Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. JAN'ýAR 1983 fréttir MIKIL SNJOFLOÐAHÆTTA HJA ÚLAFSVÍKURENNI ■ Vegna mikilla snjóa að undanförnu er víða mjög bungfært eða ófært á Suðvestur- og Vesturlandi og á Vest- fjörðum en aðstæður munu vera betri í öðrum landshlutum. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar vega- eftirlitsmanns þá er Hellisheiðin nú lokuð en hinsvegar hafa Þrengslin verið opnuð. Sæmileg færð er í lágsveitum sunnanlands og segja má að þaðan sé skotfært allt austur á firði. Þrátt fyrir mikla snjóa hefur verið sæmileg færð um Suðurnesin. Þungfært er um Hvalfjörð upp í Borgarnes og verið er að moka í uppsveitum í Borgarfirði. Fróðárheiði og Kerlingarskarð eru lokuð, Ólats- víkurenni er lokað en þar mun vera gífurleg snjóflóðahætta nú og hafa almannavarnir gefið út tilkynningar um hana. Ófært er víða um sunnanvert Snæfellsnes en hinsvegar mun vera fært unt norðanvert nesið frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur. A Vestfjörðum eru flestir vegir þung- eða ófærir og snjóflóðahætta víða til staðar á þeim, sérstaklega við Patreks- fjörð. þar sem sérstök aðvörQn var gefin út í gær. í gær yar verið að opna vegi þar og í dag á að vera fært tnilli — og vid Pat- reksfjörd — Vída ófært á suðvestur- og vestur- landi og Vestfjörðum: ísafjarðar og Bolungarvíkur, verið var að opna á Strandir. Holtavörðuheiði var opnuð í gær og fært á að vera til Siglufjarðar og Akureyrar. Raunar er færð víðast sæmi- leg á Norðurlandi allt við Vopnafjarðar, Oddskarðs og Vatnsskarð fært. - FRI ■ Sigurður Pétursson. íslend- ingur drukknar í Chile ■ Ungur íslendingur Sigurður Péturs- son drukknaði á nýársdag í Chile í Suður-Ameríku. Slysið átti sér stað á baðströnd um 450 km frá höfuðborginni Santiago en þar var Sigurður staddur í hópferð á vegum breskrar ferðaskrif- stofu. Að sögn utanríkisráðuneytisins þá er réttarrannsókn og krufningu ekki lokið og ekki vitað nánar um tildrög þessa slyss. Sigurður var prentari að atvinnu og hafði dvalist erlendis undanfarin tvö ár. - FRI Færri fórust af slys- förum en 1981 ■ Sextíu og fimm Islendingar hafa látið lífið í slysum á árinu sem nú er að ljúka; 14 drukknuðu eða fórust í sjóslysum, 26 létust í umferðarslysum, 6 biðu bana í flugslysi og 17 létust af völdum annarra slysa. í fyrra, á árinu 1981, biðu 74 íslendingar bana í slysum. í samantekt frá Slysavarnarfélaginu kemur í Ijós, að með skipum fórust 2, 3 féllu útbyrðis, 3 létust í höfnum hér við land, 4 drukknuðu í ám og vötnum og tveir létust við björgunarstörf. Þá fórust 6 gangandi vegfarendur í umferðinni, 4 við árekstur bifreiða, 2 í bifreiðaveltum, 2 hjólreiðamenn biðu bana í umferðinni, 6 létust við útafakstur, 4 við ákeyrslur og tveir í umferðarslysum erlendis. Tveir Islendingar biðu bana í vinnu- slysum á landi, 1 í vinnuslysi á sjó, 4 fórust í byltu - hrapi eða falli, tveir í eldsvoða, 1 í sláttuþyrlu, 5 í snjóflóði eða undir öðru fargi, 1 lét lífið er hann varð fyrir flugvélarhreyfli og 1 lést í slysi á erlendri grund. Loks má bæta því við að erlendur ferðamaður lést í umferðarslysi á Hóls- sandi í N-Þingeyjarsýslu. - Sjó. f'tí;'///!/?//' Vílltastu draumarþínír. Bförtustu vonír annarra. Miði í Happdrætti SÍBS hefurtvær góðar hliðar: Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning. Hin hliðin, - og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi og Reykjalundi. HAPPDRÆTTISÍBS — Happdrætti til góðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.