Tíminn - 09.01.1983, Side 15

Tíminn - 09.01.1983, Side 15
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 15 krossgáta' 855 Auglýsing um fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sírium 7. janúar 1983 að fargjöld S.V.R. skuli vera sem hér segir: I Fargjöld fullorðinna: 1. Einstök fargjöld ... .• kr. , 12.00 2. Stór frarmiðaspjöld með 22 miðum kr. 200.00 3. Litil framiðagjöld með 5 miðum kr. 50.00 4. Farmiðaspjöld aldraðra með 22 miðum . . kr. , 100.00 II Fargjöld barna: 1. Einstök fargjöld kr. 3.00 2. Farmiðaspjöld með 30 miðum kr. 50.00 Framangreind gjaldskrá öðlast þegar gildi. Reykjavík, 7. janúar 1983. Davíð Oddsson, borgarstjóri. MYNDUSTA- OG HANDÍDA SKÓL ! ÍSLANDS Ný námskeið hefjast 20. janúar til 1. maí 1983 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 3. Bókband. Námskeið hefjast fimmtudaginn 20. janúar. Innritun fer fram daglega á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Reykjavík, Skipholt 1, sími 19821 erlend hringekja Reyndi Claus von Bulow að myrða Sunny? DÆLDI INSIJLIN í KONU SÍNA Gefur út bok til að skýra sína hlið á málinu ■ Claus von Bulow, málflutningsmaðurinn sem kvæntist bandarískri milljónakonu og reyndi síðar að myrða hana, mun innan skamms greina frá því sem samstarfsmenn hans kalla „gífurlega markverðan útgáfusamning", þ.e. sölu á réttinum til að segja frá hans hlið í sakamálinu. Meðan réttarhöld yfir honum voru haldin synjaði hann beiðni margra útgefenda um slíka frásögn, en síðan í mars á þessu ári eftir að undirréttur sakfelldi hann fyrir morðtilræði hefur hann verið önnum kafinn við skriftir; það er meira segja haft á orði að kvikmynd sé í burðarliðnum. . Kona hans, Sunny, er ekki jafn heppin. S.l. þriðjudag verða liðin tvö ár frá því hún féll í kóma - djúpan svefn. Líkami hennar starfar eðlilega en í heila hennar á engin hugsun sér stað. Hún hefur aldrei komist til meðvitundar eftir að eiginmaður hennar gaf henni insúlín sprautu í annað sinn í íbúð þeirra í Newport á Rhode Island. Von Bulow gengur laus þrátt fyrir dóminn þar eð hann hefur lagt fram eina milljón dollara í tryggingargjald á meðan málið er rekið fyrir áfrýjunarrétti. Málavafstur fyrir hann annast kunnur lagaprófessor við Harvardháskóla, Alan Dershowitz. Annað stríð geisar á sama tíma milli von Bulows og stjúpbarna hans Alexanders og Ölu og verður æ bitrara. Það var rannsókn á þeirra eigin vegum á örlögum móðurinnar sem leiddi til ákærunnar á hendur von Bulow. Án íhlutunar þeirra væri hann kannski áhyggjulaus maður enn í dag. Sunny og von Bulow áttu eina dóttur saman, hina 15 ára gömlu Cosimu. Hún hefur nú ráðið sér sinn eigin lögfræðing vegna þess hve mikil óvissa ríkir um framtíðina. Hún var góð vinkona stjúpsistkyna sinna, Alexanders og Ölu, en viku áður en faðir hennar var dæmdur i 30 ára fangelsi batt hún enda á öll samskipti við þau. Nú býr hún með föður sínuni i íbúð Sunny á Fifth Avenue í New York. Ala á íbúð í sama fjölbýlishúsinu, en þar sem í það eru tveir aðskildir inngangar þurfa þau von Bulow og stjúpdóttir hans ekki að hitta hvort annað. Einn vina hennar segir að það sé líka eins gott því Ala geti ekki hugsað sér að líta hann augum, „og það er auðvelt að ímynda sér hvers vegna.“ Dómarinn á Rhode Island sem dæmdi von Bulow í þrjátíu ára fangelsi hefur sagt að hann sé maður sem hann beri enga virðingu fyrir. Eftir að hann var látinn laus hefur von Bulow orðið vinsæl í samkvæmislífinu á Manhattan. Hann ;a ni|| j „ rj ^ y í- ■ A,(■ I ■ Claus von Biilow kemur út úr réttarsalnum í Newport þar sem dómsmálið gegn lionum var tekið fyrir s.l. sumar. sækir partí vina og viðhlæjenda og er ekkert feinunn við að lala um málareksturinn og þær sakir sem hann er borinn. Sumum virðist hann fremur hreykinn en hitt. Lögfræðingar von Bulows hafa ráðlagt honum að heimsækja ekki konu sína á sjúkrahúsið. Hafa verður í huga, segja þeir, að hann er sakaður og sakfelldur fyrir að reyna að stytta henni aldur og ef eitthvað mundi koma fyrir þá á sjúkrahúsinu meðan hann væri þar nærri yrði hann væntanlega skotspónn. Sunny, sem er fimmtug að aldri, gæti legið í dásvefninum í áratugi í viðbót, en það er líka hugsanlegt að minniháttar baktería sem gestkomandi bæri með sér mundi binda cnda á líf hennar. Vörður vaktar herbergi hennar allan sólarhringinn. Fyrir innan situr hjúkrunarkona yfir henni. Á síðasta ári kostaði öll þessi umönnun hvorki meira né minna en 375.465 dollara. Læknir lítur til hennar næstum á hverjum degi, en fær ekki að gert. Heilastarfsemi er engin. Hún liggur í rúminu í sams konar stellingu og fóstur í móðurkviði, en hjúkrunarkona snýr henni á hlið á tveggja tíma fresti. í viðtali sem von Bulow átti við fréttakonuna hálaunuðu Barböru Walters nýlega kvað hann það sína einu von að Sunny mundi einn daginn vakna úr dáinu og „skýra málin.“ En á því cru aftur á móti litlar líkur, og framtíð von Bulows veltur á viðbrögðum áfrýjunarréttarins. Skyldi það breyta einhverju um bókina sem hann hefur í smíðum ef hann verður sekfelldur á ný og þarf að fara í fangelsi? „Nei,“ segir vinur hans kvikmynaframleiðandinn Sheldon Reynolds. „Þetta tvennt er algerlega aðskilið. En auðvitað verður endirinn á bókinni þá öðruvísi."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.