Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982.' wm eftir helgina flokksstarf :\y k w 5«? t ■Jjr "■* ■ -• • rsTi. . _ ’* * ■ . v • Hit Fátækt fólk og kjötprísar Helgin gekk í garð með heldur skuggalegri veðurspá fyrir Suð-vest- urhornið. Manni skildist það á spámanninum í sjónvarpinu á föstu- dagskvöld að stormurinn væri að skella á, og bæri með sér hríð og stórdroparegn. Þessum þægindum átti að rigna yfir okkur um helgina, en sem kunnugt er, geta óveður aldrei séð okkur í friði um helgar. Veðurguðinn er, þannig séð meira fyrir atvinnu en frídaga. Ef til vill er þetta líka nokkur kostur. En bylurinn lét á sér standa og á laugardag var hann enn hægur, þrátt fyrir boð yfirvalda. Himininn var hinsvegar úr blýi, þannig að deginum gekk heldur illa að opna augun, með svo þungan harm yfir sér. Lægðin hafði sumsé hægt á sér, líka hæðin, þannig að unnt var að spara í spámennskunni og nota sama veðurkortið aftur á laugardagskvöld. Þannig að þrátt fyrir allt, græddi veðurstofan nú á þessum seinagangi, og við fengum að sjá mynd af vetri konungi, tekna úr gervihnetti. Hann er í síðri kápu. Á laugardagskvöld byrjaði hann að snjóa og aðventan gekk auðmjúk í garð í hvítum klæðum í Vesturbæn- um, rétt eins og ekkert hefði í skorist. Logn var á jörðu. Stormurinn hélt hinsvegar sjó vestur af Reykjanesi og undirbjó áhlaup á skipin og landið. Um helgina var mest rætt um sauðaketið og prófkjörið. Sagt er að það ameríska fyrirkomulag mikilla prófkjöra, kosti nú vonda frambjóð- endur um 100.000 krónur. Fátækir menn og þingmenn munu komast af með 22.000 krónur, sagði sérfræð- ingur landsins í að búa til þingmenn með símum og kvenfólki handa Sjálfstæðisflokknum. Er þetta ekki selt dýrar en keypt var, fremur en sauðaketið. Mun minna var rætt um prófkjör Alþýðuflokksins, enda áhöld um það hvort nokkur kemst þar á þing fyrir Reykjavík, eins og atkvæðisréttinum í landinu er háttað. Stundin okkar er sumsé ekki komin, - því miður. Að vísu á maður ekki von á að vökulagakratar og kirkjugarðskratar fari að kjósa anarkisma, sem er nýjasta aðförin að bákninu. Grand- varir menn vilja nefnilega fremur hafa of stóra stjórn í landinu, en öngva. Og þótt örðugt sé orðið að greina stjórnmálaflokkana frá sjúkrasamlögum landsins, þá er nú líklegt, að þeir hjari enn um sinn, þrátt fyrir dauf útspil. Hitt málið, sem talað var um, var kjötsalan til Hollands. Það verð sem menn á Niðurlöndum vilja borga fyrir kjöt þykir nokkuð niðrandi fyrir sauðkindina. Mun það verð, sem í boði er vera allt að því 50 prósent lægra en Sambandið getur fengið á hinum dapurlega Evrópumarkaði Upplýst er, að dilkakjöt ofan af heiðum á íslandi, ereitthvert dýrasta kjöt í veröldinni. Sláturkostnaður mun vera um 18 krónur á kílóið, sem mun algengt verð á ódýru keti ! erlendis, t.d. kjúklingum. Alls mun það nú kosta um 250 krónur að slátra | kind á skurðstofum landbúnaðarins. og þar með er sláturhúsið alfarið | orðin sú helvítismaskína í landbún- aðinum, sem örðugast er að fást við. Samt er þessi dýra slátrun ekki betri I en það, að hún er ekki tekin gild í Bandaríkjunum, þykir þar loðin og hárug, að sögn Gunnars á Hjarðar- felli,.sem telur þó á hinn bóginn, að | sláturdómur þessi sé tæknibragð, til að losha við sauðkindina frá fslandi. En hvað um það. Það hlytur að I draga að því, að fjárbændur verða að | lóga fé sínu á öðrum prísum, en nú viðgangast. Einnig verða menn að I hætta að skemmta sér við að rækta fé, en sauðfjárrækt mun nú vera eina íþróttagreinin í þéttbýli, er nýtur fullra útflutningsbóta. En það var salan til Hollands eða sölutilboðið þaðan, er mest var rætt um. Hollendingar bjóða krónur 22.68 fyrir kílóið, eða rúmlega sláturkostnað, sem var 18 krónur. Sambandið hefur á hinn bóginn getað selt samskonar kjöt fyrir 29.24 krónur. Ekki munu Hollendingar þó hafa í hyggju að borða þetta dýra kjöt sjálfir, heldur selja annað, og þá hugsanlega á íslenskum markaði erlendis, í samkeppni við Búvöru- | deildina. Margt hefur verið reynt til að losna við kjöt, og til að gefa kjöt frá íslandi, og þá gjarnan leitað að fólki sem gengist hefur undir hörmungar | og er peningalaust að draga andann. Ekki skal það dregið í efa að illa árar víða um heim, til dæmis í I Póllandi, en maður spyr þó: Hvers | vegna er þetta kjöt ekki gefið líka innanlands? Ellilffeyrisþegar og aðrir landsmenn verða nú að greiða kr. 60.25 