Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 6
V>
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
í spegli tímans
Ballett-dansmærin
Makarova:
á leik-
sviðinu
■ Natalia Makarova, hin
heimsfræga ballctt-dansmær
sem við sáum í sjónvarpinu á
jólunum dansa í Svanavatninu,
varð fyrir því slysi að axlar-
brotna og fá mikið högg og
skurð á höfuðið á sviði í
Kennedy Center Operuhúsinu
í Washington. Slysið vildi til,
er vcrið var að skipta um svið
í danssýningu, þar sem Natalia
Makarova dansaði í sínum
fyrsta söng- og dansskemmti-
þætti, sem nefnist „On Your
Toes“. Þungt stykki úr leik-
tjaldi féll niður og beint á
dansmeyna. Þarna var verið
að undirbúa annan þátt í
sýningunni, en henni var þegar
í stað hætt, og áhorfendur sem
voru um 1800 neyddust til að
yfirgefa óperuhúsið.
Það var farið með Nataliu
Makarovu á George Washing-
ton sjúkrahúsið, og það hefur
verið tilkynnt, að það taki
minnst 8-10 vikur að axlar-
brotið grói. Höfuðhöggið var
ekki eins alvarlegt og leit út í
fyrstu, og ekki var talið að
höfuðkúpan heföi brákast.
Ekki er búist við að Natalia
komi til með að dansa meira í
þessum sýningum í Washing-
ton, og enginn veit hver áhrif
þctta slys kcmur til með að
hafa á dansferil hennar. Natal-
ia Makarova er 42 ára og talin
ein af bestu ballcttdansmey-
jum í heimi.
■ Natalia Makarova í ballettinum „On Your Toes“ ásanit
meðdansara sínum George de la Pcna.
■ Alessandra Mussolini,
systurdóttir Sophiu Loren og
sonardóttir einræðisherrans
Bcnito Mussolini, er nú álitin
ein efnilegasta unga leikkona
ítala.
■ Claudia Cardinale og Pasquale Squitieri hafa gert saman mynd um Benito Mussolini. Þar lék
Claudia Clöru, ástmey einræðisherrans, sem gekk út í opinn dauðann með honum.
CLAIIDIA MIRFTI EKKI AD
HAFA AHYGGIUR
■ „Það er gott og blessað að
treysta fólki, en aliur er þó
varinn góður,“ sagði ítalska
leikkonan Claudia Cardinale,
pakkaði niður í ferðatöskur
sínar og hélt heim til Rómar í
hasti.
Claudia var stödd í New
York, þegar henni barst í
hendur blað, þar sem fjallað
var um nýjustu mynd sambýlis-.
manns hennar, leikstjórans
Pasquale Squitieri, en þar fer
með aöalhlutvcrk Alessandra
Mussolini. Myndin ber nafnið
„Pupctta“ og fjallar um Mafíu-
drottningu. Með blaðagrein-
inni fylgdu myndir, og gat
Claudia ekki betur séð en
Alessandra og Pasquale stæðu
hvort öðru óþarflega nærri.
Og þar sem Alessandra þykir
með afbrigðum fögur stúlka,
enda systurdóttir sjálfrar Sopli-
iu Loren, þótti Claudiu vissara
að kanna málin nánar.
Hún gat þó dregið andann
léttara, þegar heim kom, því
að í Ijós kom, að Alessandra
ber svipaöar tilfinningar í
brjósti til Pasquale, sem er 20
árum eldri cn hún, og dóttir til
föður.
Frank Sinatra
afbrýðisamur
■ Frank Sinatra er alræmdur
skapmaður. Því skyldi engan
undra þó að hann fengi algert
æðiskast, þegar honum bárust
spurnir af því, að Barbara,
kona hans, hefði sést á nætur-
klúbbi í New York í fylgd með
ungum manni og virtist fara
mjög vel á með þeim.
Það sljákkaði þó aöeins í
Frankic, þegar málið upplýst-
ist. Fylgdarsveinn Barböru var
enginn annar en fyrrum stjúp-
sonur hennar, Robert Marx,
en Barbara var uin skeið gift
gamanleikaranum Zeppo
Marx. A þeim tíma kallaði
Robert hana mömmu, en nú
ávarpar hann hana með
skírnarnafni.
Héðan í frá hefur Frank
gefið konu sinni ströng fyrir-
mæli um að láta hann alltaf
vita hvað hún tekur sér fyrir
hendur og í hvaða félagsskap
hún er.
■ Barbara Sinatra fór á diskó-
tekið Xenon í New York með
ungum manni. Þcgar betur var
að gáð var hér kominn fyrrum
stjúpsonur hcnnar, Robcrt
Marx.
viðtal dagsins
„FYRSTA HUGSUNIN
AÐ KOMAST HEIM
MEÐ NÆSTU VÉL”
- rabbað við Maríu Emmu Suarez,
Filippseying sem sótt hefur um
íslenskan ríkisborgararétt
■ „Ég er bara nokkuð ánægð
með lífið hérna á íslandi þótt í
fyrstu héldi ég að mér tækist
aldrci að sætta mig við veðrátt-
una. Ég er vön allt upp í fjörutíu
stiga hita, enda var mér brugðið
þegar ég kom hingað í svartasta
skammdeginu fyrir þremur
árum. Það var niðadimmt að
morgni dags og kuldinn var
meiri en ég haföi gert mér í
hugarlund að hann yfirleitt gæti
orðið. Mín fyrsta hugsun var að
komast heim með næstu vél.“
Þetta sagði María Emma Su-
arez, Filippseyingur að uppruna
en núverandi húsmóðir í
Reykjavík. María Emma er gift
Sigurði Runólfssyni. bakara og
eiga þau einn son. Hún var
meðal þeirra sem sóttu um
íslenskan ríkisborgararétt nú
fyrir áramótin.
„Þrátt fyrir allt, hef ég séð að
það er mun betra að búa hér á
Islandi en á Filippseyjum og ég