Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 fréttir Allt tiltækt lið lögreglu og hjálparsveita á höfuðborgarsvæðinu kallað út í óveðrinu: Aberanm hve menn voru VANBÚNIR TIL VETRARAKSTU RS Segja má að allt lögreglulið Reykja- víkur og nágrannabæja hennar hafi verið upptekið í u.þ.b. 5 tíma í fyrrakvöld við að aðstoða ökumenn í óveðrinu sem þá gekk yfir. Auk lögreglu voru björgunarsveitir kallaðar út og hjálparsveitir skáta, en svo giftursam- lega tókst til að ekki er vitað til að slys hafi orðið á mönnum svo orð sé á gerandi. Neyðarástand ríkti á vegum allt frá Hafnarfjalli til Reykjavíkur, í borg- inni sjálfri, á Keflavíkurveginum og leiðinni austur yfir fjall. Bflar fuku út af vegum, en hálka var gífurleg og mikið var um að bflar tækju inn á sig bleytu og dræpu á sér. í Reykjavík var ástandið verst í Breiðholti, þar sem mikið var um að fólk þyrfti að ganga frá bílum sínum og skilja þá eftir á götunum. Strætisvagnaferðir lágu að mestu leyti niðri um tíma og þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mikinn fjölda unglinga og barna, sem ekki komst heim til sín eftir bíóferðir. Vitað er um eina konu sem þurfti að flytja á slysavarðstofuna til aðhlynningar eftir að hafa þurft að ganga frá bíl sínum þegar óveðrið stóð sem hæst. Hjálpar- sveit skáta og flugbjörgunarsveitin að- stoðuðu lögregluna, sem þurfti að nota rútur til að flytja fólk heim til sín. Jafnframt tók lögreglan á leigu marga jeppa á bílaleigu til sömu nota. Það var álit Reykjavíkurlögreglunnar að fólk hafi verið mjög vanbúið og mikið um að bílar sem lentu í vandræðum væru á sumar- dekkjum. Sá varla fram fyrir höndina á sér „Kófið var svo mikið að maður sá varla fram fyrir höndina á sér sagði lögreglu- maður í Hafnarfirði," en mikið vandræðaástand skapaðist á Arnarnes- hæðinni. Fólk varð að ganga frá bílum sínum þar sem þeir voru komnir. Óveðrið hafði greinilega komið fólki í opna skjöldu, flestir voru aðeins búnir til að skreppa milli húsa í venjulegar sunnudagsheimsóknir. Til dæmis vai lögreglan með nokkurra mánaða gamalt barn og foreldra þess í bíl sínum á annan tíma. Kjósin og Kjalarnesið heyrir undir Hafnarfjarðarlögregluna og þar voru björgunarsveitir frá Hafnarfirði og úr Mosfellssveit að störfum, en mjög ■ Lögreglumenn höföu nóg að starfa meðan óveðríð gekk yfir. margir lentu þar í vandræðum. Hafnar- fjarðarlögreglan sagði að það hefði verið sláandi hve margir hefðu verið á sumardekkjum, og hefði það verið megin- ástæðan fyrir hve margir bílar stöðvuð- ust og tepptu aðra umferð. Biðu í bflum sínum á þriðja tíma Keflavíkurlögreglan hafði nokkuð Tímamynd Róbert aðra sögu að segja en starfsbræður þeirra í Reykjavík og Hafnarfirði varð- andi búnað fólks og bíla, flestir voru ágætlega búnir en það dugði ekki til. Margir bílar lentu í vandræðum á Keflavíkurveginum vegna kófs og veður- hæðar og margir fuku út af veginum. Hins vegar sýndi fólk rósemi og beið í bílum sínum þar til hjálp barst frá lögreglu og hjálparsveitum, sumir á þriðja tíma. JGK Sendinefnd frá Bremerhaven ræðir við LÍÚ og stjórnvöld: Vilja jafnari sölur ís- lenskra f iskiskipa ■ Jón Baldursson, með höndina á tígulfimmunni, og Sævar Þorbjömsson við spilaborðið í Reykjavikurmótinu í tvímenning. Guðlaugur Nflsen er sagnhafi en blindur er Gísli Tryggvason. Sveinn Helgason og Elín Bjarnadóttir horfa á. Jón Baldursson með MþrennuM á Skaganum ■ Um helgina héldu Bridgeklúbbur Akraness og Hótel Akraness Opna Hótel Akranessmótið í bridge. 