Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEÐDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80-30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag '.í ^at>g£' V labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir tZ Armiila 24 36510 „FENGUM ALDREI MEÐBYR — rætt við Inga R. Jóhannsson, liðsstjóra skáksveitanna á Olympíumótinu ■ „Yið höfðum aldrei meðbyr, vorum aldrei heppnir. Það er gjarna svo með þá sem sigra eða standa sig vel á skákmótum að þeir hafa byr með sér. En það var aldrei svo með okkur nú,“ segir Ingi R. Jóhannsson um frammistöðu íslensku karlasveitarinnar áolympíumótinuí Luzern, sem er afstaðið fyrir skömmu, en Ingi var Iiðsstjóri og tefldi sem annar varamaður. „Við teljum að frammistaða karla- sveitarinnar hefi verið svona í meðallagi, en lakari en á Möltu fyrir tveimur árum þó að við höfum lent í lægra sæti þá en nú. Þá mættum við öllum sterkustu sveitunum, Sovétmönnum, Ungverjum, Júgóslövum, V-Þjóðverjum og Hollendingum og unnum tvær síðast töldu þjóðirnar. Það var hins vegar slæmt tap fyrir Ungverjum þá sem setti okkur niður í 29. sæti, að mig minnir. Þetta Monrad kerfi getur verið ansi brokkgengt fyrir neðan 5 efstu sætin eða svo. f Luzern voru flestir andstæðingar okkar svona miðlungssterkir og okkur gekk ekki sérlega vel, gerðum mikið af jafnteflum og töpuðum jafnvel fyrir þjóðum sem voru veikari en við sam- kvæmt stigatöflu. Kvennasveitin stóð hins vegar framar vonum. Hvað um árangur einstakra manna? Margeir og Jón L. stóðu sig ágætlega og sama má segja um Jóhann Hjartar- son. Guðmundur var einfaldlega ekki eins og hann á að sér að vera og það segir til sín ef fyrsta borðs maðurinn er ekki í formi. Ég er líka óánægður fyrir hönd Heiga Ólafssonar, sem náði ekki þeim árangri sem af honum hafði verið vænst, þó svo að hafin hafi teflt góðar skákir eins og til dæmis á móti Miles. En það er ekkert um það að segja, stundum eru menn í stuði og stundum ekki og það voru margir mjög sterkir meistarar sem ekki voru í stuði á þessu móti. Hvað sjálfan mig varðar þá var minn árangur auðvitað mjög slakur, Vi vinn- ingur úr þrem skákum. Þetta verður að rekja til æfingaleysis, maður getur einfaldlega ekki leyft sér að mæta í svona mót nema vel undirbúinn. Hvernig var aðstaðan, Hún var afar léleg og það má kannske segja sem svo að hún sé að hluta til skýring á árangrinum. Á Möltu þótti mönnum aðstaðan slæm en þar höfðu sveitirnar þó samastað, þar sem allir gátu komið saman fyrir og eftir umferðir, dropar farið yfír' biðskákir og svo framvegis en þessu var ekki að heilsa nú og það var afar slæmt. Við áttum langa leið frá hóteli á mótsstað og sumar þjóðir leystu þetta með því að kaupa sér herbergi á dýrari og betri hótelum nær mót staðnum og greiða mismuninn, en okkar skáksamband hafði ekki ráð á slíku. Þetta skapaði mikilvægan aðstöðumun fyrir keppendur. Annað sem var mjög óþægilegt var það að ekki var hægt að fá upplýsingar um mannaskipan þeirra sveita sem við áttum að mæta fyrr en á keppnisstað, þannig að menn gátu ekki búið sig undir að mæta vissum mönnum. Nú sýnir reynslan að íslenskir unglingar erú yfirleitt fremri jafnöldrum sínum á hinum Norðurlöndunum í skáklistinni, en þau virðast vera sterkari þegar komið er upp í flokka fullorðinna. Hvað veldur? ^ Ég er nú ekki viss um að þetta sé svona einfalt, t.d. unnum við Svía á þessu ári í Evrópukeppninni og vorum mjög nálægt því að vinna Englendinga. En því er ekki að neita að skákmennirnir okkar eru flestir í fullu starfi eða námi, meðan jafnaldrar þeirra á Norðurlönd- unum eru flestir hálfatvinnumenn. Þeir eiga líka fleiri möguleika á að keppa á stórmótum í nágrenni sínum, en skák- mennirnir okkar, þótt aðstaða landans í því efni sé mun betri nú, en þegar ég var ungur skákmaður. En ég er þeirrar. skoðunar að ef ungir skákmenn vilja ná verulegum árangri í skák þá verði þeir að leggja nám á hilluna og helga sig skákinni einvörðungu. Ef þeim mistekst- geta þeir byrjað nám aftur. Skákin er orðin