Tíminn - 23.01.1983, Side 18

Tíminn - 23.01.1983, Side 18
Enn Jarðabók frá Sögufélagi Barn í samfélagi fullorðinna — „Vegurinn heim” eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur ■ Út er komið 4. bindi Jarðarbókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í ijósprentaðri útgáfu Hins íslcnska fræðafélags í Kaupmannahöfn. Petta bindi cr um Borgarfjarðar- og Mýra- sýslur og kom fyrst út í Kaupmanna- höfn árið 1927 í útgáfu Boga 'i'h. Melsteðs sagnfræðings. Jarðabókin um Borgarfjarðarsýslu var samin á árunum 1706-1708, en um Mýrasýslu 1708-1709. Útlit bókarkápu er verk Tómasar Jónssonar, en kápuna. prýðir hand- gerð eftirmynd af íslandskorti Þórðar biskups Porlákssonar frá 1670. Band hefur hannað Hilmar Einarsson. Fræðafélagjð hóf endurútgáfu Jarða- bókarinnar árið 1980, og er von á 5. og 6. bindi á þcssu ári, en alls eru bindin 11. Að síðustu verða svo gefin út ýmis jarðabókaskjöl og atriðisorða- skrá fyrir öll bindin. Umboð fyrir Hið íslenska fræðaféiag hér á landi hefur Sögufélag, Garða.- stræti 13 b, 101 Rcykjavík, og geta áskrifendur vitjað bókarinnar þar. Nýir áskrifendur gcta fengið öll 4 bindin á kr. 1.700 Olga Guðrún Árfnadóttir: Vegurinn heim Mál og inenning 1982 ■ Mig minnir endilega að fyrri skáld- saga Olgu Guðrúnar, Búrið, hafi vakið nokkra athygli er hún kom út fyrir fáeinum árum, en aftur á móti fór næsta lítið fyrir þessari núna um jólin. Þó er þessi bók - með kostum sínum og göllum - ákaflega virðingarverð tilraun til að fjalla um mál sem sjaldan er rætt opinberlega: nefninlega rétt barna gagn- vart foreldrum sínum og hvernig hann er fyrir borð borinn. Hér er sem sé komin svokölluð vandamálabók sem vill takast á við efnið á sósíalrealískan hátt, en það - vel að merkja - heppnast ekki. Eftir sem áður er mynd barnsins í kreppu býsna áleitin. Söguhetjan heitir Hulda og er ellefu ára gömul. Hún er skilnaðarbarn en nokkrum árum fyrr flutti móðir hennar til Englands til að búa þar með ríkum kalli: faðir hennar læknirinn varð eftir á íslandi með yngri son þeirra hjóna og hefur um þær mundir sem sagan hefst tekið saman við unga konu, rithöfund. Hulda er langt frá því að vera hamingju- söm á Englandi og tekur fegins hendi tækifæri til að fara í frí upp á ísland, enda þótt hún sé vör um sig gagnvart „stjúpmóður" sinni. Smátt og smátt nær hún þó fyrirtaks sambandi við þá konu, elskar föður sinn ofurheitt og vill ekki fara aftur út. Þá skerst í odda, og móðirin og ríki kaliinn koma með miklu fjaðrafoki frá Englandi. Óskir stúlkunn- ar sjálfrar eru virtar að vettugi enda þótt hún sýnist mjög hæf til að gera sér grein fyrir þeim á rökrænan hátt. Talað hefur verið um að Olga Guðrún byggi þessa sögu sína á raunverulegum atburðum og má það vel vera. Höfundur segir í athugasemd fremst að bókin sé að hluta byggð á könnun á löggjöf og meðferð mála af þessu tagi en persónur og atburðir hennar hugarsmíð höfundar. Hvernig sem þessu er farið sýnist vel farið með heimildir hvað snertir atburða- rás, hún er trúverðug og þeir hlutir sem sagt er frá geta ekki einungis gerst heldur hafa gerst -hvað eftir annað. Það er ekki verra hlutverk fyrir bókmenntir en hvað annað, að beina athyglinni að félagslegu misrétti og fjölmargir snilling- ar í rithöfundastétt sem það hafa gert. Fyrirvarinn er að sjálfsögðu að þetta sé gert á listrænan og sannan hátt svo ekki verði úr þurrleg prédikun sem aðeins láti lesara leiðast. Ólgu Guðrúnu tekst að viðhalda áhuga lesara alian tímann, bókin er á sinn hátt spennandi og hlýtur að skipta flesta nokkru