Tíminn - 23.01.1983, Side 6

Tíminn - 23.01.1983, Side 6
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 ■ Sem agent Helgar-Tímans í Dana- veldi het' ég hingaötil látið hjá líða að greina frá kúlturhræringunum sem hér eiga sér stað. Skýringin er í og með sú að megnið af menningarframleiðslu þjóðarinnar fer alveg framhjá mér, nýjar danskar bækur hcf ég td. ekkert sent heitið getur útatað fingraförum þó þeirra á meðal sé eflaust margt gott að finna. Eitt af því scm veldur að margt í dönskum bókmenntum orkar lítið spennandi er að danskir höfundar eru svo danskir, danir virðast svo sjálfum svo nægir og rithöfundarnir skrifa um daniogfyrirdaniádönsku í Danmörku. Þetta má sjállsagt heimfæra uppá flestar þjóðir og þó þctta sé óvenju áberandi hér skal ég skýra þctta mcð einu dæmi: Á dögunum var viötal í blöðunum við ónefndan danskan höfund sem á að vera einn þeirra allra fremstu. Þetta er orðinn miðaldra maður og hefur sent frá sér velunnar og vandaðar skáldsögur með reglulegu millibili undanfarin tuttugu ár og tilefni viðtalsins var að hann hafði þá hlotið stór dönsk bókmenntaverðlaun fyrir nýútkominn róman sem var þriðji cða fjórði hluti mikils sagnabálks. Spyrjandinn vildi vita hvert höfundurinn væri aö fara mcð • i >.* ;>cfc**>*ri*»^ * Djt ~&4o*t # n “ DKUKhkVS- PfÁ15EIM F.OR SL0IM Ll TEtkATUG leiðinlegar vegna þess að þær þykjast vera svo listrænar. Önnur þeirra heitir „Anne Linnet Band“, þar eru þrjár huggulegar söngkonur í framlínunni og væla þær af hjartans list með röddum og töktum sem eiga grcinilega að hljóma einsog þær séu hámenntaðar í sönglist, og mín vegna geta þær vel vcrið það... Bakvið sig hafa þær nokkra einbeitta og greindarlega hljóðfæraleikara. Þeiía band spilar ekkert venjulegt popp segja þeir, heldur fléttar það saman ólíkum tónlistarstefnum einsog djassi og soul og klassík og júneimit. í rauninni hljómar þetta einsog samanhræringur af öllum tónlistartegundum heimsins frá Peking- óperunni yfir í íslenskan tvísöng og útkoman verður eins og útþynntur grautur af engu. Enda hef ég aldrei heyrt um eða fyrirhitt neinn sem finnst þessi tónlist skemmtileg, eða á sér uppáhalds- lag með hljómsveitinni sem sett er á fóninn í tíma og ótíma og spilað hátt. Hinsvegar er það viðtekinn sannleikur sem enginn leyfir sér að efast um að þetta sé svo fínt og merkilegt, svo listrænt, að allir verða að eiga plöturnar í skápnum, spila þær fyrir gesti, lygna aftur augunum og njóta. Fyrir vikið er þetta metsöluhljómsveit og alltaf í útvarpinu og sjónvarpinu. Ef það er ekki ikkvað þá er það ikkvað þessari nýju verðlaunabók, sem gerast átti í einhverju sérstöku amti á norðvest- ur Jótlandi. Höfundurinn sem fyrir svörum sat kom mjög vel fyrir, greinilega fluggreindur maður og yfirvegaður; hann rakti í löngu máli ætlunarverk sitt með þessari miklu frásögn, og megininn- tak þess virtist ntér vera að hann reyndi að komast til botns í því dularfulla máli hvcrsu undarlega atkvæði hefðu drcifst i sveitarstjórnarkosningum í aintinu alveg frá stríðslokum, flokkurinn Venstre hefði dafnað einsog púkinn á fjósbitanum meðan íhaldið og kratarnir heföu fengið mun minna fylgi en td. á suður Jótlandi, aö maöur nú ekki tali unt Fjón, hinsvegar hefðu klofningsbrot nokkur sópað til sín fylgi. sér í lagi á sjötta áratugnum, og þannig héldu þcir áfram rithöfundurinn og bókmennta- fræðingurinn sem spurði og að lokum létu þeir báðir í ljós von um að bókin gæfi cinhver svör eða veitti einhverja innsýn í rót þessa óvanalega fyrirbæris. Ekkcrt mannlegt óviðkomandi. Annars verö ég strax að viðurkenna að þó sumpart stafi vanþekking mín á dönskum nútímalitteratúr af áhugaleysi cr þar að nokkru lcyti um að kenna leti og vanrækslu, ennþá má úr því bæta og núna er ég til dæmis harðákveðinn í að lesa nýlega bók sem fengið hefur mikið umtal; hér er á ferðinni doðrantur sem hcitir „lliminn og Helvíti" hvorki meira né minna. Höfundur sem þorir að gefa bók sinni svona titil hlýtur að hafa talsvert undir. og þá ekki hin