Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
13
áramótaávarp forsætisrádherra:
??Minna til skipta —
lakari lífskjör”
Góðir íslendingar,
Friður á jörðu er fagnaðarboðskapur
kristinnar kirkju, jólaboðskapur nú og í
nærfellt tvö þúsund umliðin ár. í
hrjáðunt, blóði drifnum stríðsheimi
brýst þessi boðskapur fram eins og ljósið
í gegnum myrkur, lýsir hvert hugskot og
glæðir hvern vonarneista, sem íbrjóstum
manna býr, Því að allt mannkyn þráir
frið ogöryggi. Sú þráer nú blandin beyg,
beyg við hrikalega og hræðilega kjarn-
orku styrjöld.
Vigbúnaður er í algleymingi og gjör-
eyðingartæki hrannast upp í birgðum
svo stórkostlegum, að dygði til að eyða
öllu lífi á þessari jörð.
Við heyrum stundum þá kenningu, að
vísasti vegur til að afstýra styrjöld og
tryggja frið sé jafn herstyrkur stórvelda.
Það má vera að slíkt jafnvægi hafi
stundum komið í veg fyrir stríð. En ef
báðir stóraðilar óttast að hinn hafi meiri
hernaðarmátt, þá er voðinn vís. Þá þarf
að auka vígbúnaðinn til að ná jafnvæginu
og tryggja það. Tortryggni og ótti hinna
sterku og stóru er háskalegri heldur en
kvíði hinna veiku og smáu.
Svo útbreidd og áhersluþung er andúð
nianna um allan heim á vígbúnaðar-
kapphlaupi og kjarnorkuvopnum, að
Sameinuðu þjóðirnar efndu til auka-
þings á liðnu sumri, þar sem afvopnunar-
og friðarmálið var eitt á dagskrá.
Við íslendingar höfum í þriðjung
aldar tekið þátt í varnarsamtökum
vestrænna þjóða, sem hafa átt drjúgan
þátt í að varðveita frið í Evrópu. Við
leggjum áherslu á þann megintilgang
samtakanna að koma í veg fyrir stríð.
Allir íslendingar ættu að geta sameinast
um þá stefnu að beita öllum skynsam-
legum ráðum til þess að draga úr
vígbúnaði og hindra beitingu kjarnorku.
Hin friðsama, vopnlausa íslenska þjóð
hlýtur að leggja sitt lóð á vogarskálar í
því skyni að tryggja frið á jörðu.
Þá þarf að treysta sem bcst stöðu og
sjálfstæði dómsólanna.
Það þarf að setja inn skýrari og
ákveðnari fyrirmæli um sjálfsforræði
sveitarfclaganna en nú er.
Það þarf að tryggja, að um mikilvæg
mál fari fram þjóðaratkvæði. þegar
tiltekinn fjöldi alþingiskjósenda óskar.
Og það þarf að ákveða, að auðlindir
Islands verði eign íslendinga einna.
Aflabresturinn
Þegar við íslendingar höfðum náð
yfirráðum yfir öllum okkar fiskimiðum
og höfðum komið erlendum fiskiskipum
burt af þeint, út fyrir 200 mílur, þá var
vonast eftir því, og í rauninni gengið út
frá því, að þorskafli okkar sjálfra mundi
aukast ár frá ári. Svo varð einnig á
hinum fyrstu sex árum. Fyrir árið '82 var
því spáð, að unnt mundi að veiða um
450 þúsund lestir af þorski. En því rniður
hefur það ekki ræst. og vantar 70 til 80
þúsund lestir á, að þetta mark náist. Á
næsta ári rnun ekki unnt að veiða eða
leyfa veiði á meiru en um 370 þúsund
lestum af þorski.
Annað áfall er hvarf loðnunnar, en
hún hafði verið mikilvægur þáttur og
stór liður í sjávarafla okkar. Hún hefur
horfið að mestu á þessu ári.
Þegar við lítum á fiskafla landsmanna
í heild, þá kemur það í Ijós, að í ár, árið
1982, er hann aðeins rúmur helmingur
að magni til af því sem hann var í fyrra.
