Tíminn - 06.03.1983, Síða 14

Tíminn - 06.03.1983, Síða 14
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 14 15 sundur blússuna mína og opinberuðu blæðandi bakið. Hvers vegna? Hvers vegna var farið svona með mig? Ég bar ekki illan hug til Jiang Qing persónulega. Ég ólst upp með nýja Alþýðulýðveldinu. Ég gekk til liðs við ungherjahreyfinguna - sem eru samtök á borð við skátahreyfinguna á Vesturlöndum - og síðar um. Við vorum þjakaðar af flóm og móskí tóflugum. Þarna var eitt kaldavatnsrör með nokkr- um krönum. Klósettin voru holur niður í jörðina. Við vorum vakin með flauti snemma á rnorgn- ana. Við urðum að safnast saman í garðinum eins Sjá næstu siðu Múgæði kommúnista í Kínverska alþýðulýðveldinu: Zheng Peidi, enskukennari við Pekingháskóla, rifjar upp bitra reynslu sína úr Menningarbyltingunni AMINA „HÖGGIN RIFU OG KIB” S OPINBERUÐ röðin komin að mér að gjalda fyrir orð mín og „svik“ Chen. Með strigapokann enn yfir höfði mér sagði ég varðliðunum það sem ég hafði sagt henni fyrir fimm árum. „Var það ekkert fleira? Skrifaðu undir þetta skjal og láttu okkur fá fingraför þín“. Mér varð. allt í einu ljóst að þeir höfðu skrifað niður hvert orð sem ég sagði. Þegar pokinn var tekinn af höfðinu áttaði ég mig strax á því að við vorum stödd í herbergi í byggingu þar sem ég hafði eytt fimm námsárum mínum. Herbergið var ekki langt frá aðalinngang- inum - og samt hafði ég haldið að við værum stödd einhvers staðar langt í burtu. Herbergið var drungalegt og óhreint. Mynd af Leiðtoganum hékk á veggnum og starði á mig. Var hann reiður eða hafði hann samúð með mér? Þetta hafði verið setustofa fyrir okkur stelpumar, fullt af hlátri og blómum. Núvarþaðyfirheyrsluherbergi. Varðlið- arnir sýndu mér blaðið sem þeir höfðu skrifað vitnisburð minn á. Ég skrifaði undir og þrýsti þumalfingri í rautt blekið. Því fór fjarri að ég ætlaði að neita því sem ég hafði sagt við Chen. Miskunnsemi við þá sem játa „glæpi“ Stefna Rauðu varðliðanna var: „Miskunnsemi við þá sem játa glæpi sína, en harka við þá sem Strigapoki settur yfir höfuðið Allt í einu stöðvaðist bíll og batt endaá þessar hugsanir mínar. Um lcið og mér var skipað að stökkva niður úr bílnum var strigapoki scttur yfir höfuð mitt. Ég sá ekkert og átti erfitt með að draga andann. „Hvað eruö þið að gera mér? Hvað er að?“ hrópaði ég. „Haltu þér saman, sögðu þeir. Það var tekið í hendur mínar og ég bundin og leidd áfram. Ég hafði aldrei ímyndað mér að það gæti verið svona críitt að ganga blindandi. Mér fannst langur tími líða áður en við námum staðar. „Sestu niður". Það var kunnugleg rödd sent rauf þögnina. Ég þekkti rödd Zhou. forystumanns fyrir öðrum hópnum í háskóladeildinni. Hann hafði verið mörg ár í deildinni, vissi ekkert í sinn haus um erlend tungumál, en hafði með skjöl um einkahagi starfsmanna að gera. Kannski var möguleiki að reyna að rökræða við hann, hugsaði ég með mér. Ég reyndi að losa um strigapokann en áður en ég hafði fært hendurnar að höfðinu var slegið í þær með kylfu. „Sittu kyrr" heyrði ég rödd Zhou segja. „Segðu mér hvað það var sem þú sagðir við Chen um félaga Jiang Oing?" Nú áttaði ég