Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 ■ 25. október sl. átti Nicole 18 ára afmæli og hélt hún það hátíðlegt í þröngum hópi vina og venslamanna. Um svipað leyti hlotnaðist henni sú afmælisgjöf, sem henni þykir mest til koma. Þýska dagskráin í Radio Luxemburg átti 25 ára afmæli og í því tilefni var úthlutað virtum og þekktum verðlaunagrip, Ljóninu, sem í 46 ár hefur verið veitt þýskum skemmtikröftum fyrir frábæra frammistöðu. Að þessu sinni hlaut Nicole gullverðlaunin og þótti vel að þeim komin, enda hafa fá lög heyrst eins oft á öldum Ijósvakans og sigurlag hennar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Ein Bisschen Frieden. Silfurverðlaun hlutu Roland Kaiser og Peter Maffay en brons Die Spider-Murphy-Gang og Hubert Kah. Króna fyrir æruna ■ JaimedeMoray Aragon heitir bróðir Fabiolu, drottningar Belga og hefur löngurn verið talinn svartur sauður í þeirri fjölskyldu. Nú nýlega hefur hann höfð- að meiðyrðamái í hendur sænska vikuritinu SvenSk Dam-tidning fyrir ærumeið- andi ummæli. Hann fer fram á skaöj":ítur, en ekki er sanngjnínt að scgja, að hann meti æru sína hátt. Skaða- bótakrafan hljóðar sem sagt upp á eina sænska krónu! - Kraftaverkalæknirinn er kominn á sjúkrahús ■ Rússneski krafta- verkalæknirinn Dschuna Dawidaschswili hefur mörgum sjúklingnum hjálpað, en nú bregður svo við, að þegar hún sjálf þarf á lækningu að halda, verður hún að leita til hefðbundinna lækna! Dschuna, sem á heima í Tbilisi, veitti móttöku dag hvern í húsi sínu fólki, sem þjáðist af bakveiki, maga- sári eða þrengslum í krans- æðum, er læknar höfðu gefist upp við að gera nokkuð fyrir. Með handa- yfirlagningu veitti hún þessu fólki hjálp. Aðdá- endur hennar hafa jafnvel haldið því fram, að hún gæti vakið visnaðar rósir til lífsins. En nú berast þær fréttir af Dschunu, að hún sjálf þjáist af gigt, sem veldur því, að liðamót á fót- og handleggjum eru stokk- bólgin. Hefúr hún orðið að leggjast inn á sjúkrahús í Moskvu, þar sem færustu læknar leitast við að ráða bót á sjúkleika hennar. Aður vísuðu læknar sjúklingum sínum til mín, en nú verð ég að leita til þeirra, sagði hún nýiega við vinkonu sína og bætti við: En ég ber fyllsta traust til þeirra og er þess fullviss, að ekki líður á löngu þar til ég verð aftur frísk. Vonandi verður henni að ósk sinni. ■ Dschuna Dawidasc- hwili hefur linað þjáningar margra sjúklinga, sem læknar hafa gefist upp við að lækna. En nú bregður svo við, að hún sjálf þarf að leita til lækna. NICOLE HLAUT GIILL ■ Nicole er orðin 18 ára. Besta afmælis- gjöfín hennar var gull- Ijónið. Pabbinn lét undan ■ Ekki alls fyrir löngu greindum við frá því hér í spegli Tímans, að James Garner og dóttír hans, Gigi, séu ekki á einu máli þessa dagana. A- greiningsefnið er vænt- anlegt hjónaband Gigi og umboðsmanns hennar, Allan James. Aldursmunurinn er 18 ár og er James ekki alveg sáttur við hann. En við skýrðum líka frá því að flest vildi fyrir kon- A James Garner og dóttir hans Gigi, hafa samið frið. hafa skipast veður í lofti. Eftir að Lois kona hans, Shirlee ekkja Henrys Fonda og Gigi höfðu allar lagst á umar sínar. ög BB siíí að telja honum an sínum. hughvarf, gat hann ekki staðið lengur á móti. Hann hefur sem sagt Iagt blessun sína yflr að Gigi giftíst All-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.