Tíminn - 23.01.1983, Side 24

Tíminn - 23.01.1983, Side 24
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 24 heimsókn ■ Vinnuhcrbergi BöövarsgegnirhlutverkigeymsluréttsemstendursvoaAeldhúsið verður að duga á meðan... ■ Helgar-Tíminn skrapp í heimsókn til Helgu Kress og Bödvars Guömundssonar en þau hafa nýveriö keypt sér hús í vesturbænum og eru að gera það upp. Helga er kunn fyrir að hafa innleitt nýja strauma í íslenska bókmenntafræði með rannsóknum sínum á kvennabók- menntum. Böðvar er þjóðkunnur rithöfundur og herstöðvaandstæðingur. Reyndar er hann höfundur „þjóðsöngs“ herstöðvaandstæðinga, auk þess sem hann er fyrrverandi alþýðubandalagsmaður. „Ég cr ættlaus maöur. kominn af sauðaþjófum, kotungum og vinnukon- um, ekki af Bergs-, Skútustaða- eða öörum nafntoguðum ættum. Ég fæddist á Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði, sonur Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar. Ég er skilgctinn. Á mínum yngri árum var farskóli í Hvítársíðunni, skólanum var skipt niöur á milli bæja og kennari fylgdi með. I’ar lærði ég að lesa en ég lærði aldrei almennilega að skrifa. Ég er ennþá vondur í réttritun og þarf alltaf að flctta ntikið upp orðum til að sjá hvernig þau eru stafsett. Mér tókst að skrifa „y“ í „Hafnarfirði" á prófi í háskólanum, jafnvel þótt égheföi átt þar heima í nokkur ár. Eiginlega lærði ég ekki neina stafsetningu fyrr en ég byrjaði að kenna. Síðan fór ég í gagnfræðaskóla í Revkholti, í hcimavist, og svo í Mennta- skólann í Reykjavík. Að stúdentsprófi loknu lufsaðist ég svo gegnum háskólann og tók cand. mag. próf i íslenskum fræðum." - Hvaö hefuröu gert síöan? „Síðan hef ég sagt til unglingum i mcnntaskólum. Kenndi fyrst í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í 4 ár og svo 6 ár norður á Akureyri. - Hvernig kunniröu viö Akureyringa? „Ég kunni afskaplega vel við Akureyr- inga og Akureyri. Eyjafjörðurinn er mjög fallegur og veðursæll. Þetta er fallegt hérað og stutt í náttúruna frá Akureyri og einnig er stutt í Þingeyjar- sýslu sem er mikill kostur, því að Þingeyingar eru svo gáfaðir og þjóö- ræknir. Það eru allir Þingeyingar her- stöðvaandstæðingar. - Ertu þá á móti hernum af þjóöernis- ástæðum? „Ég er fyrst og frerrist á möti öllum hernaði af friðarástæðum, en auk þcss hef ég þá trú að sú þjóð sem hefur erlendan her sé verr sett en ella. Þó að sá her sem hér er, hafi ekki þurft að berjast við þjóðina, þá er samt verra að hafa hann. Margt flcira keniur tii, en það alvarlcgasta er, að her sem situr í einu landi cr alltaf herraþjóð, og það myndast ákveðin auðmýkt landsmanna gagnvart herraþjóðinni. Þessi auðmýkt birtist í afneitun íslendinga á þjóðcrni sínu og menningu. Þetta er afstaða sem verður alltaf hjá stórum hluta innfæddra í þcim löndum scm hafa erlendan her, hann tekur upp siði herraþjóðarinnar og reynir að líkja eftir henni í hvívetna. Auk þess eru fleiri ástæður, eins og spillingin sem þrífst meðal þeirra sem næstir eru hernum. Svartamarkaðs- brask, húsnæðisbrask, smygl, vændi og eiturlyf eru áberandi í kringum herstöð- ina á Keflavíkurflugvelli." „Þingeyingar eru salt jarðar“ „Þingeyingar eru andstæða slíks undirlægjuháttar, þeir eru salt jarðar. Þeir eru sjálfstæðir í hugsun og vissir í sinni sök, og þeim dytti aldrei í hug að afneita eigin siðunt og menningu af undirlægjuhætti fyrir herraþjóð. Þeir efast ekki um eigið ágæti og þurfa því ekki að klæða sig í kúrekaföt og babbla bjagaða amtrísku . til að finnast þeir vera menn með mönnum." - Þú hefui einnig lagt stund á ritstörf.’ „Það var ntikið af Ijóðabókum við höndina á heimili foreldra niinna og ég byrjaði að lesa Ijóð sem unglingur. Ég varð ákaflega hrifinn af Hannesi Péturs- syni og reyndi að fara í fötin hans og orti og orti, en því miður bara ckki eins vcl og hann. Ég gat ekki ímyndað mér aðra leið til yrkinga en þá sem hann fór. Síðan gaf ég út nokkrar Ijóðabækur, það eru nú tólf ár síðan sú síðasta kom út. Fyrsta tilraun mín til að setja santan leikrit var fyrir Leikfélag Reykjavíkur, það var barnaleikrit scm hét „Loki þó" og átti að vera einhvers konar fræðslu- leikrit um norræna goðafræði. Ég baslaði við að setja þetta santan og það var sýnt 