Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
T*
S'"
w-
labnel
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Armúla 24
Sími 36510
Rætt við Guðmund Emilsson stjórnanda
íslensku hljómsveitarinnar
fl EKKI ORÐ TIL AÐ
LÝSA ÞAKKLÆTI MÍNU
— til alls þess fjölda sem stutt hefur við bakið á okkur
■ Ég sagði það fyrir tónlcikana að þeir
myndu skipta sköpum fyrir Islensku
hljómsveitina, hvort henni tækist sitt
ætlunarvcrk eða ekki. Og við fengum
fullt hús, rúmlega 900 miðar seldust og
ég verð að segja eins og er, ég á ekki
orð í eigu minni til að lýsa því þakklæti
sem sem gagntók mig eftir tónlcikana í
gær. í rauninni höfðum við þrjú atriði á
móti okkur, það var óvcður, það var bein
útsendihg í sjónvarpi frá tónlcikunum og
það er komið nálægt jólum og fólk hefur
í mörgu að snúast. En samt hraust allur
þessi fjöldi á staðinn til að vera með
okkur og styðja við bakið á okkur, þótt
allt þetta fólk hefði getað setið hcima og
fylgst með tónleikunum ókeypis í sjón-
varpi. Þessi siðferðilegi stuðningur sem
allt þetta fólk hcfur veitt okkur er
algerlega ómetanlegur. Við erum líka
þakklát fyrir það að ráðamenn þjóðar-
innar sýndu okkur þann heiður að mæta
og vera viðstaddir, eins og bæði forseti
Islands og forsætisráðherra gerðu. Og
þessir tónleikar skiptu sköpum fyrir
okkur á þann hátt að við getum staðið
við allar skuldbindingar sem við höfum
tekið á okkur og haldið áfram á þeirri
braut sem við höfum markað. Á þessa
leið mæltist Guðmundi Emilssyni stjóm-
anda Islensku hljómsveitarinnar þegar
Tíminn, spurði hann hvernig framtíðar-
horfur hljómsveitarinnar kæmu honum
fyrir sjónir eftir jólatónleikana á sunnu-
dagskvöld þar sem íslenska hljómsveitin
og Söngsveitin Fflharmónía fluttu hátíð-
ardagskrá.
En þó að álykta megi sem svo aó við
höfum tapað éinhvcrju á því að bein
útsending var í sjónvarpi þá hefur það
vafalaust verið jákvæð auglýsing fyrir
okkur. Ég held að fólk hafi náð að
skynja púls þessa unga fyrirtækis skynjað
að þarna var ung söngkona, Signý
Sæmundsdóttir að þreyta þessa stóru
raun að syngja einsöng í beinni útsend-
ingu og þama voru ungir hljóðfæraleikar-
mami
■
■ *£*/«*'**' |
< ' x* I
. I
■ Guðmundur Emilsson.
ar scm léku með kórnum, frumflutt verk
eftir ungt tónskáld, Áskel Másson og svo
framvegis. Þannig höfðum við kannske
grætt í auknum skilningi á því sem við
erum að gera.
Þúminntistá aðfrumflutthefðiverið
nýtt íslenskt verk. Verða margir frum-
Tímamynd GE
flutningar á íslenskum verkum á ykkar
vegum í vetur?
Já, það er stefna okkar að þaðsé alltaf
eitt íslenskt verk á hverjum einustu
tónleikum okkar. Við teljum það sið-
ferðislega skyldu okkar að styðja við
bakið á okkar ágætu tónskáldum. Á
fyrstu tónleikunum féll að vísu niður af
algerlega óviðráðanlegum ástæðum verk
eftir Pál P.Pálsson en strax á öðrum
tónleikunum voru flutt tilbrigði við stef
eftir Haydn eftir sex íslensk tónskáld. Á
fyrstu tónleikunum okkar eftir áramót
frumflytjum við ballettsvítu eftir Skúla
Halldórsson og á þeim tónleikum koma
fram dansarar úr íslenska dansflokkn-
um. Á fimmtu tónleikunum kemur fram
verk sem Atli Heimir er að semja fyrir
okkur núna í minningu þýska tónskálds-
ins Kurts Weill, og á tónleikunum þar á
eftir frumflytjum við verðlaunaverk úr
samkeppni sem við efnum til meðal
ungra tónskálda sem cnn eru í námi hér
heima. Á sjöundu tónleikunum flytjum
við verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og
á síðustu tónleikunumflytjumvið flautu-
konsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson hann
var frumfluttur í Svíþjóð fyrir nokkrum
vikum.
Maður veltir því fyrir sér hvort það sé
ekki heimsmet að í borg á stærð við
Reykjavík skuli boðið upp á það
tónlistalíf sem raun ber vitni og að tvær
hljómsveitir á borð við Sinfóníuhljóm-
sveitina og íslensku hljómsveitina skuli
hafa starfsgrundvöll?
