Tíminn - 27.03.1983, Side 22

Tíminn - 27.03.1983, Side 22
Erlent slúður Bob Dylan ■ „Ég cr alls ekkdít hrifinn af því að vera með stimpilinn „Guðrúnar“ á mér.“ Þetta á Bob Dylan að hafa misst út úrsér, en einsog kunnugt er varð mikið „fjaðrafok1- meðal aðdá- cnda hans og jafnvel -annarra þegar hann tók aö boða kærleika Guðs í textum sínum fyrir nokkrum árum. Scm stendur vinnur hann að nýrri plötu mcð Mark Knopfler (Dire Straits) scm upptökumann og eftir sögn þcss síðarnefnda virðist Bob hafa sleppt Guði á þessum nýju upptökum. Allavega hcfur Mark ekki heyrt snefil af neinu „heilögu“ á nýju lögum rneistaranna. Ian Gillan ■ Til allrar (ó)hamingju varð ekk- crt úr því að Deep Purple kæmi saman á ný með Ian Gillan eins og fiskisagan tjáði okkur stcrklega. En nú er önnur kjaítasaga farin að hrella okkur, sú að Gillan ætli að taka stöðu Ozzy Osbourne í Black Sabbath. En þótt c.t.v. margt bendi til þess, meðal annars það að Gillan hafi hætt nteð hljómsvcit sína, er engin ástæða til að örvænta... David Bowie ■ David Bowie hcfur ekki gefið út stúdíóplötu undir sínu eigin nafni síðan hin stórkostlega Scary Mon- sters kom út 1980. Að vísu Itafa komið út samansafnsplötur síðan og auk þess söng Bowie á Cat Peopic soundtrackinu. Nú þcgar hann hefur skipt um útgáfufyrirtæki, stokkið frá RCA til EMl, er að kom út ný stúdíóplata sem unnin er mcð hjálp Nile Rodgers úr diskóhljómsveitinni Chic, hinum sama og pródúseraði sólóplötu Debby Harry, Koo Koo. Þótt^ David þurfi tæpást að hafa áhyggjur af plötusölu. né yfirmenn EMI scm vilja kalla listamanninn snilling sem hefur yfir að ráða stór- kostlcgri sköpunargáfu, hefur hann ákveðið að fara í fyrstu hijómleika- ferð sína í fimni ár bráðlcga. Og það um allan heiminn. MEÐ RUM 70 LOG Á EFNISSKRÁNNI — rætt við Hilmar J. Hauksson 1 hljómsveitinni Hrím IBNAÐARMÁL • „Ég er Gary Grant rokksins. Ég held áfram að rokka þangað til þeir senda mig á elliheimili.“ (Mick Jagger) • „Ég er bara að reyna að vinna fyrir mér.“ (Paul McCartney) • „Mér fannst aldrei neitt sérstaklega gaman af Sex Pistols þvi þeir voru Metal Band.“ (Edwyn Collins úr Orange Juce) • „ímyndið ykkur hvað blaðapressan segði ef ég sæist í einhverju öðru en á sviði.“ (Francis Rossi, Status Quo) • „Þetta er bara vinnan mín. Ég fæ borgað fyrir að gera plötur og semja lög. Það er ekkert ólíkt öðrum störfum og stúdíó eru ekkert ósvipuð verksmiðjum. Þau eru bara músíkverksmiðjur." (Van Morrison) • „Það ber enginn meiri virðingu fyrir heiðarlegum löggum en ég. Ég hef ekki hitt neina.“ (Mensi úr Angelic Upstarts). • „Á seinni árum skólagöngu minnar eyddi ég miklum tíma í að drekka og vera fullur. Hún er orðin nokkuð fræg sagan um þegar ég meig yfir kvöldmat skólastjórans.“ (Bruce Dickinson úr Iron Maiden) • „Ég held að það sé ekkert jafn ömurlegt og að koma fram í Top Of The Pops ef maður er orðin eldri en 35 ára. Mér finnst það ógnvekjandi, alveg hræðilega sorglegt. Skortur á virðingu.“ (Sting, The Police) • „Eg er orðinn þreyttur á popptónlist, mest af henni er bara helvítis rusl.