Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 3 ■ Ingvar Gíslason menntamálarádherra og frú hans Auður Erlingsdóttir sátu ársfund Rannsóknaráðs ríkisins, en menntamálaráðherra er jafnframt formaður Rannsóknaráðsins. Þá var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands viðstödd fundinn, svo og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, en að baki honum má sjá þingmennina Guðmund G. Þórarinsson og Magnús H. Magnússon. Tímamynd - Róbert. Þáttaskil framundan í atvinnulffi okkar íslendinga: Idnadur verður að taka við af landbúnaði og fiskveiðum Segír í langtímaáætlun Rannsóknaráðs ríkisins ■ Það er sennilega óhætt að fullvrða, að talsvert breytt viðhorf eru ráðandi í Iangtíma- áætlun Rannsóknaráðs ríkisins, um rann- sóknir og þróunarstarfsemi, miðað við það sem ríkt hefur á þeim vettvangi undanfarin ár. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins fylgdi þessari fimrn ára áætiun úr hlaði, á ársfundi Rannsóknaráðs sem haldinn var í Háskóla- bíói í gær, og að lokinni kynningu áætlunar- innar afhenti hann ríkisstjóminni hana, en áætlunin var unnin að beiðni ríkisstjórnarinn- ar, í samræmi við þingsályktun frá 1979. Markverðustu breytingar sem lagðar eru til, er að bent er á að fiskimiðin séu nú fullnýtt og ekki verði aukinn afli úr þessu - því verði að beina athyglinni í ríkara mæli að því að bæta gæði framleiðslu okkar, og auka fjölbreytni, og það verði fyrst og fremst gert með því að auka rannsókna- og þróunarstarfsemi. Á það er einnig bent að hefðbundinn landbúnaður hér á landi, sé genginn sér til húðar, og nú þurfi að beina athyglinni að nýjum búgreinum, auknum gæðum landbúnaðarvara, en fyrst og fremst þurfi að draga úr hefðbundinni landbúnað- arframleiðslu til samræmis við innlendan markað. Auka verði framleiðni iðnaðar, nýjar vörutegundir og bættar framleiðsluað- ferðir þarf að þróa. Þetta sé með þýðingar- mestu verkefnum næstu ára, því iðnaður verði að taka við hlutverki frumvinnslugreina sem undirstaða hagvaxtar og atvinnuaukn- ingar. Það er sem sé greint frá því í þessari áætlun að þeir sem hana unnu, og reyndar mun fleiri, telja að veruleg þáttaskil séu framund- an í atvirínulífi okkar íslendinga, þar sem iðnaður verði að taka við að miklu leyti, því hlutverki sem verið hefur í höndum landbún- aðar og fiskveiða um áratugaskeið. Á ársfundinum fluttu einnig erindi: Magn- ús Magnússon, vélaverkfræðingur- Orkuiðja - rannsóknir og þróunarstarfsemi, dr. Sig- urgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur, um heilbriði kartöflustofna, Magnús Gústafs- son, framkvæmdastjóri um vöruþróun í iðnfyrirtæki og dr. Ólafur Andrésson lífefna- fræðingur um erfðatækni. Það var mennta- málaráðherra íslands, Ingvar Gíslason, sem setti fund Rannsóknaráðs, en hann er jafnframt formaður Rannsóknaráðs ríkisins. Formaður framkvæmdanefndar Rannsókna- ráðs, Haraldur Ásgeirsson sleit fundinum síðdegis í gær. -AB Breytt skipulag BHM aðalmál þingsins sem hófst í gær: Launamálaráðum f jölgað og gerd sjálfstæðari ■ „Helsta mál þingsins álít ég breytingar á lögum Bandalags háskólamanna", sagði Valdimar K. Jónsson, form bandalagsins við upphaf 5. þings þess í gær, sem stendur í tvo daga. Með lagabreytingum kvað hann m.a. hugmyndina að breyta skipulagi BHM í þá átt að framkvæmdastjórn þess vinni meira að aimennum málum sem snerta alla háskóla- menn, en á hinn bóginn að launamálaráðum verði fjölgað og þau gerð sjálfstæðari innan BHM. Til þessa hefur aðeins starfað launamálaráð fyrir ríkisstarfsmenn, en Valdimar kvað verða stefnt að því að bæta við tveim öðrum fyrir; borgarstarfsmenn og sjálfstætt starfandi háskólamenn. Slíkri skip- an er m.a. ætlað að vinna gegn þeim tilhneigingum sem gætt hefur meðal ein- stakra stétta að kljúfa sig út úr bandalaginu. „Jú, málefni Háskóla íslands verða tekin fyrir á þinginu. Við munum gera hér ályktanir um skólann, um rannsóknir og um endurmenntun, þannig að ýmislegt mun verða rætt hér um Háskólann og stöðu hans. í upphafi þingsins verða einnig flutt tvö erindi sem fjalla um atvinnumál háskóla- manna. Fjölgun háskólastúdenta kemur mér ekki á óvart enda tel ég liana eðlilega. Ef við lítum t.d. til nágrannaþjóða okkar þá er þetta svipuð þróun og þar hefur verið. En það sem við höfum kannski gleymt að huga að er framhaldið. Það verður ekki hægt að hleypa öilum þessum fjölda inn í þær hefðbundnu námsbrautir sem um er að ræða í dag. Við verðum að gera námið miklu fjölbreyttara og jafnvel leiða það inn í aðra sérskóla, sem gætu þá hugsanlega verið á háskólastigi. við