Ég verð þá að segja það aftur að ég
get ekki lýst þakklæti mínu í garð þeirra
sem lögðu það á sig að brjótast á þessa
tónleika í óveðrinu til að styðja við bakið
á okkur. Og ég held að sé óskaplega
mikils virði fyrir allt þetta unga fólk sem
er að leggja á sig strangt tónlistarnám í
óvissu og óöryggi hvað atvinnu varðar
að því loknu að vita af öllu þessu fólki
sem vill veita því siðferðilegan stuðning
og uppörvun. Eiginlega held ég að þetta
andrúmsloft sem hér ríkir í garð þessa
fólks sé alveg einstakt.
Ég verð líka að endingu að fá að koma
því á framfærri að ég er óskaplega
þakklátur blaðamönnum á íslandi, sem
hafa stutt okkur gegnum þykkt og þunnt
og við metum það mjög mikils.
JGK
ÞRIÐJUDAGUR 21. DES. 1982
fréttir
Hjörleifur
Guttormsson:
„Ekki jákvæð
viðbrögð hjá
Alusuisse“
■ „Þetta skeyti frá Alu-
suisse er aðeins endurtekn-
ing á þeirra skilyrðum og
gagnkröfum og ef eitthvað
er, þá er hert á af þeirra
hálfu í þessum efnum. Það
eru því ekki jákvæð við-
brögð sem þarna blasa
við,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, þegar hann var
spurður um afstöðu hans
til skeytis þess sem Alu-
suisse sendi honum sl.
föstudag.
Aðspurður um hver
næstu skref hans yrðu í
þessu máli, sagði Hjör-
leifur: „Ég mun freista
þess, þrátt fyrir það, að
þessi viðbrögð beri vott
um það að ekki sé neinn
raunhæfur vilji hjá Alu-
suisse til að verða við
okkar sanngirniskröfum,
að láta á það reyna á
næstunni. Ég mun senda
þeim orðsendingu og bíða
viðbragða Alusuisse áður
en næsta skref verður
ákveðið."
-AB
dagar til jóla
dropar
Skrifa ekki
upp á þetta
■ Fins og komið hefur fram í
fréttum, þá hefur Bjurni Felixson,
íþróttafréttumuður sjón. arpsins,
sagt stöðu sinni lausri. Samkvæmt
þessum sömu frcttuin mátti helst
skilja að það hefði verið vegna
deilna milli Bjarna annars vegar
og yfirboðara hans hins vegar um
beinar sjónvarpssendingar frá
íþróttaviðburðum erlendis sem
mestu hefðu ráðið um uppsögnina.
Hcimildir Dropa segja hins
vegar að uppsögnina hafl borið að
með öðrum hætti. Bjarni mun
hafa fyrir nokkru arkað inn á
kafflstofu sjónvarpsins með
stimpilkort sitt i hendi, og stað-
næmst þar sem Emil Björnsson,
fréttastjóri, sat og beðið hann að
skrifa upp á ákveðna aukavinnu-
slundir hjá sér. Þcgar Emil hafði
kynnt sér málið sagði hann stundar
hátt svo allir máttu heyra sem sátu
þar inni, að upp á þctta myndi
hann aldrei skrifa.
Mun Bjarni hafa brugðist
ókvæða við og sagt fréttastjóran-
um að hann gæti stungið stimpil-
kortinu upp í sig þar sem hann
hclst vildi.
„Bongó“
■ Dropateljarar hafa heyrt þvi
fleygt að einn af hinum allra
minnstu dropum sem dropið hafa
á þessari síðu, hafl farið mjög fyrir
brjóstið á ákveðnum manni úti í
bæ. Fjaliaði dropinn um viðtal
sem Helgarpósturinn átti við
Jakob Magnússon, hljómlistar-
mann, en í viðtalinu lýsir Jakob,
Þresti llaraldssyni, fyrrvcrandi
blaðamanni á HP, sem „Gamla
bongó- og gæruhippanum“. Þetta
töldu kunnugir að lýsti Þresti og
vel og var það tekið fram í lok
dropa. Nú hafa menn bent dropa-
teljurum á að í klausunni sem
vitnað var til, hafi Jakob cinnig
lýst Þresti sem „ómerking" og
talið að dropar hafl tekið undir
þau orð. Til að koma í veg fyrir
allan misskilning þá vilja dropa-
tcljarar taka fram að það var
nafngiftin „gamli bongó- og gæru-
hippinn" sem verið var aö taka
undir, annað ekki.
Interpol á
Ólaf Ragnar?
■ Sjálfsagt mun Guðrúnu
Helgadóttur, alþingismanni, seint
rcnna úr minni þau viðbrögð Ólafs
Ragnars Grímssonar, þingflokks-
formanns Alþýðubandalagsins, á
síðasta þingi, að kveðja til lögregl-
una til að hafa upp á henni, þegar
hana vantaði í áríðandi atkvæða-
greiðslu í þinginu.
I síðustu viku gat Guðrún goldið
Ólafl Ragnari gráan betg með
rauöum, því þá stóð þannig á í
þinginu að Ölafur var sigldur
erlendis án þess að kveöja kóng
eða prest, en fyrir dyrum stóð
áríðandi og mikflvæg atkvæða-
greiðsla í þinginu. Heyrðist þá í
Guörúnu: Verðurekki Interpolice
látin leita aö honum?
Krummi ...
...bíður eftir því að einhver góður
höfunduráriti jólavíxlana hans...!