Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 9 þingmannapistill Sigurgeir Bóasson varamaður í Vestf jarðakjördæmi: Velferðarþjóðfélag byggt á raunsæi eða misskilningi ■ Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi hér á landi fær þær dýrmætu upplýsingar í vöggugjöf, að hún sé fædd inn í eitt mesta velferðarríki heimsins, þar sem bílar, símar, sjónvörp og önnur velferðartákn séu hvað algengust á byggðu bóli. Frá þessu segja hinir eldri stoltir á svip um leið og þeir segja frá þeim hörmungarskilyrðum sem feður þeirra og mæður afar og ömmur bjuggu við. Af skiljanlegum ástæðum gengur þessi ljúfi boðskapur vel í unga fólkið. Það er gott að vera hluti af hinum vestræna velferðarheimi þar sem vel er séð fyrir öllum þörfum og heilbrigðis- kerfi, skólakerfi og tryggingakerfi eru með því besta sem þekkist. Hugmyndir byggðar á lífsstandard hinna velferðar- þjóðanna festast í sessi. Þau lífsgæði sent þurfa að vera til staðar svo hægt sé að lifa verða allir fljótt meðvitaðir um og þeim verður auðvitað að ná, þjóðfélagi er beinlínis skylt að veita þessi lífsgæði, því annars er ekki hægt að lifa. Var einhver að tala um þorskinn? Nei. Það er einhver furðuskepna sem þeir í sjávarplássunum eru að atast í. Þetta var nú ekki góður brandari og þó. Höfum við gleymt að segja unga fólkinu að tilvera velferðarþjóðfélagsins byggist næstum eingöngu á því að við getum selt fryst þorskflök til Bandaríkjanna á hæsta verði. Kannski er þetta ekki rétt. Kannski vita allir um þorskflökin. Hitt er þó öllu alvarlega að nú virðist því miður sú stund upprunnin að þorskflökin duga ekki lengur. íslenskir stjórnmálamenn og stjórn- málaflokkar hafa gott hjartalag. Vel- ferðarkerfin verða sífellt stærri og fjöl- breyttari. Gallinn við góðmennskuna er bara sá að hún skapar aðeins gjöld en engar tekjur, og það leiðinlega smáatriði virðist oft gleymast að hvorki heimili, fyrirtæki eða þjóðfélag fær til lengdar staðist nema tekjurnar séu jafnháar og útgjöldin. Hin sívaxandi velferðarkerfi sem ýmsir góðhjartaðir menn í öllum stjórnmálaflokkum hafa verið að hlaða upp síðustu árin og áratuginá eru nú orðin svo kostnaðarsöm, að skattar á landslýðinn duga ekki lengur til að halda kerfunum uppi. Er þá velferðarþjóð- félagið á íslandi bara misskilningur sveitamanna sem rugluðust við að fara á mölina og halda að þeir séu ríkir? Kannski ekki, en ef velferðarkerfin fá áfram að vaxa næstum stjórnlaust eins og hingað til er því miður sú stund skammt undan að við vöknum við það einn daginn, að velferðin er orðin að ægilegum og óleysanlegum misskilningi. Stjórnlaus velferð Nú hlýtur'einhver að stjórna þessu kann einhver að spyrja. Svarið er nei. Velferðarkerfin hafa öðlast sitt eigið líf. Það vakti athygli fólks, þegar heilbrigðis- ráðherrann var að opna nýjan áfanga við Sjúkrahúsið á Akureyri nú fyrir skömmu, að hann sagði í vandlætingar- tón, að þctta heilbrigðiskerfi væri orðið ógurlega dýrt, já það dýrasta í heimi. Hverjum var heilbrigðisráðherrann að segja þessi döpru tíðindi? Jú, hann var að segja kerfinu að það væri orðið alltof dýrt. Er von að nienn spyrji hver stjórnar? Stjórnar kerfið ráðherranum eða ráðherrann kerfinu? Þetta er ekki sagt sem lélegur brand- ari. Þetta er fúlasta alvara. Ríkisstjórn og Alþingi virðast standa agndofa gagn- vart ofurþenslu heilbrigðiskerfisins án þess að fá við neitt ráðið. Hvernig verður þá allt þetta til? Gerum tilraun til að lýsa því, kannski ekki að öllu leyti sannleikanum samkvæmt, en svona nokkurn veginn. Ár 1) Þetta byrjar afar sakleysislega. Bæjarstjórnarmaður