Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 9
9
FOSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983
Terðalög
Heimsókn til Schwerin
Óli S. Runólfsson, rennismiður, segir fra heimsókn til Austur-Þýskalands
■ íslenska sendinefndin í heilsugæslustöðinni í Schwerin.
Schwerin
■ Seinni hluta annars dags dvalar í
Berlín var haldið með lest til Schwerin
borgar í samnefndu héraði. Lestarferðin
tók um þrjár kl.st.
Schwerin er í norðurhluta landsins.
Um 120 þús. manns eru búsettir í öllu
héraðinu. Þar eru um 29 borgir auk
smærri bæja. í borginni Schwerin búa
um 600 þús. þ.e. um 4% íbúa A-Þýska-
lands.
Árið 1985 verður Schwerin 925 ára.
85% kvenna eru úti á vinnumarkaðinum.
Schwerin er í 4 sæti er við kemur
þjónustu við aldraða. Meðalaldur íbúa
er um 34 ár. 113 iðngreinar má læra í
borginni. Um 2 millj. ferðamanna
heimsækja borgina árlega. Mjög djúpt
er á fastan jarðveg.
Stór og skrautleg dómkirkja er í
Schwerinhún er frá árinu 1270. Kirkjan
var f byggingu um 176 ár. Hæð á
turnbyggingu er um 117 m.
Höll eða kastali er í borginni Schwerin
sem reistur var á 15. öld. Endurbætur
og viðaukar hafa verið gerðir síðan. Nú
er unnið að viðgerðum á höllinni sem
áætlað er að taka muni um 20 ár.
Áður fyrr var Schwerin hérað frekar
vanþróað. Það var á eftir öðrum hér-
uðum landsins. T.d. var lítið um verk-
smiðjuiðnað. Schwerin slapp því betur
en mörg önnur svæði við eyðileggingu
stríðsáranna þar sem ekki voru talin
hernaðarleg mannvirki sem þyrfti að
eyðileggja.
Seinni hluti
Áður var Schwerin aðallega landbún-
aðarhérað er bjó við lénskipulag og
atvinnuleysi var ríkjandi. Fólkið bjó
mikið dreifðara. Vegir voru vangerðir.
Rafmagn, holræsi ogvatnvantaði. Einn
bekkur var í skóla. Verslun og heilsu-
gæsla af skornum skammti sem þjónaði
aðallega þeim ríku. Vöntun var á nauð-
synjum og almennum þægindum.
Mikil breyting varð eftir seinni heims-
styrjöldina. Þá var landinu skipt milli
bænda og uppbygging iðnaðar hófst. Þá
voru reistar ýmsar verksmiðjur, s.s. í
plast- leður- efna- og skipaiðnaði. Nú
vinnur þriðji hver maður við iðnað.
Fólkið er sérhæft í vinnu. 90% verka-
manna eru faglærðir.
í landbúnaði hefur framþróun orðið
mikil. Áður ræktuðu um 27 menn hverja
100 hektara en í dag aðeins 4 menn.
Áður var 1 traktor á hverja 500 hektara
en nú eru þeir sex.
Bætt áburðarnotkun eykur einnig af-
raksturinn. 1 dag er lítill munur á
lífskjörum milli dreifbýlis og þéttbýlis.
Framleiðsluaukningin hefur breytt
lífi fólksins. Þó dregur hervæðingin úr
bættri og aukinni þróun.
Enn vantar íbúðir. í áætlun jnni er
gert ráð fyrir að þeirri þörf verði fullnægt
á árinu 1990. Fjárframlag ríkisins til
bygginga er mikið. 40 þús. íbúðir hafa
verið byggðar á 10 árum. í byggingu
kostar u.þ.b. 670 m' íbúð ca. 60 þús.
DM.
