Tíminn - 06.03.1983, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson óg Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Samningavið-
ræðurnar um af-
vopnunarmálin
■ Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi
ítarlega, árlega skýrslu sína um utanríkismál. Þar er fjallað um ýmsa
þætti alþjáðamála auk íslenskra utanríkismála sérstaklega.
í skýrslu sinni fjallar Ólafur Jóhannesson um þær viðræður, sem nú
standa yfir um afvopnunarmál í Genf, og segir þar m.a.:
Eins og kunnugt er vildi Bandaríkjaþing ekki staðfesta SALT II
samkomulagið milli Bandatíkjanna og Sovétríkjanna, sem undirritað
var árið 1979. Það samkomulag fól í sér vissar hömlur á kjarnavopna-
forða risaveldanna, sem þau geta skotið hvert á annað heimsálfa á
milli, en hins vegar lítinn sem engan raunverulegan niðurskurð. Eftir
því sem best er vitað hafa þó báðir aðilar virt í verki þær hömlur sem
samkomulagið gerði ráð fyrir. Núverandi Bandaríkjaforseti lýsti því
yfir að hann teldi SALT II samkomulagið alls ófullnægjandi og því
yrði að hefja samninga að nýju, seni fælu í sér raunverulegan
niðurskurð kjarnavopna, en risaveldin gætu skotið heimsálfa á milli.
Þessar viðræður voru samkvæmt þessu nefndar START (Strategic
Arms Reduction Talks) og hófust þær sl. sumar. Það verður að teljast
kostur að viðræður eru nú samtímis í gangi um bæði þessa tegund
kjarnavopnaflauga og Evrópukjarnavopnin (INF) því að það gerir
mögulegt að vísa umræðum um vopnategundir, sem aðilar eru
sammála um að falli ekki inn í annan viðræðurammann, til meðhöndl-
unar í hinum.
Tillögur Bandaríkjamanna í þessum START-viðræðum voru þær,
að báðir aðilar skyldu fækka sprengihleðslum sínum á eldflaugum,
sem þeir geta sent hvor á annan, úr u.þ.b. 7.500 niður í 5.000 fyrir
hvorn. Af þessum 5.000 skyldu 2.500 hið mesta vera á eldflaugum,
sem staðsettar eru á landi. Jafnframt var lagt til að Bandaríkin og
Sovétríkin skyldu hvort ríki um sig ekki hafa fleiri en 850 eldflaugar
er senda má milli heimsálfa. Til þess að uppfyila þessi skilyrði þyrftu
Bandaríkin að fækka í núverandi forða um helming en Sovétríkin um
tvo þriðju hluta. Gagnrýni Sovétríkjanna á þessar tilllögur Bandaríkja-
manna snúi fyrst og fremst að eldflaugum á landi, sem séu
höfuðþátturinn í langdrægum kjarnavopnum Sovétmanna. Þeir hafa
því lagt áherslu á að ekki verði um frekari fjölgun að ræða en auk
þess verði samið um vissan samdrátt og takmarkanir.
Það er ekki útilokað að afleiðingar START-viðræðnanna gætu
orðið þær, að báðir aðilar legðu aukna áherslu á að koma
kjarnaflaugum fyrir í kafbátum til þess að treysta jafnvægið sín á milli.
Þar með myndi hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðanna í nágrenni við
ísland aukast og jafnframt umferð kafbáta búnum kjarnavopnum.
Það gefur auga leið að slík þróun væri óæskileg og hættuleg fyrir ísland
og því hljótum við að vonast til að niðurstöður START-viðræðnanna
leiði til svo mikillar fækkunar í vopnabúrum risaveldanna að ekki
aðeins kjarnavopnum á landi heldur einnig í kafbátum verði verulega
fækkað frá því sem nú er.
