Tíminn - 04.01.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
Umsjön: B.St. og K.L.
Framtíðin
brosir við
Hönnu
Schygulla
■ Þýska leikkonan Hanna
Schygulla á leikstjóranum Rain-
er Werner Fassbinder, sem er
nýlátinn, hinn skjóta og góða
frama sinn í kvikmyndum að
þakka. Því var það, að margir
óttuðust hennar vegna, að hið
óvænta lát Fassbinders myndi
binda skjótan enda á feril
hcnnar. Sú eina, sem aldrei
efaðist um að framabrautin
lægi áfram bein og greið, var
Hanna sjálf. Hún sagðist þegar
hafa lært svo mikið af læri-
meistara sínum, að héðan í frá
yrði hón ekki stöðvuð.
Enda hefur það komið á
daginn. Um þessar mundir er
hún við kvikmyndatökur í
Róm, en þar leikur hún á móti
engum öðrum en Marcello
Mastroianni. Myndin á að
heita „Saga I’etru".
Og það, sem enn betra er.
Það er ekki eingöngu í starfi,
sem framtíöin brosir við
Hönnu. I einkahTi hennar er
sömu sögu að segja. Hún er
nefnilega nýtrúlofuð franska
rithöfundinum Jean Carriére.
Þau hafa reyndar þegar tekið
forskot á sæluna og eru búin
að fara í nokkurs konar brúð-
kaupsferð. En það má alltaf
endurtaka það gaman!
■ Hanna Schygulla er nú trúlofuð franska rithöfundinum Jean
Carriére.
Þolinmæðin þrautir
vinnur allar
■ Michael Benncy, banka-
starfsmaður í Cheltenham í
Englandi, datt ekki annað í
hug en að hann gæti afskrifað
myndavélina, sem hann hafði
týnt á snæviþöktum fjallstoppi
í Sviss í fyrravetur. Hann varð
því ekki lítið undrandi, þegar
lögreglan í heimabæ hans hafði
samband við hann fyrir
skemmstu og sagðist hafa vél-
ina í fórum sínum.
Hann varð ekki minna hissa,
þegar hann komst að því,
hvernig myndavélin komst
aftur í hendur hans. Þegar
vélin fannst, var í henni filma,
sem var að hluta átekin. A
einni myndinni stóð Michael
við bíl sinn og sást skrásetning-
arnúmerið grcinilega. Finn-
andi myndavélarinnar fram-
kallaði fdmuna og gafst ekki
upp fyrr en hann hafði upp á
eiganda bílsins!
hef hugsað mér að búa hér
ævilangt," segir María Émma.
- En hvers vegna er betra að
búa á íslandi?
„Það er margt sem hjálpast
að. Þjóðskipulag á Filippseyjum
er mjög ólíkt því sem er á
Isiandi, og sama má segja um
efni almennings. Atvinnuleysi er
næstum óþekkt fyrirbrigði hér,
en í Manilla, þarsem égbjóáður
en ég kom hingað, er það
gríðarlegt.
Grín að stjórnmála-
mönnum í sjónvarpi
Mér þótti það mjög skrítið
fyrst eftir að ég kom hingað
■ „Mér finnst þrátt fyrir
yeðráttunu mun betru uð búa á
íslandi en á Filippseyjum," segir
María Emma, sem hér er ásamt
ungum syni sínum.
þegar ég sá að í sjónvarpinu var
gert grín að stjórnmálamönnum
og öðrum framámönnum. Ef
slíkt yrði gert á Filippseyjum
þyrfti ekki að spyrja um örlög
þeirra sem stæðu þar á bak við;
þeir yrðu hrcinlega settir í
fangelsi og sennilega skotnir.
Marcos, sem hefur verið for-
seti á Filippseyjum svo lengi sem
ég man, er afar óvinsæll meðal
fólksins. Fjölmargar tilraunir
hafa verið gerðar til að ráða
hann af dögum, en hann hefur
alltaf sloppið."
- Þú talar orðið talsverða
íslensku - var hún ekki erfið til
að byrja með?
„Mér fannst hún hreint
óskiljanlegt hrognamál, enda
sagði ég við manninn minn að ég
myndi aldrei læra hana þótt ég
yrði hér í hundrað ár. En ég læri
þó. Það hefur sennilega hjálpað
mér mikið að ég var búin að læra
ensku og talsvert í spönsku áður
en ég kom hingað," sagði María
Emma.
- Sjó.
7
í JÓLAVIKUNNI fékk Reagan
forseti heimsókn. sem hann
háfði lengi beðið eftir og gert sér
góðar vonir um. Gestur hans var
Hussein, konungur Jordaníu. en
það veltur ekki minnst á honum.
hvort nokkuð verður úr þeim
tillögum, sem Reagan forseti bar
fram í september síðastliðnum
um lausn Palestínumáisins.
Septembertillögur Reagans,
eins og þessar tillögur hans eru
stundum nefndar, voru í stórum
dráttum þær, að hann vildi
tengja saman vesturbakkann
svonefnda og Jordaníu og koma
vesturbakkanum á þann hátt
undan yfirráðum ísraels. Yrði
fallizt á þessar tillögur Reagans,
myndi Jordanía verða aðili að
viðræðum Bandaríkjanna, ísra-
els og Egyptalands um framtíð
vesturbakkans og Gazasvæðis-
ins.
í rauninni tók Reagan hér upp
gamla hugmynd. sem rekur ræt-
ur sínar til Husseins.
Vesturbakkinn féll í hlut Jor-
daníu, þegar Palestínu var skipt
1948'og var undir yfirráðum
Jordaníu þangað til ísraelar her-
tóku hann í sexdagastríðinu
1967. Síðan hafa þeir farið með
stjórn þar.