Um 25 börn eru í hverjum bekk í
skóla. Einn kennari er um hverja 12
ncmendur. Áætlað er að þessi nemenda-
tala á kennara haldist óbreytt til ársins
1985 vegna fjölgunar barna. Framþróun-
in verði ekki meiri en að hægt verði að
halda í við barnafjölgunina.
Á næstu 10 árum er gert ráð fyrir að
verkamönnum fækki og börnum fjölgi.
Um árið 1990 muni sú þróun snúast við.
Vinnutækni verði bætt svo framleiðsla
minnki ekki.
Af fjárlögum lýðveldisins fara um
20% til heilsugæslu. Einn læknir er fyrir
hverja 500-550 manns að meðaltali. I
Schwerin er einn læknir á hverja 350
íbúa. í byggingu sjúkrahúsa kostar hver
rúmm. um 18 þús. DM. Eitt rúm er á
hverja 100 íbúa að meðaltali.
Ríkið heldur verðlagi stöðugu með
niðurgreiðslum. Að meðaltali greiðir
ríkið um V* af vöruverðinu. Húsaleiga er
um 3-5% af tekjum. Lán eru veitt til
heimilisstofnunar. Upphæð fer eftir fjöl-
skyldustærð. Sumir fá styrk, t.d. fá hjón
með þrjú börn um 5 þús. DM.
Sumarleyfi er almennt um fjórar
vikur. Vaktavinnufólk fær lengra frí.
Allir eiga rétt á vinnu og verða líka að
vinna. Með aukinni tölvuvæðingu er
áætlað að auka frítímann með 30 kist.
vinnuviku í stað 43 kl.st. eins og almennt
er nú. Lengja ásumarfrí ogbæta aðstöðu
fólksins til notkunar síns frítíma o.fl.
Réttur til menntunar er í hávegum
hafður. Skólaskylda er í þýska alþýðu-
lýðveldinu. 95% barna Ijúka grunn-
skóla. Tvö síðustu árin eru kennd undir-
stöðuatriði í vinnu jafnhliða bóklegu
námi. Tveggja ára nám til viðbótar lýkur
með stúdentsprófi. Þá getur unglingur-
inn valið hvort hann fer út í atvinnulífið
eða heldur áfram í sérnámi. Nokkuð
strangar kröfur eru gerðar til námsá-
rangurs nemenda sem ætla að halda
áfram námi.
Heilsugæslustöð í
Schwerin
Á móti okkur tóku yfirlæknir og
forstjóri stöðvarinnar og yfirlæknar
sumra deilda, yfirhjúkrunarkona o.fl. 60
manns eru í starfsliði stofnunarinnar.
Gengið var um stöðina, húsakynni og
tæki skoðuð. Því næst var skipst á’
skoðunum yfir kaffi í matsal stöðvarinn-
ar.
Um 11 þúsund manns koma í skoðun
í þessa heilsugæslustöð á ári. Allir lækn-
ar starfa eftir samræmdri áætlun. Þeir
taka laun hjá ríkinu. Verkafólkið kemur
reglulega í skoðun á eins eða tveggja ára
fresti, eftir því hvaða vinnu það stundar.
Þeir sem vinna við verri skilyrði koma
oftar. Ekki eru laun starfsmanna skert
vegna heilsugæsluskoðunar.
Talið er nauðsynlegt að læknarnir viti
hvernig vinnuaðstaða fólksins er og er
starfsaðstaðan skráð í heilsugæslustöð-
inni. Geta þeir þá betur dæmt um hvort
eða hvaða úrbætur þurfi að gera á
vinnuaðstöðu, ef t.d. kemur upp at-
vinnusjúkdómur eða annað. Læknarnir
starfa undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda.
Algengustu atvinnusjúkdómar eru
heyrn- og húðsjúkdómar. Komi fram
atvinnusjúkdómur leggur læknirinn fram
vissar aðstöðubreytingar telji hann það
nægja. Stundum er talin þörf á að breyta
um vinnu og þá er þeim aðila, er í hlut
á, útveguð ný vinna og þjálfun í því
starfi.
