Tíminn - 06.03.1983, Side 17

Tíminn - 06.03.1983, Side 17
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 17 ■ Hamingjusamt og snyrtilegt ungt fólk: Við erum sannfærð um að þessi piltur er í hreinum sokkum og að stúlkurnar toga aldrei niður lífstykkið sitt á opinberum stöðum. Snyrtimennska a la 1945: „Klæðið ykkur á hveijnm morgni eins og þið mnndnð verða fyrir slysi í dag” Gluggað í leiðarvísi um kurteisi ■ Árið 1945 kom út í Reykjavík for- vitnileg bók um prúðmannlega fram- komu og góða siði. Höfundur var Rann- veig Schmidt og bókin bar það látlausa nafn Kurteisi. Það er gaman að fletta þessari bók; þar eru kaflar um móttöku gesta, um hrós, frussara og annað fólk, feimni, borðsiði, cocktailboð, yndis- þokka og kvenbúnað, gláp og óþarfa forvitni, illt orðbragð, símamenningu, mállýsku o.fl. Við grípum niður í fyrsta kafla bókarinnar sem fjallar um snyrti- mennsku. Það er til fólk, sem líður bókstaflega illa, ef það er ekki hreint og vef til fara. Svo eru aðrir, sem hafa „vatnsskrekk" og finna ekki til neinnar ánægju við áð þvo sér og verða hreinir... og enn aðrir kunna best við sig, þegar þeir eru verulega subbulegir - það eru þeir, sem eru fæddir sóðar...Þeim stendur á sama, hvort neglurnar eru svartar af óhreinind- um, tennur óburstaðar eða klæðnaður þeirra með blettum. Ég er ekki að tala um menn, sem eru að vinnu, sem óhreinkar þá; þeir geta sannarlega ekki að því gert, að þeir eru óhreinir, meðan á vinnunni stendur;og ég þekki marga menn, sem vinna erfiðisvinnu, en þeirra fyrsta verk, þegar heim kemur, er að snyrta sig sem bezt þeir geta. Bandaríkjamenn eiga málshátt, sem hljóðar þannig: „Hreinlæti gengur næst guðdóminum“...Þeir meina, að ef mað- ur er hreinn á líkamanum, þá er hann það líka á sálunni...Það geta auðvitað verið skiptarskoðanir á þeim málshætti, hvort hann er nokkurs verður, en anzi er ég hrædd um, að honum sé stundum ekki mikill gaumur gefinn hér á íslandi, þótta mikil framför hafi átt sér stað í þessum efnum síðustu árin, og er ég alls ekki að halda því fram að hér séu ekki margir, sem eru prýðilega snyrtilegir á allan hátt, en margt fólk hef ég séð hér, scm cr bókstaflega óþrifið að útliti til. Þessu fólki langar mig til að gefa eitt ráð, eða öllu heldur „sá“ einni hugmynd í huga þess. Hugsið ykkur, að þið séuð á gangi og bifreið aki yfir ykkur., Þið eruð flutt á sjúkrahús og afklædd. Hvernig líður ykkur við tilhugsunina um. að læknar og hjúkrunarkonur afklæði ykkur og komist að því, að þið séuð ekki aðeins í óhreinum nærfötum, heldur er líka líkami ykkar og hár óþvegið og fætur kolsvartir af óhreinindum? Ungur mað- ur einn, íslenskur var einu sinni að segja frá öðrum manni: „hendurnar á honum voru eins óhreinar og fætur,“ sagði hann...Þess vegna segi ég, og sérstaklega við það fólk, sem unir sér bezt óþvegið og illa snyrt: klæðið þið ykkur á hverjum morgni eins og þið munduð verða fyrir slysi í dag. „Það fór hrollur um hana...