1972. Síðan hcf ég samið nokkur leikrit nteð misjöfnum árangri fyrir Alþýðu- leikhúsið. Menntaskólann á Akureyri, Litla leikklúbbinn á ísafirði og Nenr- endaleikhúsið." - Hclga, hvað fínnst þér uni ritstörf Böðvars? „Ég er hrifnust af „Grísir gjalda", það er svo fjörugt og mcð söngvum . Mér finnst hann annars bestur við að gera lög og söngva. Og í leikritum og Ijóðum finnst mér hann mætti vera svolítið jákvæðari. Það er skrítið hvað hann getur veriö neikvæður í leikritunum og húmorlaus, vegna þess að hann er jákvæður og kátur sjálfur. Það er engu líkara en hann haldi að það tilheyri að vera alvarlegur og þungbúinn þegar sest er niður til að skrifa. Hann setur sig í einhvcrjar stellingar. Ég held hann gæti samið góða dægur- lagatexta. Það skiptir máli að textar séu góðir, því að um þá kynni að liggja leið til bókmennta og listrænnar upplifunar." „Heldurðu að það sé ekki nógu niðurlægjandi að hlaupa á eftir útgefend- um,“, segir Böðvar, „þó ég fari ekki að hlaupa á eftir poppurum líka. Ég hef svo sem ekkert á móti því að yrkja dægurlagatexta, ég hef m.a.s. ort texta á heila plötu fyrir Steinku Bjarna! En textar heyrast bara svo illa í poppinu og ég þoli ekki popptónlist, svo ég vil frekar yrkja fyrir vísnasöng. Nú svo hef ég líka ort sálma, það er ekki síður mikilvægt að þeir séu vel ortir." Helga samsinnir þessu og bætir því við að sálmalögin séu oft svo falleg að það sé gaman að syngja þau, en þá sé sálmurinn oft skelfilcgt hnoð. Viðsnúum okkur nú frá skáldskapnum og biðjum Helgu að kynna sig nánar. „Formæður mínar eru mér ákaflega hugstæðar“ „Andstætt Böðvari er ég af „ættum". Hann var svolítið móðgaður yfir því fyrst og var alltaf með einhverjar glósur um ættir mínar, en ég er riú búin að hrista það úr honum. Mínar íslensku ættir eru sem sagt /Thoroddsen, Briem og Claessen. Faðir minn er hins vegar þýskur og hans ættir hverfa einhvers staðar í Þýskalandi. Þessi íslenska ættarvitund er ekki til í Þýskalandi. Ég er Reykvíkingur fædd í stríðsbyrj- un og alin upp á Laufásveginum, Lokastígnum ogFríkirkjuveginum. Þeg- ar ég var nokkurra mánaða kom breski hcrinn.en hann handtók Þjóðverja á Islandi, þ.á.m. pabba minn og ég sá hann ekki í 15 ár. Hann lenti í fangabúðum á eyjunni Mön úti fyrir Bretlandi en síðan höfðu Bretar og Þjóðverjar fangaskipti á síðustu mánuð- um stríðsins og þá var hann sendur til Berlínar. Þar horfði hann á vini sína falla í loftárásum allt í kringum sig og hann ílentist þarna og kom aldrei aftur. Móðir mín er Kristín Thoroddsen, hún var lengi matreiðslukennari - eins og það hét þá - við Miðbæjarskólann, og hún sá alveg ein um uppeldi mitt. Fékk ekki einu sinni með mér meðlag. Mig langar til að tala aðeins um formæður mínar því þær eru mér ákaflega hugstæðar. Langömmur mínar voru Kristín Briem frá Reynistað í Skagafirði sem dó af liarnsförum rúm- lega þrítug, og Kristín Ólína Þorvalds- dóttir Sívertsen úr Hrappsey sem gift var Jóni Thoroddsen sýslumanni og skáldi. Þegar hann dó frá fjórum ungum og efnilegum sonum kom í Ijós að hann var gjaldþrota og hún þurfti að leysa upp heimilið. Annað til marks um stöðu kvenna á þessum tíma eru örlög Kristín- ar Briem. Hún kenndi yngri bræðrum sínum að lesa og þeir fóru í skóla og urðu sumir þjóðfrægir menn. Hún hlaut hins vegar enga menntun en á legsteini hennar í kirkjugarðinum á Reynistað stendur á dönsku: „Lige elskelig som datter, hustru og moder." Amma mín, dóttir Kristínar Briem og Valgarðs Claessen eiginmanns hennar sem var danskur kaupmaður á Sauðár- króki, talaði alltaf mikið um það hvað sig hafði langað til að læra. Bræður hennar voru báðir settir til mennta. og varð annað lögfræðingur og liinn læknir. Systurnar fengu hins vegar ekki að fara í skóla en giftust báðar háttsettum embættismönnum. Þetta. að hafa ekki fengið að læra, var mjög ríkt í ömmu, og þegar ég bjó í sama húsi og hún á Fríkirkjuveginum fylgdist hún alltaf vel með að ég færi í skólann. Ég var þá í Menntaskólanum og var mjög morgun- svæf og nennti ekki alltaf í fyrsta tírnann á morgnana. Ég komst ekkert upp með þetta því að amma kom og settist á rúmstokkinn og sagði: „Hclga mín, ef

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.