mig á hvers konar spurningum þeir vildu að ég svaraði. ■ Það var drungalegt síðdegi snemma vors 1968 í Peking í Kína. Ég hafði fengið m ér blund ásamt nýfæddu barni mínu þegar eiiihver barði að dyrum. Þar voru Kauðir varðliðar á ferð, í grænuin cinkennisbúningum og með rautt band um handlegginn. Þeir voru stúdentar í þeirri deild Pekingháskóla þar sem ég kenndi ensku; deild fyrir tungu og búkmenntir Vesturlanda. Hávaxinn, ungur maður sagði við mig alvarlegur í bragði: „Heyrðu, þú átt að koma með okkur upp í Háskóla. Við ætluin að leggja fyrir þig nokkrar spurningar." Ég varð hlessa og sagði: „Get ég ekki svarað þeim hér?“ „Kemur ekki til greina“. Það er kínversk hefð að móðir dveljist í herbergi með barni sínu fyrsta mánuðinn eftir fæðingu. Gamalt fólk, eins og tengdamóðir mín, var sannfært um að ef móðirin færi út úr húsi mundi hún kvefast eða sýkjast varanlega af einhverjum sjúkdómi. En það virtist út í hött að reyna að rökræða við þessa unglinga. Eg varð að fylgja þeim, voga mér út í bert loft. Ég átti ekki von á því að flutningabíll biði okkar á næsta horni. En inn í hann var mér ýtt hranalega. Við biðum þarna um stund, og síðar varð mér Ijöst að á meðan höfðu Kauðu varðliðarnir verið að leita að gögnum til að sanna „gagnbyltingarstarfsemi41 mína. Að sjálfsögðu fundu þeir ekkert slíkt, en tóku í vörslu sína bréf mín og dagbækur. Flutningabíllinn æddi áfram í vesturátt og ég fann kaldan næðing blása á móti. Ég skalf svolítið. Rauðu varðliðarnir voru kaldir og harðneskjulegir á svip. Þeir horfðu ekki framan í andlit mitt. Það var eins og ég væri ekki til. Þögnin veitti mér tækifæri til að rifja upp það sem gerst hafði. „Slúður“ um fortíð eiginkonu Maós Chen hafði alist upp í Shanghai svo að hún vissi að eiginkona Maós formanns var aðeins þriðja flokks Ieikkona snemma á fjórða áratugnum. Ég hafði oft sagt henni að frú Maó hefði verið hjákona frænda móður minnar, sem varð borgar- stjóri í Tianjin eftir byltinguna. Það var hann sem aðstoðaði Jiang Oing við að ganga í Kommúnista- ■ Jiang Qing og Maó formaður þegar allt lék í lyndi. Það voru ummæli Zheng Peidi um fortíð Qing sem urðu til þess að hún var hneppt í varðhald. standa tímunum saman, þar til fundinum lauk eða við féllum uppgefin til jarðar einungis til þess að vera sparkað aftur á fætur. Við æfðum þessa stöðu í frítíma okkar til þess að geta staðist eldraunina. Dag nokkurn í miðjum júnímánuði var farið með mig á stað þar sem margir aðrir „gagnbyltingar- sinnar" voru þegar saman komnir. Hvert okkar var með skilti um hálsinn sem á stóð: „Gagnbylt- ingarsinni hitt og þetta." Ég beygði mig eins langt niður og ég mögulega gat, og svitinn draup niður á jörðina. Fólk umkringdi okkur og hæddist að okkur, sparkaði í okkur, kleip okkur og hrinti. Skyndilega setti einhver spýtu á bakið á mér og raðaði á hana múrsteinum. „Gættu þess að ekki einn einasti múrsteinn detti", óskraði einhver á mig. Önnur manneskja setti grjót í hendur mínar:„Haltu því kyrru." Ég reyndi af öllum mætti að halda jafnvægi en án árangurs, að lokum féllu múrstein- arnir niður. Þá var sparkað í mig, ég var hædd og hýdd. Ég