Tíminn - 21.11.1982, Síða 12

Tíminn - 21.11.1982, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 ■ „Það hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Evrópu að fundið er kort af Vínlandi sem er enn ein sönnun þess að þeir Bjarni Herjólfsson og Leifur Eiríksson hafl fundið Ameríku fyrstir hvítra manna. Kort þetta er gert í Basel í kríngum 1440, en sá hluti þess sem sýnir Grxnland og Vínland er að sögn vísindamannanna gerður á Islandi á fyrrihluta 14. aldar.“ Þannig hófst frásögn Tímans af fundi svonefnds Vínlandskorts 12. október 1965. Kort þetta þótti á sínum tíma einstxður hvalreki. Fundur þess varð tilefni frétta í öllum stórblöðum Vestur- landa og á því voru haldnar sýningar í háskólum og menntastofnunum víða um heim, þ.á.m. hér á Islandi, og vakti þá öflugur lögregluvörður yflr því nótt sem nýtan dag. Nú rúmum hálfum öðrum áratug síðar vilja margir ekki heyra á Vínlandskortið minnst, og eigandi þess Yale-háskóli í Bandaríkjunum hefur lagt það til hliðar á bókasafni sínu. Hvers vegna? Hvað gerðist? Helgar-Tíminn fór á stúfana og kannaði málið. Uppruni Vínlandskortsins Vínlandskortið komst í hendur Yale- háskóla árið 1957. Það gerðist með þeim hætti að fornbókasali nokkur Laurence Witten að nafni kom til bókasafns skólans þeirra erinda að sýna fræði- mönnum þar kort nokkurt og handrit að Tatarafrásögn Carpinis sem hann hafði keypt úr einkabókasafni einhvers staðar í Evrópu. Ormétin göt voru á bók og korti, en ekki féllu þau saman. Nokkru síðar bar svo við að kunningi fornbóka- salans, dr. Thomas E. Marston bóka- vörður í Yale, rakst á uppskrift af alfræðiriti Vincent de Beauvais í verð- lista frá enskum fornbókasala og keypti bókina af rælni. Bók þessi var einnig ormétin. Þegar kortið var borið að fyrstu síðum bókarinnar, stóðust ormgötin á, og hið sama varð upp á teningnum þegar Tatarafrásögnin var lögð að öftustu síðum hennar. Allt virtist þetta hafa verið ein bók í öndverðu, kortið fremst, en alfræðiritið komið á eftir og Tata- rafrásögnin rekið lestina. Sama vatns- merki er á pappír beggja bókanna, en kortið er ritað á bókfell. Við þetta bætist svo að Yale-menn töldu sömu rithönd á kortinu og báðum bókunum. Kortið reyndist vera 11 x 16 þumlung- ar, teiknað með brúnu bleki og á pergamentinu er uppdráttur af heimin- um eins og menn álitu hann vera á fimmtándu öld. Evrópa er auðþekkjan- leg og útlínurnar eru nokkurn veginn nákvæmar. Afríka og Asía eru miklu ónákvæmari. Einnig eru á kortinu eyjar sem talið var að væru í Atlantshafi. Vesturheimur er teiknaður efst í horninu til vinstri handar. Uppdrátturinn af Grænlandi er svo nákvæmur að furðu vekur, og til vinstri við hann er uppdráttur af stórri eyju sem merkt er Vínland. Tvcir árósar eru sýndir á kortinu og var talið að þar kynnu að vera Hudsonflói og St. Lawrenceflói í Kan- ada. Fyrir norðan Vínland á kortinu er rituð frásögn um fund þess á latínu og segir þar m.a.: „Þeir félagar Bjarni og Leifur Eiríksson fundu nýtt land, mjög frjósamt og jafnvel vaxið víni, eftir að guðs vilji hafði leitt þá langa vegu um ísi þaktar slóðir frá eyjunni Grænlandi til suðurs um fjarlægustu hluta vestur- hafsins. Þeir nefndu eyna Vínland..." Eftir að kortið og handritin komust í hendur fræðimanna Yale-háskóla hófu þeir umfangsmiklar rannsóknir á þeirn. Þeir ályktuðu að kortið hefði verið gert í Basel í Sviss, sennilega um 1440. í Basel var haldið langt kirkjuþing á árunum 1431 og 1449 og þangað komu kirkjunnar menn úr öllum áttum, þar á meðal Norðurlöndum til að skiptast á skoðunum. Þótt um heimskort væri að ræða var því fljótlega gefið nafnið „Vínlandskort- ið“ með því hið merkilegasta sem það þótti leiða í Ijós var að það var ekki aðeins í Norðurálfu sem menn vissu af Vínlandi heldur var tilvist þess einnig þekkt suður í álfu áður en Kólumbus lagði upp í ferð sína og fann Ameríku. Um feril og sögu kortsins frá því það var gert og þar til Witten