Verkalýðsfélög hafa mikil áhrif á
meðferð atvinnusjúkdómamála. Verði
slys utan vinnustaðar, s.s. við hátíðir,
íþróttir eða annað, er farið með þau mál
á sama hátt og þau ættu sér stað í
vinnunni. Efni til nota í iðnaði verða að
hafa hlotið samþykkti, fyrr má ekki taka
þau í noikun. Heilsan er höfð í algjöru
fyrirrúmi.
Heimsókn í
leðurverksmiðju
í Schwerin
Þar tók hópur stjórnenda á móti
okkur. Stjórnarmaður um menntun
iðnaðarmanna. Stjórnarmaður í verka-
lýðsfélaginu. Stjórnarmaður í einni deild
verkalýðsfélagsins. Umsjónarmaður ör-
yggismála. Fulltrúi frá heilbrigðiseftirlit-
inu. Fulltrúi verkalýðsfélagsins í hérað-
inu. Yfirlæknirheilsugæslustöðvarinnar.
Verksmiðjan framleiðir alls konar
töskur og er ein af mörgum í þessari
grein. Hún tók til starfa á árinu 1970.
Konur eru 80% af starfsliði verksmiðj-
unnar, meðalaldur þeirra er 23'A ár. í
byrjunarstörfum framleiðslunnar eru
90% konur. Um 2000 manns vinna í allt
í verksmiðjunni, þar af 160 lærlingar.
Unnið er á vöktum. Matur er framreidd-
ur á staðnum. Máltíðin kostar 1 DM,
niðurgreitt af fyrirtækinu. Hægt er að
velja um þrjá rétti. Vinnuvikan er 40-43
stundireftirvöktum. Styttri í næturvinnu
en þá hærri laun og lengra sumarfrí.
Sérstök vinnudeild er fyrir unga fólkið.
Efnið er stansað út í réttar stærðir eftir
þar til gerðum mótum, svo eru efnishlut-
arnir saumaðir og safnað í sérstaka
bakka sem er tölvustýrt á færiböndum til
ákveðinna vinnuborða á milli hæða þar
sem töskurnar eru endanlega settar sam-
an og að síðustu yfirfarnar og smærri
verkefni frágengin.
Fólkið fær tekjuauka fyrir framleiðslu-
aukningu. Verkafólkið greiðir í sjóð
sem notaður er til að skreyta vinnustað-
inn og gera hann vistlegri. Þarna mátti
sjá blóm í pottum. Fólkið kýs besta
starfsfólkið úr sínum röðum, bæði er
varðar vinnuafköst og sem samstarfsaðila.
Myndir af þessu fólki hengu uppi öllum
til sýnis. Ekki mátti reykja nema í hléum
og þá aðeins í sértökum sal. Hiti í
vinnusal er 18-20° C.
Forstjóri fyrirtækisins er kjörinn af
ríkinu. Hann er aðalábyrgðarmaður, en
tekur þó tillit til um 15 manna ráðs úr
ýmsum stéttum.
Almenn ákvæði eru í reglugerð um
búnað starfsfólks. Nánara fyrir hvern
vinnustað í samráði við verkalýðsfélag-
ið. Tíðni vinnuslysa í verksmiðjunni eru
13:1000.
Tilkynna ber veikindi ef þau vara
lengur en þrjá daga.
Verkalýðsfélagið er mjög virkt í ör-
yggismálum. Nú liggja fyrir 6 tillögur um
úrbætur sem verið er að ath. 90 verka-
lýðshópar eru í fyrirtækinu, sem allir
mynda eitt félag. Fundir eru einu sinni í
mán. með öllum hópnum. Fundir í
deildum eru oftar. Um 80% félaga mæta
að jafnaði á fundum.
