Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 ■ Þaö var einhverju sinni á árinu 1870 aö Cesare Lombroso, sem nefndur hefur verið fyrsti afbrotafræðingurinn, var að rannsaka höfuðkúpu af Vihella, frægum ítölskum stigamanni, að hann fékk hugdettu sem hann lýsti síðar með þessum orðum: „Þarna stóð ég með kúpuna í höndun- um þegar sú hugmynd leiftraði sem elding í huga mér að ráðgátan um eðli afbrotamannsins væri leyst - hann væri frummaður sem hefði endurborið í persónu sinni grimmdarhvatir frum- stæðra forfeðra og lágþróaðra dýra. Þetta skýrði útlit kúpunnar, gríðarstórar tennur og há kinnbcin, og önnur sérkennileg atriði í útliti afbrotamanna yfirleitt: einkennilegar lófalínur, ógnar- stærð augntófta, undarleg lögun eyrna og fleira sem líkt er með þeim og villimönnum og öpum.“ Lombroso, sem var læknir að atvinnu, hóf því næst að safna gögnum til að styðja hugmynd sína um eðli afbrota- mannsins rökum. Hann mældi hátt og lágt fjögur hundruð ítalska fanga og bar mælingar á þeim saman við mælingar sem hann gerði á hermönnum. Niðurstaða hans var sú að 43% fanganna höfðu fimm eóa fleiri frávik í útliti þegar þeir voru bornir saman við hermennina: óeðlilega lögun eða stærð höfuðs, voru kinnfiskasognir, handleggjalangir o.s.frv., en enginn hermannanna hafði svo mörg frávik frá venjulegu útliti, og aðeins 11% þeirra höfðu þrjú eða fleiri frávik. Lombroso gerði þarna þau mistök að leiða hjá sér þann möguleika að her- mennirnir hefðu verið sérstaklega valdir til síns starfa vegna góðrar heilsu og góðs útlits, og ályktaði ranglega að frávikin unnt að sjá það á útliti manna hvort þeir væru afbrotamenn eður ei, heldur einnig hvort þeir væru öfgamenn í stjórnmál- urn. Gömul hugmynd Sú humynd að afbrotamenn beri sérstök líkamseinkenni, í litningum, andlitsdráttum, heilanum o.s.frv., er ættuð úr grárri forneskju. Minna má á sögn Biblíunnar um að Kain hafi borið merki. um illt innræti sitt. Kannski það sé notalegt fyrir okkur hin sem erum löghlýðnir borgarar að ímynda okkur að afbrotamenn og annað varasamt utan- garðsfólk séu sérstök manntegund sem hægt er að þekkja á líkamlegum ein- kennum. Það gæti kannski skýrt hvers vegna hugmyndir svipaðar þeim sem Lombroso setti fram fyrir meira en hundrað árum skjóta upp kollinum í ýmsum myndum aftur og aftur. Kenningar Lombroso hafa aldrei stað- ist próf reynslunnar. Árið 1931 bar Charles Goring afbrotalæknir saman af mikilli nákvæmni þrjú þúsund fanga á Englandi og jafn marga einstaklinga sem ekki voru afbrotamenn, þ.á.m. stúdenta við háskólana í Oxford og Cambridge, og gat ekki séð að neinn merkjanlegur munur væri á líkamseinkennum þeirra. Ef eitthvað var þá virtust fangarnir lítillega lægri í loftinu og vógu minna. Hvort tveggja er eðlilegast að skýra með vistinni í fangelsinu og bágum kjörum fyrr á ævinni. Niðurstaða Gorings var sú að ekki væri til neitt sem hægt væri að kalla sérstaka „afbrotamanntcgund." En hugmyndin datt ekki upp fyrir. Árið 1939 sendi Ernest Hooton, mann- fræðingur við Harvard-háskóla frá sér myndir af 2% manna úr hópi venjulegra borgara, og kom þá í ljós að útstæð eyru og innfallnar kinnar voru algengustu útlitseinkenni afbrotamanna. í fæstum orðum sagt settu þeir fram þá kenningu að Ijótleiki geti orsakað glæpi. Við vitum ekki hvort eða að hvað miklu leyti rannsóknir geðlæknanna eru marktækar, en hitt er augljóst að á grundvelli þeirra verður engin ályktun dregin þess efnis að afbrotamenn séu úrkynjuð manntegund, eins og oft er látið í veðri vaka. Orsök margs konar útlitslýta getur verið bág kjör í æsku, sem einnig geta hafa ráðið því að viðkomandi persóna hefur leiðst á afbrotastigu. Hin útstæðu eyru sem geðlæknarnir þóttust finna á Ijósmynd- unum eru sennilega bara lesvilla: eyru sýnast jú stærri ef menn eru með lítið hár, og fangar í Bandaríkjunum eru jú krúnurakaðir. Vandaðasta kenningin um tengsl af- brota og persónuleika hefur verið sett fram af sálfræðingnum Hans J. Eysenck á Bretlandi í bók hans Crime and_ Personality. Eysenck er þeirrar skoðun- ar að afbrotamenn haf' annars konar taugakerfi en venjulegt fólk, taugakerfi sem erfiðara er að laga að siðum og háttum skipulegs þjóðfélags. Hann telur að menn sem eru úthverfir hneigist frekar til glæpa vegna þess hvernig taugakerfi þeirra er. Samkvæmt því sem Eysenck heldur fram eru næg gögn fyrirliggjandi til að sýna fram á að afbrota menn eru úthverfari en annað fólk, og fljótari að laga sig að nýjum aðstæðum. En fræðimenn hafa hins vegar ekki viljað fallast á kenningar hans almennt, m.a. vegna þess að hugtökin sem hann hefur um „úthverft" fólk