Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 6mmm „ÉG ER ÓTTALEG- UR NÆTURHRAFN — og minn besti tími til vinnu er á milli 10 og 2 á nóttinni” ■ Sigríður er greinilega mikil blómakona, auk alls annars, sem hún tekur sér fyrir hendur. í íbúðinni eru alls 42 blóm og njóta öll frábærrar umhyggju: (Tímamynd Róbert) ■ Sigríði Eyþórsdóttur, sem í dag segir frá degi úr lífi sínu, þekkja allir landsmenn, sökum þátta hennar í útvarpi um langt skeið, ekki síst barnatíma, en með þeim hefur hún haft um- sjón um 8-9 ára skeiö. I vetur hefur hún verið einn umsjónar- manna Hrímgrundar, útvarps barnanna, sem verið hefur á dagskrá á laugardagsmorgnum og notið vinsælda bæði ungra og gamalla. Eins og fram kemur í pistli Sigríðar, er á leiðinni frá henni barnabók, en áður hafa komið út eftir hana barnabækurnar „í Þrastarskógi“ og „Gunnar eignast systur“. Sigríður fæst við kennslu, aðallega í leikrænni tjáningu, en einnig kennir hún leiklist við gruntiskólana, nú Hagaskóla. I Bjarkarási er Sigríður nú að vinna, ásamt nemendum, að undirbúningi sýningar, sem halda á í vor í tilefni 25 ára afmælis Styrktarfélags vangef- inna, en fyrir jólin æfðu þau upp sýningu um guðspjallið, sem sýnd var í sjónvarpi á jóladag. Auk þeirra staða, sem Sig- ríöur kom við á þennan dag, kennir hún við fjölskylduráð- gjöf SÁÁ. Sigríður er gift Jóni L. Arn- alds ráðuneytisstjóra og eiga þau tvö börn. ...en ekki dugir að sitja lengi ■ „Ætlar þú ekki með í laugina?" Þessi orð mannsins míns vöktu mig af værum svefni snemma morguns mið- vikudaginn 9. febrúar. Ég dró við mig svarið, því það var enn myrkur og hríðin buldi á húsinu, svo ég tók hlýtt rúmið fram yfir sundið og sveif aftur inn í draumalandið. Klukkutíma síðar var ég komin á fætur. Páfagaukarnir, þau Ófelía og Dimitri, heilsuðu mér með háværum skrækjum og heimtuðu mat sinn og engar refjar. Þegar þau höfðu fengið matinn sinn stráði ég brauðmolum út á svalir handa smáfuglunum, sem ekkert æti hafa á hörðum vetri. Korter fyrir níu byrjar leikfimin undir stjórn Jane Fonda. Það er hress hópur kvenna, sem æfir alla virka daga í notalegum húsakynnum Eddu Scheving. Eftir hörku leikfimi og bað, er rjúkandi kaffið hjá Margréti vel þegið og gott að setjast aðeins niður í góðum félagsskap og spjalla saman. En ekki dugir að sitja lengi. Um það bil 40 matargestir Næst á dagskrá er að hitta Þuríði Baxter hjá Máli og menningu og líta á teikningar við barnabók, sem Mál og menning ætlar að gefa út. Það er spennandi að sjá teikningarnar og dálítið skrýtið að sjá hvaða útlit teikn- arinn gefur þessum sögupersónum mínum, sem ég þekki svo vel. Ánægð með teikningarnar held cg niður í útvarp og geng þar frá límmiðum í póst til krakka, sem sent hafa Hrímgrund- útvarpi barnanna - ritsmíðar sínar. Síðan hcld ég heim á leið með viðkomu í Sláturfélagi Suðurlands og kaupi þar í matinn. Eyþór 18 ára sonur minn er heima, en hann stundar nám í sellóleik og er utanskóla í Mcnntaskólanum við Hamrahlíð. Um það bil 40 matargestir eru mættir og gera sér gott af brauðmolun- um, sem ég stráði á svalirnar fyrr um morguninn. Ég verð að halda á spöðun um því kl. 12 á hádegi á ég að byrja að kenna í Þjálfunarskóla ríkisins í Bjarkarási. Það er því lítill tími til matartilbúnings, heita lifrarpylsu og mandarínur sef ég inn á borð handa dóttur minni Bergljótu, sem kemur heim í hádeginu, en hún er 14 ára og er í 8. bekk Hagaskóla. Þessir nemendur eiga mikil ítök í mér Ég nota tímann á leiðinni inn í Bjarkarás til að æfa mig fyrir söngtím- ann hjá Guðmundu Elíasdóttur daginn eftir, en gæti þess að hafa bílrúðurnar vel lokaðar. í Bjarkarási er ég til klukkan 2.30. Ekki vil ég gera upp á milli nemenda, en þessir nemendur mínir eiga