Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag / w labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Tveir menn fórust er þeir voru í fjailgöngu í Vífilfelli á nýársdag. Þriðji maðurinn er var með þeim tilkynnti slysið rétt fyrir kl. 1 um daginn á Árbæjarlögreglustöðina og var þegar farið þaðan á lögreglubíl á siysstað á sama tíma og Slysavarnar- félaginu var tilkynnt um slysið og björgunarmenn kailaðir út. Mjög erfiðar aðstæður voru til björgun- ar, hríðarrokur öðru hverju og erfitt að komast að mönnunum í fjallinu. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, er verið hafði til taks, fór síðan frá Reykjavík skömmu eftir kl. 3 og kom með báða mennina á Borgar- sjúkrahúsið um tjögurleyt- ið en þá voru báðir látnir. Þeir sem fórust voru Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með mennina á Borgarsjúkrahúsið. Tveir fórust í fjallgöngu í Vffilfelli á nýársdag: ff MISSTU FOTFEST- UNA A KLAKABREIÐU segir Vídir Óskarsson félagi þeirra er komst lífs af Páll Ragnarsson 30 ára til heimilis að Smiðjustíg 11. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Og Gunnar Óskarsson 39 ára til heimilis að Asparfelli 4. Ókvæntur og barnlaus. „Við lögðum af stað úr bænum uppúr hálf tíu, lögðum bílnum við endann á flugbrautinni og héldum svo upp fjallið. Veðrið var þannig að það gckk á með hríðum en síðan bjart á milli. Við völdum okkur leið upp fjallið en mikið var um hjarn í því. Er við komum ofarlega í fjallið komum við að tveimur klettabeltum með hjarn eða klakabreiðu á milli. Við ákváð- um að fara þar yfir og upp á næstu syllu, ég fór fremstur og er við erum að komast yfir kallar Gunnar „Hvar er Palli?“ en hann var þá horfinn. Við hlupum báðir út á klakbreiðuna en Gunnar missti þá fótfestuna og rann fram af brúninni. Ég hafði hinsvegar öruggari fótfestu og tókst að komast niður" sagði Víðir Óskarsson í samtali við Tímann en tveir félagar hans Páll Ragnarsson og Gunnar Ósk- arsson fórust er þeir þrír voru í fjallgöngu í Vífilfelli á nýársdag. „Það var mjög bratt þarna en mér tókst að komast niöur, og kallaði til þeirra. Gunnarsvaraði. og er ég kom að þeim lágu þeir m mmm - * Gunnar Oskarsson Páll Ragnarsson með um 2-3 metra millibili, Páll rænulaus en Gunnar mjög vankaður. Ég reyndi að fá Gunnar til að standa upp en það tókst ekki og hljóp ég þá niður á Suðurlandsveg, veifaði og stöðvaði bíl sem kom þarna að. Kona í bílnum tók svefnpoka og ætlaði að reyna að hlúa að mönnunum en ökumaðurinn keyrði með mig á Árbæjarlög- reglustöðina. Síðan fórum við með lögreglunni á slysstað aftur, en að vísu komst ég ekki alla leið með þeim sökum þreytu“, sagði Víðir. Hann sagði ennfremur að hann hefði verið sá eini af þeim í fjallgönguskóm, hinir voru í stígvélum. - FRI ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1983 Ófærð- in tafði flugið ■ í fyrradag fóru Flugleiðir 14 ferðir innanlands og fluttu 900 farþega. Var þá flogið á alla staði sem Flugleiðir halda uppi áætlanaflugi til, nema Vestfjarða og Vestmannaeyja. í gær voru erfiðleikarnir meiri, að sögn Sæmundar Guðvinssonar hjá Flugleiðum. Þá voru farnar 10 ferðir af 20 áætluðum, en talsvert er um aukaferðir nú í lok hátíðarinnar. Eftir hádegið var innanlands- flugið fært til Keflavíkur vegna bleytu á Reykjavíkurvelli. Sæmundur bjóst við að flug yrði með eðlilegum hætti alls staðar nema til