Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD”
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75-51 & 7 80 30
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
labnel
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutir
Armiila 2-1
Sfmi 36510
Jb£í
BARNABÆKURNAR HAFA LENGI
VERH) MJÖG VANMETNAR”
— Rætt vid Stefán Adalsteinsson og Kristján Inga
Einarsson, höfunda bókarinnar „Húsdýrin okkar”
■ „Er dýrt að kaupa bók handa
barninu þínu þegar hún er kannski
miklu ódýrari en bók sem þú mundir
ekki hika við að kaupa handa sjálfri
þér?“, svaraði Stefán Aðalsteinsson, bú-
fjárfræðingur, hðfundur textans í bók-
inni „Húsdýrin okkar“. En við að fletta
bókinni sem hefur m.a. að geyma milli
60 og 70 gullfallegar litmyndir af'
húsdýrunum okkar flaug undirritaðri
einna fyrst í hug að í mikinn kostnað
yrði að leggja við gerð slíkrar bókar.
Myndirnar í bókinni eru eftir Kristján
Inga Einarsson.
„Vandaður texti og þó sérstaklega
vandaðar myndir kosta óhjákvæmilega
peninga. LSé ekki lagt íþann kostnaðþá
verður aldrei búin til svona bók. Er
spurningin því ekki fyrst og fremst sú,
hvers vegna alltaf er ætlast til að fá
eingöngu ódýrar bækur handa börnum.
Eiga þau ekki skilið eitthvað betra?“,
sagði Stefán.
Báðir voru þeir sammála um að
barnabækur hafi lengi verið mjög van-
metnar - ekki aðeins af kaupendum og
útgefendum heldur einnig af fjölmiðlum,
sem lítið sem ekkert fjalli um barnabæk-
ur. Á hinn bóginn sé svo kvartað yfir
því að ekki séu til góðar íslenskar bækur.
En hvaða dóm fær bókin hjá þeim sem
hún er fyrst og fremst ætluð - börnunum
- spurðum við þá félaga?
„Það er alveg óskaplega gaman að
sýna börnunum þessa bók. Raunar
gætum við ekki óskað okkur betri
viðbragða en við höfum fengið“. Nefndu
höfundarnir ýmis skemmtileg dæmi þar
um, frá 2ja-3ja ára börnum sem hrífast
af myndunum til þeirra eldri sem einnig
geta lesið textann. „Ög fullorðið fólk -
að ég tali nú ekki um það fólk sem komið
er úr sveit - er ákaflega hrifið af bókinni,
kaupir jafnvel mörg eintök og spyr ekki
einu sinni hvað hún kostar. Með þessari
bók finnst mér að það sé að reyna að
gefa t.d. barnabörnunum part af því sem
því finnst það endurlifa við að fletta
henni“, sagði Stefán.
Sem dæmi um þörfina fyrir slíka bók
kvaðst Kristján hafa rekið sig á,að hér
hafi einungis verið til bækur með
erlendum dýramyndum, en þau dýr séu bara
allt öðruvísi en húsdýrin okkar. Jafnvel
Norðurlandabúum mundi koma þessi
bók spánskt fyrir sjónir, þar sem búfé
þar sé nær al It orðið staðlað, t. d. allar kýr
eins á litinn. „Hér er svo mikil fjöl-
breytni. Þessi mislitu hænsni okkar eru
t.d. eins og gimsteinar", sagði Stefán,
og vísaði þar til mynda í bókinni.
Hugmyndina að bókinni kváðu höf-
undarnir frá útgefanda komnar, þ.e.
Bjöllunni. Báðir hafa þeir Stefán og
Kristján unnið fyrir Bjölluna áður. Kom
þeim saman um að þetta hefði verið
skemmtilegt verkefni. Myndirnar í bók-
inni eru valdar úr miklum fjölda mynda
sem teknar hafa verið víðsvegar út um
sveitir. Textann kvað Stefán yfirlesinn
af fjölda manns og jafnframt borinn
undir krakka.
í blaðaskrifum hefur komið fram að
skólamenn telja bókina jafnvel æskilega
sem kennslubók í grunnskólum?
„Já, og þá ekki bara sem dýrafræði og
líffræði heldur einnig vegna náttúrufræð-
innar og íslénskunnar. Takmarkið var
að gera textann auðlesinn án þess að
sleppa neinu,en kalla þó alla hluti sínum
réttu nöfnum. Bókin hefur því mikinn
orðaforða og annað, sem er sérstakt við
barnabók, að í henni er orðalisti sem
gerir hana mikilvægari við kennslu bæði
máls og efnis“, sagði Stefán.