eða þingmaður í. einhverju kjördæmi gaukar því að einhverjum á réttum stað að það myndi nú ekki saka að hafa smáupphæð á fjárlögum, svona 10 þúsund kall sem byrjunarframlag til einhverrar heilsu- gæslustöðvar eða sjúkrahúss. Alls engin fjárveiting, bara smá viðleitni svo hægt sé að segja að eitthvað hafi verið gert . Ár 2) Á næsta ári koma sömu aðilar og segja; Við vorum með byrjunart'ram- lag í fyrra á fjárlögum. Við hljótum því að hafa 'forgang og krefjumst framlags til að hægt sé að bjóða verkið út og ljúka fyrsta áfanga á næsta ári. Á sama tíma koma sveitarstjórnarmenn úr öðrum kjördæmum og fara fram á byrjunarupp- hæða á sínum heimaslóðum. Það er auðvitað ekki hægt að neita um svoleiðis smáupphæðir, sérstaklega ef það er haft í huga að „hitt kjördæmið" fékk þessa fyrirgreiðslu í fyrra. Ár 3) Á þriðja ári koma þeir sem byrjuðu fyrst og segja að það verði að gera eitthvað almennilegt í málinu - það sé ekki hægt að láta húsið standa svona hálfbyggt. Það er engin nýting á fjármagninu með slíku háttalagi. Það verður að Ijúka byggingu hússins. Það hefst í gegn enda eru þetta mjög sannfærandi rök. Á þessu ári koma þeir einnig sem fengu byrjunarframlagið í fyrra og fara frarn á framlag til þess að bjóða verkið út og Ijúka fyrsta áfanganum og þeir sem ekkert hafa fengið enn, bókstaflega heimta nú byrjunarframlag í sín kjördæmi, því þeir ætla ekki aðsitja á þingi sem fulltrúar 2. flokks kjördæma. Ár4), Ár5), Ár6), Ár7)... Niðurstaðan úr þessu spili liggur nú Ijós fyrir. Dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi að sögn heilbrigðisráðherrans og eiginlega eng- um að kenna. Þetta er bara svona. Þó heilbrigðiskerfið hafi verið tekið hér sem dænti þá á atburðarás þessari lík einnig við um önnur velferðarkerfi og ýmsa aðra þætti þjóðfélagsins eins og uppbyggingu atvinnulífs í ýmsum grein- um. Stjórnleysið skapast af samanburði og metingi milli manna og landshluta og virðast þau öfl vera sterkari cn yfirstjórn landsins. Nóg um velfcrðin'a í bili, vonandi áttum við okkur áður en kerfin sem áttu að vera okkur til heilsubótar, menntunar og þroska hafa annað tveggja lagt okkur í rúmið vegna skattaálags eða steypt okkur í botnlaust erlent skuldafen. Stjórn efnahagsmála Stjórn efnahagsmála er sígilt viðfangs- efni allra ríkisstjórna. Stjórn efnahags- mála er líka sígilt umræðuefni lands- manna í síðdegiskaffinu. Kannski á engin þjóð eins marga cfnahagssérfræð- inga og við íslendingar. Þrátt fyrir gáfulegar ráðleggingar og góðan vilja stjórnvalda á hverjum tíma virðist hins vegar lítið ganga. Við höfum lengi hjakkað í sama farinu. Stjórn efnahags- niála er dreifö á marga aöila, hver ráðhcrra hefur sinn málaflokk og margt er bundið í lögum. Það er því e.t.v. ekki úr vegi að hugleiða hvernig þcssi dreifða efnahagsstjórn samstcypustjórna er í stakk búin til aö mæta þeim snöggu afkomusveiflunt sem sífellt verða í þjóðfélaginu. Forsenda þess að hægt sé að aðlaga þjóðfélagið þcssum sveiflum er sú, að efnahagsstjórnin geti brugðist við þeim á sama tíma og þær eiga sér staðen ekki mörgum mánuðumseinna. Eins og öllum er kunnugt þá gerir lega landsins og atvinnuvegir það að verkum að fáar þjóðir cru eins háðar utan- ríkisviðskiptum og við. Brcytingar á ytri skilyrðum geta því valdið snöggum breytingum á afkomu þjóðarbúsins. Árið 1982, sem nú er senn á enda er gott dæmi. Fyrir réttu ári voru horfur í þjóðarbúskapnum tiltölulega bjartar. Spáð var aukningu í þjóðarframleiðslu um 1%, viðskipti við útlönd yröu hallalaus á árinu 1982, vcrðbólgan færi minnkandi. Ári