Tíminn - 21.11.1982, Page 27

Tíminn - 21.11.1982, Page 27
r > » jjj'fi f V i j l,li' »V '• ■■’ -*• SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 fím 27 Grammið gefur út átta plötur ■ Útgáfufyrirtækið Gramm flutti ný- lega í nýtt húsnæði á Hverfisgötu 50, færði út kvíamar um ieið en á þessum nýja stað verður á boðstólum fjölbreytt úrval af íslenskum og erlendum hljóm- 1 plötum. Grammið flytur inn hljómplötur frá ýmsum hljómplötufyrirtækjum sem sérhæfa sig í útgáfu nýbylgjurokki og nútimadjazzi. Auk þess mun Grammið í ár gefa út 8 plötur, þar af em fimm nýjar væntanlegar á næstunni. Útgáfuplötur Grammsins í ár em Klarinettkonsert/Bláa ljósið/Sýn sem era verk eftir Áskel Másson á nýrri breiðskífu. Lítil plata kemur á næstunni með hljómsveitinni Vonbrigði, ný breið- skífa með allsherjargoðanum Sveinbirni Beinteinssyni mun llta dagsins Ijós, ný sólóplata Þorsteins Magnússonar Líf en Þorsteinn er gitarleikari ÞEYR, en fyrir utan þetta em komnar út hjá Gramminu Svonatorrek hljómsveitarinnar Jonee Jonee, No Time to Think með Purrk Pillnikk og Googooplex með sömu sveit. Auk þess mun Grammið gefa út eina kassettu, Modern, með þeim Peter Hamill og Graham Smith. Þá mun Grammið annast dreifingu á nýjustu plötu ÞEYR en sú heitir Fourth Reieh auk þess sem aftur mun fást skífan As Above með ÞEY sem ófáránleg hefur verið um nokkurt skeið. Myndina hér með tók bárujárnströllið ESE á fundi sem Grammið efndi til í tilefni af öllu húllumhæinu en þangað mættu auk myndasmiðsins nokkrir vel- unnarar útgáfunnar auk annarra al- mennra „búsara“. -ESE SATT ætlar að setja heimsmet ■ Þá á að reyna að setja nýtt heimsmet á íslandi. Það em samtök alþýðutón- skálda SATT sem standa að heimsmets- tUrauninni, en hugmyndin er að halda lengsta samfellda konsert sem um getur í sögunni. Fyrra heimsmet var sett af Black Brothers í Þýskalandí árið 1968, en þá var leikið samfleytt í 321 klukku- tima, eða 13 sólarhringa og 9 klukkust- undir. Samkvæmt upplýsingum Jóhanns G. Jóhannssonar hjá SATT verður mara- þonkonsertinn væntanlega í Tónabæ í byrjun desember og verður leikið fram yfir miðjan mánuð. Enn hefur ekki endanlega verið ákveðið hvort af þessari tilraun verður, en það ætti að skýrast allra næstu daga og fái SATT grænt ljós verður tilraunin gerð í samvinnu við Heimsmetabókina. Jóhann sagði að ef áhugi væri mikill þá væri í ráði að fá sem flestar hljómsveitir af landinu til að taka þátt í heimsmetstilrauninni, en ágóði ef einhver yrði myndi renna til byggingar- happdrættis SATT. — Það hefur gengið ágætlega að selja happdrættismiðana að undanförnu, sagði Jóhann, — en betur má ef duga skal. Við verðum að koma þessum húsnæðismálum í lag, annars er illt í efni, sagði Jóhann G. Jóhannsson. Þess má geta að margir góðir vinningar eru í happdrættinu en dregið ferður á Þorláksmessu, þá er allir borða skötu. -ESE Birmingham, þar sem atvinnu- leysið er einna mest á Bret- landseyjum og nafn hljóm- sveitarinnar má einmitt rekja til umsóknareyðublaða um at- vinnuleysistryggingar. Gengi UB-40 var svona upp og ofan fyrstu árin, en með annarri plötunni „Present Arms“ slógu UB-40 í gegn og lagið „One in ten“ var á allra vörum. Þó ævisögurituninni hafi ekki verið hátt hampað hér, þá er allt í lagi með frásögu- þætti og get ekki látið undir höfuð leggjast að segja frá því þegar ég sá UB-40 á sviði í Chateau Neuf í Osló. Hljóm- sveitin kom fram, spilaði pott- þétt prógram í 40 mínútur allt af „Present Arms“, var klöpp- uð upp og spilaði þá „One in ten“ í annað sinn. Vissulega mjög góðir hljómleikar, en ósiðlega stuftir. Svo vikið sé að nýju plöt- unni, þá nefnist hún 44. Tónlist- arlega stendur hún mjög nærri „Present Arms“ og viðfangs- sefnin eru þau sömu: Kjör fólksins og ástandið í Bretlandi (heiminum). UB-40 er ekkert heilagt Jah-band eins og svo margar reggae-hljómsveitir undanfarinna ára, heldur er hljómsveitin fulltrúi ákveðinn- ar pólitíkur, auk þess sem hún flytur afbragðs reggae-tónlist. Lögin eru yfirleitt róleg, en ryþma-sveitin pottþétt og það sama cr hægt að segja um sönginn. Þá er aðeins ónefnt umslagið sem er ákaflega frumlegt þó ekki sé meira sagt. Það er svart með ferhyrndum silfurfleti, en sá er úr efninu Hologram. Það sem í fyrstu virðist vera spegill, er raunverulega þrívíddar- mynd með nafni hijómsveitar- innar og er titillinn svífandi fyrir framan. Gott hjá UB-40. -ESE ÞEYR OG VONBRIGÐI ■ UPP OG OFAN verður með tónleika í Félagsstofnun stúdenta um næstu helgi, nánar tiltekið á föstudag og hefjast þeir kl. 10. Sex atriði verða á tónleikunum að þessu sinni og þau helst að hljómsveitirnar ÞEYR og Vonbrigði munu troða upp. Önnur atriði em Hjörtur Geirsson /Trú- bador, Jói á Hakanum/Ananasmenning, Trúðurinnnn/rétt stilltur og Hin Konung- lega flugeldarokkhljómsveit. Tónleikamir standa eitthvað fram yfir miðnættið, lysthafar ættu að hafa ca. 100 spesíur í kmmlunum er þeir koma að dymnum en ágóða verður varið líknar- mála, að mér skilst. , -FRI siA OPNU tlvbKJLI AKI, EIN EKKISVOFW TVI 0/VE\ IlLoUU HIJOMPIÖHJR , FyIGJA med, IKAUPUNUNA , AKAI HIJOMTCKJúm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.