Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGllR 17. DESEMBER 1982', 21 Iþróttir ATTfl MARKA TAP A MÓTI SVÍUNUM íslenska landsliðid tapadi 28:20 ■ Ekki vegnaði landsliðinu í hand- knattlcik vel í lciknum gegn Svíum á mótinu í Austur-Þýskalandi sem leikinn var í gær. Svíar sigruðu með 8 marka mun, 28 mörkum gegn 20. Það var fyrst og fremst varnarleikurinn sem brást hjá íslenska liðinu í honum gekk dæmið alls ekki upp. Grcinilcgt er að Hilmar Björnsson á mikið starf fyrir höndum áður cn liðið fcr á B-kcppnina í Hollandi í lok febrúar. Liðið tapaði í fyrrakvöld með 12 marka mun gegn Austur-Þjóðverjum, en menn leyfðu sér að vona að dæmið gengi betur upp á móti sænska liðinu, sem ekki alls fyrir löngu gerði jafntefli við Norðmenn, sem ekki hafa verið mjög hátt skrifaðir í handknattleiknum. Páll Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, en næstir honum komu Kristján Arason og Alfreð Gíslason með fjögur mörk hvor. í kvöld leika fslendingar við B-lið Austur- Þjóðverja og þá er annað hvort að duga eða drepast. Sigur verður að vinnast. Ella er hætt við að liðið verrni botnsætið á mótinu. sh ■ Páll Ólafsson skoraði flest mörk íslendinga í gær. VEIKU PUNKTUNUM Segir Sammy Lee, sem margir telja að verði meðal skærustu stjarna 9. áratugarins í enskri knattspyrnu ■ Á sama hátt og Alan Hudson, Peter Osgood og George Best eru yfirleitt nefndir sem dæmi um „svarta sauði“ í enskrí knattspyrnu, þá er hægt að telja Sammy Lee Liverpool algjöra andstæðu þeirra. Hann er af mörgum talinn vera sá leikmaður sem á sér hvað bjartasta framtíð í enskri knattspyrnu. Hann er oft nefndur sem gott dæmi um það sem enska knattspyrnu vanti fyrst og fremst til að standa fastari fótum. Lee, sem er einn þeirra ungu lands- liðsmanna Englands, sem gert hafa garðinn frægan á undanförnum vikum er það sem margir kalla „draumur fram- kvæmdastjórans". ■ Sammy Lee er einn af fyrirmynd- arpiltunum í enskri knattspymu og er oft kallaður „draumur fram- kvæmdastjórans.' Og sagt er að stjóri Liverpool sé aHs ekki svikinn af vinnubrögðum hans. Talið er, að sleppi Lee við meiðsli geti hann vænst þess að verða lykilmaður í landsliði Englandsl986 á HM, sem væntanlega verður háð í Brasilíu. Hann erglæstasti fulltrúi knattspyrnu- manna bæði utan vallar og innan sem hægt er að hugsa sér. Hann var spurður hvort hann áliti að hann ætti langa feril fyrir höndum sem landsliðsmaður Englands. hann svaraði því á þennan hátt: “Það er ekki ég sem vel liðið. Það væri gaman að fá tækifæri til að leika fyrir England, en það er Hr. Robson sem velur liðið. Hann ákveður hvaða leikmenn hann telur hæfasta á hverjum tíma. Sammy Lee skoraði glæsilegt mark í sínum fyrsta landsleik gegn Grikkjum og hann sagði um markið eftir leikinn: „Þetta var heppnismark. Ég held því fram að það hafi fyrst og fremst verið liðsheildin sem skapaði það. Ég fékk mikla hjálp frá öðrum leikmönnum við að skora það, einkum þó félögum mínum í Liverpool Phil Neal og Phil Thompson. Á hvern hátt getur Sammy Lee styrkt landslið Englands í Heimsmeistara- keppninni 1986? Um það segir Lee: „Styrkt liðið? Ég er enn að vinna að því að bæta úr veiku punktunum í leik mínum. Ég skila boltanum alls ekki nógu vel frá mér og ég er lélegur skallamaður. Ég hef til dæmis aðeins skorað eitt mark fyrir Liverpool með skalla. Um sjálfan sig vill Lee ekki tala og hann vill fremur tjá sig um félaga sinn í landsliðinu, fyrirliðann Bryan Robson. „Bryan Robson er frábær leikmaður, jafnvel ennþá betri en ég hafði álitið áður en ég lék með honum. Það sem vakti sérstaklega athygli mína í Salonika í leiknum gegn Grikkjum var, að Bryan var alltaf, annaðhvort frír eða þá að hann væri að spila sig frían. Hann er alls staðar á vellinum þar sem þörf er fyrir hann. Hann er frábær leikmaður.