeran forgang atvinnumála á næstu misserum undir kjörorðunum: Störf fyrir alla. ísland án atvinnuleysis." Til að treysta grundvöll atvinnulífs- ins til lengri tíma markaði flokksþingið ítarlega stefnu í öllum helztu greinum atvinnulífsins, eins og í iðnaðarmálum, orkumálum, landbúnaðarmálum, sjáv- arútvegsmálum, verzlunarmálum, ferðamálum og samgöngumálum. Eindregin fram- farastefna Þótt flokksþingið legði mesta áherslu á efnahagsmálin og atvinnu- málin, vegna þess ástands, sem nú er, gleymdi það ekki öðrum málum. Það gerði ítarlegár ályktanir um húsnæðis- mál, heilbrigðismál, menntamál, íþróttamál, málefni aldraðra og fjöl- skyldumál. Þá samþykkti það ítarlegri ályktun um utanríkismál en áður hefur verið gert. Það markaði afstöðu flokksins til breytinga á stjórnarskránni sem þingið vildi að yrði fjallað um undir sérstöku stjórnlagaþingi. Það vildi þó ekki láta dragast aðkallandi jöfnun milli kjör- dæmanna, sem hægt er að gera í fyrsta áfanga með breytingu á kosningalög- unum. Þótt allar þessar ályktanir séu at- hyglisverðar, mun stefnumörkunin í efnahagsmálum vekja mesta athygli. Aðrir flokkar hafa birt ýmsar óljósar stefnuyfirlýsingar, eins og Alþýðu- flokkurinn á þingi sínu nýlega, en látið ógert að skýra frá því, hvernig þeir hyggjast framkvæma þær. T.d. er algert hljóð hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi þetta síðan hann hætti að þora að hampa leiftursókninni. Þess vegna er ekki ótrúlegt, að átjánda flokksþingið marki þáttaskil og knýi aðra flokka til að marka sér skýrari stefnu en hingað til. Kjósendur eiga heimtingu á því, að flokkarnir tali skýrt og undanbragðalaust fyrir kosn- ingarnar, sem eru skammt framundan. Góður undirbún- ingur kosninganna Átjánda flokksþing Framsóknar- flokksins einkenndist af fleiru en því, að þar var mörkuð djörf og róttæk efnahagsstefna. Um langt skeið hefur ekki borið eins mikið á ungu fólki á landsfundi hérlends flokks og á átjánda flokks- þinginu. Konur létu ekki sinn hlut eftir liggja. Þær voru miklu fjölmennari á flokks- þinginu en hingað til hefur tíðkazt á hérlendum flokksþingum. Þær tóku mikinn þátt í umræðum og reyndust sigursælar í kosningum. Þetta var fjölsóttasta flokksþing, sem Framsóknarflokkurinn hefur haldið. Af því má ráða að áhugi flokksmanna er mikill. Flokksþingið var haldið fyrir opnum tjöldum. Andstæðingunum var gefinn kostur á því að fylgjast með störfum þess. Þingið bar glögg merki þess, að flokkurinn leggur engin bönn á gagn- rýni innan vébanda sinna. Það er heilbrigðum og vaxandi flokki nauð- synlegt, að ekki sé þagað um það, sem miður fer, en jafn mikilvægt að viðurkenna það, sem vel hefur tekizt. Allt bendir til þess, að Alþingiskosn- ingar séu skammt undan. Átjánda flokksþingið hefur lagt traustan grund- völl að þátttöku Framsóknarflokksins í þeim. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.