Tíminn - 21.11.1982, Qupperneq 20
Á 10 ára afmæli Watergatemálsinss
Felldi Haig Nixon
úr forsetaembætti?
Var Alexander Haig hinn dularfulli „Deep Throat”?
■ Það er heldur erfitt að ímynda sér
Alexander Haig á leynifundi í bíla
geymslu í Washington, hvíslandi í eyru
fréttamanns frá Washington Post. En ef
marka má nýjustu samsæriskenningu
Watergatemálsins, sem John nokkur
Dean hefur tekið að sér að flytja, þá var
Haig sjálfur „Deep Throat.“
Nafnið „Deep Throat" gaf Bob
Woodward blaðamaður manni þeim
sem veitti honum mikilvægustu upplýs-
ingarnar þegar hann og Carl Bernstein
voru að rannsaka innbrotið í Watergate-
húsið í Washington, þar sem kosninga-
nefnd demókrata hafði aðsetur sitt fyrir
tiu árum.
Bemstein segist aldrei hafa vitað hver
maðurínn var og Woodward hefur ætíð
þvemeitað að gefa nokkrar upplýsingar
um það. „Ég hef ekkert um málið að
segja" sagði hann á dögunum þegar hann
var spurður um ummæli John Dean.
Menn hafa tilhneigingu til að taka
nokkurt mark á Dean , fyrrum ráðgjafa
Nixons. Nákvæmur framburður hans
fyrir Erwin-rannnsóknarnefndinni á
sínum tíma var staðfestur þegar upp-
götvaðist að Nixon forseti hafði látið
taka samræður á skrifstofu sinni upp á
segulband. En í þessu efni trúa menn
Dean ekki eins vel.
Haig hefur kallað tilgátu Dean fjar-
stæðu eifla. „Petta er í fyrsta sinn sem
ég heyri slíkar getsakir og þær hafa við
engin rök að styðjast" sagði hann. „Að
líkindum ráðast þær af gróðasjónarmið-
um.“ Dean er að skrifa nýja bók um
Watergatemálið og upplýsingarnar um
Haig í bókinni eru birtar fyrirfram til að
vekja athygli á henni.
Vikuritið Time sem fyrst greindi frá
tilgátu Dean kvaðst telja hana ólíklega.
Ein ástæða þess að menn taka ekki mikið
mark a tilgátunni er að Haig þykir í alla
staði ólíkleg persóna til að hafa verið
„Deep Throat“, auk þess sem hann gerð-
ist starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir
að málið var hafið í fjölmiðlum. Hitt
spilar líka inn í vantrú manna að Dean
hefur áður verið með getsakir um aðra
menn sem „Deep Throat." Árið 1975
sagðist hann vera sannfærður um að það
væri Earl Silbert, er sat í Watergate-
nefndinni, er hefði gefið Woodward
upplýsingarnar. Ári seinna skipti hann
um skoðun og kvaðst fullviss um að
David Gergen, einn af ræðuriturum
Nixons, væri maðurinn. Gergen, sem nú
vinnur í fjölmiðladeild Hvíta hússins,
hefur borið þessar ásakanir til baka.
Margir aðrir hafa verið tilnefndir sem
„Deep Throat“, s.s. demókratinn
Leonard Garment sem var ráðgjafi Nix-
ons í Hvíta húsinu og Ken Clawson
fyrrum fréttamaður á Washington Post
sem vann hjá Nixon. Sjálfur áleit Nixon
að „Deep Throat" væri Alexander Butt-
erfield, maðurinn sem veitti rannsóknar-
nefnd Watergatemálsins þær upplýsing-
ar að forsetinn hefði tekið allar sam-
ræður á skrifstofu sinni upp á segulband.
Loks er sú kenning til í Washington
að „Deep Throat" hafi aldrei verið til.
Þeir sem þessu halda fram telja að „Deep
Throat“ eigi tilveru sína því að þakka
að blaðamaður nokkur hafi orðið að
sannfæra efasemdarfullan ritstjóra um
að sagan sem hann var að skrifa væri á
rökum reist.
■ Alexander Haig fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og starfsmannastjóri
Níxom í Hvfta húsinu á síðustu dögum Watergatehneyksiisins. Nýjasta tilgátan er
að hann hafi verið „Deep Throat“, en almennt þykir það heldur ólíldegt.
Barnshvarfið fræga í auðnum Mið-Ástralíu fyrir
tveimur árum:
MÓBIR AZARIU LITLU
DÆMD SEM MORÐINGI
Margir telja sekt hennar ekki sannaða
H Chamberíain-hjónin og böm þeirra tvö. Myndin var tekin í ágúst 1980 eftir að
dóttir þeirra Azaria hvarf í auðnum Mið-Ástralíu.
