Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 20
■ Öskudagurinn er auðvitaö hátíðiegur haldinn á Húsavík. ekki síður en annarsstaðar. Ungir Húsvíkingar bjuggust upp á og fóru svngjandi um bæinn og hlutu umbun fvrir i ýmsu góðgæti, þar sem þeir komu. (Tímamynd Þröstur) dropar Aðeins jólabækurnar ■ Pi'iinan riikumst viit ú i Frcy: I hinu crliila tíðarfari aft undan- förnu hefur veriö saRt frú inarj;- húttuöu hjar^arleysi fölks »g vandræðum við aðdrætti... Kitt sinn gerðist það sem oftar um jól iij> úramiít að hæir ú Efri Jökuldal lokuðust inni vcgna ófærðar og veðurhams. Þegar veðri slotaði liraust Aðalsleinn Aöalsteinsson í Vaðhrekku í ICgilsstaði ú vélsleöa, ók lieint aö kaupfélaginu, keypti þar þrjúr ný- útkomnar liækur og liéll síðan rakleitt heim. Sagan er seld jafndýrl og liún var keypt. „Allir mínir ráðgjafar...“ ■ Þótt ekki hafi rikt úuægja með þróun stjórninúla ú íslandi ú Við- skiptaþinginu sem haldið var í vikunni, voru nienn ekki svo svartsýnir, að þeir reyndu ekki að slú ú létta strcngi. Ragnar Halldórsson, fonnaður Verzlunar- rúðs íslands, ræddi í setningar- ræðu sinni um „þýska efnahags- undrið.” „Hörgull var ú flestu eftir striðið og vöruskiptaverslun í algleym- ingi. Horst, nokkur Mendershaus- en, segir þannig frú: „Allir vita að sement fæst fvrir kol, sögðu borgaryfirvöld í Stutt- gart og þau kcyptu úfengi liruggaö í sveitunum í kring, sendu það yfir ú franska svæðið í skiptum fyrir vindlinga, sendu vindlingana i núniu í Kuhr í skiptuin fyrir kol, kolin fluttu þau til baka í sements- verksmiðju í Wuertemburg, og höfðu þú fengið sement til endur- reisnarstarfsins.” „Þessu var brcytt í einu vet- fangi”, sagöi Ragnar í ræðu sinni. Og hélt úfram: „Brcytingin gekk síðan undir nafninu. þýska efna- hagsundrið. Vanlrúin var samt ráðandi í upphafi eins og þessi saga vitnar um: „Þegar efnahagsaðgerðir Erhards, kanslara, voru tilkynntar i Vestur Þýskalandi þann 2(1. júni 1948, kom yfirniaður herafla Bandanianna í Þýskalandi, Clark hershöfðingi, í ofboöi að múli við Erhard og sagði sína skoðun lireint út: „Erhard, allir mínir efnahags- rúögjafar, segja mér, að þær rúð- stafanir, sem þú hefur gert í efnahagsmúluin, séu hreint glap- ræði.” „Er það satt”? svaraöi Erhard, „allir inínir rúðgjafar segja slíkt hið sama við mig." Krummi ... ... sér að það kemur fyrir ekki þótt við íslendingar hundsunt ráð allra ráðgjafa. Við liöfum bara verðbólguundrið. ■ Tvö þúsund lítrar af hreinni svartulíu náðust upp úr Reykjavíkurhöfn þegar starfsmenn hafnarinnar og siglingamálastofnunar unnu þar við hreinsun í fyrradag. Hér er um að ræða olíu sem farið hefur í sjóinn í ógáti og enginn hirti um að tilkynna óhappið. Þetta er í sjötta skiptið á tæpum tveimur mánuðum sem olía í einhverjum mæli fer í höfnina. Aðeins í einu tilvikanna var tilkynnt um óhappið. Gunnar Guðmundsson, hafn- arstjóri í Reykjavík, sagði í samtali við hlaðið í gær, að mikið tjón hlytist af olíu sem fer í höfnina. Af hennar völdum spilltist lífríki varanlega og það kostaði bæði fé og fyrirhöfn að hreinsa skip ogönnur mannvirki, sem atast út. Ncfndi hann einnig að tó og önnur verðmæti, s.s. belgir úr gúmmíi hreinlega eyði- legðust af völdum olíu. Gunnar sagði að ákveðnar grunsemdir væru um hvaðan olí- an kom í síðasta tilvikinu, en þó væri erfitt að fá þær staðfestar vegna mikillar umfcrðar skipa um höfnina. Vegna þessa hcfur hafnar- stjórn skrifað bréf til olíufclag- anna í Reykjavík og farið þess á leit að í hvert skipti sem olía er sett á skip verði hafnaryfirvöld látin vita. Einnig var skrifað bréf til Í.