Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 nútíminn Tappinn á Borginni Yeitingahúsið Borg 24. mars ■ Eitthvað virðist aðsóknin að tón- leikum á Borginni vera farin að minnka ef tekið er mið af tveimur síðustu fimmtudögum. Á mjög góðum tón- leikum Vonbrigða þann 16. var aðsókn u.þ.b. 40-50 manns og nú hjá Tappanum 100-120. Ekki ættu þessi nöfn að fæla fólk frá, þannig að ástæðan hlýtur .að vera annaðhvort of hátt miðaverð (120) eða einfaldlega doði í „bransanum". Svo er það náttúrlega efnahagsvesenið og mögulega þarf nýja sprengingu í tónlist- inni yfirleitt eins og varð hér í byrjun 1981. Þar sem ég kom inn þegar fyrsta númerið var að senda sína síðustu tóna út í salinn ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það nema að sú hljómsveit hafði plastpoka á hausnum og hét líklega Spondarnir. Næsta hljómsveit, sem hét Centaur, lék þungt rokk sem vægast sagt var niðurdrepandi og undursamlega breytt, sama í hvaða horn var litið. Gott sánd hefði getað bjargað þessum ósköpum fyrir horn og raddmeiri söngv- ari. Sviðsframkoma og hársídd a.m.k. þriggja meðlima Centaur var álíka og maður sér hjá svona heavy metal bönd- um og Status Quo, og alls konar gítar- hetjutiktúrur voru hafðar í frammi, m.a. sú að renna nöglinni upp eftir hálsinum til þess að ná einhverjum þotueffektum. En allt kom fyrir ekki, stælarnir virkuðu bara hjákátlegir og hljómsveitinni tókst ekki að láta þessa gömlu tónlist virka trúverðuga. Aðalnúmerið þetta kvöld reyndist svc sannarlega vera aðalnúmerið. Tappi Tíkarrass er einhver hressasta popp, rokk hljómsveit sem hefur starfað hér oj bað besta við hana er að það ríkir svc mikið jafnvægi á milli meðlima hennar Þótt mesta athyglin hafi yfirleitt beins að Björk, eru strákarnir þrír, Guðmund ur, Eyjólfur og Jakob, jafn framarlega i' útkomunni, bæði varðandi hljóðfæraleik og sviðsframkomu. Músíkin er saman- fléttuð af alls kyns stílum, bæði nýjurr og gömlum, hægum og hröðum, og rödd Bjarkar er „sveigjanleg." Það var greinilega takmark hjá Tapp- anum að ná upp stuði þótt ekki væri margt um manninn, Jakob bassaleikari kom með hógværar ábendingar til fólks um að dansa og það hafði áhrif. 1 síðasta lagi prógrammsins var kallaður fyrrum söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, og eins og sagt er á harmonikkumótunum voru það gleðifundir, því hann passaði vel inn í með örlítið yfirvegaða rödd sína. Hann söng síðan með Björk í öllum uppklappslögunum nema því síð- asta, sem Jakob söng meðan Eyjólfur kastaðist til og frá með gítarinn í heljarstuði. Tappi Tíkarrass er orðin mjög samæfð heild og spilar örugglega þótt hann leyfi sér ýmsa skemmtilega útúrsnúninga. Björk sló nokkrar nótur á hljómborð og satt að segja ætti hún að gera meira af því vegna þess að ljúfir tónar þess voru gott mótvægi við hráleika strák- anna. Þegar ég gekk út og eftir Austurstræt- inu ómuðu hljómar Elton John, Blue eyes, baby's got blue eyes, frá Óðali, óðalsetri yfirskeggjanna. Klukkan var eitt og þar með hlutu bláu augun að vera síðasti vanginn þar á bæ eins og á skólaböllunum. En það er ekki vangan- um fyrir að fara á fimmtudagskvöldum á Borginni. Það er alltaf hægt að ganga að því vísui Bra *<( mj „Erfitt að gera Porcupine” — rætt við Ian McCnlloch í Echo and Bnnnymen ■ „Það var erfitt að gera Porcupine, þetta var skrýtið ár og kemur það greinilega frarh á plötunni, hún er eins og dagbók Bunnýmanna, eins og skriltir" segir Ian McCulloch söngvari og aðalsprauta hljómsveitarinnar Echo and The Bunnymen í nýlegu samtali við Johnny YValler hjá Sounds tímaritinu en sem kunnugt er munu hann og félagar hans í hljómsveitinni heimsækja klakann í sumar og munu