Fyrir þjóðir Vestur-Evrópu eru niðurstöður INF-viðræðnanna
jafnvel enn mikilvægari en niðurstöður START-viðræðnanna. Eins og
ég hef getið um hér áður hófust INF-viðræðurnar loks í Genf hinn 30.
nóvember 1981. Bandaríkjamenn hafa lagt þarna fram æði róttækar
tillögur, sem sagt að bæði Sovétríkin og Bandaríkin sættust á að hafa
alls engar meðaldrægar eldflaugar á landi. Það myndi þýða fyrir
Sovétríkin, að þau yrðu að taka niður og eyðileggja allar SS-20
eldflaugar sem þau hafa komið sér upp, svo og eldri SS-4 og SS-5
flaugar. Sovétríkin hafa vísað þessum hugmyndum á bug sem hreinni
fjarstæðu og ýmsar raddir hafa einnig heyrst á vesturlöndum sem að
nokkru taka undir viðbrögð Sovétmanna, en þá er það oftast
undanskilið að Sovétmenn fái að halda einhverjum af sínum
meðaldrægu kjarnaflaugum gegn því að einhverjum hluta hina 572
flauga NATO verði komið upp til mótvægis og/eða eitthvað tilllit verði
tekið til kjarnaflauga Breta og Frakka.
Ég hlýt fyrir mitt leyti að taka undir það að æskilegasta niðurstaða
INF-viðræðnanna væri sú, sem Bandaríkjamenn hafa gert tilllögu urn
og öll bandalagsríki þeirra hafa margoft lýst stuðningi við. Náist hún
ekki fram hlýtur næsti kostur að vera að semja um svo mikla fækkun
á uppsettum og áætluðum eldflaugum á báða bóga sem frekast er unnt.
Grundvallarhugmynd Sovétmanna sýnist vera sú, að þeir eigi að fá
samningsbundinn rétt til a.m.k. jafn mikils vígbúnaðar og ekki aðeins
hitt risaveldið, Bandaríkin, helduröll hin stórveldin, sem neitunarvald
hafa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samanlagt, þ.e. Bandaríkin,
Bretland, Frakkland og Kína.“
-ESJ.
skuggsjá
■ Simone de Beauvoir: verðlaunuð
■ Tennessee Williams: iátinn
Af Tennessee Williams
og Simone de Beauvoir
B
1 ANDARISKA LEIKRITASKALDIÐ TENNESSEE
WILLIAMS FANNST LÁTINN Á HÓTELHELBERGI
SÍNU í NEW YORK Á FÖSTUDAGINN í SÍÐUSTU
VIKU. Það telst sennilega til gráglettni örlaganna, að
Williams, sem var þekktur fyrir ímyndunarveiki sína, skyldi
kafna eftir að hafa, vafalaust óvart, gleypt lok af töfluglasi.
Hann trúði því árum saman að hann hefði „alla þá sjúkdóma,
sem mannkynið hefur kynnst", eins og hann orðaði það einu
sinni, og bjóst alltaf við því að hjartað myndi gefa sig á hverri
stundu. En dauðinn birtist oft með þeim hætti sem síst er von á.
Bandaríkjamenn hafa minnst Williams sem eins af tveimur
mikilhæfustu leikritaskáldum þjóðar sinnar fyrr og síðar, og
að Williams látnum hafa sumir reyndar dregið í efa, hvort rétt
sé að skipa honum aðeins í annað sætið á eftir Eugene O’Neill.
Slík röðun skiptir þó auðvitað litlu máli og er reyndar að
verulegu leyti marklaus; það, sem lifir áfram, eru verkin, og
vafalaust er það rétt, að mörg þeirra hljóta að teljast í fremstu
röð bandarískra leikbókmennta - leikrit eins og „The Glass
Menagerie" (Glerdýrin), „A Streetcar Named Desire“ (Spor-
vagninn girnd), „Cat on a Hot Tin Roof“ (Köttur á heitu
blikkþaki), svo nokkur dæmi séu nefnd af tugum verka hans.
