Tíminn - 06.03.1983, Síða 21

Tíminn - 06.03.1983, Síða 21
j >1.1!' j > SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 21 skák Kjarkur æskunn- Kavalek: Hodos Paulsen afbrigðið i Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 (Þetta þykir ekki gott, vegna Bb4. Kavalek hefur peðsfórn á takteinum.) 6. ... Rf6 7. Bd3 b5 8. e5?! (Peðsfórn sem opna á stöðuna. Vissulega má spyrja hvort þetta standist. Um það verður að tefla. Vísindalegar vangaveltur þjóna engum tilgangi.) 8. ... Dxe5 9. Df3 d5 10. 0-0-0 Bd6 11. g4 (Á þessum tímum notaði hann g-peðið óspart. Hvað segja menn um 1. e4c5 2. Rc3 Rc6 3. g4?!? Aðrir leika g3, en hví að leika peðinu svona stutt.?) 11. ... Bb7 12. Dh3 Be7 13. f4 Dc7 14. g5 Re4 15. Bxe4 dxe4 ■ í fjölmörgum skákblöðum hefur undanfarið mátt líta greinar eftir stórmeistarann Kavalek, sem aðal- lega ganga út á hversu skemmtilegar jafnteflisskákimar í Turin voru. Ung- ir menn skrifa sjaldnast slíkar grein- ar. En Kavalek er nú ekki orðinn fertugur ennþá. Síðari árin hefur hann átt erfitt með að vinna gegn sterkum mótherjum. Árið 1980 tefldi hann á þrem skákmótum án þess að vinna skák og aðeins einu sinni fékk hann upp vinningsstöðu, gegn Tal í Bugonjo. Þetta var öðruvísi hér áður fyrr, þegar hann var um tvítugt. Ekki þarf annað en líta á þessa skák sem tefld var á heimsmeistaramóti stúdenta árið 1965, í Sinaira, Rúmeníu. MM Wm ý ■ - v. 9' 1 £i. $ WMúiáliSs • « k 16. g6! (Rífur svörtu stöðuna í tætlur. Endurbótin á svart verður að finnast fyrr í skákinni.) 16. ... fxg6 17. Rxe6 Dc6 18. f5! Kf7 19. fxg6t hxg6 20. Hflt Bf6 21. Rg5t Kg8 (Nú kemur laglegur endapunktur.) 22. Hd8t! Svartur gafst upp. Ástæðan var 22. ... Bxd8 23. Dxh8! Þannig gekk þetta fyrir sig hér áður fyrr. Nú er hann orðinn reyndari og gætnari og hættir ekki lengur á tvíeggjaðar peðsfórnir. En hann vinnur heldur ekki margar skákir. Stutt byrjana- fræðlleg viður- eign árum. Einnig er hið varfærna svar, 5. ... c6 töluvert notað.) 6. h3 Bh5 7. g4 Bg6 5. Re5 Rb-d7? (Gömul Lask- ers-leið gaf 8. ... c6 9. h4 Rb-d7 10. Rc4 dc7 11. h5 Be4 12. Rxe4 Rxe4 13. Df3 ásamt Bf4 og hvítur stendur betur. í seinni tíð hefur 8. ... e6 verið reynt.) 9. Rc4 Da6 10. Bf4 De6t 11. Re3 0-0-0? (c6 strandaði á Bc4 og Rb6 á Bxc7. Reyna varð Db6. Hug- myndin í þessu afbrigði er að lokka hvítan til að vekja sig með g4, en menn svarts eiga erfitt með að kom- ast í spilið.) Annað bindi hinnar júgóslavnesku „Encyclopedia" er í burðarliðnum. { þessu bindi er 1. e4 og önnur svör en e5 og e6. Ég átti að líta yfir nokkra kafla og mestöll sú vinna var unnin fyrir gýg. Ég trúi því tæpast, að ég hafi lært mikið um Skandinavska leikinn eða Caro-Can. Sem auðvitað sýnir það, að ég kunni heilmikið fyrir. En stutt skák kom hreyfmgu á heilasellurnar. Þó byrjanabók sé ekki skákasafn, fljóta samt nokkrar heilar skákir með. Hér á eftir koma þeir Alechine:Schroeder, New York 1924. Þó bókin sem er á táknmáli átta tungumála, sé án orða, eru meðfylgjandi skýringar eftir mig. Byrjunin er tvíeggjað afbrigði Skandinavska leiksins. 