Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 2
Wíwmn.
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
í spegli tímans
;Umsjón: B.St. oe
K.L.
MARGS KONAR
■ Brosgeturlýslmargskonar
tilfinningum. Við sjáum t.d.
gleðibros, sigurbros, feimnis-
bros o.s.frv. „Brossérfræðing-
ar“ voru fcngnir til að líta á
nokkrar myndir og segja til um
hvernig þeir skilgreindu tilfinn-
ingarnar, sem valdið hcfur
brosinu í hverju tilviki. Hér
fáum við að sjá merkar og
lærðar niðurstööur þcirra.
1) Prakkaralegt bros - Larry
Hagman í hlutverki skúrksins
J.R. brosir eins og hann njóti
þess að hafa gert cinhverjum
Ijótan grikk. „Ha, ha, ég setti
ánamaök í skóinn þinn“-bros.
2) Sjálfsánægjubros - Rus-
sell Harty hrosir með opnum
munni, svo viðmælandi hans
gæti jafnvel hugsað að Russell
'væri að hlæja að honum.
Sumum finnst svona Russell-
bros óþægilegt og hrokafullt,
en sjálfur segir hann: „Ég
meina ekkert Ijótt með því að
brosa svona, - þetta eru bara
mín viðbrögð þegar ég er
ánægður með eitthvað eða
skemmti mér vel“.
3) Vandræðalcgt bros - Est-
her Rantzen var sektuð um 15
pund fyrir umfcrðarlagabrot.
Myndin er tekin þegar Esther
kemur út úr réttarsalnum og
sýnir að hún er að reyna að
hrosa - án þess þó að hugur
fylgi máli.
4) Atvinnu-bros - Broce
Forsyth er á þessari mynd með
ekta atvinnubros cins og
leikarar setja upp alveg eftir
pöntun. Allir vöðvar andlitsins
vinna að því að brosa breitt, en
á vörunum sést að þetta er ekki
ósvikið bros, - heldur setur
hann það upp fyrir mynda-
smiðinn.
5) Fátkennt bros - Margar-
eth Thatcher hefur sagt eitt-
hvað sniðugt við verkstjórann,
sem er að fylgja henni um
vinnustað, sem hún heimsótti.
Það er hálfgert fát á henni, því
að hún er ekki örugg með sig
þarna. Hún veit varla hvað
hún á að segja eða gera.
Frá USA með
ástarkveðjum
■ Bandarískur ferðamaður í
Moskvu var handtekinn ásamt
konu sinni af KGB, sovésku
lcyniþjónustunni, þegar í Ijós
hafði komiö, að vegabréf hans
var fallið úr gildi. Hann rak
upp stór augu, þcgar hann sá,
að handjárnin, sem smellt var
á hann, báru áletrunina „Madc
in U.S.A“! Honum var fljót-
lega sleppt og fékk að halda
ferð sinni áfram.
Þegar Patrick Austin, sem á
hcima í New York, var kominn
heim aftur ákvað hann að
kanna málið nánar. Hann varð
ekki lítið hissa, þegar hann
komst að því, að KGB fær
mestallan útbúnað sinn frá
Bandaríkjunum, þ.á.m. lyga-
mæla og fullkomnar rann-
sóknastofur!
Besti vinurinn
kom til bjargar
■ Það er hundur nú í Svíþjóð
sem hcfur ckki undan að
bryðja beinin sín, því að það
hrúgast að honum góðgætið
frá þakklátum ættingjum og
vinum litillar lelpu, sem hund-
urinn bjargaði frá dauða.
Faðir telpurnnar, Leif Rong-
emo í Malmö í Svíþjóð, sá hvar
hún hafði komist út um glugg-
ann í íbúð þeirra á 6. hæð og
skriðið útá gluggasylluna.
Hann sá lika iivar Roy, hund-
urinn á heimilinu, kom hægt
og varlcga á eftir telpunni. Nú
varð uppi fótur og fit. Móðirin
hringdi í slökkviliðið að koma
með stigabíl, en faðirinn og
nágranni tóku stórt teppi og
héldu á milli sín, og ætluðu að
reyna að bjarga telpunni
þannig, ef hún félli ut af
syltunni.
Meðan á þessu stóð nálgað-
ist Roy telpuna varlcga, jagðist
á magann fyrir aftan hana og
beit í fötin og mjakaði sér svo
aftur á bak í átt að glugganum.
Þar voru ákafar hcndur sem
tóku á móti tclpunni og hund-
inum og björguðu þeim inn
fyrir úr lífshættunni, og líklega
hefur fljótlega verið gengið frá
þessum hættulega glugga, svo
slíkt og þvílíkt gæti ekki endur-
tekið sig.
Rongemoen-hjónin segjast
aldrci getað launað hinum
vitra hundi. „Við munum
ávallt eiga honum skuld að
gjalda og munum reyna að sjá
eins vel og við getum um Rov
alla hans ævi,“ sögðu foreldr-
arnir eftir þetta björgunarafrek
hundsins.
■ Þjóðverjar hafa ekki gleymt henni Rosi sinni Mittermeier (t.v.). Það þykir því ekki ólíklegt að plata, sem hún hefur sungið inn á
ásamt systur sinni Evi (t.h.) og eiginmanni Christian Neureuther, eigi eftir að seljast grimmt.
Er Rosi á leiðinni að vinna enn eitt gull?
■ Rosi Mittermaier er enn
þann dag í dag sannkölluð
skíöadrottning Þýskalands, þó
að aðrar færari hafi e.t.v.
komið á sjónarsviöið síðar, en
glæstur ferill Rosi á Olympíu-
leikunum í Innsbruck 1976^
fellur ekki í gleymsku. En nú
hcfur Rosi sýgt, að henni er
fleira til lista lagt en að standa
á skíðum.
Rosi hefur nefnilega í sam-
vinnu við systur sína Evi og
mann sinn, skíðakappann
Christian Neureuther, gefið út
hljómplötu, sem þau hafa gefið
nafnið Jólin í fjöllunum. Þar
slá þau tvær flugur í einu
höggi, koma sér á framfæri í
tónlistarheiminum og eignast
hlutdeild í hinum trölltrygga
jólamarkaöi.
Þær systur hafa áður sýnt,
að þær geta sungið. Þær hafa
komið fram á þjóðlagasam-
komum í Ölpunum og þar var
gerður góður rómur að frammi-
stöðu þeirra. En þær eru vissar
um, að nú, þegar þær Kafa
fengið Christian í lið við sig,
standi þeim allar dyr opnar og
ekkert gcti komið í veg fyrir
stórsigur þeirra á tónlistarsvið-