fyrir niðurgreitt súpuket, eða hina seljanlegu gerð þess. Einstæð- ingar á ellilaunum fá nú mest innanvið 6000 krónur á mánuði, og þá með öllum tiltækum kerfisbótum. Þegar þeir hafa greitt húsaleigu, ljós og hita, hafa þeir ekki peninga fyrir kjöti. Þetta eru fátækhngar íslands, og maður spyr eru þeirra aurar verri en hollenskir? Við lifum á erfiðum tímum. Skerða verður allt kaup. Væri nú ekki hugsanlegt að nota óselda ketið til verðbóta handa láglaunafólki? Það hefur áður veriö gert, ef ég man rétt. Hér er ekki átt við kjötútsölu. Hún kæmi aðeins frystikistufólki og peningamönnum til góða. Ódýrt kjöt, þó án allrar auðmýkingar, myndi prýða þetta iand mikið í augum hins fátæka manns. Sjónvarpsveðrið leit við á sunnu- dagskvöld. j5nas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar Framsóknarkonur í Reykjavík Tekið er á móti munum á basarinn alla daga milli kl. 13 og 17 að Rauðarárstíg 18. Sameinumst um að gera basarinn sem glæsilegastan. Félag framsóknarkvenna. Basar - basar Hinn árlegi basar félags framsóknarkvenna í Reykjavík veröur Iaugardaginn4. des. kl. 14að Rauðarárstíg 18.Stórglæsilegirmunir. Laufabrauðið vinsæla og smákökur. Einnig verður happdrætti. Stjórnin. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Húsið opnað kl. 13.00 Kaffiveitingar. FUF Reykjavík Skoðanakönnuní Vestfjarðarkjördæmi Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum haldið að Núpi s.l. haust samþykkti að fram skyldi fara skoðanakönnun um val frambjóðenda tll næstu alþingiskosninga. Skoðanakönnunin verður opin öllum þeim er undirrita stuðningsyfir- lýsingu viö stefnu Framsóknarflokksins og fer skoðanakönnunin fram í byrjun janúar. Auk tilnefningar frambjóðenda frá einstökum framsóknarfélögum er öllum flokksbundnum Framsóknarmönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-15 flokksbundinna Framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Kristins Jónssonar Brautarholti 13 ísafirði í síðasta lagi 18. des. n.k. Jólabingóið verður haldið I Sigtúni fimmtudaginn 2. desember. Að venju verður margt verðmætra vinninga á boðstólum, sem enn er ekki tímabært að segja nánar frá, þar sem söfnun er í fullum gangi. Húsið verður Oþnað kl. 19.30 og byrjað verður að spila kl. 20.30. Ath. Spilaðar verða 18 umferðir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar I síma 24480. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar. Stefán Guðmundsson alþingismaður verður til viðtals í Framsóknar- húsinu Sauðárkróki fimmtudaginn 2. desember kl. 2-5 síðdegis. Stjórn Framsóknarfélagsins. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilað til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að efna til skoðanakönnunar vegna framboðs til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auktilnefningarframbjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóöa sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir spennu- myndina SNAKURINN Venom er eln spenna frá upphafi til enda, tekin i London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Myndln er tekln I Dolby og sýnd f 4 rása sterio. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð börnum Innan 16 ára. Salur 2 Endless Love Hún er 15 og hann 17. Samband Brooke Shields og Martins Hewitt i myndinni er sfórkostlegt. Þetta er hreint frábær mynd sem ekki má missa af. Aðalhlutverk: Brooke Shlelds, Martin Hewitt. Leikstjóri: Franco Zeffirelli Sýnd kl. 5.10 og 9 Pussy Talk Sýnd kl. 7.15 og 11.15 Salur 3 Number One Hér er gert stólpagrin af hinum frægu James Bond myndum. Charles Bind er númereitt í bresku leyniþjónustunni og er sendur til Ameriku til að hafa upp á týndum diplomat. Aðalhlutverk: Gareth Hunt, Nick Tate. Sýndkl. 5,7,9 og 11. -----------------S_______ Salur 4 Svörtu Tígrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK Hörkuspennandi amerisk spennu- mynd með úrvalsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt það og sannað að hann á þennan heiður skilið, þvi hann leikur nú i hverri myndinni á fætur annarri. Aðaihlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jim Backus. Sýndkl. 5,7 og 11 Bönnuð bömum innan 14 ára Atlantic City Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Mlchel Piccoli Sýnd kl. 9 Bönnuð Innan 12 ára __________Salur 5___________ Being There Sýnd kl. 9 (9 sýningarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.