þau mál nú vera fullfrágengin. Waller kemur inn á að það hafi tekið djöf.dangan tíma að gera plötuna og spyr um ástæður. „Við byrjuðum að semja lögin snemma á síðasta ári og þegar við gerðum „the Peel session" áttum við þrjú lög, þar á meðal „Taking Advan- tage“ sem síðar varð „The Back of Love“ sem ég taldi að ætti að gefa út á lítilli plötu svo að það tafði hlutina aðeins. Síðan áformuðum við stutt ferðalag um Skotland og var hugmvndin að setja nýju lögin inn í prógrammið og prófa þau, nýju lögin sem yrðu á plötunni, en við höfðum engin lög. Við áttum kannski þrjá stúfa sem óljóst var búið að vinna upp, aðeins riff. Þegar við fórum svo loksins í stúdíóið, sem við áttum bókað langt fram í tímann, áttum við einnar breiðskífu virði af rifflum en enga texta, þetta var eins og gáta. Aðspurður um hvort hann hefði verið hræddur um að „þorna upp“ á þessum tíma svarar Mac því játandi...Því ég gat ekki fundið laglínur og þú kemst brátt á það stig að vera hræddur um að syngja ekki hluti sem afgangurinn af sveitinni vill heyra... kannski vegna „Back of Lovc“ scm var einfaldasti hlutur sem við höfðunt gert í tvö ár“ segir hann. „En Mac“ segir Waller „á þessum tíma í fyrra sagðir þú Sounds að nýja Ip-platan yrði besta listaverk allra tíma, betri en Da Vinci og Miehel Angelo. Og þú hafðir aðeins tvö lög tiltæk: „Já en ég hafði trú á þessum tveimur lögum" segir Mac glottandi. „Mikið af sjálfstrausti kcmur af því að trúa á hlutina... við höfðum gert „Back of Love“ og það var eins og ferskt loft, ekkert lag komst nálægt því á síðasta ári. Hérna var einfaldur hlutur gerður á einfaldan hátt, það var pönklegt cn með auka kjarna sem pönk hafði aldrei svo að maður hélt að öll breiðskífan yrði þannig... svo að ég hélt aðöll skífan yrði elskuð eða hötuð vegna þessarar ein- feldni... en það dæmi gekk ekki upp“. Og hvað varð rangt? „Við byrjuðum að gera einfalda hluti erfiðlega, við vildum vera frábrugðnir „Crocodiles" og „Heaven Up Here“ (sem Mac hógværlega kallar besta al- búmstitil allra tíma) en þetta varð að ströggli sem kom svo aftur fram í ljóðunum". Ertu óánægður m eð það? „Hmm, það er eitt sfórkostlegasta listaverk sem ég get hugsað. Ég tel að það sé besta rokk albúmið... listaverk... síðan... jæja, það er heiðarlegt. Gagn- rýnendur náðu ekki þessum heiðar- leika... sjáðu ég vissi að það yrði erfitt að hlusta á það en það var mun sársauak- fyllra í smíðunt. (Stytt, stolið og snarað). -FRI Fall kemur ekki í aprfl — reynt að fá hljómsveitina í maí ■ Nú liggur ljóst fyrir að breska hljómsveitin Fall kemur ekki hingað í aprfl cirts og áætlað hafði verið því að dagur sá sem þeir áttu að halda hér tónleika ber upp á anpan í páskum og nokkuð vonlaust þykir að fá gott húsnæði undir tónleikana þann dag. Hljómsveitin er á förum á þessum tíma vestur til Bandaríkjanna í tón - leikaferðalag og ætluðu þau að hafa hér millistopp á leiðinni vestur um. í staðinn mun verða reynt að fá þau hingað í ntaí mánuði, það er þegar þau koma til baka frá Banda- ríkjunum. ( -FRI Kraftwerk ■ Frá því að þýska hljómsveitin Kraftwerk gaf út plötuna Computer World 1981 hafa þeir verið viö upp- tökur á nýrri plötu sem á að heita Techno Pop. Auk þess fara Florian og félagar í hljómleikaferð Í-Bret- landi í vor. Margir hafa látið þau orð falla um tæknipoppið svokallaða að það sé ópersónulegt og fráhrindandi en eftirfarandi ætti að afsanna það: „Við látuni ekki taka ntyndir af okkur lengur. Við notum dúkkur sem við létum gera í okkar mynd. Þær eru úr plasti og hcnta bctur,til mynda- töku." (Ralph Hutter úr Kraftwerk) Missing PersonS ■ Missing Persons heitir bandarísk hljómsveit hverrar meðlimir hafa allir utan einn unnið sér það til „frægðar" að hafa leikið með Frank Zappa. Hún er mjög vinsæl í Banda- ríkjunum núna eftir að hafa gefið út plötuna Spring Session M og hefur verið kölluð svar kananna við bresku tæknipoppbylgjunni. Nöfnin ættu einhverjir að kannast við: Dale Bozz- io, Terry Bozzio, Patrick Ahearn, Warren Coccurullo og Chuck Wild, en sá síðastnefndi hefur ekki ennþá orðiðsvo frægur að vera orðaður við skrítna manninn með yfirvaraskegg- ‘á Plötur Q4U Ql/Gramm ■ „Islandi böring, böring..