Tíminn - 06.03.1983, Qupperneq 16

Tíminn - 06.03.1983, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 ■ Rauðir varðliðar ganga í fylkingu um Peking. Þeir halda á myndunum af Maó formanni og bera spjöld með vígorðum úr Rauða kverinu. Múgæði. • • fljótt og við mögulega gátum og skipa okkur í raðir. Föngunum var skipt í hópa eftir kyni og eðli glæpanna. Allir urðu að hafa með sér hið „dýrðlega Rauða kver" - hugsanir Maós formanns. Við urðum að opna kverið á fyrstu síðu, myndinni af Maó, með höfuðið álútt. Við urðum að biðja Maó fromann afsökunnar á þeim „glæp" sem við höfðum „frarnið". Síðan tilkynnti einn Rauðu varðliðanna hvaða málsgrein við ættum að lesa upp þennan daginn. „Ávítur“ að lokinni erfið- isvinnu Dagurinn leið við ýmiss konar erfiðisvinnu: vega vinnu, hreinsungufukatla,gróðursetninguo.s.frv. í brennandi síðdegissólinni létu Rauðu varðliðarn- ir okkur stökkva vatni á jörðina til að kæla þá. Versti tími dagsins voru „ávíturnar" að loknu kvöldsnarlinu. Við vorum uppget'in að lokinni erfiðisvinnu dagsins í brennandi sólinni. f>að hefði verið indælt að setjast niður og hvíla sig, en slíkur munaður va^ okkur ekki ætlaður. Við vorum látin húka úti í garði tímunum saman í fastri stellingu mcð höfuðin álút. Rauðu varðliðarnir völdu einhvern til þess að hafa yfir málsgrein dagsins. Þetta var ekkert vandamál fyrir fólk eins og mig sem hefurgott minni. En fyrircldri prófessorana. sem sumir hvcrjir höfðu lært erlendis á fjórða eða fimmta áratugnum, var þetfa þrekraun. Einn þeirra, prófcssor Hsufrá Kanton fór til Bandaríkj- anna sem verkamaður, unglingur að aldri. Hann 1 var sjálfmcnntaður í cnsku. Hann sncri aftur til Kína með fjölskyldu sína eftir byltingu og vann síðan sem enskukennari. Ilann var mun betri í ensku en kínversku - bæði Kantonísku og mand- arínsku. Ef hann heföi verið beðinn um að hafa tilvitnanirnar yfir á ensku hefði honum ekki mistekisl svo hrapallega. Hann stóð frammi fyrir okkur öllum með gráa höfuöið beygt og annan fótlegginn stokkbólginn af liðagigt. Hann stamaði eitthvað ógrcinanlegt. mismælti sig sumsstaðar og slcppti úr orðum annars staðar. Oftar en ekki gafst liann hreinlega upp. Þá hæddu Rauðu varðliðarnir og aðrir áhorfendur hann og hrintu honum. Einu sinni var hann látinn lcggjast á hnén með íulla skál af vatni á höfðinu. Hann lést skömmu eftir að hann var leystur úr haldi. Börn klipu okkur, hræktu og tróðu um tær Á þessum tíma gcngu börnin laus. Þau sem áttu „byltingarsinnaða" foreldra máttu koma inn í „Fjósið" hvenær sem þau vildu. Þau skildu ekki raunvcrulega sögu okkar heldur nutu þess bara að níðast á okkur. Þegar við stóðum kyrr og hlustuðum á ávíturnar komu þau okkur að óvörum, klipu okkur, hræktu á okkur og tróðu okkur um tær. Einhverju sinni þegar ég var að borða grjónagraut liirti eitt barnið úldinn tómat upp úr ruslatunnunni og fleygði honum ofan í grautarskálína mína. Ég missti allt samband við umheiminn. Mér var hvorki leyft að fara heim né að skrifa. Ég minntist þess að maðurinn minn var bráðlega væntanlegur heini í leyfi. Okkur hafði auðnast að hittast einu sinni annað hvert ár frá því að við lukum námi við Háskólann. Einn sunnudaginn birtist hannsvoallt í einu fyrir framan mig í hermannabúningnum sínum. Varðliðarnir stöðvuðu hann ekki vegna þess að hermenn voru álitnir byltingarsinnaðir. Ég leit upp undrandi ogglöð. Tilfinningarnar báru mig næstum ofurliði. Hann sagði ntér í flýti að hann væri í lcyfi og myndi biðja yfirvöld um að leyfa mér að eyða fríinu með sér. Hann sagði mér að faðir minn og bróðir væru í haldi á vinnustöðum sínunt, og að móðir ntín væri gagnrýnd daglega. Áður en hann hafði lokið máli sínu komu nokkrir Rauðir varðliðar og untkringdu okkur. Viö urðunt að slíta tali okkar. Þeir ýttu honum út. Látin laus Mér gafst ekki tækifæri til að tala við hann fyrir en að mánuði liðnum. Hann fór á skrifstofu deildarinnar til að hitta Zhou, en svarið var nei. Mér var