Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 .1? heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. ■ „Hobbýlím“ getur verið stórhættulegt og valdið heilaskemmdum á ■ Blöðrur og lausir smáhlutir gcta hrokkið ofan í ■ Leikföng, sem geta verið skaðleg fyrir augu, ætti alls ekki að selja - svo sem börnum. öndunarveginn og valdið köfnun. hoga, byssur o.fl. frá aóvörunum í Neytendablaðinu ■ I descmberblaði Neytendasamtak- anna, Ncytendablaðinu, er grein með teikningum, sem varar við ýmsum hættum, scm geta leynst í vcnjulegum barnaleikföngum. Heimilistíminn fékk lcyfi til að birta kafla úr greininni og vekja athygli almennings á hvað ber að varast þegar leikföng eru valin handa börnum. Mættulcg límefni í fyrsta lagi er stranglega varað við límefnum, sem notuð eru við samsetn- ingu „módel-leikfanga". Par segir m.a.: Sum límefni gefa frá sér hættulegar gufur. Víða erlendis má ekki selja þau með leikföngum og ekki heldur börnum yngri en 14 ára. En það eru líka til hættulaus límefni, eða hættuminni. At- hugið vel hvort eitthvað er tekið fram um þetta á umbúðunum. - Síðan segir frá rannsókn, sem getið er um í norsku neytendasamtaka-blaði. Böm og módellíming er fyrirsögnin. „Samkvæmt Forbruker-raporten er ekki til nein límtegund, sem er algjörlega hættulaus og sem jafnframt er hægt að nota til að líma saman módel með. Samkvæmt rannsókn blaðsins eru eink- um tvær tcgundir sem cru hættuminnst- ar, Britfix polystyren cement og Bostik modellim og er síðastnefnda tegundin á márkaði hér á íslandi. í þessum tegund- um hafa varasömustu efnin, t.d. trikl- oretylen, veriö fjarlægð og þess í stað notuð hættuminni efni. Gætið þess að barnið sitji ckki of lengi við að líma saman og hafið góða loftræstingu." Tréleikföng Tréleikföng ættu ekki að vera holótt eftir kvisti, eða hafa ójafnt cða óvarið yfirborð. Á góðum leikföngum eru ekki festingar, fjaðrir eða aðrir járnhlutar, sem börn geta fest sig í eða klemmt sig á. Akstursleikföng, svo sem stórir pall- bílar, eiga að vera nægilega stöðugir til að velta ekki við hið minnsta tilefni og þeir ættu að þola þunga barnsins án þess að detta strax í sundur. Sama gildir um rugguleikföng af ýmsu tagi. Hávaði Leikföng eiga ekki að gefa frá sér svo skær eða hávær hljóð, að þau orsaki heyrnarskaða. í Svíþ’óð var nýlega tekinn af markaðnum leikfagnabíll, sem olli 140 desíbela hávaða. Venjulegt samtal manna á milli fer fram á um það bil 60 desíbelum. Aðvörun ætti að vera á leikföngum, sem gefa frá sér hærri hljóð en 85 desibel, þegar maður heldur þeim við eyrað. Sums staðar crlendis er lagaskylda að taka slíkt fram í leiðbein- ingum með leikföngum. Hangandi hlutir Leikföng fyrir ofan smábarnarúm mega ekki vcra á snúrum, sem eru lengri en 30 sentimctrar. Lykkjur og hringir mega ekki hafa meira ummál en 35 sentimetra. Engir hreyfanlegir hnútar mega vera á slíkum leikföngum. Hringlur Hringlur verða að hafa belg úr efni, sem þolir mikið álag, til að engir smáhlutir sleppi út. Leikföng með lausum smá- hlutum, sem ætluð eru eldri börnum, en gætu heillað ung börn, ættu að hafa aðvörunartexta á umbúðum. Stór hólf Leikföng, sem eru nægilega stór til að börn geti skriðið inn í þau eða stungið höfðinu inn í, ættu ófrávíkjanlega að hafa loftgöt. Lausir smáhlutir Smáhlutir, sem eru lausir og gætu því komist niður í öndunarveginn, mega alls ekki fylgja leikföngum fyrir börn, sem eru þriggja ára eða yngri. f sumum lönd- um gilda reglur um, að leikföng, sem eru stoppuð, til dæmis dúkkur eða dýr, eigi að hafa tvöfaldan byrðing. Polyester er sérlega hættulegt sem fyllingarefni. ■ Uppstoppuð leikföng þurfa að hafa sterkt ytra byrði, svo fyllingarefnið sáldrist ekki úr þeim. Blöðrur Mörg slys á börnum hafa orsakast af blöðrum. Það á að fara varlega með þær, og alls ekki gefa þær börnum, sem eru þriggja ára eða yngri. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á, að mörg dauðsföll hafa orsakast af blöðruhlutum í hálsi. Þess vegna ættu að vera aðvaranir á öllum umbúðum fyrir blöðrur. Blásturshljóðfæri eða pípur og önnur leikföng, sem börn bera að munninum eða setja upp í sig, mega alls ekki hafa neina lausa hluti, sem gætu komist niður í hálsinn. Vatnaleikföng Þau leikföng, sem á að nota í grunnu vatni verða að hafa loftventla, sem eru sérhannaðir fyrir þess háttar notkun. Á þeim leikföngum ættu líka að vera að- varanir um að þau séu eingöngu vatna- leikföng, en ekki ætluð sem flotholt eða bjarghringir. Rafmagnsleikföng Leikföng með raftenglum, sem passa í sterkstraumsinnstungur, eða gætu kom- ist í þær, eiga alls ekki að vera til. Ekki á heldur að leyfa leikföng með vírum, sem hægt væri að koma í raftengla. Rafmangsleikföng fyrir börn eiga að tengjast við rafhlöður eða straumbreyti, sem hefur í mesta lagi 24 volta spennu. Hættur fyrir augun Handbyssur, boga eða skutlur (flug- vélar), sem geta meitt augun, má alls ekki selja. Engir málmoddar mega vera á leikföngum, nema þeim sé skýlt með mjúkum gúmmí hlífum. Skýr aðvörun ætti að vera á leikföngum af þessu tagi um þá hættu sem getur stafað af þeim. Eldfim leikföng Alls ekki má selja eldfim leikföng. Það er mikið ábyrgðarmál að bjóða slíka vöru til sölu. Leikföng sem brenna upp á örskotsstundu ættu ekki að vera á markaðnum. Skegg, hár og grímur til að leika sér með, ættu að brenna nægilega liægt til að tími vinnist til að taka þau af sér, ef það óhapp vildi til, að eldur kviknaði. Rafmagnsleikföng fyrir börn eiga að tengjast rafhlöðum en ekki venjulegum rafmangsinnstungum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.