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Da5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 (Hvassast. þar eð leikurinn hefur á-sér heldur slæmt orð, lék ég 5. ... Bf5 fyrir nokkrum 12. d5 Db6 13. Rc4 Db4 14. a3 dc5 15. Be3 Svartur gafst upp. Létt fór Alechine með þetta. En var þessi skák frá kappmóti? Nei, ekki getur það verið. Á stórmótinu í New York 1924 var enginn Schroeder meðal keppenda. En á mörgum minniháttar mótum í New York tefldi meistari með þessu nafni og því hefur hann tæplega teflt í vcnju- legu fjöltefli. Ég held að skákin sé frá hinu merkilega blindskákfjöltefli þar sem Alechine tefldi við 26 manns sem þá var heimsmet. En takið eftir, Alechine tefldi við harðsnúið lið! 16 vinningsskákir, 5 jafntefli og 5 töp er fínn árangur. Flestöll blindskáksmet eru sett á móti langtum veikara liði. En við komum aftur að Schroeder seinna mcir. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák Smyslov um áskorendaeinvígin: „Keppnin við Hubner verður har ðvítug’ ’ — „Ribli hefur meiri reynslu en 9 enginn skyldi gleyma að Torre býr yfir mörgum óþekktum hæfileikum” ■ Brátt munu áskorendaeinvígin í skáK hefjast og munu margra augu án efa beinast að viðureign aldursforset- ans Smyslovs og V-Þjóðverjans Hubners. En hvernig lítur Smyslov sjálfur á komandi einvígi og mögu- leika sína? „Við þessari spurningu finnst ekkert ótvírætt svar. Eins og er, einbeiti ég mér að finna veikileika og styrkleika í taflmennsku andstæðings míns v- þýska stórmeistarans Roberts Hu- bners - þó ég vegi og meti kosti mína og galla get ég alls ekki sagt til um með neinni vissu hverjir möguleikar mínir séu. Sumpart er ég bjartsýnn og tel jafnvel möguleika á því að ég komist í lokaeinvígi áskorendakeppninnar. Á hinn bóginn geri ég mér fulla grein fyrir því að ég get fallið út í fyrsta einvíginu. Ég þykist þess fullviss að keppnin viö Hubner verður harðvítug, en úrslit treysti ég mér ekki til að spá um. Að sjálfsögðu mun ég reyna að verða í sem bestu ásigkomulagi og kosturer, íþessaribyrjun útsláttarein- vígjanna.“ Síðustu tvö ár hafa verið Smyslov sérlega gjöful og á þessu tímabili hefur hann orðið meðal efstu manna á hverju því móti sem hann hefur teflt í. En hvaða mót eru honum hugstæð- ust? „Millisvæðamótið á Las Palmas 1982. Ekki einvörðungu vegna úrslit- anna, heldur var staðreyndin sú, að ég tefldi þar margar góðar skákir. Einnig er mér í fersku minni stórmeistarmót- ið í Tilburg sem segja má að sé nýgengið hjá, og stórmótið í Moskvu 1981. Ég náði verðlaunasætum á öllum þessum mótum. í Moskvu varð ég í 2.-4. sæti ásamt Gary Karpov og Lev Polugaevsky, á eftir heimsmeist- aranum Anatoly Karpov.