ekki leyft að yfirgefa „Fjósið" vegna þess að ég var „hættulegur gagnbyltingarsinni" sem mundi koma af stað slúðri um „leiðtoga öreig- anna" :það væri best að eiginmaður minn yfirgæfi Peking eins fljótt og auðið væri. Enginn treysti sér til að ábyrgjast öryggi hans þar sem „réttlætisvit- und alþýðunnar þekkti engin takmörk". Hann fór því til Kanton til að hitta son okkar sem hann hafði aldrei séð áður. Lífið í „Fjósinu" gekk sinn vanagang. Ég varð vön óhreinindunum. hávaðanum og fnyknum. Samkvæmt skipunum lutum við höfði allan daginn. Löngu eftir að ég varð frjáls á ný gat ég ekki hætt þvj. í miðjum ágúst bárust um það fréttir að Maó formaður væri ekki ánægður með ástandið í skólum landsins. Ríkisstjórnin hafði ekki stjórn á því sem var að gerast. Ákveðið var að leysa upp sveitir Rauðu varðliðanna. Blóði var úthellt. Loks náðist um það samkomulag milli Varðliðanna og þeirra samtaka sem ríkisstjórnin vildi að leysti þá af hólmi að mynduð yrði „byltingarsamfylking" beggja aðila. Ákvðið var að skiptast á „stríðs-i föngum" á ákveðnum stað á tilteknum degi og ég var svo heppin að vera í fyrsta hópnum sem látinn var laus. Ég vissi ekkert um það fyrr en sama morgun þegar mér var skipað að taka saman föggur mínar á fimm mínútum. Ég burðaðist með þær á bakinu- því enginn rétti mér hjálparhönd og gekk með öðrum föngum að staðnum þar sent nöfn okkar voru lesin upp. „Félagar" úr mínurn hóp fögnuðu mér. I fyrsta sinn í meira en hundrað daga sá ég vingjarnleg bros á andliti fólks. Einn af leiðtogum hópsins tók þéttingsfast í hönd mína og sagði: „Þú varst höfð fyrir rangri sök. Mér þykir það leitt. Þú sagðir ekki neitt gegn félaga Jang Oing, eða gerðirðu það nokkuð?" Ég varð agndofa. Ég sagði honum í hreinskilni að ég hefði sagt dálítið sem ég hefði ekki átt að segja. Hann dró höndina til sín í skyndingu og brosið á andliti lians hvarf. Strokið um frjálst höfuð á ný Ég sneri mér að konu sem virtist vera í forystu á svæðinu. „Er ég þá frjáls núna?" „Já, auðvitað" sagði hún brosandi. „Má ég þá fara heim?" „Já, gerðu það." Hún virtist undrandi. Ég tók á rás í átt að hliðinu. Allt í einu heyrði ég konuna kalla að baki mér: „Félagi, félagi. Þú gleymir dótinu þínu.“ Ég veifaði aðeins á móti, því ég var með grátstafinn í kverkunum. „Félagi" er algengasta ávarpsorð í Kína en það er aðeins notað af byltingar sinnum. S.l. hundrað daga hafði égverið „gagnbyltingarsinni" og enginn hafði kallað mig „félága". Þá hafði ég reynt að bæla niður í mér grátinn. Nú þegar ég var frjáls og var ávörpuð „félagi" gat ég ekki byrgt grátinn inni lengur. Ég tók fyrsta vagn í bæinn sem hægt var að ná í, og var nú meðal venjulegs fólks á ný. Enginn í strætisvagninum vissi að ég var „gagnbyltingar- sinni." Ég ætlaði að fara að hitta móður mína sem mundi aldrei trúa nokkru slíku upp á litlu dóttur sína. Hún mundi vera hreykin af mér. í gegnum tárin sá ég gömlu góðu Peking sem ég unni svo mjög. Ó, frelsi, það er dýrmætasti fjársjóður heimsins. GM og SBJ þýddu og endursögu eftir grein Zheng Peidi i London Review of Books 4.-17. nóvember 1982. Vegna bœttra framleiðsluhátta og hagkvœmari innkaiipa getum við nú boðið langlœgsta verð á bólstruðum húsgögmim. Viö munum nú og nœstu vikur auglýsa með mynd og verði mörg af okkar vinsœlu sófasettum. Pú skalt geyma m „ auglýsingarnar, með því móti fœrð þú á nœstu tveim mánuðum gott yfirlit yfir það úrval, sem við bjóðum. Við eigum alltaf 30-40 gerðir af vonduðum JUMBO með leðri Sófasett 3+1+1 , ,, kr. 43.615, Staðgreitt kr. 39.255. Sófaborð 100 cm. m/glerpl. kr. 5.850. Staðgreitt 1 kr. 5.265. Kaupendur geta valið um lit á áklæðum og leðri. Ef þið getið ekki komið, þá hringið og við sendum ykkur myndir, verð og áklæðissýnishorn. Við ábyrgjumst okkar húsgögn GERIÐ YKKAR EIGIN VERÐKÖNNUN SIÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Opið kl. 9-17 laugardaga og 14-17 sunnudaga.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.