Tíminn - 23.01.1983, Side 16

Tíminn - 23.01.1983, Side 16
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 ■ Laugardaginn 22. janúar nk. kl. 15.00 frumsýnir Þjóðleikhúsiö barna- leikritið LÍNU LANGSOKK, eftir Astr- id Lindgren. Hér er um að ræða nýja söngleiksgerð eftir bókunu'm um þá margfrægu Línu. Tónlistin í sýningunni eftir Svíann Georg Riedel, en hann samdi einmitt tónlistina við vinsæla sjónvarpsþætti um Línu Langsokk, sem íslenska sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum. Þórarinn Eldjárn hefur íslenskað leikritið og söngtextana, lýsingu annast Páll Ragnarsson, dansahöfundur er Ólafía Bjarnleifsdóttir, Magnús Kjart- ansson stjórnar sjö manna hljómsveit, leikmynd og búninga gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir og leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Línu Langsokk, en meðal fjölmargra annarra leikenda eru Júlíus Brjánsson og Edda Björgvinsdóttir, sem leika Tomma og Önnu, Sigurveig Jónsdóttir sem leikur kennslukonuna, Guðmundur Ólafsson og Sigurður Sigurjónsson sem leika lögregluþjónana Klængog Hæng, Rand- ver Þorláksson og Örn Árnason leika innbrotsþjófana Glúm og Glám, Þór- hallur Sigurðsson er umboðsmaður sterkasta manns í heimi, Bessi Bjarna- son leikur Langsokk, pabba Línu, Edda Þórarinsdóttir leikur Frú Prússólín sem ■ Frú Prússólín frá barnaverndarnefndinni (Edda Þórarinsdóttir) með Línu langsokk í fanginu. Nýtt barnaleikrit frumsýnt í Þjóðleikhúsinu: Prakkarinn Lína langsokkur ■ Dyttað að Sjónarhóli, húsinu sem Lína Langsokkur býr í. er fyrir barnaverndarnefndinni, Guðrún Þ. Stephensen leikur mömmu Tomma og Önnu og Bryndís Pétursdóttir leikur Frú Grenjastað, fína frú sem heyrir orðið illa. Það þarf væntanlega ekkert að kynna Línu Langsokk fyrir íslendingum, því bækurnar um hana hafa verið lesnar hér í yfir 30 ár og komið út í mörgum útgáfum. f leikritinu býr Lína að sjálfsögðu að Sjónarhóli og lendir í mörgum og margvíslegum ævintýrum. Hún lendir í útistöðum við barnavernd- arnefndina, lögregluna og innbrots- þjófa, sem hún kennir í brjósti um. Hún fer í fínt kökuboð og hneykslar betri frúrnar og hún fer í skólann, en þar lærir hún það eitt að sennilega kunni hún ekki að haga sér í skóla. En eins og vera ber í góðu ævintýri þá fer allt saman vel að lokum og bæjarbúar vilja alls ekki missa Línu af Sjónarhóli þegar hún ætlar á sjóinn á ný með pabba sínum á sjóræningjaskipinu. Frumsýningin á Línu Langsokk er sem fyrr sagði á laugardag kl. 15.00, en önnur sýning verður á sunnudag kl. 15.00. ■ Lína (Sigrún Edda Björnsdóttir) sýnir Önnu (Eddu Björgvinsdóttur) og Glúmi (Randver Þorlákssyni) tunguna sína. ■ Allt á fullu: Lína fæst við innbrotsþjófinn Glám (Öm Árnason). Hængur lögregluþjónn (Sigurður Sigurjónsson) er á leiðinni og frú Grenjastað (Bryndís Pétursdóttir) horfir á. ■ Umboðsmaður sterkasta manns í heimi (Þórhallur Sigurðsson) ásamt Línu og Glámi. - Tímamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.