Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 7
■ Þingforseti hefur gert víðreist í sumar. M.a. sótti hann fund sem þingforsetar allra Evrópuríkja sóttu í London í júní. Myndin er af þessum áhrifamikla hópi stjórnmálamanna. Jón Helgason stendur í miðröð, annar frá vinstrí. Fundir þessir eru óformlegir og haldnir annað hvert ár. Oskað var sérstaklega eftir að forsetar þinga Norðurlanda mættu á fundi þessum, og urðu þeir við því, en Norðurlandabúar hafa ekki ávallt sótt forsetafundina. Helstu mál Lundúnafundarins voru umræður um umboðsmenn og öryggismál þingmanna. Ennfremur hittum við Carstens for- seta vestur-þýska Sambandslýðveldisins, eins og áður hefur komið fram í fréttum. - Sem dæmi um þann áhuga sem Þjóðverjar hafa á menningarlegum og stjórnmálalegum samskiptum við íslend- inga má nefna, að í þessari ferð var okkur tilkynnt það að þýska ríkið hefði ákveðið að veita 20 þúsund marka styrk til að gefa út íslensk-þýska orðabók, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og getur væntanlega komið út áður en langt líður. En útgáfa hennar hefur mikla þýðingu fyrir menningarleg sam- skipti okkar og Þjóðverja. Það kom fram hjá Pétri Eggerz ambassador að hann teldi að sh'k útgáfa væri mjög nauðsyn- leg. Síðara kvöldið sem við dvöldum í Bonn var okkur boðið til aðseturs fylkisþingsins í Bremen í höfuðborginni. Par var þá stödd sendinefnd stjómmála- manna og viðskiptamanna frá fylkinu. Sumir þeirra hafa komið til íslands og átt viðræður við íslendinga um viðskipti, en þeir hafa mikinn áhuga á auknum viðskiptum milli íslands og Bremen/ Bremenhaven eftir að þeir hættu að veiða á íslandsmiðum. Óskuðu þeir sérstaklega eftir því að athugaðir yrðu möguleikar á að íslendingar seldu þeim karfa, sem er sá fiskur sem þeir kjósa helst að fá, og væm þeir þá reiðubúnir til þess að athuga möguleika á öðrum viðskiptum einnig. Nefndu þeir í því sambandi m.a. lambakjöt. Formaður þessarar móttökunefndar var viðskiptaráðherra Bremen Karl Willms. Lét hann í ljós áhuga sinn á því að koma hingað til íslands og ræða við Steingrím Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra . Er nú ákveðið að hann komi hingað ásamt fimm öðmm fulltrúum síðast í þessum mánuði. Hann hefur lýst vilja sínum á að hitta einnig landbúnað- arráðherra og viðskiptaráðherra. Minntust Brimarar á möguleika á því að þeir fengju einhverja heimild til að veiða innan íslenskrar lögsögu? - Nei, þeir gera sér ljóst að um það er ekki að ræða, enda kemur það ávallt skýrt fram hjá okkur. En það sem þeir fóru sérstaklega fram á er að athuga möguleikana á að fá nokkuð reglulega landanir á karfa í Bremenhaven og lýstu sig þá reiðubúna til þess að athuga möguleika á að tryggja lágmarksverð, þannig að það yrði ekki eins háð því uppboðsverði sem yfirleitt gildir á þessum markaði. Við í sendinefndinni vorum náttúrlega ekki aðilar að neins konar viðskiptasamningum. Þetta voru aðeins viðræður, þar sem þeir komu áhugamálum sínum áleiðis og um opnunarmöguleika á væntanlegum við- ræðum, þegar Willms kemur hingað og hittir ráðherra að máli. Bremenhaven er mikill útgerðarbær, og jafnframt verslunarmiðstöð. En eftir að fiskveiðilögsaga var færð út við ísland og víðar á hefðbundnum veiðislóðum Brimara veiða