Tíminn - 09.01.1983, Page 17

Tíminn - 09.01.1983, Page 17
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 17 nútíminn Umsjón: Friðrik Indriðason ■ PASS á léttu brokki í Síðumúlanum - f.v. Karl, Þórhallur, Hákon, Heimir og Birgir. Nú-Tímamynd Róbert. „ÞESSI BRANSI ER ORÐINN SJIJKUR AF KLÍKUSKAP” segja meðlimir Mosfellssveitar-bandsins, PASS ■ Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka... sem betur fer segja sumir en varla unnendur tónlistar þeirra sem skrifað er um á þessum síðum, fyrir þá hefur árið 1982 verið vel í meðallagi að mínum dómi. Hér er ætlunin að stikla aðeins á stóru og smáu í tónlistarviðburðum ársins, á mátulega ábyrgðarlausan hátt og er alls ekki um tæmandi úttekt að ræða. í byrjun ársins kvaddi ný hljómsveit sér hljóðs, Mogo Homo. Tveir nýróm- antískir strákar úr Taugadeildinni sál- ugu. Byrjunin ekki beint glæsileg voru með tónleika í Hollywood og léku fyrir „blindfullt vísitölupakk og bláedrú diskó- unglinga“ eins og einhver lýsti senunni enda var þessi sveit dottin uppfyrir er ég fór að skipuleggja sumarfríið mitt sem ég komst svo aldrei í. Aðrar fréttir úr fyrsta mánuði síðasta árs sem ollu nokkru umtali voru að von var á bresku súpergrúppunni The Human League til landsins.. Fræbbblarnir héldu utan í feb. á hálfgerðan bömmer í hinum rómaða Club 7 í Osló. Fyrripart tónleikanna var „sándið allt í graut" eins og einn meðlimur þeirra sagði, lagaðist seinni- hlutann og þá fengu gestir óvænta uppákomu, einn norsarinn varð svo heillaður af þeim Fræbbblum að hann svipti sig klæðum og dansaði allsnakinn undir tónlistinni. Að loknum tónleikum var svo gítörum sveitarinnar stolið. Aðrar fréttir í feb. voru að Q4U sveitin hlaut ljós vikunnar hjá þeim Luigi og Benna Pís og feiknamikil tónlistarhátíð FÍH var haldin í Broad- way, nær eingöngu fyrir afdankaða skallapoppara, Glaumbæjarstemmning hjá liðinu Gunna Þórðar et al. Úrslit í vinsældakosningum Nútímans voru kunngerð í mars-mánuði og þar kom, sá og sigraði Bubbi Morthens með bæði besta lagið og bcstu plötuna. Egó-sveitin hélt svo tónleika skömmu síðar og sagði Luigi að þeir hefðu aldrei verið betri, þá nýbúnir að fá Magnús sem trommara, í stað Jóa Motorhead sem alltaf átti taugar hjá Nútímanum en hann stofnaði hljómsveit í byrjun vorsins sem ekkert hefur heyrst um síðan. Er kom fram á sumarið fór að heyrast orðrómur um að í bígerð væri risarokk- hátíð, undir beru lofti með tilheyrandi húllumhæi og fjölda hljómsveita en þetta reyndist aðeins vera loftbóla. Raunar greip einn aðili hugmyndina á lofti og stóð fyrir Melarokkinu en meir um það síðar. í júní-mánuði koma svo goðin The Human League til landsins eftir nokkuð langa veru á toppnum í Bretlandi í byrjun ársins. Bubbi og Egó hituðu upp og voru þeir að margra mati mun betri en aðalnúmerið sem brást vonum margra. í þessum mánuði brá ég mér í Óðal og hlustaði á nýja sveit, Sonus Futurae sem nú hafa slett skyrinu í allar áttir. Eitt enn úr þessum mánuði, Stuðmenn brugðu sér til Noregs í myndatökur og léku á Club 7 í leiðinni. Stuð-búðin opnar í byrjun júlí mörg- um til mikillar ánægju og Comsat Angels eiga að koma og haida hér tvenna tónleika. Ekkert verður þó af þeim að sinni vegna kergju í Félagsstofn- un stúdenta en sú stofnun mun þá hafa verið orðin nokkuð langþreytt á tónleika- haldi innan sinna veggja. Tappi tíkarrass byrjar að meika það hér á nýbylgjusvið- inu og Rokkhátíð er haldin á Borginni og í Austurbæjarbíói. Fréttir berast afþví að von sé á Eyeless in Gaza til landsins. Ein efnilegasta nýbylgjusveit landsins Purrkur Pillnikk safnast til feðra sinna í byrjun ágústmánaðar og var það „harm- dauði“ mörgum. Svanasöngur þeirra var á Melarokkinu sem tvímælalaust verður að telja einn merkasta tónlistarviðburð fyrra árs en þar mættu einar 14 sveitir til leiks, sumar frábærar, aðrar hálfgerðir bömmerar. Comsat Angels geta svo loksins haldið hér tvenna tónleika í Tjarnarbíói, hreint frábæra. Björgvin Halldórsson og félagar eyða sept. í Rússlandi við frábærar viðtökur, á einum