■ Kveðinn hefur verið upp dómur í
einhverju frægasta dómsmáli í Ástralíu
fyrr og síðar: Azaria-málinu. Frú
Chamberlain hefur verið fundin sek um
að hafa fyrir tveimur árum myrt dóttur
sína Azariu, þá átta vikna að aldri, með
því að skera hana á háls. Hún hefur
verið dæmd í lífstíðar fangavist. Eigin-
maður hennar Michael Chamberlain var
fundinn sekur um að hafa reynt að hylma
yfir verknaðinn eftir að honum varð ljóst
hvað hafði gerst.
Ekki eru allir sammála umréttmæti
þessarar niðurstöðu. Félagar í söfnuði
Sjöunda dags aðventista hafa byrjað
fjársöfnun svo unnt sé að áfrýja málinu.
Michael Chamberlain var prestur í
söfnuðinum.
Lögfræðinga greinir einnig á unt úr-
skurðinn. Sumir telja að gögn sem fyrir-
liggjandi voru hafi ekki nægt til að sanna
svo óvéfengjanlegt geti talist að frú
Chamberlain hafi verið sek.
Dómsmál þetta hefur vakið gífurlega
athygli í landinu. Varla er nokkur maður
scm ekki þekkir það ofan í kjölinn. Tvær
bækur hafa verið skrifaðar um það.
Kvikmynd er á leiðinni; hun á að heita
„Azaria: Nóttin sem gráturinn hljóðn-
aði.“
Sjálf situr frú Chamberlain í kvenna-
deild borgarfangelsisins í heimabæ sín-
um Darwin. Hún á von ásér innan fárra
daga. „Ég og maðurinn minn vitum
hvers kyns þetta barn verður" sagði hún
í viðtali á dögunum. Og hún segir einnig
að þau séu búin að taka ákvörðun um
það hvað barnið á að heita. Nafnið á
ekki að gefa fólki tilefni til neinna hug -
leiðinga eins og nafnið á Azariu.
Sumir héldu því fram að nafnið „ Az-
aria“ merkti „fórnað í auðninni", en frú
Chamberlain sagði að það merkti ein-
faldlega „elskað af Guði.“
Samkvæmt frásögn breska vikuritsins
The Observer er talið hugsanlegt að
niðurstaða réttarins í máli Chamberlain-
hjónanna hefði orðið önnur ef réttar-
höldin hefðu farið fram í annarri borg
en Darwin, t.d. Melbourne.
Darwin er í ýmsu tilliti sérstakur bær.
Megnið af bænum hrundi í rúst í hvirfil-
byl árið 1974, en hann var endurreistur.
Fólk sem þar býr nú þykir um margt
sérlynt. Sumir segja að þar búi einkum
fólk sem er einsýnt og hleypidómafullt
og sér heiminn í svörtu og hvítu. Mörg-
um virtist sem dómarinn í Chamberlain-
málinu hefði gefið kviðdómnum bend-
ingu um að kveða upp sýknudóm. En
kviðdómurinn sem skipaður var bæjar-
búum í Darwin komst einróma að þeirri
niðurstöðu að frú Chamberlain væri sek
um að hafa myrt barn sitt.
En um hvað snýst þetta mál eiginlega?
Fyrir tveimur árum síðan hvarf Azaria
litla úr tjaldi foreldra sinna í tjaldbúðun-
um við Áyers Rock í miðri Ástralíu. Frú
Chamberlain kvaðst álíta að úlfhundur
hefði numið hana brott. Þrjú hundruð
manns tóku þátt í leitinni en barnið
fannst aldrei. Viku síðar fundust föt
barnsins á stað allfjarri tjaldinu. Til að
byrja með féll þó enginn grunur á for-
eldrana.
Rannsókn réttarlækna á fötunum
beindi þó grunsemdum bráðlega að
þeim. Prófessor Cameron frá Lundúnum
kvaðst geta ályktað á grundvelli fata
barnsins að það hefði verið skorið á háls,
sennilega með skærum. Annar réttar-
læknir frá Sydney kvaðst hafa fundið
blóðleifar í bíl Chamberlain hjónanna
og eins myndavélatösku þeirra. Taskan
var reyndar rannsökuð löngu eftir að
málið komst upp.
Mótsagnir komu þó fram í þessum
niðurstöðum, og prófessor Cameron
varð að viðurkenna að sér hefði skjátlast
um tiltekin atriði. Verjandinn benti á að
honum hefði einnig orðið á afdrifarík
mistök í öðru morðmáli. Og það kom á
daginn að réttarlæknirinn frá Sydney
hafði fargað þeim gögnum sem hún hafði
safnað úr bílnum og töskunni.