Williams hét reyndar alls ekki Tennessee/'heldur Thomas
Lanier Williams. Hann fæddist 26. mars árið 1914 í borginni
Columbus í Missisippi. Hann var veiklulegt barn og varð af
þeim sökum að þola háðsglósur frá föður sínum, sem var
farandsali, pókerspilari og fyllibytta og kallaði drenginn
„ungfrú Nancy“ í háðungarskyni. Þegar drengurinn var sjö ára
flutti fjölskyldan úr Suðurríkjunum norður til St. Louis. Bæði
honum og móður hans varð mikið um að breyta þannig um
umhverfi, og Suðurríkin urðu þeim báðum uppspretta endur-
minninga, sem síðar birtust ljóslifandi í leikritum Williams.
Heimililslífið í St. Louis var óskemmtilegt. Stríð ágerðist á
milli foreldranna. Tennessee fékk alls konar grillur; varð m.a.
óstjórnlega hræddur við að sofna. Og eldri systir hans, sem
var honum ástkær, varð geðbiluð svo að setja varð hana á hæli.
Svo fór að lokum, að Tennessee, sem komist hafði í
Missouri-háskóla, varð að hætta námi til þess að vinna fyrir
sér. Hann fékk starf hjá skóframleiðanda sem verkamaður.
En jafnframt var hann að reyna að skrifa, þótt hann hefði
aðeins næturnar til þess. Hann líkti þessu tímabili í ævi sinni
við „dvöl í helvíti", sem stóð í tvö ár - en þá fékk hann
taugaáfall.
Upp úr þessum jarðvegi sterkra tilfinninga, tragískra
atburða og erfiðleika urðu leikrit hans til. Þannig mun
Amanda í „The Glass Menagerie" að verulegu leyti vera
byggð á móður hans, en systirin er talin fyrirmynd dótturinnar
Lauru í sama leikriti og Catherine í „Suddenly Last Summer“
(Skyndilega síðasta sumar). Og stirð sambúð þeirra feðga
endurspeglast í átökum feðganna í „Cat on a Hot Tin Roof“.
TennesseeWilliams tók fyrir viðfangsefni, sem fáir höfðu
áður talið viðurkvæmilegt að setja á leiksvið vestra, og gerði
það af slíkri hreinskilni og tilfinningu, að hreif marga en
hneykslaði aðra. Hann fjallaði um kynvillu, mannát, eiturlyfj-
notkun, vergirni, kynkulda og drykkjusýki, svo
fáein dæmi séu tekin. Söguhetjur hans eru tilfinningaríkar
manneskjur, sem búa við einmanakennd, örvæntingu, sárs-
auka og jafnvel geðveiki. Hann hefur verið kallaður lárviðar-
skáld hinna úthröktu, glötuðu, sem oft á tíðum áttu ekkert
eftir nema sterkar ástríður. í verkum hans tókust á um
sterkustu tilfinningar manneskjunnar andinn og efnið, ást og
dauði, sakleysið og spiilingin.
Eftir erfiða byrjun sem rithöfundur hlaut Tennessee
Williams frægð og frama; tvenn Pulitzer verðlaun í Bandaríkj-
unum og sýningar á leikritum sínum víða um heim. Fjölda-
mörg leikrita hans voru síðan kvikmynduð og sýnd við mikla
aðsókn.
Williams gerði oft greinarmun á því sem hann kallaði
„hugsandi leikritaskáld" og hinum, sem eins og honum sjálfum
„væri aðeins leyft að finna til“. Þær tilfinningar voru sterkar,
og þær endurspeglast í verkum hans, sem munu lifa þótt hann
hafi nú sjálfur kvatt þennan heim.
E,
/ITT SINN URÐU SONNING-VERÐLAUNIN
DÖNSKU VELÞEKKT HÉR Á LANDI. Það var þegar
Nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness, hlaut þau og íslensk-
um námsmönnum í Kaupmannahöfn þótti við hæfi að
mótmæla opinberlega af því tilefni, svo sem alræmt varð.