“ (Paul Weller, áður í The Jam) Bra Tónleikar Q4U ■ Hljómsveitin Q4U (kjú for jú) mun á næstunni leika á nokkrum hljómleikum til að kynna nýútkomna hljómplötu sína. Hljómleikarnir verða aðallega á Reykjavíkursvæðinu en mögulegt er að spilað verði á Akureyri. Fyrstu hljómleikarnir voru í Þrótt- heimum föstudaginn 25. mars, en í kvöld mun hljómsveitin leika í klúbbn- um með ÞEYR, miðvikudaginn 30. mars verður hljómsveitin á veitingahús- inu BORG, og mun. einnig koma fram hljómsveitin iss! sem hefur getið sér gott orð nú þegar þrátt fyrir stutta lífdaga. Einnig koma fleiri fram. Q4U mun síðan spila á nýja veitingastaðnum SAFARI þann 7. apríl að öllum líkindum með SONUS FUTUREA. Fleiri hljómleikar eru í undirbúningi og verða þeir kynntir síðar. Ekki hefur farið mikið fyrir hljómsveitinni Hrím, a.m.k. ekki í hinni hræði- legu popp-pressu. Hvort sem hún flokkast undir popp eða ekki á hún eflaust eftirtekt skilið og eftir stutt en fróðlegt símtal við einn meðlimanna, Hilmar J. Hauksson, fannst Nútím- anum það hálfgerð synd að hafa ekki fjallað um hana fyrr. ■ Hrím skipa, auk Hilmars þau Wilma Young, Sigurður Ingi Ásgeirsson og Matthías Kristiansen, og hljóðfæra- skipunin er í lausum dráttum tveir gítarar, bassi, flauta, grískt hljóðfæri sem heitir buzuki (eða eitthvað í þá áttina) og fleira. Um það bil 70% tónlistarinnar er frumsamin, mest í anda vísnatónlistar en spannar flesta tónlistarstefnur að því er Hilmar tjáir okkur. Hin 30% eru svo þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum en aðallega frá Skotlandi, írlandi og Norðurlöndunum og hvort sem þú trúir því eða ekki þá telur lagalisti hljómsveit- arinnar nú rúmlega 70 lög. Af frum- sömdu lögunum eru flest öll þar sem lag og texti eru bæði frumsamin en viðfangs- efnið eru öll svið þjóðfélagsins, gaman- vísur, drykkjuvísur, vísur til umhugsun- ar, ádeiluvísur o.fl. Til þessa hefur kvartettinn aðallega komið fram á vísnakvöldum Vísnavina enda hóf hann feril sinn meðal þeirra, á als kyns árshátíðum og tvisvar á þessu ári í Norræna húsinu, á Hótel Borg, Fjölbrautarskólum og víðar. ■ Hljómsveitin Hrím. Hijómsveitinni hefur verið boðið að spila á Glasgowfestival í sumar og jafn- framt á nokkrum stöðum í Danmörku í júlímánuði, ekki óheppileg lönd þar sem hluti af efnisskránni er skosk, írsk þjóð- lög svo og skandinavískir polkar. í apríl vonast hljómsveitin til þess að standa fyrir nokkrum vísnakvöldum í Djúpinu, að minsta kosti einum konsert í Félagsmiðstöðinni Gerðubergi og ein- hverjum fleiri síöðum. Hilmar tekur það fram að hljómsveitin er ekki í plötuhugleiðingum en þeir sem hafa áhuga á að fá hljómsveitina hafi samband við hljómsveitarmeðlimi. Plötur: Echo & The Bunnymen - Porcupine/Steinar ■ Vitaskuld ættum við Frón- búar að fyllast miklu stolti þegar við heyrum minnst á Echo & The Bunnymen. Hljómsveitin heimsótti landið, lét mynda sig í bak og fyrir á strolli um fslenska náttúru, prýddi albúm þessarar plötu myndum af Gullfossi í klaka- böndum og ákvað að koma/ aítur(þegarhelv. snjórinn værj horfinn) í júní og þá meo hljóðfæri í farangrinum. Sem og í Englandi er hljóm- sveitin mjög vinsæl hér á landi og á áhugi hennar á iandinu eflaust cinhvern þátt í því þóti Porcupine sé ekki þeirra fyrsta plata sem hlýtur hljomgrunn hér. Hljómsveitin er kannski mest tíluð af þeim sem hlusta á frckar vandaða