vissi ekki í hvaða átt ég ætti helst að snúa mér. Seinna var gengið með alla „gagnbyltingarsinn- ana“ gegnum háskólasvæðið og rauðir varðliðar og hin „byltingarsinnaða alþýða" stóð sitt hvoru megin götunnar með spýtur, trjágreinarog svipur, hvaðeina sem þau gátu fest hendur á. Höggin rifu Um höfundinn ■ Greinin í miðopnu Helgar-Tímans birtist upphaflega i enska tímarítinu London Review ot Books í nóvember s.l. og bar þar yfirskrift- ina „My Days in the Cowshed.“ Höfundurínn, Zheng Peidi, hcfur verið kennari í ensku við Pekingháskóla, en slundar um þessar mundir framhaldsnám við Lundúnaháskóla. varðég meðlimurÆskulýðssamtaka kommúnista. Ég var lífsglöð að eðlisfari, sísyngjandi og hlæj- andi allan daginn. En nú þorði enginn að sýna mér sarnúð, hvað þá að tala við mig. Loks var pyntingasamkoman á enda og báðir aðilar uppgefnir, pyntingameistararnir og hinir píndu. Ég felldi ekki eitt einasta tár allan daginn. heldur beit mig í vörina þar til blæddi. Ég hafði ekki gert neitt rangt, samviska mín var hrein. Þegar amma sá sundurtætta blússuna mína og blóðugt bakið gat hún ekki haldið lengur aftur tárum sínum. Á meðan ég gaf svöngu barninu að drekka þvoðí hún mér upp úrheitu vatni: „Hjörtu foreldra þinna myndu bresta ef þau vissu um þetta." Skömmu síðar kom Zhou í „heimsókn" til mín í stofufangelsið. Hann skipaði mér að flytja í fjósið, þar sem hinir „gagnbyltingarsinnarnir" dvöldu.„Fjósið" sem var áður kennsluhúsnæði var nálægt Lýðræðishúsinu þar sem mín deild var til húsa. Rauöu varðliðarnir voru búnir að girða húsið af og breyta því í fangelst, sem var vandlega gætt nótt scm nýtan dag. Hver og einn sem tilheyrði hópi andstæðinganna átti á hættu að vcrða fleygt inn í „Fjósið". Fyrrverandi rcktor, vara- rcktorarnir, deildaforsetar, prófessorar, fræði- menn, og venjulegir kennarar voru hafðir þar í haldi. Sofið á hálmi í „Fjósinu" Tengdamóðir mín grátbændi þá um að leyfa mér að hafa barnið á brjósti: hún fleygði sér næstum á hnén fyrir framan þá. Þeir hlustuðu ekki á hana hcldurfóru með mig á Háskólasjúkrahúsið og létu sprauta mig til að stöðva mjólkurmyndunina. Ég var haldin hitasótt alla næstu nótt og að morgni gat ég ekki kreist fram mjókurdropa handa syni mínum og amma varð að horfa á cftir mér í „Fjósið". Scinna var hún ncydd til að yfirgefa Peking ásamt sonarsyni sínum. Viö sváfum í kjallara „Fjóssins" á hálmi í stað dýna. Þar voru cngin rúm, engir stólar, engin borð. Ég var í herbcrgi-með tíu öðrum kvcnföng- ■ Zheng Peidi. Myndin er tekin á tröppum University College í Lundúnum. neita." Ef þeir litu svo á að það sem ég hafði sagt væri glæpur mátti ég þá fara heim og gefa barni mínu brjóst? Við þetta ruku þeir upp. „Fara heím? Nú ertu gagnbyltingarmaður. Það sem þú sagðir er hreinasta slúður. Þú hefur beint spjótinu að félaga Jiang Oing, að sjálfum Maó formanni! Þú ert handtekin." Ég var þrumulostin. Ég reyndi eins og ég gat að útskýra fyrir þeim að það sem ég hafði sagt var ekki bara orðrómur heldur staðreynd. Móðir mín hafði sagt mér þetta þegar ég var lítil stúlka. Ég ætlaði eingum neitt illt með því að segja frá því, var aðeins að monta