En gildi frétta vill gjarnan fara eftir nálægð þeirra, og veiting
Sonning-verðlaunanna til annarra en íslendinga hefur því ekki
þótt sérlega fréttnæm hérlendis. Verðlaununum hefur þó að
sjálfsögðu verið úthlutað árlega og oft til hinna merkustu
manna.
Að þessu sinni er verðlaunahafinn franski rithöfundurinn
Simone de Beauvoir, sem bæði er þekkt fyrir eigin ritverk og
fyrir langvarandi samneyti sitt og bandalag með heimspek-
ingnum Jean-Paul Sartre, sem nú er látinn. Simone de
Beauvoii; sem er orðin 78 ára að aldri, lifði óneitanlega lengi
í skugga Sartre. Það kann að hafa haft nokkur áhrif á að hún
hlaut nú þessi dönsku verðlaun, að þýðandi hennar í
Danmörku er engin önnur en Margrét Danadrottning, sem
naut við það verk aðstoðar eiginmanns síns, Henriks, sem er
af frönskum ættum.
Simone de Beauvoir er vissulega vel þekkt hér á landi, þótt
hins vegar hafi fæstir lesið bækur hennar nema þá kannski eina
og eina bók á erlendum málum. Það ritverk hennar, sem
hlotið hefur einna mesta útbreiðslu, er „Le deuxieme Sexe“,
sem kom út árið 1949, en þar fjallar de Beauvoir um málefni
kvenna og kvenfrelsisbaráttu með eftirtektarverðum hætti.
Áður en hún hóf ritstörf starfaði de Beauvoir sem kennari
í heimspeki í ýmsum borgum Frakklands; Marseille, Rouen
og svo í París. Á millistríðsárunum (1929) bar fundum hennar
og Sartre saman, og þau voru óaðskiljanleg upp frá því. Hún
hefur lýst lífi sínu með Sartre á umrótatímum í frönsku
þjóðlífi og menningu bæði í skáldsögum sínum og í ítarlegri
ævisögu, sem hún hóf að gefa út árið 1958 me,ð „Memoires
d’une Jeune Fille Rangée" og hefur haldið áfram allar götur
síðan. Endurminningar hennar hafa birst í mörgum bindum
og kom það síðasta út í fyrra. Þar lýsir hún m.a. síðustu
æviárum og svo dauða Sartre með svo nákvæmum hætti, að
mörgum þótti nóg um, eins og reyndar hefur áður verið rakið
í Skuggsjánni.
Fyrsta skáldverk hennar var „LTnvitee" (1943), og er það
að verulegu leyti byggt á hennar eigin reynslu og á þeirri
heimspekistefnu, sem þau Sarte voru ákafir talsmenn fyrir og
túlkendur - eksistensialismanum eða tilvistarstefnunni. Enda
er það svo, að þekktustu skáldsögíir hennar byggja á sama
hátt á hcnnar eigin reynslu í samfélaginu með Sarte - bæði
„Le Sang des Autres“, sem kom út árið 1944 og fjallar um
menntamenn í andspyrnuhreyfingunni, og svo „Les Mandar-
ins“ (1954), þar sem segir frá fyrstu eftirstríðsárunum og
vonbrigðum þeirra, sem gert höfðu sér miklar vonir um
bjartari tíma í frönsku þjóðlífi og menningu þegar þeir tóku
þátt í andspyrnunni við nasista og fasista. Það fór ekki
framhjá neinum, sem til þek-kti á þeim tíma sem Mandarínarn-
ir kom út, að þar voru aðalpersónurnar að mestu leyti byggðar
á Sartre og sálufélaga hans - um stundarsakir að minnsta kosti
- Albert Camus. Skáldsagan fékk mjög góðar viðtökur í
Frakklandi og hlaut höfundurinn m.a. hin eftirsóttu Concourt-
verðlaun að launum. -ESJ
Elías Snæland
Jónsson, skrifar