Hins vegar er ekki eins illa ástatt um
verðmætið, því að miðað við fast verðlag
mun verðmæti aflans í ár vera um 18%
minna en það var í fyrra.
Það er öllum Ijóst, hversu alvarleg
þessi áföll eru fyrir þjóðarbúið: Minni
þjóðarframleiðsla, minni þjóðartekjur,
minna til skipta, lakari lífskjör.
Það liggja ekki enn fyrir fullgildar
skýringar á því, hvernig stendur á
þessuni bresti í þrosk- og loðnustofnun-
um. Hafrannsóknastofnunin og sér-
fræðingar hennar hafa unnið þjóðinni
mikið gagn á undanförnum árum og
munu gera það áfram. Það er ómaklegt
að ráðast á störf þeirra, þó að þessi
vísindi kunni ekki frentur en aðrar
vísindagreinar full skil á öllum lögmáium
og leyndardómum náttúrunnar.
Sjálfsskaparvítin
Margt af því sem á móti blæs er okkur
óviðráðanlegt. Aðstæður utan að og
tiltektir náttúruaflanna valda hér rniklu
um. Við glímum við halla á viðskiptum
við útlönd og við berjumst við verð-
bólgu, cn hvort tvcggja stendur í beinu
sambandi við kreppu í umheiminum og
aflabrest á íslandsrhiðum. Verðbólgan
stafar að talsverðu leyti af þessum
orsökum.
Hins vegar vetum við sakast viö okkur
sjálf um margt, og það er sannmæli, að
sjálfskaparvitin eru vcrst. Ég vil nefna
tvö alvarleg dæmi: Annaðersjálfvirknin
og vélgengið á ótal sviðum, sern skrúfar
upp sjálfkrafa verðlag, kaupgjald og
fjölmargt fleira, án þess að í leiðinni sé
tryggt að það bæti kjör cða tryggi
kaupmátt. Oftogtíðum vinnurogverkar
þessi skrúfa í öfuga átt. Hitt dæmið er
sá trassaskapur og kæruleysi í vöruvönd-
un, scm veldur því, að afurðir úr
heimsins besta hráefni eru cndursendar
okkur sem ónýtar og óætar. Hér cr víti
til varnaðar. Hér er ekki unnt né rétt að
sakfella einn eða örfáa. Hér er víti
þjóðin öll að axla ábyrgð og mæla einum
rómi: Þetta gengur ekki lengur.
Þcgar við glímum við þá crfiðleika,
sem nú steðja að þjóðinni, þá verðum
við jafnan að hafa eitt meginatriði í
huga, og það er að gera allt sem unnt er
til þess að atvinnuvegirnir geti gengið
eðlilega og að ekki komi til atvinnuleys-
is. Allir þeir, sent hafa upplifað atvinnu-
leysi. munu samdóma unt. að það sé eitt
hið versta böl, sem yfir þjóð okkar geti
gengið. Þeir menn, sem til þekkja, munu
margt vilja í sölurnar leggja til þess að
forða okkur frá þeirri ögæfu. sem
grannþjóðir ökkar og vinaþjóöir margar
hafa lent í og það í vaxandi tnæli enn
þann dag í dag, en það er atvinnuleysið.
Menningin
Frá upphafi sögu Islendinga hefur
menningin verið einkenni hennar og
aðal.
Þessi bókaþjóð, sem gefur út meira af
bókum. og les meira af bókum, en fólk
í öðrum löndum, er nú vel á vegi að reisa
veglega þjóðarbókhlööu, verðugt tákn
íslenskrar bókmenningar að fornu og
nýju.
Skólar okkar hafa vaxiö og dafnað,
þcir hafa tekið stakkaskiptum, fram-
förum, en það er margt, sem þarf að
endurskoða. Og eitt af því, sem brýn
þörf er að gera, er að reyna að auktt
áhuga unga fólksins á því að ganga inn
á brautir, sém leiöa til beinnar þátttöku
í atvinnulífinu sjálfu.