ÍÚ, þar sem þess er farið á leit, að aðeins kunnáttumenn, vélstjórar, verði látnir fást við að dæla olíu á milli skipa, en grunur leikur á að mikið af olíu fari í sjóinn þegar það er gert. Reykjavíkurhöfn og siglinga- málastofnun beina þeim cin- dregnu tilmælum til allra er sjá um meðhöndlun olíu í Reykja- víkurhöfn eða annars staðar að tilkynna tafarlaust til viðkom- andi hafnaryfirvalda eða sigl- ingamálastofnunar um öll óhöpp er leiða til þess aó olía fer í sjó. Með því að tilkynna strax aukast líkur til að koma megi í veg fyrir tjón til mikilla muna. -Sjó. Lögreglan í Kópavogi: Herferð gegn van- búnum bif- reiðum ■ Lögreglan í Kópa- vogi hyggst hefja mikla herferð gegn vanbúnum bifreiðum um * næstu helgi. Verða kallaðar út aukavaktir í þessu skyni og munu allir bílar lög- regiunnar verða á ferð- inni um bæinn. Að sögn Ásmundar Guðmundssonar, yfir- lögregluþjóns í Kópa- vogi, mun ljósabúnaður bifreiða verða sérstak- lega athugaður svo og annað serh að bifreiðum kann að vera. Einnig vildi Ásmundur minna bifreiðaeigendur í Kópa- vogi á, að skoðun bif- reiða í kaupstaðnum er nú hafin. -Sjó. ■ Birgðir af smjöri og smjörva í landinu voru aðeins unt 275 lestir um siðustu áramót, en það jafngildir unt 10 vikna sölu mið- að við sölu þessara vara í lyrra. Hafa smjörbirgðir ekki verið svo litlar síðan árið 1976. Af ostum voru til 740 lestir sem jafngildir um 5-6 mánaða sölu. „Það er líka smá framleiðsla yfir vetrarmánuðina, þannig að þetta á að vera allt í lagi“, sagði Óskar Guðmundsson forstj. Osta- og smjörsölunnar spurn- ingu um hvort smjörið muni nægja til vors. Hann kvað mjólk- urframleiðsluna nú komna í hið æskilega jafnvægi, vera rétt næga fyrir okkur en ekkert umfram það, þar sem einnig verði að hafa árstíðasveifluna íhuga. Út- flutningur á osti var um 1.000 tonn á síðasta ári, en Óskar kvaðst búast við sára litlum út- flutningi í ár. Til mjólkursamlaganna bárust tæpir 104,6 milljón lítra af mjólk árið 1982, sem er um 1,6% meira en árið áður. En sala á nýmjólk, léttmjólk og súrmjólk óx einnig um 1,6% á árinu, og varð alls röskir 46 milljón lítrar. Sala á öðrum mjólkurafurðum gekk einnig mjög vel. Af smjöri og smjörva voru seldar 1.435 lestir, sem er 22,8% meira en árið áður, 1.636 lestir af föstum mjólkurostum sem er um 10% aukning og um 2,6% aukning varð í sölu á rjóma. Sala á skyri varð 1.793 lestir sem er um 10,6% aukning frá fyrra ári, en nokkur samdráttur varð í sölu á jógúrt. -HEl W at seldu í Þýska- landi ■ Tveir togarar seldu í Þýskalandi í þcssari viku. Vigri frá Rcykjavík scldi 254.3 tonn í Cuxhaven, uppi- staðan karfi, og fékk fyrir atlann 4.782.000.IK) tslenskra' króna. Meðalverð 18,81 kr. Sveinborg frá Garði seldi 115.3 fyrir 2:038.000.00 í Bremerhavcn. Mcðalvcrð 17,70 kr. -Sjó. Opiö vírka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag 'I abriel HÖGGDEYFAR , V^vlrahíutír Aðeins 275 lestir voru til af smjöri og smjörva um áramót EKKI MINNISMJÖR- BIRGÐIR FRA 1976 NA9U 2000 LTTRUM AF HREINNI SVARTOLÍU l)R REYKIAVfKURHÖFN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.