“ Bandaríkjamenn kalla fólk, sem vinn- ur á skrifstofum og í búðum „hvítflibba- fólk“, en fólk vestra leggur mikið upp úr hreinlæti og snyrtimennsku. Ungur mað- ur í Bandaríkjunum getur ekki gert sér neinar vonir um að fá stöðu, sem hann sækir um, ef hann sýnir sig fyrir vinnu- veitanda í óhreinni skyrtu eða yfirleitt öðruvísi en snyrtilegur. Einu sinni heyrði ég sögu og hún var svona: Norðurlandastúlka ein ætlaði að gifta sig og var rétt komið að giftingunni. Stúlkan fór með móður sinni upp í herbergi unnustans og kom þá auga á hárbursta hans á þvottaborðinu..Þaðfór hrollur um hana, burstinn var svo við- bjóðslegur. Hún skildi eftir bréf í her- bergi unnustans; „Ég get ekki gifzt manni, sem er svo óhreinlegur, að hann hreinsar aldrei hárburstann sinn.“ Eins þekki ég líka sögu, en hún er um mann, sem sá duftvönd kærustunnar sinnar svartan af óhreinindum. Maður þessi sagði ekki stúlkunni úpp, en ógjarnan hefði ég viljað vera í sporum stúlkunnar. þegar hann lét í Ijós and- styggð sína á slíkum sóðaskap. Ekkert er auðveldara en að eiga nokkra duft- vendi og þvo þá við og við. Amerísk kona sagðist einu sinni hafa hitt nokkra íslenzka pilta. Ég spurði hana, hvernig henni hefði litizt á þá, og hún svaraði, að þetta hefðu verið fríðir piltar og snyrtilegir í klæðaburði. „En hvers vegna hafa mæður þeirra ekki sagt þeim í barnæsku, að þeir mcgi ekki bora í nefið á sér; en þetta gerðu þeir í minni viðurvist - lengi og eftirminnilega." Þá skammaðist ég mín fyrir landann... og mæður'þessara pilta eru, að því er ég bezt veit, alþekktar hreinlætiskonur. Nú get ég alveg ímyndað mér, hvernig kaffisystrunum verður við og hvernig þær komast í æsingu yfir, að ég er að segja frá þessu fingra-borunar-standi, en þótt mér þyki það ákaflega leiðinlegt að tala um þetta, þá finnst mér tími til kominn, að minnzt sé á það og það sé sagt skýrt og skorinort, að slíkt framferði er óhugsanlegt í öllum siðuðum löndum, að minnsta kosti er það óhugsanlegt meðal þeirra, sem vilja teljast með háttprúðum mönnum. Biðillinn kom ekki oftar í kaffi Einu sinni þekkti ég stúlku, sem þótti óvenjulega lagleg og geðsleg. Mörgum ungum mönnum leizt vcl á hana og sérstaklega var einn þeirra alveg ákveð- inn í að giftast henni. Einn vetur var óvanalega kalt, þar sem stúlkan átti heima, og hún var alltaf klædd í kjóla með löngum ermum, eins og gerist. Nú kom biðillinn tilvonandi í heimsókn til hennar eitt kvöld og móðir stúlkunnar bauð honum upp á kaffi eins og lög gera ráð fyrir. Stúlkan fríða stóð fyrir beina og skenkti kaffið úr kaffikönnunni fyrir gestinn. Sá þá pilturinn, að önnur ermin á kjóinum hennar hafði dregizt upp á handlegginn og var úlnliður stúlkunnar dökkbrúnn af óhreinindum...Biðillinn- kom ekki oftar í kaffi. Það er undarlegur hugsunarháttur, að það, sem ekki sést af líkamanum, þurfi ckki að vcra hrcint. I gamla daga var oft sagt í gamni, að maður ætti að þvo sér „fyrir niðurringað", þ.c.a.s. þvo sér um hálsinn eins langt og kvöldkjóllinn næði - en meiningin var, að allt annað stæði á sama um! Stúlkur í óhreinum nær- fötum Stúlka, sem ég þekki og vinnur á hárgreiðslustofu, hefur sagt mér, að það sé algerlega ótrúlegt, hvernig sumt kven- fólk hreyfi ekki við hárinu á sér milli hárgreiðslanna og hár þeirra sé allt í flækjum - og óhreinindum. Eins fullyrti hún. aðsuinar stúlkur gengju í óhrcinum nærfötum og væru óþvegnar, þar sem ekki sæist, þótt þær utan frá séu snyrti- legar - hárið allt uppskafið og neglurnar, auðvitað, sterkrauðar. Hvort þetta er satt, skal ég ekkert um segja...