Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 F orsætisrádherra í ræðu og riti Gunnar Thorddsen: Frelsi að leiðarljósi. Ólafur Ragnarsson bjó til prentunar og skráði skýringar. Vaka 1982. 240 bls. Af öllum þeim, sem nú sitja á alþingi íslendinga mun dr. GunnarThoroddsen forsætisráðherra eiga lengstan og fjöl- breytilegastan stjórnmálaferil. Hann hefur þrívegis setið á ráðherrastóli, gegnt embætti borgarstjóra, setið í Hæstarétti, verið sendiherra, prófessor í lögfræði, forsetaframbjóðandi, auk allra þeirra aukastarfa, sem þessum embættum hljóta óhjákvæmilega að fylgja. Það liggur í augum uppi, að maður sem gegnir öllum þessum störfum þarf oft að koma fram opinberlega, segja álit sitt í ræðu og riti. Af þessum sökum, og kannski ekki síður hinu, að forsætisráð- herra er sennilega einna mest umtalaði stjórnmálamaður landsins, mun það hafa verið að bókaútgáfan Vaka réðst í að safna saman og gefa út sýnishorn af ræðum hans og þjóðmálagreinum. Má það og verða til þess að kynna manninn enn betur fyrir þjóðinni, eða eins og Ólafur Ragnarsson segir í inngangsorð- um með þessari bók. „Þótt Gunnar hafi um áratugaskeið verið í sviðsljósi stjórn- málanna, er þess vænst að efni bókarinn- ar geti varpað nokkru viðbótarljósi á manninn Gunnar Thoroddsen, skoðanir hans, hugsun og hugðarefni." Víst er þetta markmið fagurt, enda ætti sérhver þjóð að þekkja sína ráða- menn sem best. Hitt er aftur á móti annað mál og má ef til vill kenna sérvisku eða sljóleika undirritaðs, en hann hefur ekki getað stofnað til sérstakra kynna við forsætisráðherra af lestri þessarar bókar, sér hann ekki í skýrara ljósi en áður. Ólafur Ragnarsson segir í inngangs- orðum sínum, að úr miklu efni hafi verið að velja og hafi fjölbreytni verið látin ráða efnisvali að mestu. Það sjónarmið er vel skiljanlegt og vissulega hefur þeim sem valið annaðist verið vandi á höndum, þar sem að líkindum hefur einnig orðið að gæta þess, að bókin yrði ekki úr hófi stör. Tveir menn hefðu sjálfsagt ekki valið eins í bók sem þessa, en því er ekki að neita, að undirrituðum þykir, sem valið hafi ekki tekist nógu vel. Að mínu mati er of mikið af „léttu“ efni í bókinni, tækifærisræðum, sem stjórnmálamenn verða oft að flytja starfa síns vegna, hvort sem þeim sjálfum líkar betur eða verr. Slíkar ræður segja oft harla lítið um höfund sinn og skoðanir hans og hjálpa þannig lesendum ekki til kynna af honum nema síður væri. Þrátt fyrir þetta er þó margt af góðum ræðum og greinum í bókinni, efni, sem tvímælalaust á erindi til almennings. Þar vil ég sérstaklega nefna erindið um mælskulist (bls. 59-76). Erindi um „sam- ferðamenn" (bls. 109-139) og ræðurnar, sem standa saman undir kaflaheitinu „Slegið á létta strengi“. Sá sem gagnrýnir efnisval í bók, sem þessa er skyldur til þess að benda á annað efni, sem fremur hefði átt að velja. Undirritaður er að vísu ekki gagnkunnugur því efni, sem eftir dr. Gunnar Thoroddsen liggur, en því ber ekki að neita að hann hefur heyrt getið um stórræður er dr. Gunnar Thoroddsen hefur flutt á ferli sínum, t.d. í sambandi við herstöðvarsamninginn 1949. Þessar ræður hefðu verið vel komnar í þessa bók og sama máli gegnir um fræðileg erindi, t.d. frægan