Árið 1972 lagði Hussein fram
þá tillögu, að vesturbakkinn
sameinaðist Jordaníu að nýju,
en síðan yrði Jordaníu skipt í tvö
sambandsríki, jórdanskt og
palestínskt. Stjórn hins fyrr-
greina yrði í Amman, en hins
síðarnefnda í hinum arabíska
hluta Jerúsalems. Sambands-
1111
1:11
C .
■ Hussein og Reagan
Jákvædar vidrædur
Tekst Begin að stöðva þær?
stjórnin hefði svo aðsetur í
Amman.
Þessari tillögu sinni hélt
Hussein til streitu þangað til á
hinum fræga fundi Arabaríkja í
Rabat 1974, þegar samþykkt
var, að Frelsishreyfing Palest-
ínumanna, PLO, gæti ein talað
í nafni Palesínumanna og
Hussein hefði ekkert umboð til
þess. Síðan hefur Hussein beygt
sig fyrir þessari samþykkt.
BREYTING HEFUR hins veg-
ar orðið á þessu eftir að Reagan
forseti bar fram septembertil-
lögurnar. Á fundi, sem Araba-
ríkin héldu í Fez i Marokkó seint
í september var óbeint fallizt á
ýmis atriði í tillögu Reagans, en
þó lögð áherzla á stofnun sér-
stakt palentínsks ríkis á vestur-
bakkanum.
Eftir þetta hófust svoviðræður
milli Husseins og Arafats, leið-
toga PLO; Sú vitneskja hefur
fengizt af þessum viðræðum , að
Arafat telur PLO geta fallizt
á, að Jordanía verði sambandS-
ríki PalestínumannaogJórdana,
en fyrst verði þó ríki Pelestínu-
manna að fá fulla viðurkenn-
ingu. Að því loknu geti hug-
myndin um sambandsríkið vel
komið til greina.
Arafat er einnig talinn gcta
fallizt á, að Jordanía fari með
eins konar umboð PLO í við-
ræðum ísraels og Arabaríkja um
þessi mál.
Arafat er talinn hafa gengið
svo langt til móts við Hussein í
þessum viðræðum þeirra, að það
hafi vakið verulega mótspyrnu í
röðum PLO. Hann er þó ekki
talinn hafa gert neina bindandi
samninga og sett ýmis skilyrði
fyrir því, að hann gcti endanlega
fallizt á framangreind atriði.
Af hálfu Bandaríkjanna og
ýmissa vestrænna íhaldsstjórna,
eins og Bretlands, er sett það
skilyrði fyrir framangreindu við-
ræðuformi, að PLO viðurkenni
ísrael og tilveru þess. Af þessum
ástæðum neitaði brczka stjórnin
að ræða við sendinefnd frá
ríkjum Fcz-fundarins, þar sem
PLO átti íulltrúa í henni.
Þessu hefur nú Saudi-Arabía
svarað á þann hátt að neita aö
taka á móti Pym, utanríkisráð-
herra Breta, sem hugðist hcim-
sækja Saudi-Arabíu.
Arafat telur sér eðlilcga ekki
fært, aðviðurkcnna ísracl, nema
tryggt sé, að það komi á móti,
að ísrael viðurkcnni PLO. Stjórn
Begins hcfur verið ófáanleg til
þess.
VIÐRÆÐUR þeirra Rcagans
og Husseins í jólavikunni cru
sagðar hafa verið hinar vinsam-
legustu. Reagan sagöi við blaða-
menn á eftir, að þær hefðu verið
árangursríkar, cn Hussein lét sér
nægja að segja, að þær hcfðu
skýrt málavcxti. Fréttaskýrcnd-
ur hallast mcira að þeirri skoðun.
Hussein konungur cr talinn
hafa skýrt Reagan frá því, að
hann gæti ekki tekið þátt í
viðræðum um lausn Palestínu-
málsins, nema hann fengi ýmsum
skilyrðum fullnægt.
Meðal þessara skilyrða er
það, að önnur Arabaríki og
PLO fallist á að Jordanía taki
þátt í umræddum viðræðum.
Þessir aðilar munu hinsvegar
því aðeins fallast á þátttöku
Jordaníu að áður hafi ísracls-
stjóm kvatt heim allan her sinn
frá Líbanon og hætt við fyrirætl-
anir um frekara landnám Gyð-
inga á vesturbakkanum.
Það vcltur þannig á því, að
Reagan hafi nægilcg áhrif á
Begin, hvort nokkuö verður úr
þátttöku Jordaníu í umræddum
viðræðum og hvort nokkuð verð-
ur úr septembertillögum Reag-
ans.
Eins og er, virðist ekki blása
byrlega hjá Reagan í þessum
efnum. Begin þverneitar að falla
frá fyrirætlunum sínurn um aukið
landnám Gyðinga á vesturbakk-
anurn.
■ Reagan og Begin
Bcgin ncitar cinnig að flytja
her ísraels frá Líbanon, nema
áður hafi verið geröir friðar-
samningar milli ríkjanna, en
hann vill hafa í þeim ýmis
ákvæði, sem stjórn Líbanons
telur útilokað að hún geti fallizt
á. Líbanon verði þá eins konar
leppríki ísraels og önnur Ar-
abaríki muni þá rjúfa öll tengsli
við Líbanon.
Viðræðum þeirra Reagans og
Husseins lauk þannig, að ákveð-
ið var að þeir hittust að nýju
innan mánaðar.
Þá verður komið í ljós, hvort
Reagan hefur heppnast að
beygja Begin til fylgis við sig og
septembertillögurnar.
Hingað til hefur Begin oftast
haft betur í viðskiptum sínum
við Reagan. Það yrði Reagan
mikill álitsauki ef hann bæri
hærri hlut að þessu sinni.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar