Tíminn - 21.11.1982, Side 26
26
\ i \ l\ l\ {\[ ú
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
mjtfmínn
Umsjón: Friðrik Indriðason og Eirfkur S. Eiríksson
OHAÐI
VINSÆLDA-
LISTINN
— byggðnr á söln
f STUÐ-bnðinni
■ Tvær nýjar skífur prýða
listann að þessu sinni en það
eru veruleiki Sigga Karls sem
skýst inn á listann í lOda sæti
og nýjasta skifa UB40 flokks-
ins sem heitir UB.44.
Aðrar brey tíngar á listanuin
eru þær að Dead Kennedys
færast stððugt upp á skaftíð,
Spliff stekkur upp um Qögur
sæti og Dire Straits hrapar um
fimm.
Á litla Hstanum trónir Maur-
inn efstur en síðan kom tangó
Grace Jones og Tom Tom.
„ER HVORTTVEGGJA
SrTARF OG SKEMMTUN”
— rætt við Bubba Morthens um uýlokna hljómleikaför um landið og
nýja plötu EGO „I mynd”
■ „Hljómleikaferðir á borð við þá sem
við fórum nú eru bæði starf og skemmtun
' auk þess að vera nauðsynlegur hlutur
fyrir hljómsveitir" segir Bubbi Monh;ens
í stuttu spjaili við Nútímann um afstaðna
hljómleikaför hljómsveitarinnar EGÓ
um landið en EGÓ héit eina 16 tónleika
á þeim 14 dögum sem túrinn stóð yfir
og var aðsókn nokkuð góð svona um 150
manns að meðaltali á hverjum konsert.
Við forvitnuðumst um muninn á
túmum nú og þegar Utangarðsmenn
rúliuðu hringinn á sínum tíma...
„Nú borðuðum við og sváfum reglu-
lega, öfugt við túrana áður er við fórum
bara upp á guð og lukkuna. Túrinn nú
var erftðari að mörgu leyti,. meiri
skipulagning, meiri vinna, meira álag“
segir Bubbi. Hann lætur þess ennfremur
getið að slagsmál haft ekki verið mikil,
túrinn að mestu sléttur og felidur fyrir
utan hasar á Akureyri er Rúnar bassa-
leikari var viðbeinsbrotinn... „Það var
óheppni" segir Bubbi en þetta „slys“
kom 4>ó ekki í veg fyrir að þeir gætu
leikið afganginn af tónleikunum.
Platan
Stuttu eftir að EGÓ kom úr hringför-
inni kom ný breiðskífa með sveitinni á
markaðinn og meðan við spjöliuðum
saman var henni smellt undir náiina.
„Munurinn á þessu verki og ððrum
okkar er betra „sánd“ betri vinnubrögð
og meira var lagt í hana hvað varðar
pælingar á útsetningum og annað slikt“
segir Bubbi.
Ná vtur skipt wa uuuw i iveitiaai
sköataa áðar ea piataa var h^óðritad
oH þak ddd crfiMeflHaa?
„Ég vil ekki ræða þá hluti enda koma
þeir engum öðrum við en okkur sjálfum
segir Bubbi og lætur þess getið að þessu
hafi fylgt særindi og leiðindi enda ekki
hjá því komist.
Textablað fylgir plötunni en textarnir
eru nokkuð á sömu línum og áður, svona
nokkurs konar svört kómedía...
„Já það má orða það þannig enda ekki
um annað að ræða, þjóðfélagið hér er >
svört kómedía“ segir Bubbi en hann er
ekki par hrifinn af vinnubrögðum Prisma
hvað textablað varðar enda eru villur í
nokkrum textunum.
„Textamir em hneyksli hjá Prisma,
alveg hroðaleg vinnubrögð og ef menn
em að vinna í þessu á annað borð þá
eiga þeir að gera þetta sómasamlega.
Hvað mann sjálfan viðvíkur þá lítur
dæmið þannig út að maður vinnur að því
að móta og skapa þessa plötu og síðan
er verkið skemmt fyrir manni á þennan
hátt“ segir hann og bætir síðan við hvað
textana sjálfa varðar þá megi vissulega
finna létt lög á henni... „mér finnst þessi
plata virkilega góð og skemmtileg" segir
hann og brosir.
Á næstunni er ætlunin hjá EGÓ að
fylgja plötunni eftir með tónleikum, þeir
fýrstu í Sigtúni en síðan er ætlunin að
leika í menntaskólum og vfðar og segir
Bubbi að hugmyndin sé að enda svo með
einum risakonsert... “ jafitvel í einhverju
bíóanna“.
Hvað framtíðina sjálfa hjá EGÓ
varðar þá segir Bubbi að þeir séu
jafnvel að hugsa um að bæta synthesizer
við... „þá mundum við hafa hann
rokkaðan" segir hann en þetta mun
vere óráðið ennþá.
-HU
1. Auaui nwrnwiu 01 iuc
2. Grace JwetAáber tmgo
3. Tom ToraftJnder 'tbe Broadwalk
eflex o
bandið
daáfram
■ Það voru hljómsveitimar Reflex og
Sokkabandið sem komust áfram úr
fyrstu músíktilraunum SATT í Tónabæ
s.l. fimmtudagskvöld en auk þeirra
kepptu á þessu fyrsta kvöldi Svart/hvítur
draumur og Vébandið.
Því miður varð svolítill misskilningur
hjá útsendara Nútímans á þetta fyrsta
kvöld hjá SATT, mætti kl. 21 í stað kl.
20 og því missti ég af Baraflokknum,
sem voru heiðursgestir kvöldsins, og
margumtöluðu Sokkabandi en ábyggi-
legar heimildir sögðu mér að Baraflokk-
urinn hefði verið góður en Sokkabandið
lélegt.
Af hinum hljómsveitunum var greini-
legt að Reflex bar af enda sú sveit sem
hvað mesta reynslu hafði en hinsvegar
var þetta allt á heildina litið mjög lélegt
að mínum dómi. Allar þessar sveitir sem
ég sá léku mismunandi útgáfur af
keyrslurokki, mikill hávaði en lítil gæði.
Næsta fimmtudag koma svo sveitimar
Te fyrir tvo, Strados, Lótus og Meinvill-
ingarnir en þessar sveitir em frá
Kópavogi, Stykkishólmi, Selfossi og
Reykjavík. Heiðursgestir verða svo
hljómsveitin START. -FRI
„Rokk-
bræðsla”
■ Hijómsveitin Mezzoforte
hefur haldið fimm ára afmæli
sitt hátíðlegt fyrir nokkm siðan
en á þeim tímamótum gáfu
þeir út fjórðu plötu síná,
Mezzoforte 4, Hún hefur legið
ofarlega á vinsældalistanum
hérlendis enda engin furða þar
sem hér er um langbesta verk
þeirra að ræða fram að þessu.
Mezzoforte er itú skipuð
þeim Friðrik Karlssyni, Eyþóri
Gunnarssyni, Jóhanni Ás-
mundssyni, Gunnlaugi Briem
og Kristni Svavarssyni en hann
kom í stað Bjðms TTtorarensen
sem nýlega skildi við sveitina.
Tónlist Mezzo er svokölluð
„bræðsla“ og kemst engin ís-
lensk sveit önnur með tæmar
þar sem þeir hafa hælana á því
sviði. Bræðsla Mezzo er nokk-
uð rokkuð á köflum en umfram
allt létt og leikandi, mikil gleði
og húmor einkenna flest lögin.
Allur flutningur og útsctningar
pottþétt, mörg Iögin nokkuð
grípandi og á heildina litið cr
4 heilsteypt og gott verk.
Það mun vcra hugmyndin að
gefa plötuna út á Bretlandi,
ágætt í sjálfu sér þar sem
Mezzo er tvímælaiaust í hópi
bestu hljómsveita hérlendis.
Sá markaður er hinsvegar erf-
iður f vinnslu en gaman ef þeir
ná einhverjum árangri þar
með þessu verki. -FRI
Bruce Springsteen
—Nebraska/Steinar
■Hvað á maður að segja,
þegar konungur rokktónlistar-
innar sendir frá sér kassagít-
arplötu með ballöðumúsíkk í
anda Bob Dyian? Auðvitað
segir maður bara, — gott hjá
þér Bruce Springsteen, því
að þú ert svo sannárlega einn
sá albesti.
Það kom ekki lítið á óvart
þegar Bruce Springsteen kom
allt í cinu fram með plötuna
„Nebraska“. Fáir vissu af plöt-
unni áður en hún var gerð og
jafnvel forráðamenn CBS vora
ekki kiárir á því hvað var að
gerast. „Nebraska*1 er tekin
upp á fjögurra rása segulband
í laumi', en síðan fór hljóð-
blöndunin fram í fínum græjum
hjá CBS. Utkoman er pottþétt
„sánd“ og jafnvel Bob Dylan
gerði ekki betur t fullkomnum
upptökusölum hér um árið.
En þarf það að koma svq
mjög á óvart að Bmce Spring-
steen sendi frá sér plötu sem
„Nebraska11? Þeir sem þekkja
vel til kappans ættu að geta
svarað þessari spumingu hik-
iaust neitandi, því að þegar
Bmce kom fyrst fram var hann
aldrei nefndur annað en hinn
„nýi Dylan“. Glðgg áhrif Dyl-
ans mátti einnig finna á fyrstu
plötum Bmce Springsteen og
síðar eftir að hann hafði fest
sig í sessi og skapað sinn
óumdeilanlega stfl, hafa lög
eins og „Independence day“
verið eitt af einkennismerkjum
Brace Springsteen. Og þannig
er einmitt „Nebraska“, óraf-
magnað framhald af þessum
iögum, frábærar ballöður eins
og þær gerast bestar. Vel má
vera að rokkarmurinn af að-
dáendahóp Bmce Springsteen
sé ekkert alltof hrifið af þessari
plötu svona til að byrja með,
en hún vinnur stöðugt á og svo
verða menn að prruna að sá sem
er einu sinni Bruce Springsteen
aðdáandi, hann er það í gegn-
um þykkt og þunnt, sama hvað
gerist. -ESE
UB40 — UB44
/Steinar
■ Það skýtur kannski nokkuð
skökku við, en ein vinsælasta
reggae-hljóinsveit heints í dag
er bresk og það sem er ennþá
skringilegra er að belmingur
liðsmanna bennar er skjanna-
hvítur. UB-40 nefnist sveitin
og að sjálfsögðu er hún frá
Bimtingham, sem undanfarin
ár befur verið eins konar
Mekka reggae-tónlistarinnar
á Bretiandseyjum.
Það hefur verið stefnan hér
í þessum dálki að undanförnu
að fást ekki við ævisöguritun,
en að þessu sinni tel ég óhjá-
kvæmilegt að gera ðrlitla grein
fyrir ættum og uppruna UB-40,
ekki síst vegna þess að þessi
hijómsveit er ekki verulega
þekkt hérlendis.
UB-40 var stofnuð 1978 og
em meðlimir hljómsveitarinn-
ar allir breskir, fjórir hvítir, en
fjórir eiga ættir sínar að rekja
til Afríku og Vestur-lndía.
Þeir ólust upp í „slömmum“