Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Björn Líndal: Taugaveiklun í Alþýdubandalagi Ummaeli Steingríms um álmálid ■ í byrjun maí fóru fram viðræður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og svissneska álhringsins, án þess að nokkuð þokaði þar til samkomulags. Eftir viðræður þessar, fóru fram umræður um þær utan dagskrár á Alþingi. I þessum umræðum gerði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra grein fyrir afstöðu Framsóknar- flokksins. Rétt þykir að rifja upp meginatriði í málflutningi hans vegna þess, sem síðar hefur gerzt. Steingrímur Hermannson sagðist ekki vera þeirrar skoðunar, að deilan um verðlagningu á súráli gæti fallið undir þá skilgreiningu að vera sviksamlegt athæfi. Deilan um súrálsverðið væri fyrst og fremst lagatúlkun. íslendingar og fulltrúar Alusuisse væru ekki sammála um niðurstöður skýrslu Coopers & Lybrands. Það þyrfti að fá úr því máli skorið og væri sjálfsagt að vísa deilunni í gerðardóm eins og samningur íslendinga og Alusuisse gerði ráð fyrir. Steingrímur vék síðan að meginkjarna þessa máls: „Við framsóknarmenn leggjum á það höfuðáherzlu, að sem fyrst náist samningar um verulega hækkun á raforkuverði. Við teljum að það verði að koma öðrum ágreiningi til hliðar, setja hann í gerðardóm, til þess að viðræður geti hafizt nú þegar um hækkun á rafprkuverði. Ágreiningurinn um skattsvikin nemur sem svarar 27 milljónum króna, en verði raforkuverð hækkað um helming fáum við 80 milljónir króna á ári framyfir það, sem nú er. Við framsóknarmenn viljum að við eigum helzt meirihluta í þeim fyrirtækjum, sem hér eru reist. Rétt er að athuga mjög vandlega, hvort við getum orðið eignaraðilar að álverinu. Viðræður við ýmsa erlenda aðila, Japani og fleiri, um leiðir til að við getum eignazt álverið eru að mínu viti mjög athyglisverðar og sjálfsagt að skoða það vandlega. Mér þykir athyglisverðar hugmyndir, sem fram hafa komið um þriðja aðila að þessu álveri, t.d. í því hlutfalli, að Islendingar ættu einn þriðja, Svisslending- arpinn þriðja og svo þriðji aðilinn einn þriðja. í þessu sambandi er töluvert rætt um stækkun álversins og kemur hún vel til greina í sambandi við slíka samninga um verulega hækkun raforkuverðs, aukna eignaraðild og fleira. Álverið er orðið gamalt tæknilega. Miklar breytingar hafa orðið í þessari grein. Það er einnig langtum minna en nú er talið hagkvæmt að reka. I Straumsvík er góð höfn og ýmis aðstaða önnur, sem nýtist að fullu við stærra álver. Það er því mjög athyglisverður möguleiki fyrir okkur að standa að stækkun álversins og það gæti orðið skynsamlegur orkunýtingarkostur.“ I forustugrein, sem birtist í Tímanum 9. maí, voru þessi ummæli Steingríms rifjuð upp og lauk greininni þannig: „Hér er vissulega komið að kjarna málsins að því er íslenzka hagsmuni varðar. Veruleg hækkun raforkuverðs er auðvitað brýnasta hagsmunamálið og að því ber að einbeita sér, en láta deilur um súrálsverð í gerðardóm. Þá ber einnig að skoða mjög vandlega, hvort íslendingar geta orðið eignaraðilar að fyrirtæk- inu, ekki sízt ef í leiðinni er hægt að stækka álverið og gera það þar með hagkvæmara í rekstri.“ Þ.Þ. ■ Alþýðubandalagið virðist vera af- skaplega taugaveiklaður flokkur þessa dagana. Ekki verður annað séð en stefna flokksins stangist á frá einum degi til annars. Enginn virðist vita hvert flokkur- inn stefnir né hagsmuna hverra hann er að gæta, allra síst foringjarnir sjálfir. Vitaskuld er hér fyrst og fremst um innanhússvandamál hjá Alþýðubanda- laginu að ræða sem flokksmenn verða sjálfir að leysa. Hringlandahátturinn hjá flokknum hefur þó óhjákvæmilega áhrif á störf innan ríkisstjórnarinnar og tefur þau. Það er t.d. alkunna hvernig Alþýðubandalagið reynir nú að tefja framgang vísitölumálsins þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Afstaðan til áframhaldandi setu í ríkisstjórninni virðist líka vera á reiki ef marka má sérviðræður