-HE
| FÓSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
fréttir
Stórfelld verð-
hækkun á mjöli
■ Allt bendir nú til þess
að heimsmarkaðsverð á
fiskimjöli eigi eftir að
hækka mjög á næstunni.
Þaö er aflabrestur á An-
sjóvetuveiðum fyrir
ströndum Chile og Perú
sem veldurþessum verð-
sveiflum,
Jón Reynir sagði að verð
á mjöli hefði á þessu ári
verið tæpir fimm dollarar
fyrir hverja einingu, en
þetta verð hefði að undan-
förnu hækkað mjög og
væri það nú rúmir sjö
dollarar. Þess væru dæmi
að verðið hefði farið upp f
10 dollara, en horfur á að
íslendingar gætu haft gott
af þessu væru ekkert sér-
staklega góðar. Loðnumjöl
hefði verið uppistaða mjöl-
framleiðslunnar að þrem
fjórðu og á meðan horfur
á loðnuveiðum hérlendis
væru jafn slæmar og raun
bæri vitni, þá væri eiigin
ástæða til bjartsýni.
- ESE
Blaðburðarbörn
óskast;
Tímann
vantar
■fólk til
blaðburðar,
i eftirtalin
hverfi:
Fornhaga
Kvisthaga
Neshaga
Sími.86300
■ „Gætum ekki óskað okkur betrí viðbragða en við höfum fengið“ segja þeir Stefán Aðalsteinsson og Kristján Ingi
Einarsson, höfundur bókarinnar „Húsdýrin okkar." Tímamynd G.E.
dropar
Ekki er öll
vitleysan eins!
■ Stjórnunarfélag íslands er
merkilegt fyrirbrígði ekki síst
fyrir þær sakir að félag þetta
deilir húsnæði að hluta til með
Blaðamannafélagi Islands. En
það er þó ekki það merkileg-
asta við Stjórnunarfélagiö,
langt því frá. Þetta er drífandi
félag, en mörgum þykir þó
dugnaðurinn og atorkan oft á
tíðum fara út í öfgar. Hafa
menn t.d. heyrt talað um
Árskýrslunefnd Stjórnunarfé-
lagsins. Þessi merkilega nefnd
sem skipuð er þrem valinkunn-
um og talnaglöggum mönnum
hefur það verkefni með hönd-
um að velja bestu árskýrslu
fyrirtækja eða stofnana á ári
hverju. Er þetta væntanlega
gert til að auka pappírsmagn í
umferð, stækka stuðla og efla
skrifræði í landinu. Hvað um
það árskýrsla Landsbankans
bar glæsilegan sigur úr býtum
í hörkukeppni við harðsnúnar
árskýrslur Landsvirkjunar (í
átta litlum) og annarra slíkra
stofnana sem hafa ekkert þarf-
ara að gera við aurana en að
eyða þeim í litprentaðan glam-
orbæklinga“ og árskýrslur. í
umsögn hinnar mætu nefndar
segir um sigurvegarann: „Eins
og fyrr þykir árskýrslan í heild
vera frábærilega vel unnin.
Endurtaka verður, að miður
þykir að fjármagnsliðurínn
„sjóður vegna ábyrgðarskuld-
bindinga við eftirlaunasjóð
starfsmanna“ er ekki skýrður
með vísun til vandaðs mats á
þessum umræddu skuldbind-
ingum“. Já, það er ekki öll
vitleysan eins, en við skulum
vona að „skýrslugerðarmenn“
Landsbankans reyni nú að
vanda sig enn betur við næstu
skýrslu og vonandi veröur ekk-
ert sparað til að gera hana sem
best úr garði, enda bíður það
hennar að rykfalla á einhverj-
um hanabjálka bankans um
ókomin árhundruð.
Fimm kall
í stöðumælinn
■ Nú geta borgarbúar farið
að dusta rykið af fimm-köllun-
um sínum, því á fundi borgar-
stjórnar í gærkvcldi var sam-
þykkt að hækka stöðumæla-
gjöld um 400%, úr 1 krónu í
5 krónur. Er þetta fyrsta hækk-
unin eftir gjaldmiðilsbreyting-
una, en þegar hún kom til
framkvæmda varð stórhækkun
á gjaldinu af tæknilegum orsök-
um.
Krummi ...
...varð fegrnn þegar hann sá
að skreiðarútflytjendur hafa
áttað sig á því að „maur“ og
„aur“ er ekki hið sama.