2 menn eru á launum hjá verkalýðs-
sambandinu. Þeir starfa að hluta við
fyrirtækið. Aðrir vinna félagsstörf í
félagi sínu með fullu starfi í verksmiðj-
unni. Hver verkstjóri stjórnar vinnu
30-40 manns.
Sérstök deild sér um umsjón á verk-
efnavali og samræmingu á verkefnum
fleiri fyrirtækja.
Það vakti sérstaka athygli hversu yfir-
læknir heilsugæslustöðvarinnar kunni góð
skil á öllu starfi og aðstöðu í verksmiðj-
unni. Mér var hugsað til þess hvenær eða
hvort einhverntíma slík þekking lækna
á vinnuaðstöðu íslensks verkafólks yrði.
Heimsókn í fjölbýlishús
Fundir eru haldnir á um 6 vikna fresti
í íbúðablokkinni. Mörg húsfélög mynda
eina heild í hverfasambandi.'
Hverfasamböndin hafa samvinnu við
vinnustaði sinna umbjóðenda til lausnar
vandamála ef upp koma t.d. fjármála
o.fl. Góð samvinná er milli aðila.
Nágrönnum cr veitt aðstoð ef með
þarf, farið er í búðir fyrir gamla fólkið
og sýnd mörg önnur smá liðlegheit og
aðstoð.
18 ár eru liðin frá því flutt var í þessar
íbúðir sem eru í eigu ríkísins. Lcigjendur
taka að sér viðhald á húseigninni og fá
greitt fyrir. Það fé er notað til ýmsra
sameiginlegra þarfa, s.s. að skemmtasér
saman eða gera sér annan dagamun.
Gerð er áætlun fyrir eitt ár í senn. Allt
sem gert er er skráð í sérstaka möppu. Þar
mátti sjá myndir og úrklippur úr blöðum
er á einhvern hátt snertu samstarfið. í
þá möppu hafa nú bæst við nöfn okkar
Islendinganna.
Samstarf þessa félagshóps virtist vera
mjög til fyrirmyndar. Þeirra félagskapur
hefur líka hlotið sérstaka viðurkenningu
fyrir störf sín, og bar mappan þess merki.
Við fengum að líta á tvær íbúðir þessa
fólks. Þær voru ekki síórar en mjög
þokkalegar og eins innbúið.
Heimsókn á barnaheimili
Um 310 börn eru á þessu barnaheimili.
Vöggustofa er starfrækt á heimilunum það
er deildarskipt en hefursömu yfirstjórn.
8 barnaheimili eru í þessu íbúðahverfi,
sem telur um 20 þús. íbúa. Alls er 61
barnaheimili í Schwerin héraði nú öllu.
Fyrirtækin taka þátt í rekstri heimilanna.
6 barnaheimili sinna börnum vegna sér-
þarfa s.s þroskaheftum, með talgalla o.fl.
Börnin koma svo í venjulega skóla þcgar
þau geta. Vaktavinnufólki er sköpuð
aðstaða vegna sinna barna.
Foreldrar hafa áhrif á gang mála með
foreldrakvöldum sem haldin eru á barna-
heimilinu, einnig eru foreldraráð starf-
andi sem taka fyrir viss vandamál s.s.
sálræn eðlis sem þá er reynt að leysa í
samvinnu við lækna.
Vöggustofubörnin byrja að koma kl.
sex á morgnana. Ýmist mæður eða
feður koma með börnin.
Starfrækt eru tvö eldhús. Annað fyrir
yngri börnin en hitt fyrir þau eldri.
Börnunum er veittur matur scm þau
neyta í vinnuherbergjunum sínum.
Menntun fóstra er grunnskóli auk 3ja
ára viðbótarnáms. Eitt ár bóklegt en 2.
og 3ja viðbótarárið er vinnuþjálfun sem
lýkur með prófi. Fyrsta vinnuárið eftir
próf ræður svo úrslitum hvort viðkom-
andi er hæfur til starfsins. Ef svo reynist
er gefið út starfsleyfi eða vottorð. Ann-
ars er þeim hjálpað í önnur störf.