Ég hef ekki séð það, en mér finnst það ótrúlegt, og tilhugsunin um það er framúrskarandi andstyggileg. Verið varkár, mín elskanlegu...kann- ski lendið þið í einhverju slysi á morgun! Reykjavíkurkona ein sagði mér þessa sögu: Hún mætti manni á götu og henni fannst hún hálft í hvoru kannast við hann, en hann var miklu snyrtilegri en hún mundi eftir honum. Hann nam staðar og heilsaði henni, en þá kom á daginn, að þetta var einmitt maðurinn, sem henni hafði dottið í hug. „Hvað hefur komið fyrir yður?“ spurði hún. „Ég ætlaði ekki að þekkja yður.“ En maðurinn svaraði: Ég hef verið eitt ár að nema sund og hef farið í sundlaugina á hverjunt morgni í heilt ár.“ Snyrtilegur maður Hann baðar sig og rakar á hverjum degi eða þvær líkamann, ef baðherbergi er ekki til. Hann burstar tcnnurnar vandlega, minnst einu sinni á dag. Hárið cr hreint og burstað og auga- brúnirnar einnig burstaðar. Fötin eiga alltaf að vera viðeigandi við hvcrt tækifæri; þau verða að vera hrein og burstuð og umfram allt prcssuð. Neglurnar eru alltaf hreinar Undirfötin hrein og skyrtan heil og hrein. Skórnir gljáandi. Sokkar heilir og hreinir. Glcraugun alltaf fáguð. Hann verður að hrcinsa hárburstann sinn og greiðuna oft og vandlega. Hann ætti aldrei að nota ilmvötn - hann á að lykta af hreinlæti. Snyrtileg kona Hún baðar sig á hverjum degi eða þvær sig um allan líkamann, ef hún hefur ekki baðherbergi. Tennurnar ciga að burstast að minnsta kosti cinu sinni á dag. Hárið cr hreint - þvegið að minnsta kosti einu sinni í viku. Fötin viðeigandi við hvert tækifæri og alltaf hrein og vel burstuð. Augabrúnir burstaðar. Neglur vel hirtar. Hún jná ekki vera svo máluð í andliti, að áberandi sé. Undirfötin verða alltaf að vera tár- hrein og heil - og öryggisnælur eru ckki til þess að nota í hlírana á undirkjólnum. Sokkar heilir og hreinir - og ekki snúnir um legginn. Skór gljáandi. Gleraugu fáguð. Hún má ekki láta undirkjólinn sjást eða hlíra. Hún verður alltaf að gæta þess, að föt hennar séu í lagi. Duftvöndurinn hennar, hárbursti og grciða verða alltaf að vera hrein. Hún má ekki nota mikið af ilmvatni. Hún ætti alltaf að lykta af hreinlæti. Hvorki konur né karlar ættu að greiða sér á mannamótum. Við snyrtum okkur til áður en við förum að heiman. Snyrtilegur maður kastar ckki vindla- ösku á gólfið. Kona má aldrei toga niður lífstykkið sitt á opinberum stöðum. Snyrtileg fólk er aldrei „puntað" í ferðalögum. Föt mega vera bætt, ef þau eru vel bætt. Sokkar stoppaðir, cf þeir cru vel stoppaðir. Það er sveitalegt að bcra frakkan sinn eða kápuna nákvæmlega samanbrotið á handleggnum, og berum þetta kæru- lcysislega - það cr stórborgarbragurinn. Eins leggur ungi maðurinn ekki vasa- klútinn sinn nákvæmlega saman og sting- ur honum svo í vasann; hann hristir vasaklútinn úr fellingunum og stingur honum svo kæruleysislega í vasann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.