“ Bcri Smyslov sigurorð af Hubner, mætir hann næst annaðhvort Ungverjanum Ribli, eða Torre frá Filipseyjum. Al- mennt mun Ribli verða talinn mun sigurstranglegri, en er Smyslov á þessari skoðun?" Nei, alls ekki. Auð- vitað hefur Ribli mun meiri reynslu en hinu skyldi þó enginn gleyma að Torre býr yfir mörgum óþekktum hæfi- leikum. Margir telja árangur hans á millisvæðamótinu í Toluca stórfrétt. Að áliti sérfræðinga er þessi árangur bein afleiðin hæfileika hans. Torre er frumlegur skákmaður og hefur hlotið frjótt ímyndunarafl í vöggugjöf. Af þessari ástæðu mun hin kalda rökhyggja • Riblis eiga sér erfitt uppdráttar gegn Torré. En allavega t verður keppni þeirra tilþrifamikil." Fyrir- komulag heimsmeistarakeppninnar hefur jafnan verið umdeilt. Portisch er einn þeirra sem vilja gera enn trekari breytingar. Hann vill að heimsmeistaraeinvígið verði teflt ann- aðnvert ár, í stað þriðja hvers árs eins og nú er, og kandidatarnir verði 32 talsins en ekki 8 eins og nú. Tuttugu þeirra yrðu valdir eftir ríkj- andi skákstiga lista, hinir tólf kæmu frá svæðamótunum. Portisch vill síðan láta þessa 32 tefla úrsláttareinvígi." Ég hef tapað mörgum einvígjum um dagana og veit því betur en flestir aðrir, hvílík þolraun þau eru. samt vil ég halda mig við einvígja fyrirkomu- lagið því þau eru besti mælikvarði á raunverulegan skákstyrk manna.“ Landi Portisch, stórmeistarinn Ribli, lendir nú í þolraun útsláttareinvígj- anna í fyrsta sinn. Líkt og aðrir kandidatar hefur hann undirbúið sig af kostgæfni undir komandi átök, með þátttöku á ýmsum mótum. Hér kemur léttleikandi vinnings- m skák frá mótinu í Novi Sad, 1982. Hvítur: Ribli Svartur: Kurjaica, Júg- óslavíu. 1. RI3 d5 2. d4Bf5 3. c4 e6 4. Rc3 c6 5. Db3 (veiki punkturinn í svörtu stöðunni er b7, eftir að biskup- inn hefur tekið sér stöðu á f5.) 5.. d6? (Nauðsynlegt var 5.., Db6, eða 5.. Dc8. Eftir hinn harða leik má segja að svarta staðan sé nær töpuð, eins og hvítur undirstrikar á kröftugan hátt.) 6.cxd5 exd5 7.e4! (Þessi peðsfórn sýnir hversu lafigt á eftir svartur er, og brestina í stöðu hans.) 7.. dxe4 8. Re5. Be6 9. Bc4 Bxc4 (Beint til taps leiddi 9. De7 10. d5 cxd5 11. Rxd5 Bxd5 12. Db5+). Dxc4 De7 11. Rxc6 Dc7 12. d5 Rf6 ( Ef 12. . Rxc6 13. Bf4 Dd7 15. dxc6 og vinnur. Eftir 12.. Re7?? 13. Rb5 Dc8 14. Rd6+ vinnur hvítur drottninguna.) 13. Rb5 Dc814. Bg5! (Nú strandar 14.. Rxd5 á 15. Dxd5 Rxc6 16. Dxe4 + Be7 17. Rd6+.) 14. Rxc6 15. Bxf6 gxf6 16.dxc6 Bc5 ( Ef 16..Í5 17. Dd4 Hg8 18. De5+ og drottningin fellur eftir 18. . Be7 19. Rd6+ eða 18. .De6 19. Rc7+. Slíkt ógnarsókn og hvítur fær strax i þessari skák er mjög óvenjuleg meðal stórmeistara í fremstu röðum.) 17. b4 Be7 18. Dxe4 f5 19. Rd6+ Kf8 20. Rxc8! (Hvítur skiftir upp í unnið endatafl. Ef 20. Rxf5 De6 21. Dxe6 Bxb4+ og svartur hefði góðar vonir meðjafntefli.)20. .fxe421Jíxe7Kxe7 22. Ke2 Hg8 23. g3 a6 24. a4 Hg-d8 25. Hh-dl b5 26.Hxd8 Hxd8 27. axb5 axb5 28. Hd Gefið. Eftir 28.. Hc829. Ke 3 f5 30. Kf4 verður eftirleikurinn auðveldur. Jóhann Örn Sigurjónssun Notaðar vinnuvélar til sölu Case 1150 C jarðýta með rífkló árg. 1978. Komatsu D 45 A jarðýta með rifkló árg. 1981. Komatsu FD 30 lyftari með húsi og snúningsbúnaði árg. 1981. HINO KB 422 vörubifreið árg. 1979. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Véladeildar BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.