smærri próblem. Kúltúr er nú fleira en bækur: Sjón- varpið hérna er ágætt miðað við það sem gcrist, bara ein dönsk rás reyndar, hún þó betri en báðar sænsku til samans, en þær sjást hérna líka. Þegar sagt er að sjónvarpsstöðin hérna sé góð þá er það ekki síst vegna þess að þeir sem henni stjórna eru smekkmcnn við kaup á efni erlendis frá. Þó skjöplast þeint hrapal- lega öðru hvoru og þá helst ef þeir eru að kaupa efni frá íslandi. Sumir segja að það stafi af svörtum húmor eða jafnvel illgirni hvað þeir velja til sýningar af íslensku sjónvarpsefni. En sé svo er hér sannkallað níðingsbragð á ferðinni gagnvart þeim íslendingum sem hérna búa. Sem betur fer gerist þetta ekki oft, en ef þcir sýna íslenskt sjónvarpsleikrit er það segin saga að íslendingum er grænst og ráðlegast aö láta ekki sjá sig á vinnustað eða í skóla næstu vikurnar á eftir. Ekki nóg með þetta, heldur voru þess ófá dæmi að eftir að þeir sýndu Snorra Sturluson í danska sjónvarpinu að íslendingar flúðu héðan í stórhópum. En við, þessir með harðari skcl, scm þraukum hérna cnn þráttfyrir fjórar íslenskar sjónvarpsmyndir á jafnmörg- um árum fáum þetta ósjáldan framaní okkur cinsog blauta tusku: - nú, crtu íslendingur, segja innfæddir og koma með nokkra létta um verðbólguna, síðan er hleypt á skeið og orð látin fjúka um íslenskt tv-drama og þá er farið að hlæja. Útúrdúr Það er sumt í þessu scm vekur áleitnar spurningar. Nú hefur það löngunt verið á íslandi viðtekin skoðun, ekki síst meðal menn- ingarsinnaðra vinstrimanna, að farsælast sé að ríkið og rfkisfyrirtæki einsog sjónvarpið hafi kvikmyndagerð á sinni könnu, það er ekki háð markaðs og gróðasjónarmiöum einsog rándýr fram- léiðsla kvikmynda yrði í höndum prí- vatmanna. Ríkissjónvarpið geti því rólcgt sinnt listrænum kröfum og verið óhrætt við nýjungar, öfugt við einka- kapitalismann sem stíla verði uppá peningakassann eingöngu. Þannig þjóni ríkið best skapandi list í landinu. En undarleg staðreynd virðist ntanni það nú samt vera að allir eru sammála um að verk óháðra kvikmyndagerðar- manna á Klakanum séu miklu betri en það sem sjónvarpið framleiðir fyrir almannafé. Og ekki nóg rneð það, heldur er einsog sjónvarpið eyðileggi bara fyrir íslenskum listum í þessum efnum. Ég hitti marga nýkomna frá íslandi úr jólafríi fyrir ári síðan sem létu mjög vel af myndinni „Útlaginn"- sem hafði þá ný verið frumsýnd. I danskan kunningjahóp fóru þessir íslendingar síðan að segja frá þessari stórgóðu mynd sem þeir höfðu séð, sem vonandi yrði síðarmeir sýnd í bíóum hérna. En viðbrögð hérlendra voru yfirleitt þau sömu: Þeir höfðu fengið sinn futtstóra skammt af íslenskum víkingamyndum, - við sáum Snorra í sjónvarpinu og værum orðnir laglega geggjaðir ef við færum að borga okkur inná aðra slíka. Annað undarlegt í þessum útúrdúr er það að hörðustu andstæðingar ríkisfor- sjár, í listum þ.á.rn. eru ungirsjálfstæðis- menn. Frjálshyggjumennirnir. Hinsveg- ar virðast það vera þessir sörnu ungu íhaldsmcnn sem vaða uppi í sjónvarps- myndagerð hjá íslenska ríkistívíinu. Danir myndu kalla þetta „dobbelt- moral". En það orð segir kannski ekki neitt, að öllum líkindum er hér um að ræða eitthvaö sem á bara rætur í móral landans, cnda náskylt þcssu það sem Guðbergur bcnti einu sinni á: Þeir vinstrimenn sem á sínum tíma börðust mest á móti stofnun íslenskrar sjón- varpsstöðvar fóru allir í fýlu þcgar hún var komin í gang yfir að fá ekki að vera alltaf á skerminum. Danskt sjónvarpsefni Annars er til ein óbrigðul vörn fyrir okkur hér þegar baunar fara að gera grín að íslendingum fyrir sjónvarpsefni. Við segjum bara: hahaha! Sumuni ferst! Ójá. Þá liengir nú danskurinn haus. Þcir hérna eiga náttúrlega miklu meira af peningum enda tuttugusinnum fleiri, og næstum í viku hverri er sýndur leikinn danskur þáttur. Vinsældir amerísku þáttanna „Löður" eggjuðu danska brandarakalla til starfa og nokkrar seríur undir greinilegum áhrifum frá nefndum þáttum fóru að rúlla yfir skjáinn. Þeir sem ekki hafa fattað snilld