og „innhverft" ERU AFBROTAMENN SÉRSTÖK MANNTEGUND? Kenningar um að glæpamenn þekkist á sérstökum líkamseinkennum hafa ekki staðist próf reynslunnar sem hann fann styddu hugmynd hans um að afbrotamenn væru eins konar „aftur- þróun“ ákveðins mannhóps til ástands sem mannkynið hefði búið við á frumstæðari tímum. Svipuð tilgáta hafði raunar fyrst verið reifuð af sjálfum höfundi þróunarkenningarinnar, Darwin, í bók hans Forfeður mannkyns. Það leiddi af kenningu Lombroso að' hver og einn sem var að einhverju leytii sérkennilegur í útliti eða mátti búa við' einhver líkamslýti lá undir grun um að' geyma í sér afbrotamann eða afbrota- mannsefni. Lágstéttarmenn urðu af eðli- legum ástæðum frekar skotspónn, endai gerði lélegt fæði og frumstæð sjúkra- þjónusta það að verkum að þeir voru iíklegri til að búa við líkamleg lýti. Kenningin hafði einnig frekari hliðar- verkan. Rannsókn Lombroso á líkams- einkennum stjórnleysingja leiddi í ljós að um 40% þeirra höfðu einhverja líkamlega galla, en aðeins 12% manná í öðrum hreyfingum öfgamanna í stjórn- málum. Það með virtist ekki aðeins vera þriggja binda doðrant The American Criminal (Bandaríski afbrotamaður- inn). Hooton hafði mælt tíu þúsund afbrotamenn og borið þær mælingar saman við aðrar sem hann gerði á fámennari hóp heiðarlegra borgara. Niðurstaða hans var sú að afbrota- mennirnir væru í líkamlegu tilliti óæðri öðrum borgurum. Hann kvað glæpum ekki verða útrýmt fyrr en annað tveggja, fólki sem væri líkamlega, andlega eða siðferðilega vanþroska, hefði verið kom- ið fyrir kattarnef, eða einangrað frá öðrum þjóðfélagsþegnum á tryggilegan hátt. Hooten láðist að greina frá því í ritverkum sínum á hvaða grundvelli hann ályktaði að það sem hann taldi vísbendingar um glæpsamlegt innræti, mjór kjálki, samfallin andlit og lágt, slútandi enni, benti til þess að viðkom- andi væri einnig óæðri í einhverjum skilningi. Eitt af þeim líkamseinkennum sem hann taldi til marks um vanþroska var tattóvering, sem er algeng meðal fanga, og vísast að þeir láta tattóvera sig oftar en ekki af tómum leiðindum í fangelsinu. Annars eru öll skrif og rannsóknir Hootens ósannfærandi. Val hans á samanburðarhópi virðist t.d. út í hött, og ýmsar niðurstöður hans ósam- kvæmnar innbyrðis. T.d. taldi hann sig leiða í ljós að slökkviliðsmenn frá Nashville væru ólíkari venjulegum borgurum í Boston, en báðir hóparnir til samans bornir saman við afbrotamenn í fangelsum. Álykta verður að Hooton hafi fyrirfram verið sannfærður um niðurstöður sínar og þær því óhjákvæmi- lega skekkst. Hugmyndin um að afbrotamenn séu á einhvern hátt líkamlega frábrugðnir öðru fólki hefur skotið upp kollinum æ ofan í æ eins og áður var nefnt. Ein af nýjustu kenningum í þessa átt er sú að fólk með sérstakar tegundir af fingra- förum hneigist frekar til afbrota en annað fólk. Það er auðvelt að ganga úr skugga um þetta og ef þetta væri satt væri lögreglan löngu búin að notfæra sér uppgötvunina. Ljótleiki orsakar glæpi Önnur tilgáta af þessu tagi var sett fram af tveimur bandarískum geðlækn- um við Kansasháskóla. Þeir halda því fram að afbrotamenn séu haldnir svo- kallaðri „Kvasimód-flækju." Kvasimód var sem kunnugt er krypplingurinn í sögu Victor Hugo af hringjaranum í Notre Dame kirkju í París, en þau líkamslýti urðu til þess að hann gerðist misyndismaður. Geðlæknarnir, F.W. Marsters og D.C. Greaves, rannsökuðu ljósmyndir af fleiri en ellefu þúsund morðingjum, nauðgurum, vændis- konum, þeim sem höfðu stytt sér aldur eða höfðu verið teknir fyrir afbrigðilega kynhegðun, í fimm borgum í Bandaríkj- unum og töldu sig finna út að 60% þeirra bjuggu við líkamslýti sem unnt væri eða hefði verið að lagfæra með skurðaðgerð. Þessar myndir voru bornar saman við eru óljós og óprófuð. Eins þykja kenningar Eysenck um arfgengi afbrota- hneigðar tómar vangaveltur, sem ekki eiga sér neina stoð í reynslurannsóknum. Umhverfisáhrif Það fer ekki milli mála að í sumum fjölskyldum eru afbrotamenn af mörgum kynslóðum. Stundum hafa menn viljað álykta af þessu að afbrotahneigð sé arfgeng. Faðir sem er afbrotamaður eignist son sem einnig verður afbrota- maður. Nú á tímum er svo einfeldnis- legum skýringum yfirleitt vísað á bug, og bent á áhrif umhverfis. Til að skilja orsakir afbrota nægir ekki að einblína á afbrotamanninn sjálfan. Við verðum að horfa til þess samfélags sem hann þrífst í. Um aldamótin voru t.d. jafn margir glæpir framdir í Chicago í Bandríkjunum og þrjátíu árum síðar, enda þótt þar byggi þá allt annað fólk og af öðrum kynþáttum og stéttum en fyrr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.