Tíminn - 10.04.1983, Síða 5

Tíminn - 10.04.1983, Síða 5
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 5 mikill andstæðingur kapítalisma í hverju formi sem hann birtist. En ég er líka mikill andstæðingur hins þrælkerfaða sósíalisma, sem mér sýnist að þegar verst lætur geti leitt til bæði andlegrar og líkamlegrar kúgunar. Flokkur eins og Framsóknarflokkurinn, sem hafnar bæði kapítalisma og sósíalisma, virtist mér vera besta leiðin ef ég á annað borð færi að skipta mér af •stjórnmálum. Ég hafði nokkurn hug á slíkum afskiptum því mér fannst það vera skylda mín að leggja mitt lóð á vogarskálarnar. Pólitískt starf er mjög mikilvægt. Það er fátt sem lýðræði og þingræði er hættulegra en ef menn neita að taka þátt í því. Þá er oft skammur vegur í að önnur öfl, sem kannski eru áhdvíg bæði lýðræði og þingræði, nái yfirhöndinni. Óvæntur sigur í prófkjöri Framsóknarflokksins - Þú fórst ekki í framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn strax. „Nei, þing var rofið skyndilega haustið 1979 og efnt til kosninga í desember. Þá ákvað ég nánast einn með sjálfum mér að tilkynna framboð í prófkjöri Fratn- sóknarflokksins í Reykjavík. Ég ráðgað- ist ekki við ncma einn eða tvo menn um þetta. Niðurstaðan varð þó sú, að ég hlaut þriðja sætið á listanum og það kom mér mjög á óvart. Ég varð varaþingmað- ur flokksins og hef setið nokkrum sinn- um á þingi í fjarveru Ólafs Jóhannesson- ar." - Voru viðbrigði að koma í þingsali? „Ég get ekki sagt það. Ég þekkti fjölda manns sem þar sátu og hafði unnið með þeim á öðrum sviðum.' Starf að utanríkis- og menningarmálum - Hefurðu sérhæft þig í sérstökum málaflokkum á vegum þingflokksins? „Ég hef sem varaþingmaður haft lítil afskipti af ýmsum þingstörfum þar sem ég var varamaður Ólafs Jóhannessonar og hann sem ráðherra situr ekki í þingnefndum. Eins er þess að gæta, að varaþingmaður kemur ekki til starfa nema í svo sem hálfan mánuð í senn og því ekki um samhangandi starf að ræða. Innan flokksins eru það nú samt ákveðin . mál, sem ég hef fengist við meira en önnur. Vorið 1980 var ég skipaður í Öryggis- málanefnd á vegum flokksins og hef starfað þar síðan. Þetta er merkileg stofnun sem þegar hefur byrjað nokkra útgáfustarfseini og þar fer fram að mínu - Haraldur ásamt dótturinni Sigríði, 18 ára gömlum nemanda í Menntaskólanum í Revkjavík. Sonurinn Gunnar, sem er 14 ára, var í körfubolta þegar myndin var tekin. viðhorf þín í varnarmálum og um skoðun þína á þeirri umræðu um öryggismál íslendinga, sem frani fer á opinberum vettvangi, s.s. í fjölmiðlum? „Já. ég held að það sé kannski margt við umræðuna að athuga. Ég held t.d að menn einblíni um of á það að íslendingar raunverulega geti upp á eigin spýtur gert ýmislegt sem þeir ráða alls ekki við. Ég held að í fyrsta lagi höfum við ekki nægilega góða ráðgjöf um öryggismál, upplýsingasöfnun hefur verið ábótavant. Ég tel að við eigum tvímælalaust,sjálfir að geta mctið bæði hernaðaraðstöðu íslands og stöðu landsins almennt í utanríkis- ogöryggismálum. Við verðum að hafa í huga að við ráðum yfir gífurlegum svæðum á norðurhveli jarðar eftir að við fengum viðurkennda 200 sjómílna efnahagslögsögu. Það verður ekkert gert hér í Norðaustur-Atlantshafi nema íslendingar séu með í ráðum, og við eigunt að láta þetta allt okkur varða. Við eigum líka að hafa mjög nákvæmar upplýsingar um þann herbúnað, sem er hér á Iandi og í kringum landið, og þann Frakkar eða Rússar, sem ógna öryggis- stöðu okkar á einhvern hátt. Ég hef alla tíð haft ímugust á veru erlends herliðs á íslandi. Ég tel að við fyrsta tækifæri eigi herinn að hverfa héðan á brott og við eigum að vera lausir við herstöðina. En ég geri mér fyllilega ljóst að þetta verður ekki gert nema í tengslum við fjölmargt annað, og þ.a.m. margt sem við ráðum ekki við sjálfir. Herstöðin hér verður að mínu mati ekki lögð niður nema í