Tíminn - 21.11.1982, Side 31
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
31
m
.V'jiii'i.1
■ Útlendíngahatrið leynir sér ekki. Algengt er að krotaðar séu áletranir á bekki á borð við þessa: „Aðeins fyrir Þjóðverja.“
kominn inn fyrir. „Hann er klúbbgest-
ur,“ lýgur dyravörðurinn. Gestur nokk-
ur í ljósum fötum og í skyrtu með
flakandi hálsmáli, þar sem skín á svera
gullkeðju, sýnilega ítali, reynir að
upplýsa málið fyrir mig: „Ekki fyrir
útlendinga eins og þig.“
Dyraverðinum fer nú að Ieiðast þófið.
Nýja gesti ber að. Hann leggur handlegg-
inn utan um mig og ýtir mér fram til
dyranna. Ég festi jakkavasann minn á
hurðahúninum og hann rifnar: Vertu
ekki að gera neinn uppsteýt,“ segir
dyravörðurinn ógnandi í kveðjuskyni.
Kvöldið eftir reyni ég að nýju. f þetta
skipti er ekki verið að vanda mér
kveðjurnar. Vart er ég kominn inn fyrir
dyrnar þegar dyravörðurinn stekkur á
móti mér, þrífur í jakkaboðungana
mína, snýr mér við og gefur mér spark
í afturendann. Ég tapa jafnvæginu og
lendi flatur á gangstéttinni.
Enginn kemur til hjálpar
Enginn lætur sig þetta neinu skipta og
enginn tekur upp hanskann fyrir mig.
Hvorki þarna við veitingahúsið né á
strætisvagnabiðstöðinni við „Mustersc-
hule“ í norðurhluta Frankfurt. Þar ræðst
að mér vegfarandi nokkur, maður á
miðjum aldri, án neinnar sýnilegrar
ástæðu. Hann grípur í jakkakragann
minn, þrýstir mér upp að vegg og urrar:
„Skítugir Tyrkir! Þig skal ég drepa!"
Enginn nærstaddra hefst að. Hann
lætur mig ekki lausan fyrr en strætisvagn-
inn kemur.
Ég geng inn í „Breite Gasse“ þar sem
■ „Burt með Tyrkina“ stendur á húsveggnum, sem hér sést. Stafagerðin í lok seinna orðsins er gamalkunnug.
skækjulifnaður í Frankfurt stendur með
mestum blóma. Ef til vill væri ég talinn
góður og gildur hér vegna peninganna.
Sagt er að hér kosti þjónustan yfirleitt
30 mörk. Fjórum sinnum er mér vísað
frá. f glugganum á „Little Eros“ situr
ung og lagleg stúlka. „Hve mikið?“ segi
ég. Orðalaust snýr hún sér undan. Ég býð
50 mörk og þá hundrað mörk. Engin
svör. Þá dreg ég upp allt það reiðufé sem
ég hef, - 230 mörk. Þá snýr hun sér að
mér: „Ég skít á þessa villimannapeninga
þína, veistu það? Komdu þér svo burtu,
því annars læt ég vini mína slá þig í
köku!“
Ég blanda mér í hóp rónanna við
Friedberger Anlage. „Gefðu okkur
einn,“ segir einn þeirra. Undirdánugur
fer ég og kaupi átta bjóra í sölutuminum
og deili þeim á meðal þeirra. Þegar ég
ætla að tylla mér við hlið eins þeirra á
handriðið sem þeir sitja á, rekur róninn
mig burtu: „Farðu, heldri menn sitja
ekki hjá Tyrkjum - það er pest af
Tyrkjum."
Harðánægður...?
Ekki er mikill vandi að verða maður
með mönnum að nýju. Ég þarf ekki
annað en hætta að vera Tyrki. Ég reyni
sama leikinn í „Óperukaffihúsinu.“ í
staðinn fyrir tyrkneska blaðið „Hurriet"
hef ég nú „Frankfurter Allgemeine“
undir handleggnum. Skegg og augabrún-
ir eru nú ljósar að nýju. Húfunni hef ég
stungið í vasann. Ég sest við laust borð
við dyrnar. Udo kemur brosandi til mín.
„Hvað má bjóða herranum? -já, kemur
rétt strax,“ segir hann og flýtir sér burtu,
til þess að þóknast mér sem best. Ég
halla mér aftur á bak í stólnum. Ég er
Þjóðverji að nýju. Það mun ekki verða
gotið til mín hornauga, ég verð ekki
hæddur og mér verður ekki hrint.
Eiginlega ætti ég að vera harðánægð-
ur.
Þýft AM