Ogmenn spyrja: Hvað varð eiginlega
um barnið úr því það hefur aldrei
fundist. Hugsanlegt er að morðinginn,
ef það var myrt, hafi grafið það í auðn-
inni. En þá eru blóðleifarnar í mynda-
vélatöskunni ekki af því og geta ekki
verið sönnungargögn. Og ef foreldrarnir
hafa falið barnið í töskunni þá er undar-
legt að Michael Chamberlain skuli hafa
óragur ekið ókunnri hjúkrunarkonu til
gistihúss í grenndinni eftir að leitin var
hafin. Hann hlaut að óttast að húnyrði
vör við eitthvað óvanalegt. Og hvenær
voru föt barnsins sett á sinn stað?
Um það er ekki deilt að hegðun
Chamberlain hjónanna var um margt
kynleg, hvort scm þau eru sek eða sak-
laus. Ef frú Chamberlain myrti barnið í
raun og veru og sagði síðan eiginmanni
sínum frá því þá er málatilbúnaður
þeirra hjóna allur hinn furðulegasti.
■ Lengihafamennálitiðþaðeitthvert
mest heillandi verkefni stjörnufræðinnar
að leita að vitsmunalífi í óravíddum
geimsins. Nútíma tækni - útvarpssjón-
aukar-gera slíka leit ekki mjög kostnað-
armikla - hún er satt að segja mun ódýr-
ari heldur en að framleiða kvikmynd um
vitsmunaverur á öðrum hnöttum. Allt
bendir til þess að umfangsmikilli leit af
þessu tagi verði hins vegar ekki haldið
uppi. Bandaríska geimferðarstofnunin
NASA er að skera niður rannsóknar-
styrki sína og ólíklegt er talið að forráða-
mönnum hennar snúist hugur vegna
bréfs sem stjörnufræðingurinn Carl Sag-
an og fjöldi Nóbels-fræðimanna skrifuðu
í tímaritið Science á dögunum.
Sagan sem er íslendingum að góðu
kunnur úr sjónvarpsþáttunum um Al-
heiminn lagði til að útvarpssjónaukar
yrðu notaðir til að grandskoða himin-
geiminn nótt og nýtan dag í einn eða tvo
áratugi. Öll útvarpsmerki sem bærust
„Yfirhylming" þeirra er grunsamlega
veik. Frú Chamberlain kvaðst hafa séð
úlfhund koma út úr tjaldi barnsins með
eitthvað í kjaftinum, en hún sagði aldrei
að það hefði örugglega verið barnið.
Þegar Michael Chamberlain var
spurður um það hvort kona hans hefði
myrt dóttur þeirra svaraði hann aðeins:
mundu verða rannsökuð af tölvu og hún
gæti áttað sig á því hvort í þeim fælist
einhvers konar mynstur sem benti til að
þau bærust frá vitsmunaverum á öðrum
hnöttum.
Sannarlega er þessi tillaga freistandi.
Leitin mundi aðeins kosta nokkra mill-
jón dali, þ.e. minna en nú kostar að láta
gera kvikmynd um vitsmunaverur í
geiminum í stíl vísindaskáldsagna.
í bréfinu segir Sagan að ef við ætlum
okkur að uppgötva vitsmunalíf úti í
geimnum með útvarpssjónaukum verð-
um við að hafa hraðann á. Þessi merki
séu hugsanlega mjög máttlítil og á hverju
ári eykst hávaðinn á jörðinni sjálfri
vegna útvarpsmerkja sem þar eru send.
Truflanir af þeirra völdum gera það að
verkum að innan nokkurs tíma verður
óhugsandi að greina hvort merkin koma
úr geimnum eða frá jörðinni.
Sjálfur er Sagan fullviss um að vits-
munalíf sé á öðrum hnöttum. Samkvæmt
„Ekki svo ég viti.“ Hann gat ekki gefið
konu sinni fjarvistarsönnun af því að
hann var í fasta svefni.
Deilurnar halda áfram og sennilega
verður aldrei endanlega skorið úr um
sekt og sakleysi í þessu einkennilega
máli.
útreikningum hans eru líkur fyrir því að
í vetrarbrautinni okkar einni sé aragrúi
sjálfstæðra siðmenninga sem svipar til
jarðarbúa.
Sagan er líka sannfærður um að hægt
verði að skilja þessar vitsmunaverur ef
þær finnast. Sjálfur hannaði hann skila-
boðin sem send voru með geimflauginni
Voyager til Júpiters og Satúrnusar fyrir
nokkrum árum. Þau fólust í einfaldri
teikningu af manni og konu, hljómplötu
með skilaboðum um náttúru og mannlíf
á jörðinni, ásamt táknmáli um það
hvernig hægt var að nota hana.
En sem sé: Þeir sem peningavöldin
hafa telja leit að vitsmunalífi á öðrum
h'nöttum ekki svara kostnaði. Þeir hugsa
kannski sem svo: Ef vitsmunaverur eru
einhvers staðar í nágrenni við okkur þá
geta þær eins leitað okkur uppi. Það er
ódýrara og þægilegra á allan hátt. Og
víst er nokkuð til í því.
Ódýrara að leita að Marsbúum
en að búa til kvikmynd um þá