fyrirlestur um Jónsbók. Nú má vel vera, að eitthvað aí þessu efni sé glatað, eða hafi þótt of ■ Dr. Gunnar Thuroddsen. þungt í þetta rit. en það hefði þó óneitanlega aukið á fjölbreytnina og vafalítið orðið mörgum að skapi, gefið betri mynd af höfundi og viðfangsefnum hans. Margar myndir prýða bókina og frágangur hennar er góður að öllu öðru leyti en því, að prófarkalestur hefur ekki verið vandaður sem skyldi. Jón Þ. Þór Félagi ord Matthías Johannessen: Félagi orð greinar, samtöl og Ijóð 508 bls. Fáeinar Ijosmyndir Bókaútgáfan Þjóðsaga Reykjavík 1982 Af mönnum og málefnum ■ Tilersúbókfastakenning, aðekkert sé cins gamalt og dagblaðið frá því í gær; og þá um leið, að greinar í blöðum séu ekki eins vandaðar og það er birtist í vel bundnum bókum. Og svo er það hitt, að sumir hafa það eitt fyrir satt, að allt sem stendur í blöðunum sé í raun og veru lyg'- Eflaust kann citt og annað að vera hæft í svona fullyrðingum, því það að rita í blöð, er oft stritvirina, það er að segja hjá þeim er hafa það að atvinnu; og þá má einu gilda hvort mönnum liggur eitthvað sérstakt á hjarta eða ekki. Prentvélin, sú helvítismaskína, bíður stööugt el'tir handritum og er óscðjandi. Eg hygg að flestir sanngjarnir menn séu þó liðsmenn þeirrar skoðunar að blaðaefni sé misjafnt, og hafi lengst af verið það. Þó er það athyglisvert í mörgu tilliti, hversu mörg skáld fást við blaða- mcnnska, og hafa gjört það um dagana, án þess að láta blööin drepa sig. Eitt þessara skálda er Matthías Jó- hannessen. Hann hefur verið mikilvirk- ur bókahöfundur og Ijóðskáld í árarað- ir, en jafnframt hefur hann ritstýrt einu stærsta blaði landsins um árabil, sumsé Morgunblaðinu. Vafalaust gengur mönnum það mis- jafnlega að vera öðrum þræði samvisku- fangar á blöðum, og frjálsir rithöfundar. Allt eins vel þótt frjálslyndi hafi aukist mikið í blaðamennsku eða í blaðaheim- inum almennt, nema hjá blaðinu sem Mussolini skírði, en það hefur ennþá aðeins eina rás. Það kann að vera, að menn sem skrifa mikið í nauðungarvinnu, eins og allir blaðamenn gjöra, skrifa hvort sem þeir eru upplagðir, eða ekki, öðlist mikla æfingu í að beita málinu. Þó tcl ég ekki minnsta vafa á því, að það sé í sjálfu sér betra fyrir skáld að bera kalt grjót, eða liggja í nótabrúki, en að stunda blaða- mennsku. Með því móti er auðveldara að aðskilja hversdagsleikann frá munað- inum eða skáldskapnum. Skáldskapurinn hcfur því ekki gcngið andskotalaust fyrir sig hjá sumum. Og hjá Mattíasi Johannessen, hefur það líklega ckki gengið bctur en hjá flestum öðrum. Hann hefur gegnum tíðina óspart verið látinn líða fyrir Morgun- blaðið, cða ..hcildsalahlaðið" sem hann stjórnar. Einkum þá hjá þeim, er berjast nú fyrir nýjum heimi, og taka að sér að frelsa öreiga út um allt upp á hlut, og nú seinast í Póllandi og austur í Kabúl, þar sem þriggja krossa sannleika er sáldrað úr þyrlum yfir fólkið. Félagi orð Það ber oft við, þegar menn lesa bækur, að menn spyrji sig svona í leiðinni úr hvaða átt þær komi. Hér á landi eru nefnilega nær engir atvinnurit- höfundar í alþjóðlegum skilningi. Þótt til séu fáeinir menn er hafa ritstörf að örorku. Maðurinn bak við bókina skiptir því máli á íslandi, þegar