Tíminn - 06.03.1983, Qupperneq 24
HTtnmra
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983
24
heimsókn
■ Húsið númer sjö við Miðstræti vekur óskipta athygli þeirra sem
léið eiga um þessa fáförnu götu í miðbænum, bæði fyrir sakir
tignariegs byggingarlags en þó einkum og sér í iagi vegna þess hversu
frábærlega vel því er við haldið. Enda hafa eigendurnir, hjónin
Andrea Oddsteinsdóttir og Halldór Þorsteinsson hlotið viðurkenn-
ingu fyrir umhirðu hússins. Við heimsóttum Halldór og Andreu einn
góðan veðurdaginn í febrúar á glæsilegu heimili þeirra að Miðstræti
sjö.
Halldór, sem ef til vill er þekktastur fyrir málaskólann sem hann
hefur rekið í eigin nafni síðan árið 1953, er að auki bókavörður í fullu
starfí á Landsbókasafninu. Faðir Halldórs var Þorsteinn M. Jónsson
skólastjóri og alþingismaður, einn af stofnendum Framsóknarflokks-
ins og höfundur Stofnsögu Framsóknarflokksins. Móðir Halldórs er
Sigurjóna Jakobsdóttir leikkona, sem nú er orðin 91 árs, en hún var
um skeið formaður Leikfélags Akureyrar og vann mikið starf í þágu
menningarlífsins á Akureyri.
Halldór fæddist á Borgarfirði eystra en flutti misserisgamall til
Akureyrar, ásamt foreldrum sínum, og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941 og sigldi þá
utan til frekara náms.
Helgar-Tíminn heimsækir
hjónin Andreu
Oddsteinsdóttur og
Halldór Þorsteinsson:
9Gaman ai 1
búa í húsi i 1
sem hefur sál9
að fara í leikhús
„Ég fór til Bandaríkjanna til að læra
frönsku. Björn Bjarnason magister,
Bjúsi sem margir kannast við og frægur
er fyrir orðheppni sína, sagði að þetta
væri eins og að fara til tunglsins til að
stúdera sólina. Ég sagði honum nú að
hann gæti trútt um talað, hann fór
nefnilega sjálfur til Danmerkur til að
læra ensku,“ segir Halldór.
„En heimstyrjöldin síðari var skollin
á, allt í hershöndum á meginlandinu og
ekki möguleiki á því að komast til náms
í Frakklandi. Bandaríkin urðu því fyrir
valinu. Ég fór út með Goðafossi, í
skipalest, við vorum ellefu daga á
leiðinni og urðum fyrir árás þýsks
kafbáts.
Bandaríkjamenn misstu tundurspilli í
árásinni og þegar við komum til New
York var allt fullt af blaðamönnum og
Ijósmyndurum á bryggjunni. Daginn
eftir voru myndir í öllum blöðum af
„þéssu litla skipi sem slapp undan þýsku
sæúlfunum", eins og þau orðuðu það.
En lýsingar af siglingunni yfir hafið voru
allar ntjög ýktar. -
Ég hóf nám mitt við Kaliforníuháskóla
í Berkeley við San Fransisco-flóa, en þar
var hálfgerð íslendinga nýlenda, 25 ís-
lenskir stúdentar lögðu þar stund á ýmis
fræði. Ég flutti mig því til Los Angeles
vegna þess að mig langaði til að blanda
geði við fleira fólk en íslenskt. Þetta var
sama stofnunin á báðum stöðunum,
bara önnur deild og miklu færri íslend-
ingar þarna. Auk frönskunnar iagði ég
stund á ítölsku, spænsku og bókmenntir.
Eftir tveggja ára nám venti ég mínu
kvæði í kross og hóf leiklistarnám við
Pasadena Playhouse.
Þýddi Fjalla-Eyvind
á frönsku
Það var strangur skóli, maður var frá
klukkan níu til fimm í skólanum og
síðan var heilmikil heimavinna. Þetta
var tveggja vetra nám en ég neyddist til
að hætta að loknu fyrra árinu vegna þess
að þetta var ekki ríkisskóli og vegabréfs-
áritunin mín var runnin út. Þá hefði ég
vcrið réttindalaus í skólanum og átt á
hættu að vera vísað úr landi, Ég sneri
mér því aftur að náminu í háskólanum
og lauk BA-prófi 1946.“
- Var gott að læra í Bandaríkjunum á
þessum árum?
