Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 bækuri Fyrsta bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur: Af manna völdum ■ Hjá Máli og menningu er komin út bókin Af manna völdmn Tilbrigði um stef, eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún hefur að geyma röð söguþátta víðsvegar að og margvíslega að efni til en saman mynda þeir eina samfellda heild. Álfrún Gunnlaugsdóttir er borinn og bamfæddur Reykvíkingur en stundaði há- skólanám f Sviss og á Spáni og lauk doktorsprófi f miðaldabókmenntum frá háskólanum í Barcelona. Hún er nú dósent í almennum bókmenntum við Háskóla lslands. Um efnistök höfundar segir svo á kápu: „Af manna völdum,, er óvenju glæsileg frumsmíð. Sérstæður stíll og persónuleg framsetning gerir það að verkum að söguefn- ið verður lesanda nærtækt og líður honum seint úr minni.“ Af manna völdum er 124 bls. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Bókfelli hf. Borghildur Óskars- dóttir gerði kápumyndina og hannaði kápu. Ritsafn Sverris Kristjánssonar 2. bindi ■ Hjá Máli og mcnningu er komið út 2. bindi Ritsafns Sverris Kristjánssonar, en fyrirhugað er að gefa út úrval af verkum hans í fjórum bindum. Ritgerðirnar í þessu bindi eru um íslenska sögu og félagsfræðileg efni. Fyrstu ritgerðirnar fjalla um sögu 19. aldar og Jón Sigurðsson, en meginefnið er um sögu þessarar aldar, menn og málefni og ber þar hæst grcinar um verkalýðsmál og samtök alþýðunnar og þá menn sem fóru fyrir fylkingum. Á bókarkápu segir m.a.: „Þessar greinar eru flestar styttri en greinarnar í fyrsta bindinu og þær eru persónulegri, þar sem hann fjallar um menn og málefni sem hann þekkir af eigin raun, sem hann hefur barist fýrir eða barist á móti. Hér kynnumst við mati hans á því sem gerist í íslensku þjóðfélagi sem hefur hamskipti á nokkrum áratugum, frá Benedikt á Auðnum til Benna í leyniþjónustunni, hugleiðingar um þjóðfélagið og skáldið, en jafnframt um Sverrir KrisQánsson Rjtsafnl söfnun og varðveislu fslenskra söguheimilda. Hér er því litið um öxl til liðinnar aldar, lifað með á líðandi stund og horft fram á veg til komandi tíma.“ Aðalgeir Kristjánsson, Jón Guðnason og Þorleifur Hauksson sáu um útgáfu bókarinn- ar sem er 287 bls., prentuð og bundin í Hólum. Safn leikdóma Sigðurðar A. Magnússonar: I sviðsljósinu ■ Mál og Menning hefur gefið út safn leikdóma eftir Sigurð A. Magnússon og OPIÐ PRÓFKJÖR ALÞÝBUFLOKKSINS Kosningaskrífstofa Jóns Baldvins Hannibalssonar Bankastræti 6. Opið 10-20. Símar 18482 - 18439 - (18713 bílasími). Á kjördag Kosningamiðstöð í Glæsibæ laugardag og sunnudag. Símar 81307 - 85003 - 83702 Bílasímar 82104 - 82108 Hvenær? Laugardag 27. nóvember og sunnu- dag 28. nóvember frá kl. 10.00-18.00, báða dagana. Hvar? í Iðnó við Vonarstræti, efri hæð, fyrir alla þá sem búa vestan Snorrabrautar. I Sigtúni við Suðurlandsbraut, uppi, fyrir alla þá sem búa austan Snorrabrautar. í Broadway, fyrir þá sem búa í Breiðholti, Árbæ og Seláshverfi. Kosningarétt hafa alllir þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru orðnir fullra 18 ára þann dag sem kosning til Alþingis fer fram og eru ekki flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokki. Forystumann í fyrsta sæti. Kjósum Jón Baldvin. nefnist það í sviðsljósinu. Þetta er úrval úr leikdómum Sigurðar frá árunum 1962 -1973 og birtust þeir vel flestir í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu á þessu árabili. Þorleifur Hauksson valdi efnið. í bókinni er að vísu lítið úrtak miðað við þann fjölda leikdóma sem Sigurður skrifaði á þessum árum, en efnið er þannig valið að það ætti að gefa allgóða mynd af því sem mestum tíðindum þótti sæta á þessum árum bæði frá hendi innlendra og erlendra höfunda. Um þetta tímabil segir Sigurður A. Magnússon í formála: „Um það verður tæplega deilt að sjöundi áratugur aldarinnar hafi á margan hátt verið afar merkilegur í íslenskri leiklistarsögu. Þá voru ekki einungis endursýnd helstu sígild verk íslenskra leikbókmennta, heldur komu líka fram nokkrir þeir höfundar sem sterk- astan svip hafa sett á leikritun æ síðan. Þeir nýir höfundar sem fram komu á þessu skeiði voru Jokull Jakobsson, Oddur Björnsson, Guðmundur Steinsson, Erlingur E. Halldórs- son, Matthías Jóhannessen, Svava er fjallað, og vægi verkanna í leikbók- menntunum. Er hér fjallað um mörg merki- legustu verkin sem sviðsett voru á nefndu tímabili... í sviðsljósinu er 218 bls., prentuð og bundin í Odda. Hilmar Þ. Helgason gerði kápuna. BÍLARFLUGVELAH ooöu,maMsmB Jakobsdóttir, Nína Björk Ámadóttir, Birgir Sigurðsson og Birgir Engilberts... Dómarnir um erlendu verkin sýnast mér valdir bæði með hliðsjón af gæðum sýninganna, sem um Bflar, flugvélar og ÖII heimsins furöulegustu farartæki ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur nú endurútgefið bókina „Bílar, flugvélar og öll heimsins furðulegustu farartæki" eftir Richard Scarry, en hinar svonefndu Scarry- bækur hafa notið mikilla vinsælda hérlendis um langt skeið, enda sérstæðar bækur og í senn þroskandi og skemmtilegar. f bókinni kynnir Richard Scarry hin margvíslegustu farartæki og lenda sögu- hetjumar í skemmtilegum ævintýmm á ferðum sínum í farartækjunum. Fá lesendur og skoðendur að kynnast þróun samgöngu- tækjanna og hinu fjölbreytta úrvali þeirra um leið og farið er yfír texta bókarinnar. Má þarna sjá mörg furðuleg farartæki sem öll koma þó að góðum notum. Bókina þýddi Loftur Guðmundsson. Meginmál bókarinnar er sett í Prent- smiðjunni Eddu hf. en bókin er prentuð og bundin hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn. Brynningartæki í FJÓS OG HESTHÚS Fischer brynningartæki fyrirligg jandi Globus? LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 N3f Ævintýraheimurinn ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ☆ ★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.