atvinnuíþrótt og það viðurkenna allir, það er ekkert verið að fela það á olympíumótunum. Menn ná einfaldlega ekki toppárangri lengur nema menn helgi sig henni eingöngu. Hvar heldur þú að verði framtíð olympíumótanna? Ég held að þau séu búin að syngja sitt fegursta. Þetta eru orðin svo gríðarleg fyrirtæki að það hefur varla nokkur þjóð lengur efni á að halda þau. Aðstaðan eða aðstöðuleysið úti í Luzem bendir í þá átt, og er þó Sviss sæmilega ríkt land. Síðustu mót hefur það líka verið vandamál að gefa út skákirnar, en nú leysti Jóhann Þórir það verkefni af hendi með prýði. Við höfum það nú á orði, íslendingamir að í rauninni hefði Jóhann unnið þetta olympíumót. JGK Ingi R. Jóhannsson. Tímamynd G.E V 4 X \ \ Græða lögfræðingar á auknum um- svifum glæpona ■ „Ekki er gott að segja hvað veldur því að atvinnuhorfur lögfræðinga hafa batnað síðan árið I97S“, sagði skrifstofu- stjóri BHM m.a. í ræðu sinni á þingi bandalagsins. Meðal IGdegra ástæðna taldi hann að fjölgun í stéttinni hefur ekki verið mjög ör á síðustu árum svo og að lögfræðingar hasli sér völl á fleiri sviðum. „Loks er hugsanlegt að aukin umsvif þeirra, sem tilhneigingu hafa til þess að standa utan við lög og rétt í athöfnum sínum, hafí orðið til að færa stéttinni aukin verkefni.“ Örlátir íhaldsmenn í Eyjum! ■ Það er greinilegt að Ijár- málastjórn þeirra sjálfstæðis- manna sem fara með stjóm Vestmannaeyja er í besta lagi, sem best má merkja af þvi að í krafti síns „trausta“ meiri- hluta tókst þeim að knýja í gegnum bæjarstjórnina sam- þykkt um 500 kr. styrk til Friðriks Ólafssonar, vegna forsctakjörs í FIDE, sem nú er að vísu afstaðið. Ekki voru þó allir bæjarfull- trúar jafn ánægðir með þetta, og einn þeirra, Andrés Sig- mundsson, hefur látið þetta cftir sér fara um málið: „Ég trúði þessu ekki í upphafi og hélt að hér hlyti að vera um einhvem misskilning að ræða, og sennilega vantaði a.m.k. eitt núll aftan við þessar 500 krónur. Þegar ég spurði sjálf- stæðismennina að því hvort ckki væri hér um einhver mistök að ræða, þá svöruðu þeir mér til að svo væri ekki. Þeir ætluðu að standa við samþykkt bæjarráðs um að styrkja kosningabaráttu Frið- riks Ólafssonar um heilar 500 krónur. Ég lagði því til að bæjarstjóm hækkaði upphæð- ina í 5000 kr. sem algert lámark. Að senda 500 krónur frá bæjarfélagi eins og Vcst- mannaeyjum væri hrein og klár skömm, nær væri að senda ekki eina einustu krónu. Nei, sjálfstæðismennimir vora nú ekki aldeilis á þeim BmmtBawEataatMM . ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓV.m2 fréttir Jón Baldvin í fyrsta. sæti í prófkjöri Al- þýöuflokksins: ■ Jón Baldvin Hann- ibalsson varð sigurvegar- inn í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Reykjavík, nú um helgina, en hann hlaut 863 atkvæði í fyrsta sætið, og var þar með tæpum 300 atkvæðum fyrir ofan Jó- hönnu Sigurðardóttur, en hún hlaut 579 atkvæði. Jóhanna hlaut bindandi kosningu í annað sætið. Bjami Guðnason prófess- or varð í þriðja sæti og Ágúst Einarsson í fjórða sæti. Þátttaka í prófkjörinu var dræm, en alls kusu 1901. Var kosið á þremur stöðum í borginni: í Iðnó, Sigtúni og Broadway. Kjörfundur hófst kl. 10 báða dagana og stóð til kl.18. Yerslunareigandinn í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Stokkseyri ■ Eigandi verslunarinnar Allabúð á Stokkseyri hefur verið dæmdur í gæsluvarð- hald, meðan rannsókn stendur vegna bruna búð- arinnar 30. október s.l. Stendur gæsluvarðhaldið allt til 2. desember að sögn sýslumannsfulltrúans á Selfossi, Karls Jóhanns- sonar, sem stýrir rannsókn málsins. Verslunarhúsið lagerinn og bókhald fyrir- tækisins varð eldinum að bráð og leikur einhver grunur á að ekki hafi verið allt með felldu um orsakir brunans. buxunum 500 krónur skyldi það vera, þeir feildu tillögu frá mér um að hækka þessa upphæð í 5000 krónur, en samþykktu svo þessar 500 krónur, ég greiddi atkvæði á móti.“ Krummi ... ...styður hugmyndina um vatnsheld vegabréf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.