Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.02.1983, Blaðsíða 18
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 18 þingfréttir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra: Ekki hægt að stjórna efnahags- málum að óbreyttu vfsitölukerfi ■ I. umræöu um frumvarp forsætisráö- herra um nýtt viðmiðunarkerfi var fram haldið á miðvikudag, en henni lauk ekki og verður fram haldið á mánudag. Til sölu hitatúpur 10 kw. Einfasa með öllu tilheyrandi. Seljast ódýrt. » Upplýsingar i sima 93-2131 Tómas Árnason hóf framhaldsum- ræðuna og sagði að framlagning frum- varpsinsværi ekki brot ástjórnarsáttmál- ununi eins og Alþýöubandalagsmenn vilja halda fram heldur væri það liður í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að færa niður verðbólgu. Hins vegar væri það brot á stjórnarsáttmálanum hjá Alþýðubandalaginu að skerast úr leik og taka ekki þátt í þeim aðgerðum sem ákveðnar voru í ríkisstjórninni í ágúst s.l. cr bráðabirgöalögin voru gcfin út og nokkur atriði efnahagsaðgerðanna eru þegar komin til framkvæmda, svo sem láglaunabætur og lenging orlofs. Tómas sagði: Sú skoðun á árciðanlcga vaxandi fylgi ;iö fagna með þjóðinni að vcrðbólgan náist aldrei niður á viðunandi stig, nema með því rn.a. aögjörbrcyta vísitölukerf- inu. Það er auðvclt að sýna fram á þá röklcysu að laun allra íslcndinga eigi að hækka ef sykur, kaffi cða olía hækkar í verði á heimsmarkaði. Eða ef öll þjóðin vill gcra citthvcrt átak til uppbyggingar og lagðir eru á óbeinir skattar til að gera þetta mögulegt þá skuli öll laun í landinu hækka. Ef nauðsynlegt reynist aö hækka gjaldskrá hitaveitna, rafmagnsveitna og ríkisútvarpsins þá hækka laun allra landsmanna. Því skyldu laun hækka cf þessi almenningsfyrirtæki verða að fá viðbótartekjur til aðgcta starfaðcðlilega og veitt betri þjónustu. Auövitað grciða menn mcira til að tryggja nauösynlega og bætta þjónustu ella drabbast hún niður. Svona má nefna dæmi um það hve fráleitt núverandi vísitölukerfi er og hve mikil nauðsyn er á að gera brcytingar á því til að draga úr verðbólgu. En höfuðgalli vísitölukerfis- ins er fólginn í því hvcrsu verðbólguhvetj- andi það er. Hve það viðheldur víxlgangi kaupgjalds og verðlags og eykur á vcrðbólgu. Ég er þeirrar skoðunar, að ekki sé unnt að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar svo í lagi sé að óbrcyttu vísitölukcrfinu. Þá verða að koma til breytingar auk verðbóta á laun. breyt- ingar á verðbótum á skatta, verðbótum á fjármagn og verðmyndunarkerfi sjá- varútvegs og landbúnaðar. Þetta frv. er áfangi í þá átt að endurskoða frekar viðmiðunarkerfið. - Nýtt og breytt við- miðunarkerfi ásamt hliðarráðstöfunum til að vcrja kaupmátt lægri launa og samræmdri stefnu í efnahagsmálum að öðru lcyti, er að niínu mati forsenda þess aö hægt sé að ná vcrðbólgunni niöur. En vísitölukerfið er auk þess að vera þrándur í götu góðrar stjórnar efnahags- mála ranglátt kcrfi. Hugsum okkur að verðbótavísitala sé 10%. Sá, sem hefir 10 þúsund krónur á ntánuði fær 1.000 krónur í verðbætur. Sá, sem hefir 50 þúsund krónur fær 5 þúsund krónur. Síðan ríöa yfir gengisbreytingar og hækkanir á öllum sköpuðum hlutum svo unnt sé að halda hlutunum gangandi. Síðan á láglaunamaðurinn að mæta verð- bólguflóðinu með 1.000 krónum á sama tíma og hátekjumaðurinn fær 5 þúsund krónur í sama skyni. Sá, sem á eignir, fær verðhækkun þeirra á silfurfati. Sá, sem á engar eignir fær ekki neitt. Þannig gerir verðbólgan þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Þetta frumvarp mun draga úr verð- bólgu um a.m.k. 5-6% á þessu ári og halda áfram að draga úr henni. Það hefir varanlcga þýðingu til viðnámsgegn verð- bólgu og stuðlar að lækkun hennar. í því felst gildi frumvarpsins. Viðskiptaráðherra sagðist aldrei mundu hafa samþykkt að framkvæma ýmsa aðra liði efnahagsráðstafananna ef hann hefði vitað að ekki ætti að standa að breyttu viðmiðunarkerfi. Kvaðst hann ekki trúa að Alþýðubandalags- menn fctuðu í fótspor sjálfstæðismanna að beita málþófi og tefja framgang málsins. Jóhanna Sigurðardóttir sagði frum- varpið meingallað og bæri keim af gam- alkunnum efnahagsráðstöfunum, að skerða launin en gera helst sem minnst af öðrum ráðstöfunum sem að gagni mættu koma gegn verðbólgu. Sagði hún ljóst að frumvarpið væri ekki liður í samræmdum efnahagsaðgerðum. Lýsti hún andstöðu sinni við frumvarpið í því formi sem það cr. