Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 24
Opiö virka daga 9-19. Laugaröaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niöurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag T* !£ W' y labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 uppslAttarrit bUköldum STAÐREYNDUM Þorkeil BJarnason, rádunautur um bók sína Ættbók rslenskra hesta ■„Þessi bók er fyrst og fremst hugsuð sem uppslátturrit með bláköldum stað- reyndum þar sem fram kcmur ætt, staður, líf, eigendur, sýningar, dómsnið- urstöður og fleira um hvern hest“ sagði Þorkcll Bjarnason ráðunautur í samtali við Timann en hann er ritstjóri bókarinn- ar /F.tthók íslenskra hrossa (Stóðhestar nr. 750-966) en í henni er að finna síðustu 217 stoðhestana sem færðir hafa verið ■ ættbók af Búnaðarfclagi íslands og er bókin einnig jafnframt fyrsta bókin sem Búnaðarfélagið gefur sjálft út. „f bók- inni er að finna nýjustu hestana, eða þá sem færðir eru til bókar á síðustu 10 árum enda töldum við að mest not yrðu af bókinni ef svo væri á inálunum tekið en síðan er ætlunin að ráðast í það að gefa út bók mn næstu 200 stóðhesta þar á undan og þá væru komnir allir ættbókar færðir stóðhestar frá árinu 1961“ sagði Þorkcll. „Bókin er hugsuð scm handbók og mér finnst sjálfum sem vel hafi tekist til með uppröðun efnis, hún cr mjög aðgengileg sem slík, glöggar merkingar eru í hcnni og auövelt að finna það sem maður vill finna í henni. Við vildum ekki hafa fleiri hesta en þctta í bókinni enda þá hætta á að hún yrði of þykk og umfangsmikil cn mynd fylgir af hverjum hesti og auk framan- greindra staðreynda fylgja einnig af- kvæmadómar með hverjum hesti. Þá er bókin byggð upp þannig að menn geta sjálfir bætt við upplýsingum um afkvæmi þessara hesta, þ.e. afkvæmi þeirra á næstu árum, enda er þessi bók ekki hugsuð sem neitt sparirit og því óhætt fyrir menn að skrifa sjálfir í hana ef svo horfir" Þorkell vildi einnig geta þáttar Gísla B. Björnssonar við útgáfu bókarinnar en hann sá um hönnun hcnnar.....Hann á mikinn þátt í því hve vel hefur tekist til“ sagði Þorkell. FRI LAUGARDAGUR 11. DES, 1982 fréttir Þorskaflinn 91.000 tonnum minni ■ Þorskaflinn nú í nóvember var tæp 18.000 tonn sem er um 3.000 tonn- um minni afli en í nóv. í fyrra. Skiptist það sem á vantar nokkum veginn til helminga milli bátanna og togaranna. Alls var þorskafli frá áramótum til nóvemberloka um 353 þús. tonn, sem er rúmlcga 91. þús. tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Þar af vantar togarana um 50 þús. tonn. Heildar botnfiskafli togar- anna var þó um 2.500 tonn- um meiri nú í nóvem- bermánuði eða rúm 26 þús. tonn. Frá áramótum höfðu togaramir aflað rúmlega 354 þús. tonna (þar af tæp 153 þús. tonn af þorsk), sem er um 25. þús tonnum minni afli en í fyrra á sama tíma. Afli bátanna frá áramótum var um 283 þús. tonn (þar af um 200 þús. t. þorskur), sem er rúmlega 2. þús. tonnum minna en í fyrra. - HEI Blaöburðarbörn óskast Tímann vantar fólktil blaðburðar ■'sjTíW ^-|WV ‘ L Garðabæ sími: 44876 Sími: 86300 Þorkell Bjarnason ráðunautur með bókina Ættbók íslcnskra hrossa Tímamynd Róbert. dagar til jóla dropar Dýr tveggjacyringur ■ Þjóðviljinn á sjálfsagt ckki sinn líku norðan Alpafjalla. Frcttaskrif út af álmáli undan- farna daga sýna það allra best. Ekki fer þar mikið fyrir sann- leiksást ef hún ekki getur þjónað tilganginum. Gott dæmi uin þetta er uinfjöllun blaðsins um skeyti það sem Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, sendi við fyrirspurnum Svavars Gcstssonar, formanns Alþýðubandalagsins. Aðeins er minnst á citt eða tvö atriöi ur því sem helga meðalið eftir að búið er að heimfæra þau á „þjóðvilja-vísu“, en hins vegar sleppt aöalatriðin, sein er það að tillaga Guðmundar liafí verið athyglisverð leið út úr þeirri sjálflieldu sem iðnaðar- ráðherra hefur komið álvið- ræðunum í. Annað atriði er tveggjaeyr- ings máliö, en Þjóðviljinn hafði fundiö það út að sú bráðabirgðahækkun á raf- orkuverðinu sem Guðmundur G gerði tillögu um næmi tveim- ur aurum. Þess er hins vcgar á engan hátt getiö að þessir tveir aurar niunu ncma 1.5 milljón- um handaríkjadala á ársgrund- velli, samkvæmt upplýsingum lir sjálfum hænsnakofanuin. Það er því ekki ólíklegt að mönnurn dytti í hug, að dýr myndi tvcggjeyringurinn allur. Amk. er hann góð byrjun. Fer Gunnar Ragnars fram? ■ Vcrulegur prófkjörsskjálfti er koniinn í sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra. Lárus Jónsson og Halldór Blöndal munu gera allt hvað þeir geta til að styrkja stöðu sína og halda þingsætum sínum. Þegar hefur verið sagt frá Birni Dagbjartssyni, sem ætlar sér stóra hluti i prófkjörinu, en nú segja fróðir að enn einn sterkur kandidat gæti bæst f hópinn sem er Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar. Sömu heimildir tclja að Jón Sólnes muni ekki ætla fram, en hyggist leggja ofurkapp á að styrkja þá tvo síöast netndu í prófkjör- inu, enda á hann harma að hefna frá síðustu þingkosning- um. Er inarkmiðið að Björn og Gunnar felli þá Lárus og lfalldór, að öðrum kosti yrði ganili maðurinn ekki ánægður. Krummi ... ...hcfur lieyrt að til standi að færa „skjálftavaktina" yfir til Akureyrar fram yfír prófkjör sjálfstæðismanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.