Fóstrur ráða ýmsu í deildum, s.s.
búnaði í herbergjum, föndurmunum
o.fl. sem gerð er þó grcin fyrir til
stjórnvalda.
Reynt er að láta öll börn læra það
sama. Þau læra í leikjum að þekkja hluti
og vinna er útskýrð fyrir þcim eftir
myndum og eins er farið með þau í
heimsóknir til nánari skýringa. Þeim er
kennt að vinna saman. Hvert barn hcfur
sitt merki sem það lærir að þekkja.
Skápar og hengi eru merkt þcssum
merkjum svo börnin geti ætíð fundið
sinn stað þó ekki séu þau fær um að lesa.
Hver fóstra fær einn frídag í mán. án
launaskerðingar. Heimilið starfar til kl.
6.30 að kvöldi.
Vinnutími er mislangur, það fer cftir
því hvað viðkomandi á mörg börii. 43
kl.st. hjá barnlausum, 38 kl.st. hjá þeim
sem eiga tvö börn en 35 kl.st. hjá þeim
sem eiga þrjú börn. Foreldrar annast
börnin heima í veikindunt þeirra, án
skerðingar launa. Læknar skoða börnin
vikulega. Læknanám er 6 ár og allir læra
barnalækningar. Slys á börnum eru
fátíð. Það telst til undantekninga cf
karlmenn gegna fóstrustörfum og taldi
forstöðukonan að til þess lægju félags-
legar ástæður. Hún taldi að skólanám
ætti aðtengjast meira starfi barnahcimil-
anna svo skilningur á því starfi vaxi hjá
almenningi í uppeldislegu tilliti.
Menningarmiðstöð
Menningarmiðstöðin sem skoðuð var
er á dreifibýli Schwerin héraðsins. Hún
var byggð árið 1978 og byggingarkostn-
aður var 5 millj. DM. Hcimilið þjónar
um 7 þús. íbúum hreppsins. Landbúnað-
ureraðalatvinnuvegur. í félagsheimilinu
er miðstöð áhugamanna í sporti, frjáls-
um íþróttum, veiði, sundi o.fl.
í anddyri er skilti með upplýsingum
um alla starfsemi í húsinu sem er mjög
umfangsmikil. Daglega er margt á
dagskrá.
Þarna er stó’r samkomusalur auk
smærri sala. Matsalur er fyrir 90manns.
1 menningarmiðstöðínni eru haldnar
almennar samkomur uppskcru- og al-
þýðuhátíðir, kvikmyndsýningar, lista-
vcrka- og vinnusýningar. Þarna var
Ijósmyndaherbergi. 8 klúbbar hafa þar
ýmiskonar starfsemi. í menningarmið-
stöðinni var tónleikaherbergi og plötu-
safn, barnabókasafn. hrepps- og héraðs-
bókasafn. Þar voru þýddar bækur eftir
íslenska höfunda. Fjórar eftir Halldór
Laxnessog tvo eða þrjá aðra íslenska
bókahöfunda.
Rækt er lögð við mállýsku staðarins
sem er all sérstæð, svokölluð: „Skand-
araþýska".
Rekstur hússins er fjármagnaður af
ríkinu. 15 menn vinna að staðaldri við
starfrækslu heimilisins þar af er hluti
þeirra leiðbeinendur í félagastarfi.
Klúbbarnir greiða ekki fyrir aðstöðu.
Þegar skemmtanir eru haldnar greiðir
fólkið hluta af kostnaði í aðgangseyri en
fyrirtæki greiða fullt fyrir afnot hússins.
Orlofsbúðir
Búðirnar eru um 50 km. frá borginni
Schwerin. Aðstaða er fyrir 560 manns í
einu. Ibúðirnar eru sumar í fjölbýli og
cru þær taldar hentugri rekstrarlega.