“ hefur nú hljómað í ríkisútvarp- inu undanfama daga, fyrsta lagið af fyrstu skífu hijómsveit- arinnar Q4U sem margir hafa eflaust beðið eftir með nokk- urri óþreyju enda hefur sveitin átt taugar til margra á þeim tæpum þremur árum sem hún hefur lifað. Tónlist Q4U hefur breyst allverulega frá því að þau voru ein af fáum pönksveitum landsins, nú eru þau ein af fáum tölvupoppsveitum landsins, tölvupopp af grófari og dekkri gerðinni, næstum því díabolískt. Hljómborðsleikur Árna Dan og trommuheili cru mest áberahdi í lögum plötunnar, sem flest eru létt, áheyrileg og á köflum mjög skemmtiieg, það skal tekið fram hér að þótt trommuheili gcfi rythmann þá eru möguleikar hans nýttir nokkuð vel t uppbyggingu lag- anna, hann er ekki bara látinn gefa einhvern einfaldan . takt. Rödd Ellýar fellur mun betur, að dómi undirritaðs, að þessari tónlist en hún gerði cr sveitin var pönk af grófari gerðinni, að \1su cru effectar notaðir á hana í sumum laganna en aldrei í því umfangi að mannlegri þátturinn sé yfir- keyrður. Öll lögin, utan eitt, eru hröð og með góðum danstakti þau bestu að dómi undirritaðs, Tískufrík og PLO.en þar fara saman góðar melódíur og beittir textar þó þeir séu að öðru jöfnu ein veikasta hliðin á plötunni á heildina litið, hugmyndirnar góðar en vinnsl- an á þeim ekki eins pottþétt. Bassinn og gítarinn (Gunn- þór og Danni) smella svo inn í lögin eins og böllur t feita vinnukonu og heildarútkoman er nokkuð heilsteypt og gott verk af fyrstu plötu að vera, og á hcildina litið verður að telja gripinn nokkuð eigulegan. -FRI UB 40 - Live/Steinar ■ Þótt Frankenstein prýði al- búm þessarar plötu með ghetto blaster á hausnum er það ósköp látlaust og svipar einna Plötur helst til einhverrar sjóræn- ingjaútgáfu. En ef skyggnst er nánar inn í albúmið, í leit að textablaði eáa frekari upplýs- ingum, kemur f Ijós litprentað- ur pöntunarbæklingur, UB 40 Merchandise, og í gegnum hann er hægt að panta UB 40 boli, barmmerki, peysur og plaköt. Þannig að plata þessi. er kærkomin þeim sem praktís- cra þann víðsjárverða bissniss að kaupa hluti gegnum pönt- unarlista frá öðrum löndum. En platan er meira en við- skiptatengiliður. * Þessar upptökur eru gerðar á íriandsferð hljómsveitarinn- ar á síðasta ári og hvort sem við erum skyldir írum eða ekki er það öruggt að platan ætti að falla okkur jafnvel í geð og þeim. Tónlistin er hlý og af- slöppuð/en mjög persónuleg og hefur að geyma mikinn kraft þótt ekki sé hann t formi „rafinagnsóhljóða“. UB 40 er blönduð negrum og hvítum og textar hennar fjalla í flestum tilvikum um kynþáttamisrétti og þess háttar vesen sem ennþá hafa ekkiNlagst mjög {tungt á okkur íslendinga. Að mér skilst er hljómsveitin með pólitískri kröftum í ensku tón - listarlífi þótt tólist henn þjáist ekki af neinu vonleysi né sé niðurdrepandi. Þvert á móti er hún lífgandi, melódísk og reggaeið er á köflum bland- að funki, t.d. í laginu Folitici- an. A.rn.k. tvö af lögum plöt- unnar hafa náð miklum vinsæld- um. One in ten og Don’t slow down, og eru þau nóg ástæða til að kaupa hana. UB 40 þarf ckki að spila live til að hljóma alive. Bra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.