28 pör frá Akranesi, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík tóku þátt í mótinu og því lauk með yfirburðasigri Jóns Baldurssonar og Sævars Þorbjörnssonar sem fengu 259 stig yfir meðalskor. í öðru sæti voru Eríkur Jónsson og Jón Alfreðsson með 137 stig og í þriðja sæti Alfreð Viktors- son og Karl Alfreðsson með 132 stig. Alls voru 20.000 krónur í verðlaun á mótinu: 10.000 krónur fyrir fyrsta sætið, 6.400 krónur fyrir annað sætið og 3.600 fyrir það þriðja. Jón og Sævar tóku forustuna þegar mótið var hálfnað og sigur þeirra var aldrei í hættu. Baráttan um hin verðlaunasætin var hörð í lokin en heimamennirnir voru sterkastir á endasprettinum því bæði pörin í öðru og þriðja sætinu eru frá Akranesi. Þetta er í þriðja skiptið sem Akranes- búar halda helgarmót í bridge og Jón Baldursson hefur unnið öll þjú mótin, í fyrstu tvö skiptin með Val Sigurðssyni. - GSH ■ Níu manna sendinefnd frá vestur- þýska útgerðarbænum Bremerhaven er nú stödd hér á landi í því skyni að ræða við forráðamenn Landssambands ís- lenska útvegsmanna og stjórnvöld um möguleikana á jöfnum og stöðugum sölum íslenskra fiskiskipa í Bremerha- ven. Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra átti viðræður með þess- um sömu aðilum úti í Þýskalandi í haust og buðust þeir þá til að tryggja íslenskum útgerðarmönnum ákveðið láginarks- verð, ef nægilegt hráefni fengist. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LfÚ þá áttu sendinefndar- menn viðræðufund með stjórnar- mönnum LÍÚ þegar eftir komuna til landsins og verður þeim fundum fram- haldið í dag. Þá munu Þjóðverjarnir jafnframt ræða við Steingrím Hermanns- son í sjávarútvegsráðuneytinu, en segja má að þessi sendinefnd sé að nokkru leyti sambærileg við sendinefndina frá Fleetwood í Englandi sem var hér á ferð fyrr í þessum mánuði. Það eina sem þar skilur á milli er að Bremerhaven er öflug höfn, en Fleetwood að opna aftur eftir umtalsverða örðugleika í tæpt ár. í sendinefndinni frá Bremerhaven, sem nú reynir að laða íslenska útgerðar- menn til að selja þar gegn föstu lágmarksverði og sleppa þannig við fiskuppboðin, er viðskiptaráðherra Bremen-héraðs; sérfræðingur frá sjávar- utvegsraouneytmu, ytirmaður tiskmark- aðarins, tveir útgerðarmenn og þrír fulltrúar fiskvinnslunnar í borginni. - ESE Aöalfundur LIÚ: Félagi úr Alpa- klúbbnum týnist fTind- fjöllum: Fannst eftir mikla leit ■ Mikil leit var gerð að einum meðlima Alpaklúbbsins 17 ára strák í Tindfjöllum á sunnudagsnóttina en hann hafði þá um orðið viðskila við félaga sína. Fannst maðurinn svo um fjögur leytið um nóttina en hann hafði grafið sig í fönn. „Við vorum á leið úr efsta skálanum í Tindfjöllum og niður í þann neðsta er allt í einu skall á okkur blindbylur. Við höfðum talað um að halda hópinn og er strákurinn þurfti að stoppa biður aftasti maður okkur alla að stoppa einnig og bíða eftir honum. Hann hefur svo farið framhjá okkur, en skyggni var ekki ncma um 3-4 metrar. Við áttum þá stutt í ncðsta skáiann, fórum þangað og settum útbúnað okkar inn og ljós í gluggann og hófum svo leit“ sagði Guðjón Magnússon formaður Alpakiúbbsins Fsamtali við Tímann en hann var með hópnum. „Þetta var síðdegis um daginn og leituðum við í þrjá tíma en héldum svo aftur í skálann enda ekki forsvaranlcgt að tapa fleiri mönnum, Tvcir voru síðan sendir niður í byggð að ná í hjálp og komu Ieitarsveitir um kl. 22 uppeftir og þá hófst leit aftur. Veður hafði þá skánað að mun. Sá