mig. Allt hafði þetta gerst fyrir langa löngu. Eftir að Jiang Qing varð forystu- maður í Menningarbyltingunni hafði ég aldrei sagt neitt sem beindist gegn henni. En þessi tilraun mín var til einskis. Ég var lokuð inni í öðru herbergi, þar sem voru aðeins tveir ábreiðulausir bekkir. Engin lök, ekkert til að skýla mér. Ég sá dauft Ijós gegnum lukta gluggana. Varðliðarnir höfðu breytt byggingunni í fangelsi þar sem voru eingöngu eins manns klefar. „Fannst ég heyra hrópin í hungruðu barni mínu...“ Það var orðið áliðið. Brjóst mín voru full af mjólk og þau urðu hörð eins og steinn. Ég var bundin á báðum höndum og gat þess vegna ekki kreist mjólkina út. í myrkrinu fannst mérégheyra hrópin í hungruðu barni mínu. Ég og maður minn vorum samstúdentar. Við gengum í hjónaband þegar námi lauk og þá varð hann að fara að sirina herskyldu fjarri Peking. Sonur minn var elsta barnabarnið, og það skipti tongdamóður mína,sem var ekkja.miklu máli. Hún hafði komið alla leið frá Kanton til að líta eftir barninu. Hann var heilbrigður og hamingjusamur. og veitti okkur öllum mikla ánægju. Hver hefði getað ímyndað sér það sem átti eftir að gerast? Um morguninn þegar ég vaknaði uppgötvaði ég að blússan sem ég var í var blaut eftir mjólk úr brjóstum mínum. Einhverlaut yfirmig-ég áttaði mig á því að þetta var þýskunemi. Hún var kölluð Búddha. Hún kom með mat handa mér og sagði mér að ég gæti gefið barninu að borða síðdegis. Nokkrir ungir menn komu og losuðu um böndin. Ég gat hreyft útlimina en átti erfitt með að koma þurri kornköku ofan í mig. Tár runnu úr augum ' mér þegar ég hugsaði til sonar míns. Loks kom ég út í bjart sólarljósið. Skýin voru blá, og heit golan lék um mig og það var eins og blómin heilsuðu mér. Skólinn minn kæri. Hérna hafði ég eytt stundunum mínum og þekkti hvert tangur og tetur. En nú fannst mér þetta einskis virði eftir að ég hafði misst frelsi mitt. Ég var umkringd Rauðum varðliðum, og fékk ekki einu sinni að líta í kringum mig. í stofufangelsi Þannig var farið með mig til íbúðar eins sam- kennara míns og fjölskyldu hans. Ég var látin inn í minnsta herbergið. Á herberginu varaðeinseinn gluggi með rimlum fyrir. Barnið beið ásamt ömmu sinni í þessu fátæklega búna herbergi. Ég tók son minn strax í fangið. Hann var grennri og hafði glatað Ijóma augna sinna vegna hungurs. Þvílíkur léttir og ánægja, að leggja barnið að brjósti sér og gefa því að drekka. Frá þessari stundu var ég í stofufangelsi. Mér var ekki leyft að stíga fæti út fyrir dyr og heldur ekki að hitta neinn að utan. Barnið mátti vera hjá mér en amma þess ekki. Það var einungis eitt mjótt rúrn í herberginu. Ömmu var komið fyrir hjá einhverjum öðrum en leyft að færa mér mat. Ibúðabyggingin var ein af þrettán byggingum á háskólasvæðinu. Glugginn með rimlunum fyrir Tveir skoðanahópar myndast Frá því að Menningarbyltingin hófst 1966 höfðu myndast tveir hópar ekki bara í Háskólanum, heldur í landinu almennt. Stúdentar og starfsliö skólans tilheyrðu öðrum hvorum hópnum og í báðum voru Rauðir varðliðar. Þessir hópar voru kallaðir Loftflokkur og Jarðflokkur í Háskólan- um, og ég taldist til síðari