máli, en hvað persónusköpun varðar skiptir mjög í tvö horn. Bregður þá svo undarlega við að lýsingar á börnunum í sögunni eru til muna sannferðugri en samsvarandi lýs- ingar á hinum fullorðnu. Hulda sjálf er vel gerð persóna. Að vísu er hún stundum ótrúlega þroskuð: á yfirleitt ekki í miklum vandræðum með að gera sér grein fyrir tilfinningum sínumog orða þær á skynsamlegan hátt. Þetta byrjaði með Starting with Eve A History of Womcn’s Bodies eftir Edward Shorter. Basic Books (1982). ■ Hundruð, ef ekki þúsund, bóka hafa víst verið ritaðar um fyrirbærið Konuna, af næstum því jafnmörgum og misvitrum spámönnum. Til að komast í sambærilegar bækur um fyrirbærið Karlmanninn verður mað- ur hins vegar að kveikja á vasaljós- inu, og eru þó allar líkur á að maður hafi ekki erindi sem erfiði. Karlmað- urinn þykir eflaust sjálfsögðust og í alla staði „eðlilegust” dýrategunda, a.m.k. hefur fáum þótt ástæða til að hefja spurningarmerkið á loft og kryfja hann til mergjar. Edvard Shorter höfudur bókarinn- ar „The Making of the Modern Family - hefur nú sent frá sér sögu kvenmannslíkamans. Sá líkami hefur löngum verið mikið umræddur og listamenn allra tíma lagt mikla rækt við hann, að maður tali nú ekki um auglýsinga- teiknarana. Hér áður fyrr var áherslan lögð á endurframleiðandi og -nærandi möguleika kvenlíkam- ans en í seinni tíð hefur hinn erótíski þáttur setið í fyrirrúmi. Edward Shorter ræðst hins vegar til atlögu við goðsögnina. Áhugi hans beinist einkum og sér í lagi að innviðum kvenlíkamans sem hann upphaflega álítur næstum óbærilegt stórslysasvæði, a.m.k. fyrir 1920 upphaflega gallað frá náttúrunnar hendi og fært til enn verri vegar af kúgandi eiginmönnum, alþýðlegum hindurvitnum og skaðlegum af- skiptum vanþróaðrar lækningaþjón- ustu. Samkvæmt Shorter má helst líkja vestrænum fjölskyldutengslum við kvenát íbúanna í Tiera del Fuego um þær mundir sem Charles Darawin hitti þá. Mikill hluti bókarinnar er helgaður hryllingi fæðinga og kvensjúkdóma og málar höfundur upp óhuggulega mynd, þó hann segi lífslíkur kvenna fyrri alda meiri en karla fyrir 16 ára aldur og eftir fertugt. Lífslíkur kvenna á bameignaraldri telur hann hins vegar 25% minni en karla. Shorter ræðst harkalega á ljós- mæður fyrri tíma og kennir þeim um bróðurpartinn af sjúkdónium kvenna. Sóðaskapur sá um afganginn en Shorter telur að konur hafi ekki byrjað að ilma vel fyrr en eftir 1930. Astandið fór ekki að breyfast fyrr en um 1920, segir Shorter og þakkar það nútíma læknisfræði sem sá konum fyrir bættum aðstæðum til fæðinga, getnaðarvörnum, fóstur- eyðingum ogfúkkalyfjum. Ogárang- ur alls þessa telur Shorter vera þann að nú hafi konur loks orðið tilbúnar í kvenréttindabaráttuna. Maður skyldi þó taka árársum Shorters á ljósmæður fyrri tíma með hæfilegri varúð, hann sækir heimildir sínar í skýrslur lækna - karlmanna - sem áttu atvinnulegra hagsmuna að gæta gagnvart ljósmæðmnum auk þess sem þeir vom einugis tilkallaðir í erfiðustu tilvikunum. Shorter virð- ist líka gleyma því að hér áður fyrr var fólk almennt - karlar og konur - miklu veikara og skammlífara en nútímafólk, að maður tali nú ekki um lyktina. Enginn efast um að bæði fæðingum og kvensjúkdómum fækkaði upp úr 1920-30, en hvort þær breytingar hafi verið „frumforsendur kvennabarátt- unnar“ er ekki eins víst. Fyrstu kvennahreyfingamar þær sem börð- ust fyrir kosningarétti kvenna - komu nefnilega fram á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar - fyrir þá læknisfræðilegu byltingu sem Shorter talar um. Þó er ljóst