seinna, þjóðarfram- leiðslan 1982 minnkar um 5-6%, við- skiptahallinn 8-9% af þjóðarframleiðslu, verðbólga vaxandi. Vegna minni afla. sölutrega og verðfalls á ýmsum afurð- um hefur afkoma þjóðarinnar gjör- breyst á örfáum mánuðum. Ljóst var í mars-apríl að aflaminnkun yrði töluverð á árinu og þjóðartekjur myndu minnka. Ef um fyrirtæki hefði verið að ræða hefði stjórnandinn cflaust gripið strax í mars til ráðstafana til að mæta þessari tekjuminnkun. En hvenær getur hin dreifða efnahagsstjórn sam- steypustjórar gripið inn í slíka tekju- minnkum þjóðarbúsins? Fyrst er beðið eftir skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þó minnkun í þjóðartekjum blasi við er hún ekki orðin opinber staðreynd fyrr en skýrslan hefur komið út. Síðan þarf að halda fundi, hundrað fundi til að bræða saman hin ýmsu sjónarmið og er þetta fundarstand 2-3 mánaða starf. í lok ágúst eru bráðabirgðalög loks gcfin út, 2/3 hlutar ársins liðnir, en fyrstu ráð- stafanirnar til að mæta minnkum þjóðar- tekna sem lá Ijós fyrir í mars taka fyrst gildi I. descmbcr, eöa heilum 8 mánuð- urn síðar. Á meðan lifði þjóöin um efni fram, haldið var uppi fölskum kaupmætti og eftirspurn með tilheyrandi viðskipta- halla og crlcndri skuldasöfnun. Það er svo brandari ársins aö enn sitja mcnn á löngunt fundum og safna mörgum möpp- um af gögnum til að tefja afgreiðslu málsins af því að þcir gcta hvorki samþykkt né fellt þá sjálfsögðu ráð- stöfun sem fclst í að viðurkenna minnkun þjóðarteknanna scm lá Ijós tyrir í mars. Pólitískur skrípaíeikur myndi einhver scgja, en það er önnur saga. Dæmin sanna að hin drcifða efnahags- stjórn annars vegar og hinar snöggu afkomusvciflur þjóðarbúsins hins vegar eiga ekki saman. Hér verður að breyta til. Stjórn efnahagsmála verður að l'ærast á eina hendi. Jafnframt þarf slíkur aðili að hafa viðtækt uniboð til að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að aðlaga bjóðfélagið breyttum aðstæð- um í efnahagsmálum. Sigurgeir Bóasson viðskiptafræðingur ÓMAGAR OG UTANGARÐSFÓLK Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Ómagar og utangarðsfólk Safn til sögu Reykjavíkur Sögufélagið 1982. ■ Þetta er yfirlit um mál þurftamanna frá því að Reykjavík varð kaupstaður 1786 fram til 1907 enda er einn af undirtitlum bókarinnar: Fátækramál Reykjavíkur 1786-1907. Við árið 1907 er stansað vegna þess að þá kom ný löggjöf unt fátækramál enda þótt engin gjörbreyting yrði á þeim málum fyrr en síðar. Frá upphafi vega var það helsta verkefni hreppanna að ráðstafa þurfa- mönnum og halda í þeim lífinu. Enginn veit hvenær upphaf þess var hér á landi en sennilega hefur það verið byrjað áður en kristni var lögtekin og því hefur það alla tíð verið í umsjón veraldlegra stjórnenda en ekki kirkjunnar. Hins vegar kemur fast skattgjald til fram- færslu þurfamanna með tíundarlögum Gissurar biskups ísleifssonar. En þetta er forsaga fátækramálanna. Það var hlutverk hreppstjóra og oddvita eftir að hreppsnefndir komu til að verja sveit sína þurfamönnum. Heistu ráð til þess voru að banna snauðum mönnum búsetu í sveitinni, - vaka yfir því að slíkir flyttu ekki inn, - banna eignalausu fólki að giftast og búa saman og í þriðja lagi að koma framfærslu- skyldu þurfandi manna á önnur sveitar- félög. Fjöldi bréfa er til um þrætur vegna sveitfesti og framfærsluskyldu og gætir þar bæði kapps og klókinda. Mörg dæmi fundust um það að reynt væri með einum eða öðrum hætti að halda mönnum frá sveit ef þeir voru komnir nærri því að vinna sér sveitfesti. Forsjármenn hrepps- ins sem enn bar ábyrgð á þeim