sambandi við víðtækar ráðstafanir annars staðar á þessu svæði. Ákvörðun um brottför hersins verður að taka í tengslum við fjölmargt annað. Hins vegar ber okkur skylda til að hafa umsvif hersins hér sem minnst. Það hefur komið í Ijós að hlutverk herstöðv- arinnar hefur breyst. Hún er orðin liður í miklu víðtækara fjarskiptakerfi en var og við vitum að í kringum landið og milli íslands og Noregs eru kjarnorkukafbát- ar. Við eigum að vinna að því að ná samkomulagi við þjóðir, sem hlut eiga að máli, að sem allra minnst hernaðar- umsvif séu hér á svæðinu á norðaustur- - Ég tel það lífsspursmál fyrir Framsókn- arflokkinn að eflast í Reykjavík og á Reykjanesi. Við vitum að þetta er hægt og við vitum líka að margt af þessu er bókstaflega nauðsynlegt vegna þess hve þjóðarfram- leiðslan hefur dregist saman." Fullan jöfnuð atkvæðisréttar - Nú er óiíklegt að Framsóknarflokk- urinn fái kjörfylgi til að hrinda þessum stefnumáium í framkvæmd einn síns liðs. Með hvaða öðrum stjórnmálaflokk- um getið þið helst hugsað ykkur að starfa? „Ég get ekki séð annaö en að það ætti að vera hægt að ná þessu markmiði mcð öllum stjórnmálaflokkunum. Ég vil alls ekki nefna einn flokk öðrum fremur. Ég held að æskilegast væri að mjög víðtæk samstaða, jafnvel þjóðstjórn, tækist til að hrinda þessu í framkvæmd." - Hver er afstaða þín sem þingmanns- efnis Framsóknarflokksins i þéttbýli til ágreinings um jöfnun atkvæðisréttar við dreifbýlið? „Ég tel, að það samkomulag, sem • náðist ntilli flokkanna í vetur, sé langt frá því að vera hið æskilegasta. Það er þó spor í rétta átt. Ég tel að atkvæðisrétt- ur manna eigi að Vera fullkomlega jafn hvar sem þeir búa á landinu, en ég geri mér grein fyrir því að því takmarki verðurekki náðnemaá nokkrum tíma." - Eru ekki skiptar skoðanir um þessi efni í Framsöknarflokknum? „Jú, rnjög." - Heldurðu að til þess komi að ágrein- ingur dreifbýlis- og þéttbýlisviðhorfa í flokknum eigi eftir að skerpast? „Ég held, að það sé ákaflega mikið undir því komið, hvort flokknum tekst að auka fylgi sitt hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Ef við höldum áfram að vera rneð einn til þrjá þingmenn í þessum kjördæmum þá er líklegt og rcyndar augljóst að þá vilji framsóknar- ntenn halda hlut dreifbýlisins sem mestum. Ég tel hinsvegar að það sé lífsspursntál fyrir flokkinn að eflast hér, því ef að hann koðnar hér niður þá mun ekki líða á löngu þar til líka fer að halla undan •fasti fyrir honum úti á landi." „Ákaflega þingræöissinnaöur“ - Hver er afstaða þín til hugmynda um aukið vald forseta eða forsætisráð- hcrra? „Ég er ákaflega þingræðissinnaður og tcl að þingræði sé undirstaða okkar FRAMSOKNARFLOKK- SERKENNUM SINUM” skipar annað sætið á framboðslista framsóknarmanna í Reykjavík viti einna umfangsmest heimildaöflun og urnræða um íslensk utanríkis- og öryggismál. Það er alveg ómetanlegt að hafa tekið þátt í því starfi og ég held að fátt hafi gefið ntér betri innsýn í pólitíska stöðu íslands en starfið þar. Ég var einnig í fyrravetur stjórnandi hóps karla og kvenna sem undirbjuggu menntamálaályktun flokksþings Fram- sóknarflokksins. Það var mikið starf. Ég held að sú ályktun sé ágæt og ef við getum staðið við hana mun það hafa góð áhrif á íslensk menntamál og menning- armál. Einnig hafði ég um hríð afskipti af fjölskyldupólitík flokksins og hef flutt þingsályktunartillögur um þau efni ásamt öðrum. En þau svið, sem mestan áhuga minn vekja eru mennta- og menningarmál og utanríkis- og öryggismál. Það má kannski geta þess að þegar árið 1978 var ég skipaður af hálfu flokksins í Þjóðleik- húsráð og hef nú verið formaður þess um tveggja og hálfs árs skeið." Eigum að afla sjálfstæðra uppiýsinga um öryggismál - Mig langar til að forvitnast uni fjarskiptabúnað sem hér er. Ég held að það sé lífsnauðsyn fyrir okkur að við gerum okkurgrein fyrireðli Keflavíkur- stöðvarinnar