Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 10
10____________ heimilistíminn WUÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 ■ Fyrsti öruggi jólaboðinn er, þegar að- ventuljósin eru sótt inn í geymslu, sett á sinn stað og tendruð, og þá ekki síður, þegar kveikt er á fyrsta kertinu á aðventukransin- um. Á mörgum heimilum eru til nokkurs konar eilífðar aðventukransar, sem taka má fram ár eftir ár og eiga sér hefðbundinn sess í öllu jólatilstandinu, En flestir eignast nýjan krans fyrir hver jól. Þá má vitaskuld kaupa tilbúna í verslunum, en óneitanlega er bæði gaman og talsvert ódýrara að útbúa sinn krans sjálfur. Þó að þegar séjiðinn fyrsti sunnudagur í aðventu, eru e.t.v. einhverjir, sem ekki hafa drifið sig enn í að verða sér úti um aðventukrans. Við hringdum í nokkrar versl- anir til að kanna hvaða efni þarf til kransagerðarinnar og hvaða verð væri á því, og vonum að þeir síðbúnu geti haft nokkurt gagn af. í Gróðurhúsinu Blómavali er hægt að fá á einum stað allt efni, sem þarf til kransagerð- ar. Þar er fyrst að telja kransinn sjálfan, hring úr basti, sem kostar kr. 49.50. hann er skreyttur með greni, sem selt er í búntum á 59 kr. búntið. Til að festa grenið á sinn stað, er notaður vír. Rúllan af honum kostar 17.50. Þá er að skreyta kransinn. Nú má ímyndunaraflið leika lausum hala og fer þá náttúrlega verðið á skreytingunni eftir því. Kertin fjögur eru ómissandi og þau kosta 4.50 kr. stykkið, hlífar undir þau eru seldar í kössum, sem kpstar 7.80, en þær eru talsvert flciri en nota þarf á einn krans. Gott er að festa kertin betur en með hlífunum. Til ■ Hvaða klaufi sem er gctur gert sinn aðventukrans sjálfur Það er audvelt og ódýrt að gera að- ventukransirm sjálfur Smáhlutirnir eru adalmálid: Legghlífar, belti og hattar svip á vetrartískuna ■ „Svart, sinnepsgult og grátt eru aðallitimir núna“, sagði Erla Ólafsdóttir, verslunarstjóri í versluninni Garbó, þegar við báðum hana að segja okkur helstu fréttir af tískunni nú í haust. Hún sagði einnig, að mikið væri lagt upp úr hinum ýmsu smá- eða fyigihlutum, sem settu mikinn svip á tískuna nú. Pilssíddin er mjög frjáls, en stutt pils (minipils) eru vinsæl hjá þeim ungu. Annars eru alls konar buxnadress ráðandi hjá ungum konum núna, allt frá leður- og prjónabuxum upp í þunnar samkvæmisbuxur, sem sagt buxnadrcss við öll möguleg tækifæri. Beltin eru mest höfð á mjöðmum, en líka eru breið belti notuð í mittið, sem þá þarf auðvitað að vera mjótt og nett. í peysutískunni eru mest móðins núna víðar peysur, með „leðublökuermum“. Verslunarstjórinn sýndi okkur hið vinsælasta sem þarna var á boðstólum, og Ijósmyndari Tímans - GE smellti af nokkrum myndum. þess er notaö „fix“ grænt lím, sem selt er í bútum og kostarókr. á kransinn. Flestir vilja síðan skreyta kransinn sinn með könglum og kúlum. Köngla má fá 18-20 litla saman, í einum poka, sem kostar 10 kr., og kúlur fást í pökkum, 4-8 eftir stærð. Þeir kostar 9.50 kr. Og þá má ekki gleynta borðunum, sem notaðir eru í slaufur, cn nóg er að kaupa 5 m á boröliggjandi krans og