hópsins. Þessir hópar voru eins og raunverulegir óvinir, þótt hugmynda- legur ágrciningur þeirra virðist manni nú æði lítill. Þeir gátu ekki talast við, og börðust út af smáatriðum. Þeir kennarar sem ekki töldust til verkalýðsstéttar gætu ckki gengið í lið með Rauðu varðliðunum, en varðliðarnir höfðu frjálsar hend- ur um athafnir. Þeir gátu veist að fólki, barið það, ráðist á húsnæði þess o.fl. Slagorðið var: „Ef faðirinn er byltingarmaður þá eru börnin hetjur; ef faðirinn cr afturhaldsseggur þá eru börnin óþokkar." Sjálfir voru Rauðu varðliðarnir auðvit- að hetjur! En ég var undrandi: Ég hafði ekki gert neitt af mér, eða hvað? Jú, það var rétt að ég var ckki í sama hóp og þessir Rauðu varðliðar sem höfðu ráðist inn í íbúð mína, en þeir lutu forystu konu að nafni Nie Yuanzi, scm var áhrifamaður í Háskólanum og náinn samverkamaður eiginkonu Maós formanns. flokkinn. Við slúðruðum um þetta þegar við deildum saman herbergi á námsárum okkar. Þetta var árið 1961, fimm árum áðuren Menningarbylt- ingin hófst, og frú Maó var þá enn að tjaldabaki. Hver hcfði þá getað látið sér til hugar koma að nokkrum árum seinna yrði hún leiðtogi menning- arbyltingarinnar. Eða þá að hvaðeina sem yrði sagt til að fetta fingur út í hana, satt eða logið, yrði tekið sem „gagnbyltingarstarfsemi". Nú var var eina útsýn mín til heimsins. Amma kom með matarpakka til mín þrisvar á dag. Hún sagði mér að foreldrar mínir hefðu einnig verið yfirheyrðir og leitað hefði verið í húsi þeirra að sönnunum um gagnbyltingar starf. Þrátt fyrir að Rauðu varðliðanir hafi ekki fundið neitt athuga- vert tóku þeir með sér alla skartgripi móður minnar ásamt öðrum verðmætum. Konan sem hafði umsjón með mínu máli var erfið viðureignar. Hún átti það til að koma æðandi inn til mín án nokkurrar viðvörunar, cinungis til þess að athuga hvað ég væri að gera. Einu sinni fór hún með mig til að láta taka af mér Ijósmynd fyrir framan tré. Síðar var mér sagt að myndin hafi verið stækkuð og sett upp í Háskólanum og annars staðar sem veggspjald, til þess að bera vott um sigur hins hópsins. Þeir höfðu handtekið raun- verulegan gagnbyltingarsinna úr röðum andstæðinganna, sem sannaði sekt alls hópsins. Stundum fór hún með mig á fjöldafundi þar sem ég var gagnrýnd fyrir „glæp" minn. Samkennarar mínir og stúdentar voru ekki látnir vita hvað ég hafði í raun og veru gert af mér. Þeim var sagt að ég hefði dreift óhróðri um „félaga Jiang Qing". Engum var gefinn kostur á að spyrja um innihald óhróðurins: þar var „of siðspillandi til þess að eiga á hættu að það bærist út." Niður með alla þá sem voguðu sér að segja eitthvað á móti félaga Jiang Qing! Það gaf fólki nógar ástæður til að gagnrýna mig. Hædd og hýdd Á þessu tímabili var gengið með „gagnbyltingar- ötlin" um götur, alþýðunni til varnaðar. Hverjum „glæpamanni" var fylgt af tveimur Rauðum varð- liðum sem sneru handleggi hans aftur fyrir bak og beygðu höfuð hans niðu-r svo líkami hans myndaði 90 gráðu horn. í þeirri stöðu vorum við látin ■ Frá útifundi Rauðra varðliða í Shanghai á hádögum menningarbyitingarínnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.