og annarra stöðva sem Bandaríkjamenn hafa hér samkvæmt samningi. Við verðunt líka að fylgjast náið með stefnu og aðgerðum nágranna- þjóðanna í þessum efnum bæði hvað varðar herbúnað og fjarskiptatækni og við verðum að þekkja eins vel og unnt er af eigin rannsóknum, ekki láta mata okkur, hvern búnað stórveldin hafa hér í kringum okkur. „Hef alltaf haft ímugust á veru erlends hers á íslandi“ Það er stundum talað um að láta herinn fara eða herinn vera. Mér finnst þetta ekki vera sþurning um það, heldur á hvern hátt íslendingar geti af eigin frumkvæði og með samningum við aðra, tryggt öryggi landsins bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Við verðum að geta metið það á hverri stundu hvort tilteknar athafnir nágrannaríkja, hvort sem það eru Bandaríkjamenn, Bretar, hveli jarðar. Auðvitað getum við ekki komið í vcg fyrir öll slík Umsvif, en við eigum að vinna að því að draga sem mest við megum úr þeim. Eins eigum við að reyna að stefna að því að gera Keflavík- urstöðina ekki eins mikilvægan lið í fjarskiptakerfi Bandaríkjanna cins og hún er nú." Halda fram sérkennum Framsóknarflokksins - Hver eru stefnumál þín í kosning- um, sem nú eru framundan? „Ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir okkur framsóknarmenn að halda fram sérkennum Framsóknar- flokksins. Við erum ekki sósíalískur flokkur eins og mér finnst stundum látið að liggja og við erum mjög andvígir auðvaldshyggju og frjálshyggju Sjálf- stæðisflokksins, eða afla innan hans. Við erum frjálslyndur miðflokkur, þar sem við teljum að blandað hagkerfi sé hið heppilegasta form. Slíkt hagkerfi gerir ráð fyrir að hið hentugasta á hverjum tíma og hverjum stað ráði hvort það er einkarekstur, samvinnurekstur eða ríkisrekstur á tilteknu sviði. Ég held, að þetta sé okkar mcsta sérstaða, að við erum ekki kreddufullir í þessum efnum. Annað sem við eigum að leggja höfuð- áherslu á, er að við komum fram eins og við erum klæddir, skýrum greinilega frá því, sem við teljum að gera þurfi og biðjum þjóðina um stuðning til þess að fá þessu framgengt. Það, sent við viljum fá fram í efnahagsmálum, er fyrst og fremst að hægja á verðbólgunni, sem sannarlega er að grafa undan öllunt atvinnurekstri í landinu. Við verðum að kippa vísitölunni úr sambandi um hríð þannig að verðbætur og verðhækkanir fari ekki saman og draga úr opinberri fjárfestingu. Erlendar skuldir okkar eru orðnar það miklar að þær geta gert okkur erfitt fyrir um ýmsar framkvæmdir á næstu árum ef ekki er gripið í taumana núna strax. Þessu takmarki okkar, að vinna bug á verðbólgunni teljum við að verði ekki náð nema með nokkurs konar þjóðar- samningi, samkomulagi milli hagsmuna- aðila. Við þurfum að koma á bæði verðstöðvun og stöðvun kauphækkana, og hindra hækkun búvöru og fiskverðs, og koma á jafnvægi í peningamálum. lýðræðis og að ríkisstjórn eigi að vera ábyrg gagnvart þinginu. Ég er þess vegna eindregið andvígur hugmyndunt Vilmundar Gylfasonar um þessi efni. Það á að mínu mati að gera Alþingi enn öflugra og færa til þess aukin völd til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Eins vil ég að tengsl þjóðar og þings aukist. - Viltu spá einhverju um úrslit kosn- inganna? „Nei, ég vil engu spá. Ég held aðýmsu leyti hafi þetta stjórnarsamstarf sem framsóknarmenn eru nú í verið nokkuð erfitt. Flokkurinn hefur ekki komið fram ýmsu því, sem hann barðist fyrir í kosningunum 1979. Ég var og er þeirrar skoðunar að þessu samstarfi hefði átt að ljúka þegar á síðasta hausti og þá hefði átt að efna til kosninga. Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og hef trú á því að okkur takist að halda. okkar tveimur ntönnum hér í Reykjavík, enda skiptir það miklu að Framsóknar- flokkurinn haldi áfram að vera öflugt stjórnmálaafl hér í borg, og á landinu öllu.“ -GM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.