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra beindi þcim tilmælum til þingmanna úr öllum flokkum að greiða fyrir þinglegri meðfcrð málsins og bað ncfndarmenn sem um málið fjölluðu að afgrciða það fljótlega. Starfsmannahús í Kópavogi Tilboð óskast í innanhússfrágang á húsi fyrir Vita- og hafnarmálastofnun í Kópavogi. Húsið er 213 m' að grunnfleti, kjallari og 1. hæð, húsið er nú tilbúið undir tréverk. Verkinu skal að fullu lokið 16. júní 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 4. mars 1983 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Bakarameistari óskast Viljum ráða bakarameistara sem fyrst til starfa í brauðgerð okkar. Góð starfsaðstaða Upplýsingar gefa Hermann Hansson kaupfélags- stjóri og Sigurður Hjartarson bakarameistari í símum 97-8200 eða 97-8673 Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafirði. Laus staða Staða skólastjóra Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla islands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Æfinga- og tilraunaskóli KHÍ skal samkvæmt reglugerð hafaforgöngu um nýbreytni i skólahaldi og starfa sem tilraunaskóli eftir pví sem samrýmist skyldum hans sem hverfisskóla. Skal skólastjóri hans hafa lokið háskólaprófi í uppeldisgreinum, hafa kennarapróf eða kennslu- reynslu, hafa unnið aö rannsóknum í þágu uppeldis og skóla og hafa trausta þekkingu á skóla og uppeldismálum á Islandi og erlendis. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um náms- og starfsferil umsækj- enda, vísindastörf og ritsmíðar skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Hverisgötu 6,101 Reykjavík. » Menntamálaráðuneytið, 16. febrúar 1983 Útboð Óskað er tilboða í smíði, uppsetningu og glerjun glugga fyrir Laugalandsskóla í Holtum. Bjóða má sérstaklega í smíði glugga. Tilboðsgögn verða afhent frá þriðjudegi 15. febr. á Teiknistofu Hauks Viktorssonar að Bræðraborgarstíg 7 Reykjavík sími 10960. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 14 föstudaginn 25. febrúar. Kvikmyndir ^IUM Sími 78900 ®*-ð Salur 1 Gauragangur á ströndinni Létt og fjörug grínmynd um nressa krakka sem skvetta aldeilis úr klaufunum eftir prófin i skólanum og stunda strandlifið og skemmt- anir á fullu. Hvaða krakkar kannast ekki við fjörið á sólarströndunum? Aðahlutverk: Kim Lankford, Jam- es Daughton, Stephen Oliver Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 Salur 2 Fjórir Vinir (Four Friends) Ný frábær mynd gerð af snillíngn- um Arthur Penn en hann gerði myndirnar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini sem kynnast i menntaskóla og verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta I þá daga. Sýnd kl. 5,7.05,9.05 og 11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. ★★★ Tíminn ★★★ Helgar- pósturinn Salur 3 Meistarinn Meistarinn er ný spennumynd með hinum frábæra Chuck Norris. Hann kemur nú í hringinn og sýnir enn hvað i honum býr. Norris fer á kostum í þessari mynd. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Jennifer O'Neill og Ron 0’Neal. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Litli lávarðurinn Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- ■ stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5, 7, Salur 4 Flóttinn Flóttinn er spennandi og jafnframt fyndin mynd sem sýnir hvernig J.R. Meade sleppur undan lög- reglu og fylgisveinum hennar á stórkostlegan hátt. Sýnd kl. 5 Sá sigrar sem þorir 'Peir eru sérvaldir, allir sjálfboðalið- ar svifast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Petta er umsögn um hina frægu SAS (Speciai Air Service) Þyrlu-björgunarsveit. Liðstyrkur þeirra var það eina sem haegt var, að treysta á. Sýnd kl. 7.30 og 10. Bönnuð bömuminnan 14 ára. HÆKKAÐ VERÐ Salur 5 BeingThere Sýnd kl. 9. (12 sýningarmánuður).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.