bækur eru lesnar. Mörgum hefur reynst það örðugt að skipta Matthíasi Johannessen upp í blaðamanninn og skáldið. Þetta er svo samofið hjá honum. Margt af því besta sem hann hefur skrifað, hefur nefnilega stundum staðið í Morgunblaðinu, en annað mun daufara, hefur svo komið á bók. T.d. voru Vísur um vötn, heldur daufur samsetningur. Það sama verður á hinn bóginn naumast sagt um frægustu blaðagreinar skáldsins. Alveg sama hvort menn álíta Morgunblaðið vera heildsalablað, eða ekki. Og nú höfum við fengið 500 blaðsíðna bók, „Félagi orð“ heitir hún og hefur að geyma það, sem skáldið telur umtalsvert eða markverkt. Víða er komið við. Ritað er um kunna menn, innlenda og útlenda. Ég skal játa það, að mér þótti það ekki sæta neinum sérstökum tíðinum þegar ég frétti af bókinni Félagi orð. Auðvitað geta allir blaðamenn, og aðrir sem skrifa greinar, eða skrifa ræður, valið úr hroðanum og skotið veinandi bók út í heiminn. Ég var líklega búinn að gleyma því sem sagt hafði verið um þykku bækurnar um Ólaf Thors: Uss, sögðu þeir. Matthías hefur látið binda inn þingræður eftir karlinn. Ólafur var subba sagði annar, og smám saman dó þessi bók inn í hauströkkrið áður en hún kom út, því það gat ekki verið, að unnt væri að skrifa almennilega bók um mann, sem lagði ekki saman í tékkheft- inu sínu og skrifaði á víxla fyrir alla sem orðuðu það. Svoleiðis maður hlaut að verða sögulega gjaldþrota á hálfum mannsaldri, jafnvcl þótt hann hefði setið á þingi fyrir vetrarvertíðina á íslandi alla tíð og verið forsætisráðherra landsins árum saman. En svo kom bókin um Ólaf Thors. Og Vönduð útgáfa manntalsins 1845 Manntal á íslandi 1845. Suðuramt. Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna Ættarfræðifélagið 1982 546 bls. ■ í formála fyrir þessari utgáfu aðal- manntalsins 1845 segir Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður svo „Manntöl hafa margvíslegt gildi, bæði hagnýtt, einkum fyrst eftir að þau voru tekin, og sagnfræðilegt, þegar frá líður. Öll manntöl eru mikilsverðar heimildir við ættfræðirannsóknir. Hvar scm ættfræði kann að verða skipað í flokk fræðigreina, verður því með engu móti neitað, að hún er nauðsynleg hjálpargrein annarra fræðigreina, svo sem sagnfræði, mann- fræði, erfðafræði og ýmissa læknavísinda Það er því heldur fávíslegt hjal, þegar farið er niðrunarorðum um ættfræði- rannsóknir." Ekki skulu þessi orð dregin í efa enda má Bjarni Vilhjálmsson hér trútt um tala; hann hefur mikla reynslu af notkun manntala við ættfræðirannsóknir og af notagildi ættfræðinnar við rannsóknir í öðrum fræðigreinum. Hér verður ekki rætt um manntöl og ættfræði sérstaklega, enda ætti notagildi manntala fyrir þá fræðigrein að liggja nokkuð í augum uppi. Aðrar fræðigrein- ar, og þá sérstaklega sagnfræðin hafa aftur á móti engu minni not manntala en ættfræðin, það hefur undirritáður þrásinnis reynt. Af manntölum má gjörla sjá hvernig sveitir og bæir hafa byggst við getum rakið mannfjöldaþró- unina, við sjáum hverjir setjast að á hverjum stað og hvenær og af því má svo aftur lesa margvíslegan fróðleik um þróun viðkomandi byggðar frá einu tímabili til annars. Sem dæmi um þetta má nefna, að eftir manntölum má auð- veldlega gera