Sá vorþeyr í mörgum menningargrein-
um, sem nú brýst fram í ótal elfum, í
tónlist, í myndlist, íleiklistogskáldskap,
ber vott um gróandi þjóölíf. Þar er engin
visnandi hönd að verki. heldur skapandi,
lifandi máttur. Og þaö er okkar uttga
fólk, sem ber uppi hina litríku list.
Aldrei megum við gleyma því göfugtt
lykilhlutvcrki, sem íslenskt tunga hefur
gengl í sögu okkar og menningu. Við
þurfum að hlúa að henni og vernda
■ Gunnar Thuruddsen, fursæætisráð-
herra.
hana, vand.t málfar og tungutak, glæða
málsmekk og varðveita lögmál íslcnskr-
ar Ijóölistar. Ef hrageyrað glatast, þá er
farið forgörðum citt merkasta menning-
arsérkenni okkar íslendinga.
Að missa ekki kjarkinn
Góðir Islendingar
Sá mótbyr, sem þjóðarskúta íslendinga
verður nú að sigla gegn. minnir okkur á
þaö að hafa í huga, í samræmi viö
Islendingseðlið, að æðrast ekki, gcfast
ekki upp, missa ekki kjarkinn. Landinn
hel'ttr um aldir þraukað, lifað og sigraö.
Á hinum dimmustu dögum hcfur hann
alltaf eygt einhverja von. I sínu mikla
andstreymi og þrengingum orti snill-
ingurinn Bólu-Hjálmar:
Sýnist nicr fyrir liiimltiii luij'
hútignarskivr oj’ Jiiyin
brotnudum xorgaröhlum uf
lipp ramu vonardugur.
Daginn er tekið að lengja, sólin hækkar
á lolti.
Ég ármt ykkur öllum árs og friðar.
Gleðilegt ár.
menningarmál
Stjórnarskráin
Stjórnarskrá fslands er að stofni til frá
árinu 1874. Frá því að lýðveldi var
stofnað, eða í nær 40 ár, hefur stjórnar-
skráin verið í endurskoðun öðru hvoru,
en án árangurs í reynd. Nú virðist þó
rofa til, því að sú stjórnarskrárnefnd,
sem starfað hefur að undanförnu er í
þann veginn að skila af sér. Það er því
vel hugsanlegt, að unnt verði í janúar
að leggja fram frumvarp til nýrrar
stjórnarskrár. Fjölmargar breytingartil-
lögur og nýmæli eru þar á döftnni. Ég
skal rekja hér nokkur þeirra.
Það þarf að breyta kjördæmaskipan
og tilhögun alþingiskosninga á þann veg
að draga úr misvægi atkvæða og rétta
hlut Reykjavíkur og Reykjaness.
Tryggja þarf jafnrétti millistjórnmála-
flokka, þannig að þeir fái þingsæti í réttu
hlutfalli við atkvæðatölu sína við kosn-
ingar.
Það þarf að auka valfrelsi kjósenda.
Helst þyrfti að ná þessum markmiðum
án þess að fjölga þingmönnum, en þeir
eru nú 60 að tölu. Ef það reynist ekki
mögulegt án einhverrar fjölgunar, þyrfti
hún að vera sem allra minnst.
Þá þarf að færa kosningaaldur úr 20
árum í 18 ár.
Mannréttindi þarf að tryggja miklu
betur en gert er í hinni gömlu stjórnar-
skrá.
Inn í stjórnarskrána þarf að setja
ákvæði um nokkur grundvallaratriði í
stjórnskipaninni, sem nú eru ekki sér-
staklega nefnd, en það eru lýðræði,
þingræði og jafnrétti.
Það þarf að stofna starf umboðs-
manns, er nefnast mætti ármaður Al-
þingis. með því verkefni að fjalla um
þau mál, þegar borgararnir telja sig
órétti beitta afstjórnvöldumeðanáekki
rétt sínum. Slík skipan hefur verið höfð
í grannlöndum okkar um langa stund og
gefist vel. Tilgangurinn er að tryggja
stöðu og rétt borgaranna gagnvart
ríkisvaldinu.
