Tíminn - 21.11.1982, Page 18

Tíminn - 21.11.1982, Page 18
18 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 ■ Eins og kunnugt er af fréttum var stofnað þann 7. október s.l. Félag áhugamanna um réttarsögu. Hlutverk félagsins er m.a. að standa fyrir fræða- fundum um réttarsöguleg efni. Fyrsti fundurinn af því tagi á vegum hins' nýstofnaða félags var haldinn þann 15. nóvember. Frummælandi var dr. Har- aldur Matthíasson fyrrverandi mennta- skólakennari á Laugarvatni. Nefndist erindi hans „Um staðfræði Landnáma- bókar.“ Segja má að vel hafi borið í veiði þar sem Haraldur er annars vegar, en hann hefur nýlega sent frá sér mikið rit í tveimur bindum sem fjallar um þetta efni, en það nefnist Landið og Land- náma. Pað er bókaútgáfan Örn og Örlygur sem gefur ritið út. Rit þetta er að því leyti einstætt varðandi Landnámurannsóknir að þar er í fyrsta sinn framkvæmd heildar- könnun á staðfræði Landnámabókar sem nær til landsins alls. Erindi Haralds má skipta í þrjá hluta. í fyrsta hluta fjallaði hann um rannsókn- Ljósmyndir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson ■ Frá fundinum í Félagi áhugamanna um réttarsögu s.l. mánudag, Hvers vegna var Landnáma rituð? Landnamabok talar sjálf skýr- ustu máli um npphaf sitt telur dr. Haraldur Matthíasson, en aðrir gagnrýndu það viðhorf á fjörugum fundi í Félagi áhugamanna um réttarsögu araðferðir sínar, þá ræddi hann nokkuð um staðháttaþekkingu í Landnámabók og að síðustu fjallaði hann um helstu niðurstöður sínar. Rannsóknaraðferð Haralds fólst eink- um í sjálfstæðri könnun á landnámunum fornu og landnámsjörðum. Ferðaðist hann ásamt konu sinni um allt land til að kynna sér staðhætti og örnefni. Þannig viðaði hann að sér geysimiklum fróðleik um landið allt og staðhætti á hverjum stað, og bar saman við þær upplýsingar sein fram koma í sjálfri Landnámabók. Af slíkum samanburði taldi hann sig gcta ráðið að staðhátta- þekking í Landnámabók væri ótrúlega góð. Á þetta við úm landið allt. En þó staðfræði Landnámabókar sé þannig mjög traust, víðast hvar, skeikar þó nokkru víðar, og ýmsar villur má finna. Nefndi hann í því sambandi Mosfells- sveit, Snæfellsnes, Kjós og fleiri staði. Ennfremur ræddi Haraldur nokkuð um mörk landnáma inn til óbyggða og nefndi í því sambandi að líklegt væri að landnámsmenn hefðu víða helgað sér land inn til háfjalla og jökla, enda hefði gróið land þá tvímælalaust verið mun víðáttumeira en á síðari öldum. Landnáma ekki rituð af efnahagslegum ástæðum Að síðustu ræddi Haraldur um helstu niðurstöður sínar og er þá komið að einu helsta deiluefni fræðimanna sem fengist hafa við rannsóknir á Landnámu, en það er tilefni ritunar verksins. Telur Harald- ur að Landnáma sjálf tali í því efni skýrustu máli. í eftirmála Melabókar, en svo er nefnt elsta handrit af Landnámu sem tiltækilegt er, kemur fram að tilefni ritunarinnar hafi verið þríþætt. í fyrsta lagi að sýna fram á að íslendingar væru ekki komnir af þrælum og illmennum. í öðru lagi væri verkinu ætlað að vera fræðirit í ættvísi og í þriðja lagi að halda til haga fróðleik um upphaf byggðar á íslandi. Telur Haraldur sig ekki finna neitt í Landnámabók sem hreki orð hennar sjálfrar um tilefni þess að ráðist var í þetta mikla fyrirtæki. Hér endur- vekur Haraldur að nokkru eldri kenning- ar dr. Jóns Jóhannessonar um sama efni. Haraldur telur m.ö.o. að Landnáma sé fyrst og fremst sagnfræðirit sem hafi þjónað þeim tvíþætta tilgangi að vera heimildarrit um ættir Islendinga og varðveita upplýsingar um elstu byggð í landinu, en þjóni ekki öðrum hagnýtum tilgangi. Hér vísar hann til þeirrar kenningar sem ýmsir fræðimenn hafa haldið nokkuð á lofti, að frumorsök Landnámuritunar hafi verið af efnahags- legum toga. Skv. þeirri skoðun hefur Landnáma verið rituð með eignarréttar- leg sjónarmið fyrir augum, í þeim tilgangi fyrst og fremst að sanna eignar- rétt manna að jarðeignum. Haraldur telur hins vegar að í Landnámabók komi ekkert fram sem styðji þessa skoðun. Heldur hann því m.a. fram að Landnámahöfundi (höfundum) hafi verið mjög ósýnt um að greina frá landamerkjum sem þó hefði verið nauð- synlegt hafi ritið átt að vera traust heimild um eignarrétt. Benti hann m.a. á landnám í Austfirðingafjórðungi máli sínu til stuðnings. Þá benti hann á að Landnáma hirði lítt um að rekja ættir, en láti oftast duga að nefna landnámsmennina eina. Taldi Haraidurvel koma tilgreinaaðsamning- ur Landnámabókar hafi verið þannig hagað að staðkunnugir menn víðsvegar um land hafi látið í té upplýsingar um staðhætti og annan fróðleik þar sem þeir þekktu best til, en síðan hafi einn maður, eins konar „ritstjóri", unnið úr þeim upplýsingum. Eignarréttarsjónarmið réðu ferðinni Að