„Já, það var ágætt. Yfirleitt kenndu
innfæddir menn tungumálin þannig að í
kennslustundunum var eins og maður
væri í viðkomandi landi. Aðalkennari
minn í ítölsku var t.d. Charles Speroni,
en kennslubók hans í ítölsku, sem hann
samdi fyrir nokkrum árum, er langvin-
sælust og útbreiddust allra bóka í þeirri
grein þar í landi.
Ég fór svo heim að loknu náminu í
Bandaríkjunum og var heima í þrjá
mánuði, cn þá hélt ég til Parísar og var
þar í tvö ár að læra frönsku og franskar
bókmenntir. Frakkar höfðu þá mikinn
áhuga á að gera kvikmynd um Fjalla-Ey-
vind og ég var fenginn til að þýða
Fjalla-Eyvind, ásamt Frakka nokkrum,
sem reyndar kunni ekki stakt orð í
íslensku. Þetta kvikmyndaævintýri var
komið nokkuð langt áleiðis, m.a. var
búið að velja leikarana og átti Maria
Casares, fræg leikkona af portúgölskum
ættum, að leika Höllu. Annar undirbún-
ingur var einnig kominn á góðan
rökspöl, og ég fór t.d. með leikstjóran-
um og kvikmyndatökumanninum upp
að Herðubreiðarlindum þar sem teknar
voru myndir er átti að nota í bakgrunn.
En þetta var eins og ferðin sem aldrei
var farin, vegna þess að sá sem ætlaði að
fjármagna kvikmyndagerðina brást. Ég
fékk nú aldrei neina greiðslu fyrir vinnu
mína að þessu enda áttum við ekkert að
fá greitt ef kvikmyndin yrði aldrei gerð,
en þetta var góð reynsla og ég æfðist
mikið í frönsku.
Ég var síðan tvö ár í Sorbonne
háskólanum í París en hélt svo til Ítalíu
þar sem ég var fyrst í málaskólum og
síðan í útlendingaháskólanum í Perugia.
Ég get sagt þér sögu af samskiptum
okkar Thors Vilhjálmssonar við ítali
sem lýsir ítölsku þjóðinni mjög vel,
■ Andrea kenndi almenna framkomu, háttvísi, þrifnað og annað slíkt í skóla símum
sem hún rak um ellefu ára skeið.
a.m.k. eins og hún var í þann tíð. Þegar
við komum til Ítalíu fórum við fyrst til
Genúa þar sem íslenski konsúllinn,
Hálfdán Bjamason bróðir Bjúsa sem ég
nefndi áðan, bjó. Við skildum síðan
megnið af peningunum okkar eftir hjá
Hálfdáni, erlendan gjaldeyri sem hann
ætlaði að geyma fyrir okkur í öryggis-
skyni. Þegar við vorum svo að verða
auralausir í Flórens skrifuðum við Hálf-
dáni og báðum hann að senda pening-
ana. Þá vildi ekki betur til en svo að
Hálfdán var farinn til hressingardvalar í
Sviss og sendi einkaritari hans okkur
skeyti með þeim upplýsingum að hann
hefði ekki aðgang að fjárhirslum ræðis-
mannsins og gæti því ekki veitt okkur
neina úrlausn. Nú voru góð ráð dýr, en
við töluðum við forstjóra pensjónatsins
sem við bjuggum á og fengum að búa þar
áfram upp á krít þar til peningarnir
bærust. Þá var eftir að redda matnum,
og við fórum inn á veitingahús sem við
höfðum borðað á tvisvar eða þrisvar
sinnum og ég talaði við yfirþjóninn sem
sagði sjálfsagt að kríta hjá okkur matinn
þar til úr rættist. Við pöntuðum okkur
svo ffnan mat og vín og síðan kaffi og
konjakk á eftir. Að því loknu ætluðum
við að skilja eftir nöfn okkar og heimilis-
fang en það var talinn hreinasti óþarfi.
„Gagnrýnandinn á að vera
einlægur eins og barn“
Um kvöldið voru útitónleikar fyrir
framan Uffizi-safnið og sem við Thor
sátum þarna við hliðið og röbbuðum
saman kom annar hliðvörðurinn til okk-
ar og spurði hvort okkur langaði á
tónleikana. Við héldum það nú og þá
rétti hann okkur miða og sagði okkur að
flýta okkur inn. Það var greinilegt að
einhver heldri borgarinn í Flórens hafði
forfallast þetta kvöld, því þetta voru
bestu sætin. Við borðuðum síðan á að
giska vikutíma á þessum veitingastað og
þegar við loks komunt til að borga
reikninginn var okkur haldin ókeypis
veisla langt fram yfir miðnætti. í farar-