Svo eru líka raðhúsaíbúðir. Þær eru
minni og nýttar frá maí til sept. ár hvert.
Orlofsgestir dvelja venjulega 13 daga
í einu. Búðirnar cru nýttar allt árið. Að
meðaltali dvelja um 7000 manns í
búðunum á ári.
í fjölbýlishúsum cr sameiginleg setu-
stofa með sjónvarpi. Samciginlegar veit-
ingar eru í kjallara sem tckur um 240 í
sæti í einu. íþróttaaðstaða er einnig í
húsinu. Gcrt er ráð fyrir að útbúa megi
leikherbergi ef þarf.
Úti er stórt íþróttasvæði. Einnig er
íþróttaaðstaða í útihúsum s.s. keiluspil
o.fl. Vciðivatn er við búðirnar með
bátaleigu frá maí-mánuði.
Ellilífeyrisþegar eru meðlimir í verka-
lýðsfélögunum. Meðlimatala verkalýðs-
félaga a-þýska ríkisins er um 9 millj.
Sumarferðir barna cru skipulagðar
bæði innanlands og utan.
Stundum duga orlofshúsin ekki þá eru
lcigð hótclherbergi fyrir dvalargesti. Þau
eru dýrari en verkalýðsfélög greiöa þá
hluta kostnaðarins.
Ferðaþjónusta cr mikill þáttur í starfi
vcrkalýðsfélaga. Sólarlandaferðir eru
líka skipulagðar á vcgum ferðaskrif-
stofa. Oft er um jöfn skipti að ræða milli
landa. Svokölluð vinalönd, Finnland,
Danmörk og Sovétríkin hafa sérstök og
ódýrari ferðasamskipti.
Orlofsfélagar frá vestur Evrópu dvelj-
ast stundum í orlofsbúðum í A-Þýska-
landi.
Æskulýðsferðir A-Þjóðverja eru ódýr-
ari á vegum sérstakra ferðaskrifstofa.
Vcikt fólk nýtur oft ókeypis orlofs-
dvalar auk dagpeninga.
Willi Sehrötet sem tók á móti okkur í
orlofsbúðunum óskaði að íslenskir
vcrkalýðsfélagar gætu notið dvalar í
a-þýskum orlofsbúðum.
Endir
I lok dvalar í Schwerin sátum við
kvcðjuhóf. Þar voru okkur færðar gjafir
og óskir um sem best not af heimsókn-
inni. Við þökkuðum ogskýrðum frá því
markverðasta sem okkur þótti dvöl í
landi þeirra færa okkur.
Frá Schwerin var haldið til Rostock.
Þar komu til móts við okkur íslandsvin-
irnir, prófessorarnir: Bruno Kress og
Ernst Walter. Við áttum með þeim
góðar stundir. I skoðunarferð um borg-
ina nutum við frásagnar þeirra auk
fararstjórans sem ætíð gætti að velferð
okkar.
Frá Rostock var haldið með lest til
Kaupmannahafnar og flugvél þaðan og
heint.
Framanskráðir ferðaþættir eru aðeins
lítið brot af ferð sem stóð í tíu daga. Allt
var gert til að dvöl okkar yrði sem best.
Margs er að minnast. Endurreisnar-
starf þjóðarinnar er mikið.
í grein minni kemur víða fram þáttur
heimsstyrjaldarinnar á þýskt þjóðlíf því
þar sýna verkin merkin. Enginn sem
ekki hefur verið beinn þátttakandi í
stríðinu getur í raun gert sér í hugarlund
þvílíkar hörmungar það var, en það held
ég að þýska þjóðin skilji.
Heimsóknir milli þjóða auka skilning,
eyða tortryggni og stuðla þar með að
varðveislu friðar. Það er ósk mín og von
að þessi ferð megi verða eitt skref í bættu
ogskilningsríkara samfélagi milli þjóða.
Óli S. Runólfsson
rennisiniður.