Löðurþáttanna ættu að sjá tvær-þrjár útþynningar. Og augu þeirra munu uppljúkast. Dönum svipar nú til íslendinga að því leyti að það er mjög sterk dreifbýlistaug í þjóðarsálinni. Kannski er það ástæðan fvrir að þeim hefur þótt vænlegast að láta svona húmorþáttagerð í hendur provins-deiidarinnar (dreifbýlis-) en hún hefur aðsetur í Árósunt (Akureyri Danmerkur). Það loðir nú við dreifbýlis- menn allra landa að vera dáldið svona „slow thinking" einsog kaninn segir, og það sannast á afurðum próvinsdeildar danska sjónvarpsins. Þessir brandara- þættir voru svo hægir og þunglamalegir að það lá við þjóðarsorg í landinu eftir flutning þeirra. Jafnvel klassískum kvik- myndaærslum einsog rjómatertukasti í andlit eða bakföllum feitra kvenna í gosbrunn fylgdi yfirleitt 2-3 mínútna þögn eða stopp, einsog til að gefa áhorfendum heima í stofu tíma til að hlægja í friði og ró. Þetta var svona fyndni einsog í „íslensk Fyndni". Loks brugðu danir á það ráð að taka þetta af könnu sveitavargsins og fólu nýjustu þáttaröðina í hendur óháðu kvikmyndafyrirtæki í Kaupmannahöfn. En hvað gerist? Nýja serían er ekkert skárri! Allir sátu þrumu lostnir. Eftir mikið hjakk og umtal þykjast sumir hafa fundið skýringuna og segja að framleið- endum þáttanna hafi nefnilega verið gert skylt að njóta leiðsagnar dreifbýlis- deildarinnar í starfi sínu. Eitt soft geðvonskukast Nú verð ég að gera játningu; Þessi grein er komin dáldið úr böndunum. Upphaflega ætlunin var nefnilega að segja frá ýmsu stórgóðu og skemmtilegu í hérlendum listum, en þarsem greinin er að verða búin og hefur verið fremur neikvæð hingaðtil passar engan veginn að fara að draga fram hrósyrðin núna. Ég læt það því bara bíða næstu greinar sem verður aðallega um fyrirtaks rokk- hljómsveit og frábæra bíómynd. Hvort- tveggja danskt. Að lokum ætla ég því að tala aðeins um á hvern hátt rembingur dana við að vera „listrænir" og „menningarlegir" ætiar hér allt að drepa. Það er jafnvel svo að vinsælustu popphljómsveitunum (sjálfar titla þær sig rneð rokki, en ekki skal það gert hér) líðst að vera drep- Þetta er ein alvinsælasta poppgrúpp- an. Sú á toppnum er afturámóti önnur sem nefnir sig „Shu-bidua". Um þá gildir margt af ofangreindu, þó á ólíkan hátt sé. Enginn hefur nefnilega reynt að halda því fram að tónlist þeirra sé merkileg, ekki einu sinni skemmtileg. Enda er hún algerlega stíl- og hljómlaust poppglundur. Ingimar Eydal plúsgömlu Trúbrot deilt með fimm. Þetta gildir um laglínur, söng, útsetningar og undirleik. Og þetta viðurkenna næstum allir. Þá er eðlilegt að spurt sé: - Hvaðersvonamerkilegtviðþetta? Og þá svara danir: - Njaaa, það eru sko textarnir. Þá var að hlusta á textana. Og þeir eru svona nákvæmlega einsog sagt hefur verið að góðir textar eigi að vera. Haganlega saman settir, kímnir og menntaðir, þó ekki neinn mennta- mannahúmor heldur miklu fremur svona kennarastofubrandarar, með léttum ádeilubroddi einsog fara gerir, þó ekki ádeila sem stuðar neinn því allir hafa hcyrt það svo oft áður. Svona heims- ósómi einsog - jólin eru hátíð kaup- manna - og bimbirimbirimbamm. Eng- inn hlær. Enginn er neinu nær. En allir segja: mikið er þetta vel gert, og kaupa plötuna. Það er engin tilviljun að sá sem samdi Nýju fötin keisarans var dani. Fyndnir textar?! sagði ég einu sinni þegar ég var spurður hvort mér þættu ekki Sjúbídúa fyndnir. - Ef þú vilt heyra fvndna texta Ijúfi vin, hlustaðu þá á gömlu gamanvísurnar með Ómari Ragnars. Einsog þennan um ástir aldr- aða flagarans á elliheimilinu: ...Sú fyrsta sem cg kvnntist þar var keliing austun úr sveit Hún kyssti mig í garðinunt svo undur rjóð og heit að það hefði mátt halda að hana kveldi hitasótt svo kom það líka á daginn því hún dó þá sömu nótt. Þó ég sé gamall kyndari þá kom það llatt á mig að konugreyið skyldi þama yfirhita sig og í þvi skyni að forðast að slík óhöpp geti skeð á ástarfundi hef ég alltaf kalda bakstra með. Einar Kárason skrifar frá Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.