kostar slíkur borði 15 kr. og 12 kr. mjórri gerð. Lengri borða þarf, ef „statífr" er kcypt með til að Itengja kransinn upp. Þá þarf borðinn að vera 7 in, en slíkan borða má fá í poka á 28 kr. „Statífið" sjálft kostar 60 kr. Sé miðað við borðliggjandi krans, er verðið nú komið upp í tæpar 200 kr. 1 versluninni Handíð má fá ýmsar stærðir af krönsum og kosta þeir frá 42 kr. upp í 78 kr., en þá eru þeir mjög stórir. Meðalstærð kostar 54 kr. Köngla og skrautber er hægt að fá í pokum, bæði sitt í hvoru lagi og blandað, og kosta pokarnir 36 kr. og 49 kr., eftir því, hvað mikið er í þeim. Auk þess má fá þar kertastanda úr kopar og járni í tveirn litum, þeir kosta 4 saman 49 kr. Rauðir borðar eru seldir í þriggja metra lengdum og kosta 9 kr., en ekki dugir einn borði, þeir þurfa að vera tveir. Vfrinn kostar 11.50 kr. eru alls 100 m á rúllunni, sem er margfalt meira en þarf á einn krans. Borðstandar fást og kosta 85 kr. Sem eðlilegt er, cr ekkert greni selt í Handíð. í Skógræktinni í Fossvogi eru seldar furugreinar, sem hafa þann stóra kost að fella ekki barrið. Það er selt í kílóavís og þyrftu þvf helst tveir að taka sig saman, ef nýta á alla furuna í aðventukransagerð, en ekki þarf nema u.þ.b. 1/2 kíló í hvern krans. Verðið lá ekki alveg ljóst fyrir, þegar við spurðum um það, en búist við, að það yrði milli 50 og 60 kr. Þar má líka fá litla fjallafuruköngla, sem kosta 170 kr. kílóið, en von var á öðrum ódýrari næstu daga. Sökum þess, hvað selt er í stórum einingum hjá Skógræktinni, er að öllum líkindum heppilegra fyrir nokkrar fjölskyldur að taka sig saman, ef þeir vilja njóta góðra kjara þar. En ekki dugir öllum aðventukransinn einn til að vekja tilhlökkun til jólanna. Jólaskreyt- ingar ýmislegar eru settar upp og er þá vinsælt að velja falleg kerti, koma því örugglega fyrir á tréplatta og skreyta síðan í kringum það með ýmiss konar jólaskrauti. Slíkir plattar fást í stórum stfl hjá Skógrækt- inni og kostar 5-15 kr. eftir stærð. Þá er ógetið um litla jólasveina, sem kallaðir eru, skáskorna litla kubba, sem eru síðan skreyttir og sett húfa á. Þessir jólasveinar eru geysivinsæl föndurverkefni og kostar ekki nema 5 kr. stykkið. Af þessari grófu upptalningu má sjá, að ■ Á myndinni er hluti af því efni, sem notað er við skreytingar á aðventukransi. (Tímamynd Róbert) það er hreint ekki svo dýrt að gera sinn aðventukrans sjálfur og ólíkt verður hann persónulegri en „búðarkrans". ■ Þarna er Erla í leöurbuxum og „leðurblöku“- ■ Svartur og hvítur smáköflóttur jakki, sen peysu með svartan hatt. Leður- og rúskinnsbuxur gengur við allt mögulegt, má nota utan yfir kjól fást þarna núna á 1790 krónur, „en næsta sending blússu eða einan sér við pils eða buxur. verður öiiu dýrari“, sagði verslunarstjórinn. ■ Hattarnir í röðum frá 495 krónum. „Konur á öilum aldrí koma og máta hattana“, sagði afgreiðslufólkiö. (Tímamyndir: GE) ■ Fallegur prjónakjóll (minipils) með rauðum röndum, rauðu belti og hatti, einnig er rauður hálsklútur góður fylgihlutur með kjólnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.