að færri börn (og betri heilsa) gera fleiri konum kleift að vera virkar í baráttunni. Þegar kemur að því að skýra upphaf kvennabaráttunar bregst Shorter bogalistin, hann lítur algjör- lega framhjá efnahagslegum, félags- legum og menningarlegum breyting- um eins og aukinni útbreiðslu hug- myndanna um jöfnuð manna á meðal. Það sem eftir stendur að lokum lestri bókarinnar er svo sem ekkert nýtt: við þurfum ekki að leita velferðarríkisins fyrir tíma iðnbylt- ingarinnar og nútíma vísinda. -sbj. ■ Olga Guðrún Árnadóttir: „Bókin er, með kostum sínum og göllum, ákaflega virðingarverð tilraun til að fjalla um mál sem sjaldan er rætt opinberlega. Þetta getur að sönnu allt staðist ef út í það er farið og lesari lætur sér vel líka, vegna þess að sjálfar tilfinningar stúlk- unnar virðast mjög sannar. Sama má segja um Eyvind, yngri bróðurstúlkunn- ar, og hana Mörtu, en hún er dóttir Maríu þeirrar sem faðir Huldu hefur tekið saman við. Báðum er lýst af miklum skilningi og alúð, og vil ég sérstaklega nefna fjandskap en síðar vináttu þeirra Huldu og „vandræða- barnsins" Mörtu í bókinni. í heild má álykta að Olga Guðrún hafi vandað verk sitt eins og henni var auðið þegar um börnin var að ræða, en lýsingar á fullorðna fólkinu eru grynnri og einhæf- ari. Móðir Huldu er til dæmis næsta vond kona. Fyrsti hluti bókarinnar, sem raunar er ágætur skáldskapur á köflum, gerist út í Englandi og þar virðist koma fram að móðirin sé aðeins vansæl kona í ókunnu umhverfi, hún vilji dóttur sinni vel en kunni bara ekki að sýna þa svo dótturinni líki. Gott og blessað, nema í seinni hlutanum er blaðinu snúið við. Þá er móðirin fjarlæg glanspía sem er nokkuð sama um dóttur sína, nema sem sitt eigið leikfang - uppbót fyrir galla hennar sjálfrar. Þetta er leiðinleg þróun, því þótt mynd fyrri hlutans af móðurinni hafi vissulega verið dökk virtist hún þrátt fyrir allt koma þar fram sem heilsteypt persóna með kostum og göllum. Faðirinn er á hinn bóginn góður maður, eða það skyldi maður ætla. Hann er töluvert svipminni en móðirin en elskar dóttur sína og vill hafa hana hjá sér. Ég veit ekki hvað Olga Guðrún ætlaðist fyrir með hann, en sýnir hann ekki í raun alveg sama skreytingarleysið og móðirin? Hann gerði jú ekkert til að grennslast fyrir um óskir dóttur sinnar fyrr en hann uppgötvaði sjálfur að hann vildi hafa hana. Við skilnaðinn var slíkt ekki rætt. Sú persóna sem fer mest í taugarnar á mér í bókinni er svo María, fyrrnefnd. Þar er um að ræða glansmynd af gömlum hippa og persónan er vaðandi í frösum. í síðasta sinn sem hún birtist í bókinni er hún á leið á rithöfundaþing í útlöndum og rithöfundarnir cru auðvitað að þinga móti kjarnorkuvopnum. Hún gengur á klossum, er voða frjálsleg og góð - í einu skiptin sem örlar á dýpri hliðum á henni er þegar hún gerir sér áhyggjur af dóttur sinni Mörtu. En þær áhyggjur standa stutt við í bókinni. Hér er sem sé realískt söguefni sem verður næstum meðhöndlað sem róm- antík þegar á söguna líður. Það er skaði því lýsingarnar á börnunum benda til að Olga Guðrún geti afar vel lýst fólki leggi hún við það rækt. Hér virðist hún hafa beint athyglinni um of að unga fólkinu en látið hina fullorðnu sitja á hakanum. Það er máske eðlilegt í bók sem umfram allt fjallar um tilfinningar barns, og ofangreindar aðfinnslur megna raunar ekki, að mínu áliti, að fella þessa bók. Hún er, eins og ég drap á áður, áleitin og stundum mjög kröftug mynd af örlögum barns í samfélagi fullorðinna. ■j Illugi Jökulsson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.