loknu erindi Haralds hófust al- mennar umræður um efni þess. Fyrstur tók til máls Jón Gíslason póstfulltrúi. Jón hefur einkum fengist við rannsóknir á landsmálum í Árnes- og Rangárvalla- sýslum, einkum hefur hann kannað ýmislegt varðandi hreppaskipulagið á þessum svæðum. Greindi hann á um margt við Harald, einkum og sér í lagi taldi hann sjónarmið Haralds um tilefni ritunar Landnámabókar hæpin. Telur hann að þar hafi eignarréttarsjónarmiðin ráðið ferðinni. Benti Jón m.a. á að sögnin að „nema“ land merki að fornu og nýju að slá eign sinni á land, landnám merki það sama og landareign og landnámsmaður merki eigandi land- námsins. Setti Jón ritun Landnámu mjög í samband við setningu tíundarlega 1097. Tíundarskattur var eignarskattur sem lagður var á allar jarðeignir í landinu. Frum-Landnáma hafi verið rituð í þeim tilgangi að afmarka tíundar- einingar. Benti hann m.a. á hreppa- skipulágið á Suðurlandi máli sínu til stuðnings. Næstur tók til máls dr. Jakob Benediktsson, fyrrverandi forstöðumað- ur Orðabókar Háskólans. Varð honum tíðrætt um tilefni Landnámuritunar. Gagnrýndi hann skoðanir Haralds. Taldi hann auðsætt að slíku verki, sem ritun Landnámu hlýtur að hafa verið, væri tæpast hægt að hrinda í framkvæmd nema eitthvert vald lægi þar að baki. Væri þá nærtækt að álykta að einhvers konar efnahagsleg sjónarmið væru þar að baki. Benti hann m.a. á að eignarrétti að landi að fornu mætti jafna við óðalsrétt enda hafi erfðatilhögun verið þannig í raun að höfuðbólum var ekki skipt. Það var því auðsætt að til mikils var að vinna að eignarrétturinn styddist við traustar heimildir. Landnámufróðleikur til áður en hún var rituð Þar næst kvaddi Óskar Halldórsson fyrrverandi dósent sér hljóðs. Benti hann á að sá fróðleikur sem Landnáma hefur að geyma hlyti að hafa verið til í landinu áður en hún var rituð. Við slíkar kringumstæður væri ekki óeðlilegt þótt menn fyndu hjá sér þörf til að bókfesta hann við upphaf íslenskrar ritaldar, og setja hann fram í skipulögðu riti. Þegar Óskar Halldórsson hafði lokið máli sínu sté Helgi Þorláksson sagn- fræðingur í ræðustól. Gagnrýndi Helgi ummæli Haralds um kenningu Barða Guðmundssonar, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að megintilgangurinn með ritun Landnámu hafi verið staðfesting eignarréttar á jarðeignum. Taldi Helgi m.a. að óvarlegt væri að álykta út frá því að ættir landnámsmanna væru lítt raktar. Aðalatriðið væri hver hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn á tilteknu svæði, það hefði síðan verið létt verk fyrir menn um 1120 að rekja ættir sínar til landnámsmanna. Áréttaði Helgi þá skoðun að megin markmið Landnámu- ritunar hafi verið eignarréttarlegs eðlis. ■ Jón Gíslason taldi Landnámu hafa verið ritaða í þeim tilgangi að afmarka tíundareiningar. ■ Haraldur Matthíasson telur að Land- námabók tali sjálf skýrustu máii um þær ástæður er lágu að baki þess að hún var rituð. ■ Jakob Benediktsson áleit að efna- hagsleg sjónarmið væru að baki ritunar Landnámu. ■ Helgi Þoriáksson sagði að megin- markmið Landnámuritunar hafi verið eignarréttarlegs eðlis. Það var eignarréttur að jarðeignum og höfuðbólum sem skipti meginmáli að koma á framfæri. Hins vegar má til sanns vegar færa að menn hafi notað tækifærið til að skrá jafnframt ýmsan fróðleik þótt hann tengdist ekki eignarrétti að öllu leyti. Eignarréttarsjónarmið styðjast við getgátur einar Fimmti maður til að taka til máls var Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðingur. Gerði hann mikið úr mikilvægi Land- námabókar sem ættfræðilegrar heimild- ar, enda hafi erfðatilhögun að fornu verið með þeim hætti að mönnum hafi verið ákaflega mikilvægt að kunna sem best skil á ætt sinni. Byggðist eignatilkall til höfuðbóla alfarið á ættartengslum. I lok fundarins sté Haraldur Matthías- son síðan að nýju í pontu og ræddi um gagnrýni þá sem fram hafði komið á fundinum. Áréttaði hann þá skoðun sína að hversu mikið sem menn héldu fram eignarréttarlegum sjónarmiðum, yrði ekki fram hjá því horft að slík sjónarmið styddust við getgátur einar, enda fyndust þess ekki merki í Land- námu. Benti hann á jörðina Böðvarsholt í Staðarsveit í því sambandi. Þar væri bent á ákveðna jarðeign, en ekki hirt um að nefna mörkin, og mætti það undarlegt virðast ef tilgangurinn hefði verið sá að staðfesta eignarrétt manna að því landi. Taldi Haraldur að finna mætti fjölmörg hliðstæð dæmi og sagði eftir- tektarvert að áberandi væri að landa- merki eru ekki tiltekin þar sem staðhætt- ir eru slíkir að þess hefði verið brýn þörf. (Eftir fundargerð Davíðs Þórs Björg- vinssonar). ■ Dr. Ingi Sigurðsson sagnfræðingur stýrði fundinum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.