fornbókasali Saga Vínlandskortsins rifjuð upp: „Enn ein sönnun þess að Bjarni og Leifnr heppnifundu Ameríku” — skrifaði Tíminn 1965. íslenskir fræðimenn voru efins og 1974 kom í ljós að kortið var falsað keypti það árið 1957 og kom því í hendur Yale-háskóla var á hinn bóginn ekkert upplýst. Fundurinn opinberaður Það var ekki fyrr en átta árum eftir að Vínlandskortið barst Yale-háskóla að skýrt var opinberlega frá tilvist þess. Var þá gefin út bókin The Vinland Map and the Tartar Relation eftir tvo fræðimenn við British Museum í Lundúnum, R.A. Skelton og George D. Painter, og bókavörð við Yale-safn, Thomas E. Marston. „Útgáfa bókarinnar sannar að það voru víkingar sem fundu Ameríku löngu á undan öllum öðrum mönnum“, sagði James Tanis, yfirbókavörður við Yale- safn, í samtali við Tímann daginn sem bókin kom út. Tanis sagði að útkoma bókarinnar ætti eftir að vekja mikla athygli beggja vegna Atlantshafsins, sérlega meðal fræðimanna og þeirra sem lengi hefðu deilt um það hvort Leifur heppni eða Kólnmbus hefðu fundið Ameríku. I lok viðtalsins spurði fréttamaður sagnfræðistofnunarinnar í New York: Tímans Tanis að því hvaða áhrif „Þetta er mjög alvarlegt mál, þeir reyna kortafundurinnmyndihafaáKólumbus- aöbreyta sögunni.1' Hann harmaði ardaginn sem árlega er haldinn hátíð^^4ffftaklega að niðurstöður voru kynntar legur í Bandaríkjunum og eins á hinn nýlögskipaða Leifs Eiríkssonar dag. „Eins og þú veist", svaraði bókavörð- urinn, „þá er Kólumbusardagurinn á morgun, og þessi frétt er eins og eitt heljarmikið skot úr tvíhleyptri hagla- byssu fyrir þá sem standa á því fastar en fótunum að Kólumbus hafi fundið Ameríku. Aftur á móti mun þessi kortafundur verða til þess að auka gildi og vinsældir Leifs Eiríkssonar dagsins. Ég sem sjálfur er af norskum ættum er einn af þeim sem halda mun upp á þann dag framvegis." Ekki allir hrifnir Ekki reyndust allir«jafn ánægðir og yfirbókavörður Yale-safns. Hinn 13. olctóber greindi Tíminn frá því að Spánverjar, katólikkar og aðrir stuðn- ingsmenn Kólumbusar væru lítt hrifnir af niðurstöðum vísindamanna við Yale. Haft er eftir forstöðumanni ítölsku rétt fyrir Kólumbusar-daginn í Banda- ríkjunum. Enn fremur fullyrti hann að Kólumbusarsérfræðingar gætu gagn- sannað niðurstöðurnar með heilu fjalli af kortum frá bókasafninu í Páfagarði. í sama tölublaði Tímans er haft eftir Jóní Helgasyni prófessor í Kaupmanna- höfn: „Ég er mjög efihs. Okkur er enn í fersku minni þegar bóndi nokkur í Kensington hélt því fram árið 1898 að hann hefði fundið rúnastein þar sem rist væri frásögnin unt fund Vínlands. Seinna kom á daginn að rúnirnar voru falsaðar. Sé kortið ófalsað er hér um stórkostlegan fund að ræða, en hyggilegast er að ségja ekki neitt fyrr en ntaður hofur séð kortið sjálfur." íslenskir fræðimenn efins íslenskir fræðimenn tóku varfærna afstöðu í málinu. Vísindafélag íslend- inga efndi til fundar um málið í lok október og kom þar fram mikil gagnrýni á kortið. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur taldi engin viðhlítandi rök hafa komið fram hjá útgefendum bókarinnar fyrir aldri kortsins, heldur benti ýmislegt til þess að það væri yngra eða frá um 1500. í sama streng tóku Haraldur Sigurðsson bókavörður sem kvað rannsókn þá er farið hafði fram á aldri kortsins alls ekki einhlíta og þótt pappírinn væri aldurs- greindur frá um 1440 gæti hann hafa legið ónotaður. Þórhallur Vilmundarson kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með vinnubrögð útgefenda bókarinnar og furðaði sig á því að þeir skyldu ekki hafa' kynnt sér rannsóknir íslenskra fræðimanna á Vín- landssögum. Jón Éyþórsson veðurfræðingur taldi kortið að því leyti ósannfærandi að það gæfi til kynna að mjög hlýtt hefði verið á þessu áraskeiði svo að unnt hefði verið að sigla kringum Grænland. Vínlandskortið falsað? Sá íslenskra manna sem hvað ýtarleg-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.