þeir aðeins um helming þess fisks sem þeir þurfa að fá vegna markaðanna. Hitt verða þeir að fá hjá fiskiskipum annarra þjóða. Þeir flytja t.d. mikið inn frá Danmörku m.a. 90% af þeirri síld sem þeir kaupa. Það sem kemur í veg fyrir síldarsölur frá okkur er tollur á saltsíld, sem seld er til Efnahagsbandalagslandanna. Jón Helgason kvaðst hafa borið fram þá ósk að Brimarar reyndu að beita sínum áhrifum að undanþága fengist frá þessum tolli, en þeir óska eftir að fá þetta hráefni og við höfum mikla þörf fyrir að selja þessa vörutegund. Og það má benda á það að viðskiptajöfnuðurinn milli Þýskalands og íslands er okkur mjög óhagstæður, þar sem á síðasta ári fluttum við inn mest frá Þýskalandi og nam innflutningur okkar þaðan helmingi hærri upphæð en þeir keyptu af okkur. Þannig að þarna hallar mjög mikið á og er nauðsynlegt að breyta þessu dæmi okkur í hag. Þjóðverjarnir í Bremen hafa góðan aðgang að flutningakerfi meðkælibúnaði sem nær suður um alla Evrópu og benda þeir á að það hljóti að vera ávinningur fyrir okkur að versla við þá og komast þannig inn á þetta dreifingarkerfi. En þetta byggist náttúrlega á því að verðið sem við fáum fyrir fiskinn sé ekki lakara en býðst annars staðar. í þessum viðræðum kvaðst Jón Helga- son hafa lagt áherslu á, að vitanlega vildum við vinna hérlendis þann fisk, sem íslendingar veiða. Hins vegar hafa verið erfiðleikar að selja unninn karfa oj^ því væri eðlilegt að ræða um þessi mál, enda alltaf eitthvað um landanir erlend- ■ Hús angistarinnar í New London, er þar var sumarheimili O’Neill fjölskyldunnar, sem er fyrirmynd leiksins. þörfum. Nærir með þeim sína vél, smyr hana og knýr áfram. Skynugir menn benda til dæmis á, að Dagleiðinni svipi til hins gríska harm- leiks. Hún skeður á einum degi, sem táknar lífið, kvöldið og nóttin táknar svo endalokin, uppgjörið og þjáninguna. Táknmálið er svo dregið úr ýmsum stöðum í mannsævinni, heimsbókmennt- :unum og meira að segja rafljósafélagið fær að vera með til að sýna hina draugalegu skelfingu föðurinsÆttann við að enda á fátækrahæli. Þokan umlykur svo þetta fólk, sem hefst við í einni stofu, og stunumar frá þokulúðrinum verða ekki til þess að draga úr þjáningunni. Dagleiðin í Þjóðleikhús- inu. Þar er Thor Vilhjálmsson er þýðir Dagleiðina að þessu sinni. Verkið hefur áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og þá í þýðingu séra Sveins Víkings, og nefndi hann verkið Húmar hægt að kvöldi (1959). Þá sýningu sá ég ekki og hefi ekki samanburð. Mér er sagt af fróðum mönnum að til séu a.m.k. þrjár fjöl- skyldumyndir eftir O’NeilI undir þessu nafni. Og þær séu mismunandi langar og andstyggilegar, frá sjónarmiði fjölskyld- unnar. Þessi þýðing er áhrifamikil. Dagleiðin er dæmigert textaverk, og dæmigert fyrir kunnáttu höfundarins í leikhúsinu. Ógnin umlykur húsið. Að- eins eitt svið er notað. Orðin gjöra allt hitt Þú ert á ókunnum stað í orlofi með eitri og þjáningu, þótt þú sért kominn af allt öðrum heimi. Leikstjórinn Kent Paul skilur þetta verk vel, enda hefur hann án efa ekki misst af sýningum á því. Samt er maður ekki sáttur við allt, til að mynda er borðlampinn mikill glæpur í þessari sýningu, því hann eyðileggur framsögnina og tjáninguna, bæði Ijós- fræðilega og eins