töflur um atvinnuskipt- ingu, en þær sýna svo aftur, hvort vel eða illa hefur árað fyrir einhverja, eða einhverjar atvinnugreinar, á ákveðnu skeiði. Enn má nefna, að manntölin veita mikilsverðar upplýsingar um efnahags- legt ástand fólks. Ef t.d. sjálfseignar- bændum fer fjölgandi á milli tveggja manntala bendir það til þess að efnahag- ur hafi verið heldur góður, fari þeim, sem eru á framfæri sveitarinnar aftur á móti fjölgandi, ætti það að benda til hins gagnstæða, nema einhverjar sérstakar orsakir komi til. Þessi tvö dæmi verða að nægja hér um gildi manntala, en þau geta vitaskuld komið að gagni við margvíslegar aðrar rannsóknir, t.d. í nafnfræði. í formála fyrir þessu riti segir þjóð- skjalavörður, að þegar Ættfræðifélagið hafi lokið við útgáfu manntalsins frá 1801 hafi þegar í stað verið tekið að huga að næsta útgáfu verkefni. Þá varð allsherjarmanntalið frá 1845 fyrir valinu, ekki síst fyrir þá sök, að þar er getið fæðingarsóknar fólks og þess vegna hafa fræðimenn betri not af því en öðrum manntölum, þar sem fólk er einfaldlega talið upp og látið þar við sitja. Þetta fyrsta bindi manntalsins 1845 nær yfir hið forna suðuramt, þ.e. frá Skaftafellssýslu í austri og vestur í Borgjarfjörð. í manntalinu eru taldar allar þær persónur, sem á svæðinu bjuggu er talið var og er getið nafna fólk, aldurs, hjúskaparstéttar, starfs og fæðingarsóknar. Að auki eru prentuð framan við sjálft manntalið skjöl, sem því fylgdu og töflur. Bjarni Vilhjálmsson annaðist útgáfuna, en naut til þess aðstoðar félaga í Ættfræðifélaginu. All- ur frágangur útgáfunnar er hinn vandað- asti og er ekki að efa, að ritið verður fjölmörgum áhugamönnum um fræði fyrri tíma mikill aufúsugestur. Jón Þ. Þór ■ Matthías Johannessen. inn í daginn komu ný sannindi. Ólafur Thors skrifaði allt á miða. Hann ritaði seðla um allt. Skrifaði hug sinn allan í bréf til þeirra sem hann elskaði og treysti. Óreiðumaðurinn var sumsé maður sem lét vindinn að vísu greiða hvítt hárið. Hinn pólitíska storm. Allt annað var á hreinu. Og því var það, að Ólafur Thors fór ekki með galdurinn með sér. Að sjálfsögðu var Ólafur Thors þó ekki að vinna að bók með seðlum. Hann var í pólitík og í pólitíkinni voru gjalddagar, sem varð að respektera. Þessir seðlar voru pólitísk veðurfræði og hugleiðingar, og alls ekki hugsaðir sem uppkveikja að einu merkilegasta riti um stjórnmálamann, sem skrifað hefur verið hér á landi um langa hríð- burt scð frá því hvort menn voru í vertíðarplássi hjá Ólafi Thors í pólitíkinni, eða ekki. Um það ber flestum saman. Já, Félagi orð, er einmitt svona bók líka. Hún er ekki uppsóp eftir pappírs- veislu á Morgunblaðinu, heldur vand- lega valið rit, sem í eru bæði greinar, sem áður hafa birst, og eins ýmsar sem nú eru prentaðar í fyrsta skipti. Margir menn koma við sögu: m.a. Bjarni Benediktsson, ráðherra, Björn Kristjánsson, ráðherra, Spender, Faul- kner, Buckminster Fuller, Ashkenazy, Rostropvits, Búkoský og Tal. Og svo eru það kvæðin aftast í bókinni. Þau voru inér í fyrstu dálítil ráðgáta, þar til að mér varð Ijóst, að þarna var skáldið að loka á eftir sér. - Það er kominn nýr dagur, Félagi orð! Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.