sem villtist hafði grafið sig í fönn og hélt þar til í svefnpoka sínum en um nóttina fór hann á stjá til að halda á sér hita, sá þá vélsleða leitarmanna og cltu þá uppi“. Guðjón sagði að þeim sem villtist hefði ekki orðið meint af volkinu. Þátt tóku í leitinni björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flug- björgunarsveitin á Hellu og Tryggvi á Selfossi. -FRI Trúnadarrádið kallad saman 15. desember Kaupmáttarskerðing næstu níu mánuöi vegna bráöabirgðalaganna: Um 2% að mati ASÍ — ef viöunandi lausn á vanda útgerðarinnar liggur ekki fyrir ■ Skerðing kaupmáttar vegna bráða- birgðalaganna er talin verða 2-2,5% næstu 9 mánuðina (til loka samningstímabilsins) að mati ASÍ, sé tekið tillit til sérstakra áætlaðra láglauna- bóta og aukins orlofsréttar, að því er fram kemur í „annál kjaramála" frá sambandsstjórnarfundi ASÍ í gær. Tekið er fram að erfitt sé að meta áhrif bráðabirgðalaganna og aðgerða þeim samfara, þar sem þær dragi úr verðbólguhraða á næsta ári, þ.e. úr yfir 70% verðbólgu án aðgerða, jafnvel niður í um 60%. I kaupmætti mælist kjaraskerðingin mest í desember, 5-6% en fari niður í átt að 4% í mars 1983. Líklegt sé að kaupmáttur verði um 4% lakari næstu 9 mánuði en að óbreyttum verðbótaákvæðum, og sé þá reiknað með nokkrum verðlagshækkunum vegna orlofslengingarinnar. Sé mótreiknað vegna sérstakra láglaunabóta og aukins orlofsréttar - sem óvarlegt sé að meta yfir 2% - fari skerðingin niður í 2-2,5% að meðaltali næstu 9 mánuði, sem fyrr segir. HEI ■ Rekstarvandi útgerðarinnar var það mál sem hæst bar í umræðum á aðalfundi LÍÚ sem lauk í Reykjavík í gær. Voru miklar umræður um málið á þinginu og féllu þar mörg þung orð og stór. Komust menn m.a. þannigaðorði að ef ckki yrði undinn bráður bugur að því að leysa vandamál útgerðarinnar þá væri þess skammt að bíða að enginn sjálfstæður útgerðarmaður yrði eftir í landinu og útgerðin rekin á einhvern annan hátt. - Það var samþykkt að stjórn LÍÚ yrði falið að semja um rekstararvanda útgerðarinnar við stjórnvöld á næstu vikum og tekið skýrt fram að ef lausn á málinu lægi ekki fyrirþann 15. desember þá yrði trúnaðarráð LlÚ kallað saman og því falið að taka ákvörðun um upphaf veiðanna á næsta ári, sagði Kristján Ragnarsson, nýendurkjörinn formaður LÍÚ í samtali við Tímann, skömmu eftir að stjórnarkjör hafði farið fram. Kritsján sagði að í raun væri ekkert meira um þetta mál að segja að svo stöddu. Það væri vitað að stjórnvöld ynnu að þessu máli og það yrði svo bara að koma í Ijós hvaða tillögur kæmu fram. Þess má geta að það var einmitt eftir að trúnaðarráð LÍÚ kom saman í september að ákvörðun var tekin að stöðva fiskiskipaflotann vegna rekstrar- vandans. - ESE Flugleiðir í úrslit í Evr- ópukeppni í skák Skáksveit Flugleiða er komin í úrslit í Evrópukeppni flugfélaga í skák. Hér er um að ræða útsláttarkeppni og hafa Flugleiðir unnir El A1 og Swissair í 1. og 2. umferð. 1 þriðju umferð vann Flugleiðasveitin Iberia í Madrid 4:2. Þeir sem tefidu þar tyrir Flugleiðir voru Elvar Guðmundsson, Þröstur Bergmann, Stefán Þórisson, Hörður Jónsson, Hálfdán Hermannsson og Ólafur Ingason. Þann 4. desember keppa Lufthansa og Aviaco og það félag sem sigrar í þeirri keppni mætir svo Flugleiðum í úrslitakeppninni sem fram fer snemma á næsta ári. Skákmenn Flugleiða hafa verið sigursælir að undanfömu og unnu fyrir stuttu alþjóða- skákmót flugfélaga sem haldið var í Flórída.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.