og pottþétta „nýbylgjutónlist" sem oftar en sjaldan hefur fengið þá hræði- legu einkunn að vera framsæk- in. í framhaldi at' því, svo fyrst séu nefndir gallar plötunnar, ber hún þennan ægilega ný- bylgjukpim sem birtist í þeirri mynd að hljómsveitir séu að spila nýbylgju nýbylgjunnar vcgna. En stærsti galli plötunn- ar er hve rödd McCulloch's er oft á tíðum ótrúlega lík rödd David Bowie. Hann er að vísu ekki cinn á þeim báti, hljóm- sveitir líkt og Bauhaus, The. Associates og Orange Juice hafa líka þennan sama galla sem spillir oft fyrir pcrsónu- legum hijómi annars skemmti- legra banda.Jafnvel má greina svona áhrif í söng Magnúsar í Þey. , Svo taldir séu upp kostir Porcupine þá er tónlistin af- skaplega vel flutt og sannfær- andi. Sérstaklega cr sniðug notkunin á kassagítarnum sem gefur grunninum svolítið öðru- vísi hljóm. Platan er það heil- steypt að það keyrir næstum um þverbak; lögin renna svo- lítið saman þótt þau séu byggð í kringum sterkar melódíur. Fyrir þá sem yfirleitt skilja ekki útlenska texta af plötum, og þar með mig, er það slæmt að hafa ckki textablað. En eflaust eru þeir eitthvað yftr meðailagef marka má tilfinn- inguna t söngnum. Það verður gaman að fá þessa hljómsveit hingað og áreiðanlega hljómar hún stcrk- ari 'á hljómleikum en á plötu því pródúksjónin á Porcupine er mjög fíngerd. Bra Eric Clapton - Money and Cigarettes/Steinar ■ „Change in the ocean/ Change in the deep blue sea/ Take me back baby/You r find a change in me“. Það er engu líkyra en að Clapton sé að gera stólpagrín að sjálfum sér þegar hann byrjar plötuna á lagi eftir Sleepy John Estes, Everybody oughta makc a change. Við fyrstuhlust taldi ég mig hafa heyrt eitthvað á þessa leið; „Forget about me baby/ You wont íind a change in me" og kippti mér ekki upp við það. Hversu mikill tónlistarmað- ur og gítarhetja Eric Clapton hefur verið hér áður, þá skiptir það ekki máli núna. Þetta er bara plata, með nokkrum sæmilcga frambærilegum lögum, reyndum hljóðfæra- leikurum og allt er voða kosý og nett. Sándið er afskaplega tært og kemur ekki til með að meiða neinn frekar en tónlist- in. Lagið Ain't going down er blanda af Dire Straits og Ge- - orge Harrison og hreint hræði- lega slæm. Slow down Linda virðist vera endurframleiðsla á Lay down Sally sem Clapton gerði vinsælt fvrir stuttu, og afgangurinn er blanda af átaka- iausum blues og soft rokki. Textarnir eru nytsamir á sinn hátt því þeir falla vel að blues- frösunum og’Clapton á ekki t' neinum crfiðleikum með að skyrpa þeint út úr sér. 1 þau skipti sem hann reynir að vera skáldlegur er hann algjör sprellikarl, m.a. þegar hann segir „I used to be so sad, like a dog without a bone", og „You're always in my hair, you keep me feeling fine.“ En því verður ekki neitað að þessi plata er góð fyrir drykkju- veislur og þá helst í kringum miðnætti. Fólk um fertugt sem fer inn í plötubúð á föstudegi og vantar eitthvað svona lát- laust fær í hendurnar Richard Clayderman en fólk um þrítugt f sömu erindagjörðum ætti að spá í Money and Cigarcttes með gömlu hetjunni scm bræddi Stratocasterinn sinn í þeirri von að fá hærri eftirlaun. Bra

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.