mánuði ferðast þeir allt austur til Síberíu og mega heimamenn vart vatni halda at hrifningu. Tvær af nýju sveitun- um Tappi tíkarrass og Jonee Jonee gefa út sínar fyrstu plötur, ESE mætir til liðs við Nútímann en það bárujárnsrokk- og bjórtröll er nú horfið norður fyrir heiðar og væntanlega mun maður skrifa tárum prýdd eftirmæli um þann mæta mann. Þeyr fengu heldur betur á baukinn á þessari síðu í sept. fyrir meintar nasista- pælingar sínar en þeir komu málunum á hreint, sögðu að þetta væru andnasískar og fasískar pælingar hjá þeim. Sennilega of djúpar fyrir þorra fólks. Rokksveitin Start klofnaði í byrjun okt. en Pétur og félagar héldu ótrauðir áfram enda hefur það sýnt sig í gegnum árin að hann er hreint ódrepandi í þessum bransa. í ljós kemur að þunga- rokkströllið lan Gillan, sem hingað átti að koma, kemst ekki en fáir virðast harma það að ráði., E.K. Bjarnason Band stingur inn höfðinu á skrifstofur Nútímans í þessum mánuði og tilkynnir að Emil bögglaberi sé andlegur leiðtogi bandsins. Tveir jazz-viðburðir eru í þessum mánuði Charlie Haden og félagar og AIR eru með tónleika hér. Fangar á Hrauninu gefa út plötuna Rimlarokk og geta húsmæður í vestur- bænum vart náð andanum af hneykslun yfir því athæfi, raunar er varla enn séð fyrir endann á fangaumræðunni sem spratt upp skömmu síðar... Hljómsveitin ÞEYR kemur heim úr tónleikaför um Norðurlönd í nóv. Raun- ar ætluðu þeir sér einnig til Bretlands en sá túr fór í vaskinn. Hins vegar vöktu þeir mikla hrifningu hjá frændum vorum. Einar Örn úr Purrknum stofnar nýja hljómsveit Jisz en Joncc Jonee lendir handan grafar. Músíktilraunir SATT eru settar í gang á fullu og jafnhliða ákveður SATl' að setja heimsmet, halda lengstu samfelldu tónleika í mannkynssögunni. Q4U halda í stúdíóið að taka upp sína fyrstu plötu. í jólamánuðinum kemur út ný plata með ÞEY The Fourth Reich, raunar gefin út fyrst í Bretlandi en albúm hennar fer eitthvað fyrir brjóstið á breskum og setja þeir lögbann á það. Fræbbblarnir sýna á sér nýjar hliðar með nýrri plötu sem bæði hefur að geyma kántrýlag og rólegt blúeslegt lag. DRON sigrar í músíktilraunum SATT. Jólin voru að sjálfsögðu Stuðmanna-jól, þeir héldu nokkra tónleika í kjölfar frumsýn- ingar á myndinni „Með allt á hreinu" og ekki er annað hægt að segja en að þeir hafi séð og sigrað fleiri en Sigurjón digra. Ég og ESE dettum svo í það á heimsmetsfagnaði SATT á Broadway og þar með er pistillinn ekki lengri. -FRI ■ - Ég býst við því að við værum enn inni í bílskúrnum cf Jóhanns G. Jó- hannssunar hjá SATT hefði ekki notið við. Hann heyrði í okkur á maraþon- hljómleikunum og dreif okkur í Músiktil- raunirnar þar sem við komumst í úrslita- kcppnina. Þó að úrslitin hafi ekki orðið okkur eins hagstæð og við hefðuin kosið, þá var þetta mikilvæg reynsla sem við erum þakklátir fyrir að hafa orðið aðnjótandi. Það er Karl Tómasson, trommuleikari rokkhljómsveitarinnar PASS, sem mælir þessi orð, en hann og félagar hans í hljómsveitinni komu við á Nútímanum fyrir skömmu og sögðu okkur utan og ofan af sínum högum. - Við byrjuðum að spila opinberlega á þjóðhátíðardaginn í ár, segir Birgir Haraldsson, söngvari og Þórhallur „Bassi“ Árnason' bætir því við að vitaskuld hafi þeir komið fram í Hlégarði í fæðingarsveitinni á sínu fyrsta balli. - Við áttum ekkert frumsamið efni Hótel Borg 6. janúar 1983 -Box/Sonus Futurae ■ Þegar undirritaður mætti á Hótel Borg þetta kvöld vorum við tveir gestirnir. Hinn kom til þess að fá sér neðan í því að ég held. Einn meðlima Sonus Futurae hélt ég væri jólaskraut sem hefði villst inn eða dottið af jólatrénu í salnum. Er áhorfendum hafði fjölgað um rúmlega helming byrjaði Box sitt prógramm með því að setja í gang trommuheila á segulbandi. Fyrsta lagið, sem sungið var á ensku, var rólegt og hæfði vel þeim róleghcitum sem voru í gangi. En eftir það var bara einsog hljómsveitin væri að vinna þarna. Söngvari Box, sem syngur undir greinilegum áhrifum frá hljóðgerfla- poppsöngvurum eins ogt.d. Phil Oakey, var klæddur líkt og synir enskra