“ Sammy Lee hefur það orð á sér að vera meðal þeirra leikmanna sem leggi sig hvað mest fram. Sé hann ekki að keppa er hann að æfa. Og sé hann ekki að æfa eða keppa, er hann að horfa á varalið Liverpool eða unglingaliðið leika. Hann er eins og flestir leikmenn Liverpool mikill félagsmaður og hann segir að varamennirnir séu jafn miklir vinir sínir og þeir sem leiká í aðalliðinu. ÞARF AÐ BÆTA ÚR ■ Kristín Magnúsdóttir er í fremstu röð íslenskra badmintonmanna um þessar mundir. KÍNVERIINN KEPPIR MEÐ Undirbúningsmót fyrir landsliðið verður á þriðjudaginn ■ Þann 18. janúar mun landsliðið í badminton halda til Sviss til að taka þátt í Helvetia Cup. Er þetta keppni sem fram fer annað hvert ár og eru bestu badmintonþjóðir heims útilokaðar frá keppni þannig að um er að ræða nokkurs konar B-keppni í badmintoninu. Island hefur tvisvar áður veríð með í þessari keppni og gcngið sæmilega. Nú hyggst liðið rétta hlut sinn þó varla sé möguleiki á sigri. Til undirbúnings þessu ferðalagi mun fara fram keppni í TBR húsinu þann 21. des. n.k. þar sem allir bestu badminton- menn og konur munu verða með. Hefur Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari valið tvö lið A og B lið sem munu keppa sín á milli. Er B-liðið styrkt með You Sou Rong kínverska badminton þjálfaranum sem hér er starfandi. Fyrir utan að vera mjög góður þjálfari er hann einnig mjög sterkur spilari. Til marks um það var hann kínverskur meistari 1977 en Kín- verjar eru án efa ein mesta badminton- þjóð heims. Þetta verður sennilega fyrsta og eina tækifærið til að sjá You Zou Rong leika hér á landi í keppni. Eru badmintná- hugamenn því hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Það má geta þess að með You Zou Rong innanborðs náði TBR þeim frábæra árangri að komast í 8- liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða fyrr á þessu ári. Keppni þessi mun hefjast kl. 9.15 í TBR núsinu þann 21. desember. Eru badmintonáhugamenn eindregið hvattir til að mæta nú einu sinni ogsjá það besta í íslensku badmintoni í dag, og um leið að styðja við bakið á landsliðinu sem leggur mikið á sig þessa dagana til undirbúnings fyrir Helvetia Cup. Framlengt þrívegis í úrslitaleik í 5. flokki ■ Leikurinn var þrisvar framlengd- ur er Þróttarar sigruðu Ármenninga í úrslitaleiknum í Reykjavíkurmóti 5. aldursflokks í handknattleik í Laugardalshöll í fyrrakvöld. En á lokasprettinum höfðu Þróttarstrák- arnir betur og sigruðu með sjö mörkum gegn flmm eftir mjög spenn- andi leik, sem fjöldi áhorfenda fylgdist með. Þá var leikið til úrslita í 3. flokki karla og þar sigraði Ármann Víking með 10 mörkum gegn 9. KR og ÍR léku til úrslita í 2. flokki karla og þar stóðu KR-ingar upp sem sigurvegarar að leikslokum með 15 mörkum gegn 10. í 1. flokki karla léku Valur og KR til úrslita og sigruðu Valsmenn örugglega með fimm marka mun eða 23 mörkum gegn 18. JJ/sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.