mikil ítök í mér og fylgja mé eftir, nánast hvert sem ég fer, með einlægni sinni og sakleysi sínu. Glöð í bragði fer ég úr Bjarkarási, mér finnst ég sjá árangur af starfi mínu þar og er glöð yfir að gefa og vera gefið. Á heimleiðinni kem ég við á barna- deild Hringsins, en þar liggur 8 ára bróðursonur minn slasaður eftir að keyrt hafði verið á hann. Hann er að teikna skip, þegar ég kem, og talar um hvað hann sé heppinn að hafa ekki handleggsbrotnað, heldur lærbrotnað, því þá gæti hann ekki teiknað. Ég las fyrir hann úr bók Astrid Lindgren „Elsku Míó minn“ og hann hlustaði með athygli. Tíminn líður. Ég á að byrja kennslu í Hagaskóla klukkan 5 og mig langar aðeins að koma heim og hitta fólkið mitt áður en ég held aftur af stað. Allir eru heima, hressir og kátir. Við spjöllum saman á meðan ég vökva blómin, þurrka af borðum og sópa gólf. Síðan tek ég gúllashið úr frystin- um og þýt út í Hagaskóla. Húsiö ómar af tónlist Krakkarnir í Hagaskóla eru hressir og áhugasamir. Tíminn líður fljótt við ýmsar leikrænar æfingar og við ræðum um hugsanleg leikatriði fyrir árshátíð- ina, sem er í lok mars. Klukkan rúmlega 7 kem ég heim og er satt að segja farin að finna til svengdar og hugsa með mér: „Skyldu þau vera búin að elda?“ Því oft er matur tilbúinn þegar ég kem heim og það er afskaplega notalegt að setjast að rjúk- andi krásunum. En það er enga matar- lykt að finna í húsinu, aftur a móti ómar húsið af tónlist, svo ég heyri að allir eru heima. Jón maðurinn minn situr við flygilinn, Eyþór við sellóið, Begga blæs í klarinettuna og Margrét vinkona Eyþórs syngur. Ég set upp gúllashið og hrísgrjónin og fyrr en varir er fjölskyldan sest við matarborð- ið, og fyrst þá þennan dag sitjum við öll saman í einu. Þá er það síminn. Það liggja fyrir skilaboð að hringja í hina og þessa, hvað ég og geri. Þegar ég kem úr símanum er búið að þvo upp og allt fínt og strokið. Það þótti mér afskap- lega vænt um, því satt að segja þykir mér ekkert sérstakelga gaman að þvo upp. Eyþór og Margrét fara að sjá sýn- ingu ungra myndlistarmanna að Kjar- valsstöðum. Mig langar að sjá sýning- una, en læt það bíða betri tíma, því allt í einu man ég eftir kökunni, sem ég á eftir að baka fýrir Kópavogsleikhúsið, en Kópavogsleikhúsið á von á góðum gestum, það eru félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja og þeir ætla að sýna gamanleikinn „Er á meðan er“ í Kópavogsbíói um helgina. Gömul vinkona mín hringir og ég er minnt á fallvaltleika lífsins. Hún er á spítala og búin að ganga undir upp- skurð vegna krabbameins í brjósti. Reyni aö lifa í núinu Þótt ég reyni að lifa í núinu, undirbý ég mig fyrir morgundaginn. Hrafnhild- ur Schram minnir mig á hádegisverð- arfund í foreldra- og kennarafélagi Hagaskóla, en markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna. Á morgun kenni ég börnum á aldrinum 6-14 ára leikræna tjáningu á nám- skeiði, sem ég og Kjuregej Alexandra stöndum fyrir að Fríkirkjuvegi 11. Við Kjuregej Alexandra tölum saman um námskeiðið og líka um lífið og tilver- una, svo samtalið verður svolítið langt. Miðvikudagurinn 9. febrúar er að kveldi kominn og vel það þegar ég geng til náða, klukkan að verða þrjú að nóttu. Ég er óttalegur næturhrafn og minn besti tími til vinnu er á milli tíu og tvö á nóttunni. Það er komið værðarhljóð í páfagaukana, þegar ég slekk ljósið í eldhúsinu og fer upp að sofa. En það tekur mig alltaf dálítinn tíma að sofna. Ég fer í huganum yfir það sem gerst hefur um daginn. Þessi dagur hefur verið góður. Ég hef ekki sært neinn, svo ég viti til, og sofna þá sátt við sjálfa mig og alla. Dagur í lífi Sigrídar Eyþórsdóttur, leiklistarkennara með meiru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.