reyndu þá að hjálpa en það mátti helst ekki vitnast og alls ekki koma frá sveitarsjóði. Hún er engan veginn út í bláinn sagan, sem Jón Thoroddsen segir í Pilti og stúlku um kerlinguna sem hreppstjórar létu flytja hvort til annars uns hún sagði flutningsmönnum að flytja sig nú hvert sem þeir vildu, bað guð að fyrirgefa kónginum og dó. Gísli Ágúst Gunnlaugsson hafði þessi fátækramál Reykjavíkur að kandiats- verkefni við Háskóla íslands og hefur síðan haldið áfram rannsóknum þeirra. Hér kemur saman mikill fróðleikur um fjölda þurfamanna á hverjum tíma, hlutfall þeirra af heildarmannfjölda, gjaldabyrði vegna þeirra o.s.frv. þetta er mikill og merkur þáttur hagsögu óg félagsmála, þó að mörgum þyki þau fræði heldur þurr og hörð undir tönn. Það lyftir þessu liti og léttir lestur þess að víða er vitnað tileinstakrasamskipta við þá scm hjálpar leituðu til skýringar framkvæmd mála. Þar með er lesandinn kominn í beint samband við mannleg örlög. Hér eru birt sem sýnishorn vottorð líkt og þetta: „Við höfum skoðað matbjörg Rósen- kransar og er þar ekki annað til cn l/> ofnbrauð og er því nauðsynlegt að hann fái einhverja hjálp. Reykjavík7. mars 1866 G. Zoega. J. Árnason." Þannig er brugðið upp ýmsuni mann- lífsmyndum. Auðvitað voru þurfamenn síst öfundsverðir og víst var haldið í við þá. En líta verður á hve fólk almennt lagði hart að sér til að bjargast og hvílíka sjálfsafneitun þurfti oft til að vera sjálfbjarga. í annan stað verður ekki fram hjá því gengið að heilsugæsla almennings var á háu stigi. Það þurfti ekki þurfamenn til að missa líf og heilsu vegna vanrækslu á því sviði. Það er venja að sé e’inni spurningu svarað vakna aðrar. Hér væri gaman að fá svör við því að hve miklu leyti þurfamennskan var ættgeng? Hvcrsu mikið lagðist það í ættir að segja sig til sveitar? Slíku verður ekki svarað nema með rannsóknum. En víst mætti þar fá bcndingu um hvort meðfæddir eiginleik- ar eða atvik og umhverfi rcði mcstu. Við fljótlegan yfirlestur þessarar bók- ar sé ég ekki nenta eitt alriði sem vekur grun um misskilning. Þaö cr þar sem segirábls. 121„Hreppstjórar hafaþágert sér ferð til að úthluta purfamönnum sínum styrk, ef marka má bréf Ingi- mundar". Ingimundur gcrir ráð fyrir að hreppstjórar úr Kjósinni muni koma og líkna sér" sem verður þegar þeir koma til sjávarins." Þetta orðalag virðist benda til þess að erindið væri að koma til sjávarins og þá gerði Ingimundur ráð fyrir að ná fundi þeirra. Hitt er skiljanlegt að samkomulag hafi tekist um dvöl þurfamanna úr grannsveitum \ Reykjavtk. Þegar gæftir og afli féllu til gátu þeir unnið fyrir sér og sínum þó að tækifæri til þess væru minni upp í Kjós t.d. Það var engin hætta að taka við manni sem orðinn var sveitarlimur annars staðar. Hann vann sér hvergi sveitfesti. Og þá var hægt að flytja hann á sveit sína hvenær sem ástæða þótti til. Gísli Ágúst hyggur að vera kunni að látækrasijóm Reykjavíkur hafi verið öllu mildari og mannúðlegri en algengast var. Það man þó alls ósannað enda er það ekki fullyrt. Sannast sagna mun vera aö mildin hafi verið misjöfn frá einum tíma til annars. Mennirnir eru svo misjafnir. Nú eru að verða 50 ár síðan sveitar- flutningar voru felldir úr lögum og fátæktin hætti að svipta fólk mannrétt- indum svo sem atkvæðisrétti. Þá fóru almannatryggingar að taka við hlutverki fátækrastjórna að verulegu leyti. Þeim fækkar nú óðum sem lengra muna. Því er bók eins og þessi gagnleg hugvekja þeim sem halda að stjórnmál og löggjaf- arstarf sé einungis óþverri. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.