Tíminn - 28.12.1982, Side 1

Tíminn - 28.12.1982, Side 1
Banaslys í Skerjafirdi, sjá bls. 3 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ * Þriðjudagur 28. desember 1982 295. tölublað - 66-árgangur. _________:______i--- Fjárveitingar til bygginga í þágu aldraða í Reykjavík: ■ í hinni nýju fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar er áætlað að leggja fram 20 millj. kr. á árinu 1983 til byggingar stofnana fyrir aldraða. I fjárhagsáætlun 1982 var þessi liður tæpar 25 millj. kr., sem miðaðvið 62,5% hækkun byggingar- vísitölu á árinu jafngildir nú um 40 millj. kr. í nærfellt áratug hefur verið reynt að miða þetta framlag við um 7% af útsvarstekjum borgarinnar árlega, sam- kvæmt tillögu Alberts Guðmundssonar borgarfulltrúa frá 1973. En 20 millj. kr. EIGA NU AÐ MINNKA UM HELMING AD RAUNGILM „Vonbrigði’% segir Albert Gudmundsson, forseti borgarstjórnar nú eru hins vegar aðeins um 2,7% af áætlaðri útsvarsálagningu í Reykjavík á næsta ári. „Að sjálfsögðu þykir mér það mjög miður að þessi framlög skuli lækka“, sagði Albert Guðmundsson forseti borg- arstjórnar aðspurður. „Að vísu er á það að líta, að því miður hefur verið ákveðið að breyta þeim teikningum að vistheimili aldraðra í Seljahlíð, sem tilbúnar voru undir minni stjórn, þannig að framkvæmdatímabilið árið 1983 verður miklu styttra en ella og þar af leiðandi ekki þörf fyrir eins mikið framkvæmdafé. En ég er samt ekki ánægður með að fé til framkvæmda vegna bygginga fyrir aldraða skuli minnka. Við unnum oftast að tveim slíkum mannvirkjum í einu og ég hafði vonast eftir að sá framkvæmdahraði mundi halda áfram eftir að ég léti af formcnnsku, en þarna er komin breytt stefna," sagði Albert. Þótt Albert hafi látið af formennsku kvaðst hann hafa hug á að beita sér fyrir að framkvæmdahraðinn verði aftur eins og liann hefur verið undanfarin ár. - HEI. Óðal miss- irHlöðuna um áramót! ■ Húsnæði það sem veitingahúsið Óðal hefur til umráða minnkar nú 3. janúar næstkomandi um sem svarar Hlöðunni, en sá hluti Óðals er í eigu Samvinnuferða-Landsýnar, sem þarf nú á húsnæðinu að halda undir eigin starfsemi. Jón Hjaltason, eigandi Óðals sagði blaðamanni Tímans að enn væri óráðið hvort Óðal myndi reyna að færa út kvíarnar á einhvern annan hátt - til að byrja með yrði Óðal rekið í sömu mynd og nú, en án Hlöðunnar. Eysteinn Helgason, forstjóri Sam- vinnuferða/Landsýnar tjáði Tímanum í samtali, að nú stæðu yfir breytingar á húsakynnum ferðaskrifstofunnar í Aust- urstræti.Lengi hefði þrengt að starfsem- inni og því þyrfti bráðnauðsynlega að taka þetta húsnæði, sem Óðal hefur leigt af fyrirtækinu að undanförnu, undir starfsemi ferðaskrifstofunnar. Sagði Eysteinn að iðnaðarmenn ynnu nú að breytingum á öllu húsnæðinu, og stefnt væri að því að það yrði tilbúið um mánaðamótin janúar febrúar. _ ^B. Eldsvoði vid Fjarðarsel: Sól lagðist yfir aUt innanstokks í raðhúsinu við Fjarðarsel 18, en þar kviknaði í út frá sjónvarpstæki í fyrrinótt. Sá í miðið er Ingimar Guðmundsson, eigandi Tímamynd: Róbert. hússins, „VOKNUÐUM MIKINN — eldsupptök talin sjálfs- íkveikja f HITA OG REYKJARSVÆLU ■ „Mér skilst að það liggi alveg Ijóst fyrir að eldurinn kviknaði í sjónvarpinu. Hvað gerðist, hvort í tækinu varð sprenging, hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ingimar Guðmundsson, eigandi hússins við Fjarðarsel 18 í Breiðholti, sem skemmdist mikið í eldsvoða í fyrrinótt, í samtali við Tímann. Slökkviliðið var kvatt að húsinu klukkan 03.28 og þegar komið var á vettvang lagði mikinn reyk út um glugga á báðum hæðum, en húsið er tvílyft raðhús. Brutu slökkviliðsmenn rúðu á stofunni og tókst þeim fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki hafið náð að breiðast út að ráði. Þrátt fyrir að vel gengi að slökkva eldinn urðu miklar skemmdir af völdum reyks og sóts, en sótið hreinlega þakti allt innanstokks. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði öllum íbúum hússins tekist að forða sér út með aðstoð nágranna. Tvo íbúa, unglingspilt og konu á miðjum aldri, varð að flytja á slysadeild vegna reykeitrunar. „Við slökktum á sjónvaipstækinu og skildum við það nákvæmlega eins og við erum vön áður en við fórum að sofa,“ sagði Ingimar í samtali við Tímann. Aðspurður hvort hvellur hefði heyrst sagði hann að allir sem í húsinu voru hefðu sofið þegar eldurinn braust út og því væri í raun enginn til frásagnar um það. „Við vökuðum við mikinn hita og reykjarsvælu," sagði hann. Rannsóknarlögreglumaður, sem var við vettvangsrannsókn þegar Tímamenn voru á ferð í Fjarðarselinu í gær, sagði að það væri ekki einsdæmi að eldur brytist út vegna sprenginga í sjónvarps- tækjum. Tt'minn hafði samband við Hrein Jónsson, tæknifræðing hjá rafmagns- eftirliti ríkisins, og spurði hvort sjálfs- íkveikjur í sjónvarpstækjum væru al- gengar. Hann svaraði því til að ekki væru mörg dæmi um þær hér á landi en hins vegar hefðu menn víða erlendis af sjónvarpstæki þeim miklar áhyggjur. - Hvað er það sem raunverulega gerist? „Tækin eru venjulega skilin eftir í sambandi og þá stendur spenna á hluta af þeim. Ef á þeim hluta verður einhver einangrunarbilun getur svona lagað gerst. Það myndast straumbraut og út frá henni hiti.“ Hreinn sagðist ekki telja að ástæða væri til að vara við einni tegund sjónvarps- tækja fremur en öðrum í þessu sam- bandi. „Það geta sennilega komið í ljós gallar í öllum tækjum,“ sagði hann. - Sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.