höfum nú þegar þrjá aðra skóla á háskólastigi; Tækniskólann, Kennaraháskól- ann og Bændaskólann á Hvanneyri. Hugsan- lega er hægt að fjölga slíkum skólum varðandi aðrar atvinnugreinar." Þar sem Valdimar er nú að hætta eftir fjögurra ára formennsku í BHM spurðum við hvað hann teldi markverðustu breytingarnar hjá bandalaginu í hans formannstíð. „Ég á nú bágt með að hæla sjálfum mér. En kannski er það mikilvægasta að við fluttum í eigið húsnæði á þessu tímabili, sem bætt hefur alla aðstöðu mjög, auk þess sem ég held að það hafi að vissu leyti þjappað mönnum saman að fá betri aðstöðu, t.d. til fundahalda. Einnig tel ég að í hinum nýju lögum sé ýmislegt sem ætti að geta gert BHM að samstilltari samtökum í framtíð- inni“, sagði Valdimar. -HEI Fjórir sovéskir vísindamenn af hafrann sóknarskipi handteknir: HOTAÐ AÐ KYRR- SETJA SKIPIÐ — vegna meints þjófnaðar á 50 kr. úr veski afgreiðsiukonu í leikfangaverslun ■ Utanríkisráðuneytið hefurbeðiðdóms- málaráðuneytið um skýrslu, þar sem gerð yrði opinber grein fyrir meðferð Rannsókn- arlögreglu ríkisins á máli Qögurra sovéskra visindamanna, sem handteknir voru i síðustu viku grunaðir um stuld á veski afgrciðslukonu i leikfangaversluninni Leikhúsinu við Laugaveg. í veskinu voru 50 krúnur auk skilríkja. Mennimir vom handteknir uni kl. 16 fimmtudaginn 18. þ.m. og settir í einangrun í fangageymslum lögreglunnar við Hlcmm án þcss að vita fyrir hvað þeir vom handteknir, en þeir töluðu ekki ensku eða önnur vcsturlanda- mál. Vísindamennimir voru af sovésku haf- rannsóknaskipi, sem hér var í höfn í tvo daga. Skipstjóri skipsins var kallaður til þegar leið á kvöld, svo og fulltrúi úr sovéska sendiráðinu. Mennirnir voru leyst- ir úr einagnrun undir miðnætti, og fluttir í aðsetur Rannsóknarlögreglunnar í Kópa- vogi. Teknar voru af þeim skýrslur og kom ekkcrl fram sem bent gæti til þess að þeir væru sekir um stuldinn. Þegar kom að því að undirrita skýrslur neituðu þeir því í viðurvist skipstjórans og sendiráðsmanns- ins, og kváðust einungis skrifa undir, ef skýrslurnar væru skrifaðar á rússnesku. Var þeim þá hótað, aö skipið yrði kyrrsett uns saksóknari ríkisins hefði fengið málið í hendur og tekið í því ákvörðun, og fjórmenningarnir hafðir áfram í haldi. Stóð í þessu stappi til kli 03 um nóttina en þá var mönnunum sleppt. Sendiráðsfulltrúinn, sem viðstaddur var, sagði í samtali við Tintann í gær aö skipið heföi verið hætt komið í óveðrinu á dögunum og hefði vcrið ætlunin að hafa hér stutta viðdvöl til hvildar og aflöppunar. Kári Valvesson hjá Skipadeild Sambands- ins, sem var umboðsmaður Sovétmann- anna hér, sagði að skips'.jórinn og fjórir mennirnir hefðu verið miður sín yfir mótttökunum, en þetta hefði verið í fyrsta sinn sem þeir gistu landið. „Ég hef aðstoöað þessi sovésku rannskóknarskip þegar þau hafa koniið hér og hef ekki annað en mjög ánægjulega reynslu af samskiptum mínum við ntenn af þessum skipum. Þetta er afar lciðinlegt mál og hörmulegt að fjölmiðlar hér á landi skyldu stimpla þessa menn búðarþjófa." Hannes Hafstein skrifstofustjóri í utan- ríkisráðuneytinu sagði í saintali viðTínrann að sendiráð Sovétríkjanna hefði borið • fram kvörlun við utanríkisráðuneytið vegna þessa máls og eftir að hafa athugað málavexti kallaði ráðuneytið fulltrúa sendi- ráðsins til sín og bað hann formlega afsökunar vegna meðferðarinnar á fjór- menningunum. „Við báðum einnig sérstak- lega um að þessari afsökunarbeiðni yröi komið á framfæri við vísindamennina fjóra.” Hann sagði að ráðuncytið biði nú eftir skýringu dómsmálaráðuneytisins á málsmcðferðinni. Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins stjórnaði yfirheyrslun- um yfir Sovétmönnunum fjórunr. Tíminn reyndi ítrekað að ná tali af honum í gær vcgna þcssa máls, en án árangurs. JGK SMIÐJUVEGI 44 D KÓPAVOGI SÍMI 75400 og 78660 Á SÓLARHRING Bílaleigan hf. býður nú sérstakt haustverð á bílaleigubílum sínum sem gildir frá 1. okt. til áramóta. Innifalið í þessu fasta verði er ótakmarkaður fjöldi ekinna km, trygging svo og söluskattur. VERÐSKRÁ PR. SÓLARHRING: Toyota Starlet Toyota Tercel Toyota Corolla Toyota Corolla St. kr. 690 kr. 710 kr. 730 kr. 750 Erum einnig með sérstök helgartilboð sem gilda frá kl. 16.00 á föstudegi til kl. 9.00 á mánudagsmorgni. VERÐ PR. HELGI: Toyota Starlet kr. 1.500 Toyota Tercel kr. 1.540 Toyota Corolla kr. 1.580 Toyota Corolla St. kr. 1.620 Nú er hægt að láta verða af því að heimsækja Jónu frænku á Húsavík eða hann Palla frænda í Þykkvabænum verðsins vegna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.