Alþýðu- bandalagsins við stjórnarandstöðuflokk- ana um kjördæmamálið. Kostulegt plagg Önnur dæmi um hringlandahátt Al- þýðubandalagsins síðustu vikurnar eru sennilega ekki eins vel þekkt. í þeim efnum er þó af ýmsu að taka. Til að mynda virðast ráðherrar Alþýðubanda- lagsins að ýmsu leyti fylgja allt annarri stefnu en felst í þeirri kosningastefnu- skrá sem samþykkt var á flokksráðsfundi hjá bandalaginu í síðasta mánuði. Stefnuskrá þessi mun bera heitið áætlun gegn kreppu og atvinnuleysi og skyldi engan undra þótt ráðherrarnir hafi misst fótanna við að fylgja henni eftir því hún er hið kostulegasta plagg. Líkist einna helst einhvers konar fimm ára áætlun. í áætluninni er því t.d. lýst á hvern hátt Alþýðubandalagið vill vinna bug á viðskiptahallanum við útlönd. Helsta ráðið er að draga úr innflutningi. í því skyni vill flokkurinn ekki aðeins beita óbeinum takmörkunum heldur einnig beinum innflutningshömlum sem gætu stórskaðað útflutningshagsmuni okkar. Sú staðreynd skiptir hins vegar ekki höfuðmáli í því sambandi sem hér um ræðir heldur hitt hvernig forystu Al- þýðubandalagsins hefur tekist að fram- fylgja þessu stefnumiði flokksráðsfund- arins. Gleymska ráðherrans Fáeinum dögum eftir að fundinum lauk lagði fjármálaráðherra fram frum- varp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilt verði að veita greiðslufrest á aðflutningsgjöldum af innfluttum vörum. Það liggur í augum uppi að verði þetta frumvarp að lögum mun það hafa flestar aðrar verkanir en að draga úr innflutningi. Að öllum líkindum mun það auðvelda og um leið örva innflutn- ing. Það er engu líkara en ráðherrann ■ Stefán Júlíusson er mikilvirkur og vandvirkur rithöfundur. Frá hendi hans hafa nýlega komið tvö söguleg skáldrit, sem ég hefi lesið mér til ánægju og fróðleiks og finnst því rétt að vekja athygli á þeim. Fyrra skáldritið, sem nefndist Stríð- andi öfl, kom út fyrir tveimur árum, en hið síðara, Átök og einstaklingar, kom út í haust. Þótt það sé sjálfstætt, er það á vissan hátt framhald af því fyrra. Þessi skáldrit eru öðrum þræði stjórn- málasaga Hafnarfjarðar á árunum 1925- 1950. Á þessum tíma gerðust miklir stjórn- málaviðburðir í Hafnarfirði. Verkalýðs- ■ Kjartan Ólafsson ■ Emil Jónsson Stjórnmál og ástir í Hafnarfirði hreyfingin komst á legg og Alþýðuflokk- urinn náði völdum í bæjarstjórninni. Hann mátti heita nawtum allsráðandi í Hafnarfirði um skeið. Hinir nýju valdhafar í Hafnarfirði voru stórhuga menn og djarfir. Erlent togarafélag sem hafði rekið útgerð frá Hafnarfirði, hætti skyndilega og skildi við atvinnulífið í hálfgerðri rúst. Leiðtogar Alþýðuflokksins hófust þá handa um bæjarútgerð og varð vel ágengt um skeið. Síðan gekk heimskreppan í garð, ásamt aflaleysi. Erfiðleikar urðu miklir í Hafnarfirði, eins og annars staðar, og bitnaði það á stjórnendum bæjarins, þótt þeir gerðu sitt bezta. Árið 1938 náðu kommúnistar völdum í verkalýðsfélaginu með tilstyrk Sjálf- stæðisflokksmanna og tólf helztu leiðtogar Alþýðuflokksins voru reknir úr því. Um þetta leyti studdi Stjálfstæð- isflokkurinn kommúnista víðar meðan verið var að brjóta Alþýðuflokkinn svo á bak aftur, að hann hefur aldrei borið sitt barr síðan. Söguhetjan í umræddum ritum Stef- áns nefnist Ásgeir Ólafsson, en glöggt má þar kenna Kjartan Ólafsson, einn glæsilegasta og gáfaðasta stjórnmála- mann þjóðarinnar á fyrri helmingi þessarar aldar. Myndin, sem Stefán Júlíusson dregur upp af Kjartani, ber augljósan vott um aðdáun höfundarins á honum, en eigi að síður virðist hún sönn. A.m.k. samrýmist hún þeim takmörkuðu kynnum, sem ég hafði af Kjartani. Það er nokkur vitnisburður um glæsi- leik Kjartans, að það var eitt síðasta verk Jónasar Jónssonar frá Hriflu í hárri elli að fá Ríkarð Jónsson til að gera brjóstlíkan af Kjartani og kostaði Jónas það verk af eigin fé. Jónas Jónsson taldi að slík mynd ætti að geymast af Kjartani

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.