Þá er ein hugmyndin sú að afnema
deildaskiptingu Alþingis og gera þingið
að einni málstofu.
VINSÆL BARNASAGA
KVIKMYNDUÐ Á NÝ
LITLI LÁVARÐURINN (Little Lord Fauntleroy). Leikstjóri:
Jack Gold. Handrit: Blanche Hanalis eftir skáldsögu Frances
Hodgson Burnett. Aðalhlutverk: Ricky Schroder (Ceddie Errol),
Alec Guinness (jarlinn af Dorincourt), Eric Porter (Havisham),
Coiin Blakely (Hobbs), Connie Both (frú Errok). Myndataka:
Arthur Ibbetson. Framleidd í Bretlandi 1981. Sýningarstaður:
Bíóhöllin.
■ Skáldsaga ensk/amerísku skáld-
konunnar Frances Burnetts um sjö
ára gamlan bandarískan dreng, sem
verður enskur lávarður, kom út einum
tuttugu árum eða svo fyrir síðustu
aldamót og hlaut þá þegar miklar
vinsældir. Árið 1936 lét kvikmynda-
jöfurinn sérstæði David Selznick gera
kvikmynd eftir þessari sögu og þar var
barnastjarna þess tíma, Freddie
Bartholomew, i aðalhlutverkinu. Sú
mynd þótti takast vel. Síðan hefur
m.a. verið gerður framhaldsmynda-
flokkur fyrir sjónvarp eftirsögunni, og
á árinu 1981 sá svo þessi nýja
kvikmynd um litla lávarðinn dagsins
ljós.
Auðvelt er að skilja vinsældir sög-
unnar, því hún er bæði hugljúf og
spennandi frásögn af ævintýrum sjö
ára gamals drengs, sem með Ijúf-
mennsku sinni og góðvild bræðir kalt
hjarta hins aldna jarls af Dorincourt.
sem hafði orðið fyrir vonbrigðum með
alla syni sína. Þegar síðasti sonur hans
lést varð Ceddie Errol - sonur eins af
sonum jarlsins og bandarískrar stúlku
- næsti erfingi jarlstignarinar, og
Havisham, lögfræðingur ættarinnar,
fcr því að boði jarlsins til Ameríku aö
ná í sonarsoninn. Jarlinn vill hins
vcgar ekkcrt með tengdadóttur sína
hafa; telur að hún hafi tælt son sinn til
hjónabands og sc í alla staði hin
ógeðfelldasta manneskja - þótt hann
hafi aldrei hitt hana. Reyndin cr
auðvitað önnur; frú Errol er fyrirmynd
armóðir, sem hcíur alið Ccddic litla
vel upp. Hann er auk þess ófeiminn á
ameríska vísu og lætur skoðanir sínar
óspart í ljósi.
Ekki verður annað sagt en Ricky
Schroder, sem cr cin skærasta barna-
stjarna kvikmyndanna um þessar
mundir, gcri litla lávarðinum ágæt skil,
en óneitanlega hcfði sá frábæri leikari
Alec Guinness mátt vera strangari og
illvígari framan af myndinni; það væri
meira í samræmi við söguna sjálfa.
Eric Porter er hins vegar mjög góður
Havisham lögfræðingur, og Colin
Blakely gerir Hobbs, hinum amcríska
■ Jarlinn af Dorincourt (Alec Guinnes) og Ceddie Errol, iitli lávarðurinn
(Ricky Schroder).
kaupmanni og demókrata, skemmtileg
skil.
Þessi endurgerð af Litla lávarðinum
er hugguleg skemmtimynd fyrir alla
fjölskylduna, en óneitanlega cr hún
unnin með ósköp hvcrsdagslegum
hætti hvað myndatöku klippingu og
frásagnartækni varðar. En kvikmynd-
ir, sem eru við hæfi allrar fjölskyldunn-
ar, eru orðnar sjaldgæfar nú orðið, og
þess vegna ber að fagna hverri nýrri
slíkri mynd sem kemur og er sæmileg
að gæðum.
-ESJ.