Vestfjarða og Vestmannaeyja en fyrir vestan bíða nú nokkur hundruð manns eftir að fært verði. Að sögn Sæmundar urðu mikl- ar tafir á utanlandsfluginu í fyrradag, þegar Reykjanesbraut var ófær. Voru rútur þá 4-5 klukkustundir á leiðinni til Keflavíkur og orsakaði það um bil 5 klukkustunda seinkun á utanlandsfluginu. í gær gekk utanlandsflugið hins vegar vel nema hvað Amer- íkuvélunum seinkaði enn þar eð þær höfðu ekki unnið upp seink- unina frá í fyrradag. Sæmundur bjóst við að í dag verði utan- landsflugið aftur komið í samt lag. Innanlandsflug Arnarflugs gekk Ijómandi vel um hátíðarnar að sögn Sigurjóns Alfreðssonar, og ferðir síðustu daga fyrir jólin voru rúmlega þrisvar sinnum fleiri en venjulega, enda veðrið gott. Þá gekk flugið einnig mjög vel um áramótin og tókst að flytja alla er hugðu á ferðalög á áfangastað, einnig vörur. í gær lá innanlandsflug Arn- arflugs á hinn bóginn niðri vegna leiðindaveðurs úti um land, að sögn Sigurjóns. Arnarflug flýgur til Amster- dam á þriðjudögum og föstu- dögum, að sögn Stefáns Hall- dórssonar, og féllu því tvær ferðir niður, á aðfangadag og gamlársdag. Að öðru leyti gekk millilandaflugið samkvæmt áætl- un og verður flogið til Amster- dam í dag að öllu óbreyttu. SBJ dropar Meirihluti ekki með Sveini ■ Menn hafa mikið velt vöng- um síðastliðinn mánuð eða svo, hvernig í ósköpunum stæði nú á því að Sveinn Einarsson, þjöðlcikhússstjóri undanfarin 11 ár, var ekki meðal umsækjenda um stöð- una, þegar hún samkvæmt nýjun lögum um Þjóðleikhúsið var auglýst laus til umsóknar. Sýnist sitt hverjum, en áreiðan- legum heimildamanni Dropa, sem Dropar hafa ríka tilhneyg- ingu til þess að taka trúanleg- an, sýnist sem liggi í málinu einhvernveginn svona: Sveinn hefði mátt ráða næstu fjögur árin, samkvæmt nýju lögunum, sem voru reyndar sett 1978. En til þess að fá ráðningu, hefði Sveinn að sjálfsögðu þurft að hafa stuðning meirihluta þjóð- leikhússráðs. Svo einkennilega sem það kann að hljóma, þá kom á daginn, þegar farið var að kynna sér málið fyrir mán- uði eða svo, að Sveinn hefði síöur en svo stuðning meiri- hluta þjóðleikhússráðs, og mun hann því hið snarasta hafa afráðið að verða ekki einn umsækjenda um starfið. Fer Gunnar í framboð? ■ Þær raddir hafa nú gerst æ háværari undanfarna daga, að dr. Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherrea, hafl gert upp hug sinn og ákveðið að bjóða sig fram í komandi alþingis- kosningum. Svo háværar eru raddir þessar orðnar, og meira að segja farnar að hljóma úr innstu röðum sjálfstæðis- manna og það fjölraddað, að Dropateljari fann sig knúinn til þess að spyrja forsætisráð- herra hvort einvher fótur væri fyrir þessum spádómum. For- sætisráðherra svaraði spum- ingunni á þessa leið: „Þeirri spurningu get ég ekki svarað á þessari stundu.“ Enn um sinn verða því landsmenn að bíða svars við þessari spurningu, sem brennur í huga margra, og þá einkum og sér í lagi þeirra, sem trúa því statt og stöðugt, : A r\ að dr. Gunnar hyggist fara fram m.a. til þess að koma í veg fyrirað Geir Hallgrímsson, sjöundi maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, nái kjöri. Krummi ... ... datt í hug í tilefni af Gunnarsdropanum hér að framan: Fari Gunnar fram í vetur og framboð íhalds verði tvö, löppin varla lafað getur lengi á stólnum númer sjö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.