óðals- bónda í sjónvarpsleikritum. Hann söng svolítið drungalega en hafði gott vald á röddinni. En sviðsframkoman ogtónlist- þá, segir Karl, - en það varð svo úr sl. haust cftir að við vorum búnir að spila á ýmsum stöðum að við skriðum inn í bílskúrinn og tókum að æfa frumsamið efni. Allir meðlimir PASS hafa einhvcrn tímann búið í Mosfellssveit utan einn og það var í Mosfellssveitinni sem leiðir þeirra PASS-manna lágu fyrst saman. Hákon Möller, gítarleikari, hinn eini sem aldrei hefur verið kcnndur við Mosfell hneigir nú til orð og segir að það sé óþolandi að vera í óþekktri hljómsveit á íslandi og hinir taka heilshugar undir það. - Ég er viss um að við hringdum í hvert eitt einasta félagsheimili á landinu í sumar og spurðum hvort við gætum fengið að spila, en svörin voru öll á cinn veg, segir Heimir Sigurðsson, hljóm- borðsleikari. - Já, cftir að búið var að hnoðast með nafn hljómsveitarinnar, „Hass“, „Tass“! „Rass“l, nú „Pass“l, þá var okkur sagt að við gætum enga vinnu fengið, segir Karl. Þeir félagar eru sammála um að in varð ansi flatneskjuleg þegar á leið, hvert lag hófst á tic tic tictictictic frá segulbandinu og endaði með því að slökkt var á því. Auk þess var harla lítið líl í lögunum og hljóðfæraleikararnir, scm allir voru öruggir á sín tól, voru augljóslega bældir á þann hátt að þeir gátu ekkert leyft sér að gera sem fyrirfram var ekki fast ákveðið. Svoleiðis gerir það oftast að verkum að tónlistin verður óspennandi og áhorfendur vita allan tímann hvað gerist næst. Annar stór galli er á tónlist Box. Fyrir utan lagið Box, sem er af fyrri plötu þeirra, finnast fáar sterkar melódíur. Svona músík sem byggist upp af vélræn- um tromuleik er nánast dæmd til að vera melódísk því annars verður hún bara meðalmennskuleg og rennur út í það að verða samfellt suð. En ekki áfellist ég þá að hafa ekki verið fjörugari en þeir voru því fjöldinn í salnum nægði varla í eitt danspar. Það var ekki fyrr en um kl. hálf tólf að „Bransinn" í dag sé orðinn alveg sjúkur af klíkuskap. Þessi sami „bransi" sé jafnframt búinn að fara eins illa og hugast getur með margar góðar hljóm- svcitir. - Það eru margar góðar hljómsveitir scm bara híma inni í bílskúrunum og þora ekki út, segja PASS og eru nú farnir að roðna af innibyrgðri reiði. Og lái þeim það hver sem vill. PASS-arar hafa verið mikið frá vinnu vegna æfinga og sama og ekkert fengið fyrir sinn snúð, en nú scgjast þeir þó eygja Ijósglætu við sjóndcildarhringinn - þakkað veri Jó- hanni G. og Múskitilraunum. Þeir sveinar hafa lokið við gerð „prufuupptöku", en á dagskránni er plötuútgáfa með vorinu. Að lokum bjóðum við PASS að segja nokkur orð að lokum og var það vel þegið. Það sem PASS vildi segja var þetta: - Við vonum bara að fólk fari að gefa lifandi tónlist meiri gaum og óþekktum hljómsveitum fleiri tækifæri. Þaðerfullt af bílskúraböndum þarna úti og ef þau fá að blómstra þá er framtíðin björt. eitthvað fór að fjölga en þá höfðu Sonus Futurae horfið af sviðinu og Box byrjað aftur. Upp úr tólf voru þeir síðan byrjaðir að endurtaka prógrammið. Hæfileikar meðlima Box myndu áreið- anlega njóta sín betur ef þeir væru óheftir og ef hljómsveitin legði meira í tónsmíðarnar. Þrátt fyrir að grunnur Sonus Futurae kæmi af segulbandi voru þeir sprell- fjörugir, bæði í tónsmíðum og fram- komu. Aðeins textar þeirra, sem heyrð- ust orð fyrir orð, samræmdust ekki kraftinum þar sem þeir fjalla að mestu um hluti sem tæpast þarfnast útskýringa, t.d. að skyr sé hollt, að sólbrúnar stelpur séu freistandi og myndbandið hafi náð vinsældum. En lögin sem flest ef ekki öll voru af plötu þeirra eru grípandi, skemmtileg og einföld í útsetningu. Hvort sem þeir eru hljómur framtíðar- innar veit ég ekki en allavega voru þeir góður hljómur þeirrar stundar sem þeir komu fram á. Það var bara synd hvað fáir voru mættir þetta kvöld því hljóm- sveitin fékk enga uppörvun nema kannski nokkur deigkennd lófaklöpp sem frekar verka óuppörvandi. Bra Tic, tíc...

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.