skyggir hann á andlit leikenda og það kemur niður á framsögn, sem er varamál í leikhúsi, ekkert síður en hljóðfræði. Þessi lampi drepur mikinn texta. Um týpur má einnig deila. Til dæmis hvort faðirinn sé nægjanlega hégómlegur til fara, eða borgaralegur, þótt hann sé nískur. Gamlir leikarar, jafnvel vondir leikar- ar, skera sig með dularfullum hætti frá öðru fólki á sama reki. Þeir ganga nefnilega alltaf með leikhúsið sitt á herðunum. Sjálfsagt má gjöra ýmsar aðfinnslur aðrar á leikstjórn og leik. Maður er til dæmis ekki viss um að það hjálpi, að þeir sem með aðalhlutverkin fara, vinna ekki beinlínis saman. Menn beita um of persónulegum leikstíl, en það kemur Vorsabæ, Skeiðum Ó, Drottinn, lát þú Ijóma þitt Ijós í hverri sál og hjörtun enduróma þitt unaðsríka mál, svo glöð og sæl við sjáum að svip þinn berum vér, í dag svo fundið fáum þinn fríð á jörðu hér. (Jón í Garði). Nú er hann Einar vinur minn látinn. Ekki mun búsmalinn í Vorsabæ njóta gegninga hans framar. Einar Gíslason var fæddur í Dalbæ Gautverjabæjarhreppi 14. júní árið 1900. Ungur að árum varð hann að flytjast að heiman til að sjá sjálfum sér farborða eins og algengt var í þá daga. Gerðist hann vinnumaður að Fjalli á Skeiðum, en það er næsti bær við Vorsabæ. Þegar afi minn sálugi, Eiríkur Jónsson hóf búskap í Vorsabæ árið 1916, réði hann Einar í vinnumennsku til sín árið eftir. Störfuðu þeir saman alla bú- skapartíð afa og ömmu. Mæddi þá umhirða búsins oft mikið á Einari í fjarveru afa, er hafði ærinn starfa við félags- og sveitarmálefni. Ber frá þeim tíma að þakka hollustu og tryggð Einars við Vorsabæjarheimilið. Tryggð hans var sem bjarg, er heimilið bjó að. Árið 1966 er Kristrún amma mín dó og Helga frænka tók við búi í Vorsabæ, varð Einar hennar stoð og stytta. Hjálpaði hann henni við búskapinn allt til dauðadags. Einar hef ég þekkt frá því er ég fyrst man eftir mér, en ég hefi dvalist sumarlangt í Vorsabæ frá sjö ára aldri, innan um fénaðinn sem var í umsjá Einars og voru kynni okkar Einars afar góð. Ætíð mun ég minnast með söknuði þeirra ára, sem ég átti með Einari við búskaparstörf í Vorsabæ. Þó þessi ár hafi ekki verið mörg miðað við þau ár, sem Einar hafði lifað, voru þau mér mjög kær því þetta voru uppvaxtar-og þroska ár mín. Miðlaði hann mér af þeirri reynslu sinni er hann hafði öðlast við áratuga búskap, þeirrar þekkingar, dálítið niður á heildarmyndinni. Fjölskyldur, jafnvel þótt þær eigi ekkert saman nema eitur og þjáningu eru yfirleitt í svipuðu mynstri. Börn apa takta föður og móður, bæði í máli og hreyfingum. Ekki er ég líka dómbær á það hvernig morfín er, eða var, til heimilisnota. Og veit þar af leiðandi ekki hvernig menn eiga að leika eitrið í leikhúsi. En ætla verður að höfundur hafi áformað að láta munnlega lýsingu nægja, en hafa Mary Tyrone annars í sæmilegu formi á sviðinu, og líka eitrið. Sýningin á Dagleiðinni er vægast sagt mjög áhrifamikil á köflum. Hinn glæsi- legi still höfundar, með föngum úr grískum harmleikjum, og öðrum leik- föngum bókmenntanna, er vissulega áhrifamikill. Það gjörir það að verkum, að það er auðveldara að kvarta undan einstökum atriðum, eins og framsögn og lampa, sem ekki er á réttum stað en öðru. Túlkunin, eða matið á leikendum, hlýtur á hinn bóginn fremur að miðast við þá sem valdir eru til hlutverka, fremur en framgöngu. Einnig verður að taka tillit til þess, hversu gífurlegt álag svona verk hlýtur að vera fyrir hvern leikara, sem og áhorfendur. En þó er augljóst, að sá sem bjargar orðinu í þessu verki, vinnur leiksigur um leið, þótt eigi slái hann eign sinni á sýninguna. Og við förum heim með strengi í kroppnum og þjáningin fylgir okkur út í nóttina og tortíminguna. 24.11 Jónas Guðmundsson skrifar um leiklist sem hann veitti mér mun ég minnast með þakklæti og ávallt hafa gagn af á ókomnum árum. Áhugamál okkar Einars við búskap- inn voru þau sömu. Við höfðum báðir mestan áhuga á sauðfé og hestum. Þó Einar hafi ekki farið mikið á hestbak síðustu árin, hafði hann gaman af að hugsa um þá og horfa á góða hesta. Ekki fóru skoðanir okkar Einars alltaf saman er við ræddum um það sem við kom hestamennskunni, því mikið hefur breyst í sambandi við hestana, frá því hann var ungur. Þá var ekki alltaf verið að sportast um á hestunum. Þeir voru þá þarfasti þjónninn. Oft sagði Einar sögur af Grána sínum, mesta töltara sem hann eignaðist. Og vel ríðandi var hann á þeim bleiku, Hálegg og Háfeta. Fóru þeir margar fjallferðirn- ar saman. Yndi hafði hann af að smala afréttinn á haustin og fór hann á fjall í áratugi. Fjallkóngurvarhann íáraraðir. Einar vakti áhuga minn á fjallferðum, sveipaði þær þeim ævintýraljóma, sem mér finnst ætíð vera við það að eltast við kindur í óbyggðum íslands. Strax og ég hafði tækifæri til, fór ég á fjall til þess að fá að feta í fótspor Einars. Margar voru sögurnar, er Einar sagði af fjallferðum sínum, kuldanum og vosbúðinni þegar tjöld fjallmannanna fuku ofan af þeim, eða þegar hann og Bjami á Brúnavöllum þurftu að fara út í bylinn til að leita að fjallmönnum sen höfðu villst. Þá hefur Einar notið þeirrar hörku og þrákelkni er hann bjó yfir, því aldrei gafst hann upp fyrr en ákveðnu takmarki var náð. Sauðfé var hans líf og yndi og hugsaði hann að mestu leyti um kindurnar, þótt hann gegndi kúnum líka. Man ég það, að á vorin þegar kindurnar báru út um móa og við Einar fórum ríðandi til kinda. Ekki þurftum við að hafa fyrir því að rýna í númerin á hornum kindanna, því allar þekkti Einar þær með nafni. Einstaka sinnum þurftum við þó að athuga númerin, en þá var nær eingöngu um tvævetrur að ræða. Erfitt fannst Einari að sætta sig við það, þegar aldurinn færðist yfir, að geta ekki hlaupið á eftir kindunum út um móa og mýrar. Varð hann þá að notast við okkur sem yngri vorum, en alltaf vildi hann vera með í eltingarleiknum. Snyrtimennska sat ávallt í fyrirrúmi, gekk hann ætíð einstaklega vel um gripahúsin. Fóðurgangarnir voru alltaf vel sópaðir og hver tugga vel nýtt. Gaman var að sjá fallegt handbragð hans í hlöðunni. Hver stallur var af ákveðinni stærð, stálið vel stungið. Var því snyrtilegt umhorfs í hlöðunum í Vorsabæ. Oft gáfum við Einar fénu saman og finnst mér núna Einar vanta þegar ég kem um helgar og gef á fjárhúsin. Ekki mun Einar oftar gefa með mér fénu. Hugsa ég þó, að hann fylgist með því sem er að gerast í Vorsabæ, þótt hann hafi kvatt okkur að sinni. Guð blessi minningu bans. Eiríkur Þórkelssun Einar Gíslason,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.